Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 16
Gunnar Þór Gunnarsson (12 ára): Fólk á útitónleikum,
Helga Sigurvinsdóttir (8 ára); Speglun.
Fagurfrœði
bamanna
Um myndlistarsýningu barna í Listasafni ASÍ
Samúel Orri Samúelsson (7 ára): Við Tjömina.
Það mun hafa verið heimspek-
ingurinn Platón, sem fyrstur
manna hélt því fram með gildum
rökum að listrænt uppeldi væri
forsenda fyrir alhliða þroska
mannsins. Að tilfinning fyrir hinu
fagra væri forsenda þess að mað-
urinn gæti greint rétt frá röngu.
Að tilfinning fyrir hrynjandi og
formi væri lykill að allri æðri
visku og þroska, og að þeim sem
ekki skynjaði fegurðina og hrynj-
andina í náttúrunni jafnt og í hin-
um fögru listum væri fyrirmunað
að rata þá leið, er leiddi til farsæls
lífs og frjósams skilnings á mann-
inum og umhverfi hans. Sú
áhersla sem Platón lagði á giidi
lista í uppeldi bama er í andstöðu
við þá hefð, sem reyndar hefur
verið ríkjandi í okkar siðmenn-
ingu, þar sem listum og listrænu
uppeldi er afmarkaður ákveðinn
bás sem eins konar mótvægi eða
andstæða hreinnar vísindahyggju
og trúarlegra/siðferðislegra upp-
eldisaðferða.
Platón setti fram sínar uppeld-
iskenningar í bókinni um Ríkið
fyrir nærri 2500 árum síðan. Á
síðari ámm hafa ýmsir sálfræð-
ingar og uppeldisfræðingar áttað
sig á mikilvægi hugmynda hans,
en engu að síður hafa skólar okk-
ar og uppeldisaðferðir enn í dag
mótast af því grundvallarsjónar-
miði, að hið listræna uppeldi sé
sér á parti, og eigi ekkert skylt við
það að öðlast hæfni í því að greina
rétt frá röngu eða skilja lögmál
náttúrunnar og rökfræðinnar.
Samkvæmt þeim viðtekna hugs-
unarhætti sem skólakerfi Vestur-
landa byggir á er hið fagra að-
skilið frá hinu góða og hinu
sanna. Fagurfræðin aðskilin frá
siðfræðinni/trúarbrögðunum og
rökfræðinni/vísindunum.
Útrás og bœling
Þó hafa vísir menn bent á að sú
uppeldisaðferð sem hefur fagur-
fræðina að gmndvallarviðmiði sé
í rauninni sú eina sem samræmst
geti lýðræðislegum kröfum um
frjálsa þróun einstaklingsins.
Einfaldlega vegna þess að sú upp-
eldisfræði sem byggir á siðfræði-
legum eða rökfræðilegum kenn-
isetningum verður á endanum
alltaf valdboð, þar sem hin
bemska og fagurfræðilega
skynjun og það einstaklings-
bundna frumkvæði sem felst í leik
og skapandi ímyndunarafli er úti-
lokað í krafti fyrirframgefinna
lögmála. f stað þess er börnunum
skammtaðir 2 tímar á viku til þess
að fá „útrás“ fyrir meðfædda þörf
sína til listrænnar sköpunar, en
síðan tekur „alvara lífsins“ við í
bælingu þessarar náttúmlegu
þarfar þar sem margföldunarta-
flan og boðorðin 10 verða ríkj-
andi viðmiðun.
Skapandi
frumkvœði
Þessar vangaveltur komu í
huga mér þegar ég skoðaði
myndlistarsýningu þá sem nú
stendur yfir í sýningarsal ASÍ, og
haldin er að frumkvæði Iðnaðar-
bankans. Þar em til sýnis um 100
myndir eftir reykvísk skólaböm á
aldrinum 6-12 ára, þar sem þau
túlka lífið í höfuðborginni, fólk,
atvinnulíf og umhverfi á sinn rök-
vísa og sanna hátt, eins og börn-
um er gefið. Þetta eru ávextir
þeirrar „útrásar" sem börnunum
hefur verið gefinn kostur á í þeim
2 myndlistartímum, sem þau eiga
lögboðinn rétt til í skólum höfuð-
borgarinnar á viku hverri.
Arangurinn er að sönnu mis-
jafn, en ástæðan fyrir því að við
getum kallað þessar myndir
„sannar“ og „rökvísar" er sú að
þær em ávöxtur af reynslu, þar
sem bömin hafa fengið frelsi til
þess að leggja sitt mat á hlutina
og leggja það á borð fyrir okkur
til skilnings og lærdóms fyrir þau
sjálf og fyrir okkur hin. Listræn
sköpun barnanna er fólgin í því
að velja og hafna að eigin fmm-
kvæði og án tillits til þeirra siða-
reglna eða þeirrar rökfræði, sem
kenndar era í bóklegu tímunum.
Þegar börnin kanna umhverfi sitt
og túlka það í mynd þá nota þau
til þess athyglisgáfu sína. Við
mótun verksins velja þau og
hafna, vinna úr athugun sinni,
uppgötva form og hrynjandi og
greina rétt frá röngu út frá þeim
viðmiðunum sem þeirra eigin
sköpunargáfa segir þeim til um.
Og þau gera kröfur til þess að við
tökum afstöðu til niðurstöð-
unnar, bregðumst við henni með
einhverjum hætti. Að skapa er að
gefa og þiggja og sýna gagn-
kvæma virðingu.
Á bak við þessar myndir liggur
bæði sjálfstæð rannsókn, uppgö-
tvun, sjálfstætt mat og sú reynsla
sem fólgin er í meðhöndlun efnis-
ins, en fyrst og fremst liggur að
baki þessara mynda sjálfstætt
frumkvæði.
Uppeldisaðferð
fagurfrœðinnar
Það er utan ramma þessara
skrifa að fjalla um hvernig
kennsla í hinum bóklegu greinum
skólans geti tekið mið af starfsað-
ferðum barnanna við sína list-
rænu sköpun, hvernig virkja
megi sköpunargleði þeirra og
frumkvæði í reikningstímum,
grasafræði eða trúarbragðasögu
ekki síður en í myndmenntatím-
unum, og hvemig skólinn geti
hugsanlega aðlagað sig betur að
hinum náttúmlegu starfsaðferð-
um og þroskaleiðum barnsins
með það að markmiði að skapa
heilsteyptari einstakling, sem fær
verður um að leggja fagurfræði-
legt mat á rökfræðina og siðf-
ræðina og skilja samhengi
mannsins og umhverfisins í nýju
ljósi. Ef skólar Vesturlanda
hefðu lagt að gmndvelli þann
mælikvarða Platóns, að hið fagra
sé óaðskiljanlegt frá hinu góða og
sanna, þá liti þjóðfélag okkar
kannski nokkuð öðruvísi út í dag.
Hugsanlega ættum við þá engin
kjarnorkuvopn, engin kjarnork-
uver og færri bíla en nóg af fersku
vatni, heilbrigðum skógi og
ómenguðu andrúmslofti og heil-
steyptara mannfólk. Þetta em
spumingar sem eiga erindi í
skólamálaumræðuna, og endan-
lega varða þær skilning okkar á
manninum sem skapandi afli,
skilning okkar á mannlegum
samskiptum og sambúð mannsins
við náttúruna. Þannig getur lítil
sýning gefið tilefni til stórra
spuminga. Þökk sé bömunum,
sem að henni stóðu.
-ólg
16 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN PÁSKAR 1987