Þjóðviljinn - 16.04.1987, Page 15
menn ganga gjarnan á yfir
sumartímann. Dæmi um þetta
eru bæjarfjöll þéttbýlisins. Ég
meina Esjuna, Vífilfell og Hengil
við Reykjavík, Súlur við Akur-
eyri og Húsavíkurfjall, svo ein-
hver séu nefnd.
Öðru máli gegnir um há fjöll og
brött og tinda fjarri alfaraleiðum
ferðalok
niður á blað og skilja eftir hjá
einhverjum ábyrgum. Hvert á að
fara og hvenær er ætlunin að
koma aftur? Slíkar lágmarks-
upplýsingar gera allar aðgerðir
markvissari ef til leitar kemur.
Enginn ætti að telja sig of góðan
og yfir það hafinn að segja hvert
hann ætlar, jafnvel reyndir fjalla-
menn geta farið villir vegar og
tafist á leið sinni.
Landssamband hjálparsveita
skáta og Landssamband flug-
björgunarsveita bjóða ferða-
mönnum ókeypis þjónustu í þess-
um efnum. Ferðafólk getur
hringt og látið vita um ferðatil-
högun, fjölda ferðalanga, áætl-
aða heimkomu og hvernig farar-
tækjum ferðast er á.
Tekið er með í reikninginn að
tafir geta alltaf orðið og því ekki
rokið af stað í leit sé hópurinn
ekki kominn byggða á nákvæm-
lega þeim tíma sem ákveðið var.
Hins vegar styttist viðbragðstím-
inn til muna og aðgerðir verða
markvissari ef til þarf að taka.
Ferðafólk getur haft samband
allan sólarhringinn í síma 91-68
60 68 en það er jafnframt
neyðarnúmer fyrir leit og björg-
un. Sólarhringsvaktin er í hönd-
um Securitas sem annast útköll
leitarstjórnar.
og skal ekki fjölyrt um slíkar
ferðir frekar.
Gallabuxur og skyldar flíkur
eru bannvara til fjalla á veturna.
Lágmarkskrafa er að menn klæð-
ist hlýjum buxum t.d. úr riffluðu
flaueli eða ullarblöndu. Bestar
eru hins vegar hnésíðar buxur úr
teygjuefni eða ullarblönduðu
gerviefni. Oftast er efnið tvíofið
þannig að það myndar lög með
þráðum sem liggja homréttir
hver ofan á öðmm. Við flíkurnar
nota menn hnésokka úr ullar-
blöndnu næloni. Að öðra leyti
klæðast menn eins og lýst var hér
í kaflanum á undan. Þess ber þó
að geta að búast má við meiri
vindi og minni lofthita með
aukinni hæð. Þess vegna em t.d.
vindbuxur og aukapeysa og
lambhúshetta oftar nauðsyn í
bakpoka en ekki.
Meginvandinn í vetrarfjall-
göngum er hálkan, að hugsan-
legum snjóflóðum slepptum.
Missi maður fótanna í brekku á
hjarninu er jafnan voðinn vís ef
sá hinn sami kann ekki dálítið
fyrir sér. Ef hálkan er engin duga
skíðastafir og hálfstífir (eða
mjúkir) plast- og leðurskór vel
sem hjálpartæki. Þá troðum við
snjó og munum eftir Iegghlífum
og forðumst augljósar snjóflóða-
brekkur. í harðfenni og ísalögum
eru mannbroddar skilyrði fyrir
öryggi og létt ísöxi með. Hvomgt
dugar eitt sér. Engu máli skiptir
þótt fjailið sé lágt og alls ekki
bratt. Rennandi maður fer á flug-
ferð á nokkurra tuga metra vega-
lengd. Mannbroddar em ekki
dýrir (öðru hvom megin við 3000
kr.) og á ég þá við 12 gadda tól
sem falla undir allan skósólann.
Við þá notar maður hálfstífa skó
sem henta ágætlega til göngu. Nú
em til bæði plastskór með
sveigjanlegu ökklastykki og mý-
hvað skal nota?
grútur af prýðilegum randsau-
muðum leðurhnöllum með
Vibram-sóla (verð ca. 4000-6500
kr) ísöxin má vera af ódýrastu
gerrð, 65-90 cm löng. Hana nota
menn sem „göngustaf og til að
hemla með í falli auk þess sem
hægt er að pjakka sér sæti, hvfld-
arspor eða hengja í hana bakpok-
ann í halla. Hið eina sem menn
þurfa að læra af þessu tilefni er
hvemig öxin er notuð til að
stöðva fall. Þá er bara að láta sig
fallera í lítilli brekku og grípa um
haus axarinnar og skaft og þrýsta
hyrnunni með líkamsþunganum í
hjarnið. Bannað er að höggva öx-
inni í ofboði uppfyrir sig.
Að þessu fengnu em fjall-
göngumenn færir í allar venju-
legar dagsgöngur á margt fjallið.
Auðvitað gleyma þeir ekki marg-
nefndum öryggisbúnaði svo sem
álpoka, áttavita og korti. Nesti er
líka ómissandi, þó ekki væri
nema til að nota ef ferð lengist af
óviðráðanlegum orsökum. Við
röska göngu í kulda tapar fullorð-
inn maður Vi lítra af vökva á 2-3
tímum þrátt fyrir þykkan klæðn-
Nokkrar
leiðbeiningar
um útbúnað til
vetrarferða.
Ari Trausti
Guðmunds-
son skrifar um
útbúnað fyrir
ferðalanga
að. Heitur drykkur er því jafn
nauðsynlegur og bensín á bflinn.
Að lokum
Búið til ykkar eigin venjur
hvað útbúnað og öryggistæki
varðar.
Munið þó þetta:
1. Fatnaður á bæði að veita skjól
fyrir vindi og halda hlýju lofti að
líkamanum.
2. Forðist að ganga svo hratt eða
reyna að nauðsynjalausu svo
mikið á ykkur að þið svitnið.
Uppgufun svita kælir mjög lík-
amann.
3. Fatnaður á ekki að hindra
eðlilegar hreyfingar líkamans.
4. Notið frekar margar flíkur en
mjög fáar, því þá má betur
stjórna líðaninni.
5. Hreyfing og hitun kostar
orku. Orkan kemur frá fæðu og
líkamsvefjum. Hana þarf að
endurnýja.
6. Reynið að meta hvaða örygg-
istæki taka á meðferðis áður en
lagt er upp í ferð.
Góða ferð
Ari Trausti Guðmundsson
Páskahelgi
á Lœkjarbrekku
Verid velkomin til okkar um helgina
Við höfum opið:
Skírdag frá 1130-23.30
Föstudaginn langa 15.00—22.00
Laugardag 10.00—23.30
Páskadag 15.00—22.00
Annan páskadag 11.30—23.30
Auk hins fjölbreytta matseðils hássins
bjóðum við sérstaka hátíðarrétti og
kaffiveitingar
PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15