Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 17

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 17
Fanney, Vilborg, Elínborg, Ásta og Bryndís ræða teóríuna. Tómstundaskólinn Geysifjölbreytt namsval Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri: Skólinn eríeigu MFA. Lengi verið hugsjónamál samtakanna að geta boðið upp á tómstundanám „Skólinn er stofnaður 1985 af Þórði Vigfússyni, Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni og Birgi Ásgeirssyni. Síðastliðið sum- ar keypti Menningar og fræðslusamband alþýðu skól- ann. Það hefur ávallt verið á stefnuskrá samtakanna að bjóða upp á tómstundanám en hafa ekki fyrr haft bolmagn til þess. Reynt hefur verið að láta skólann standa undir sér sjálfan með námskeiðsgjöldum og hefur það að mestu tekist.Við höfum einnig leitað eftir stuðningi verkalýðsfélaganna og hafa Verslunarmannafélagið og Iðja veitt námsstyrki. E>á hafa nokkur stéttarfélög greitt hluta nám- skeiðsgjalda fyrir meðiimi sína. Engir fastir kennarar starfa við skólann heldur taka kennarar að sér kennslu á námskeiðum hans sem verktakar. Við skólann er talsvert mikið af myndlistarnám- skeiðum, ýmis konar handavinnu og fatasaumanámskeið eru í gangi. Þá eru haldin ljósmynda- námskeið, videomyndatökur kenndar, leiklistarnámskeið, bókhaldsnámskeið, námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja, garðrækt, innanhússkipulagn- ingu, farseðlaútgáfu og glugga- útstillingum og er þó ekki enn allt upp talið," sagði Ingibjörg Guð- mundsdóttir skólastjóri Tóm- stundaskólans í samtali við Þjóð- viljann. -sá. Fjölmiðlun Forðaði sér undir bót Vilborg Harðardóttir kennari á fjölmiðlanámskeiði Tómstundaskólans: Við leggjum áherslu á hlutlœgni í fréttaskrifum og muninn á blaðafréttum og blaðagreinum Sigurjón Jóhannsson og Vilborg Harðardóttir eru aðalkennarar blaðahóps á fjölmiðlanámskeiði tómstundaskólans. Þau hafa langa reynslu af blaða- mennsku og kennslu í fjölmiðlafræðum. Fjölmiðlanómskeiðið Viðtalstœknin gagnleg Árný Sveinsdóttir skrifstofu- Þjóðviljans og þar með var hlu- maður sagði Þjóðviljanum að tverkum okkar snúið við. námskeiðið væri ákaflega gagn- -«á. legt. Árný sagðist ekki hafa unn- ið við blaðamennsku og hvort sem hún myndi gera það í fram- tíðinni eða ekki, hefði hún fengið innsýn í hluti sem vel nýttust á öðrum sviðum. „í námskeiðinu er innifalið þriggja kvölda nám- skeið í ritvinnslu sem ég tel of stutt til að verða sæmilega sjálf- bjarga þótt það gefi allgóða inn- sýn og skilning á grundvallarat- riðum. Við höfum verið að vinna viðtöl fyrir páskablað Þjóðviljans og spurt fólk hvað það ætli að gera um páskana“, sagði Árný, „hvað ætlar þú að gera um pá- skana?“ spurði Árný blaðamann Með páskabros á vör Eftirtaldir nemendur á Fjölmiðlanám- skeiði Tómstundaskólans skrifuðu viðtölin sem birtast á næstu síðum: Árný Sveinsdóttir, Ásta Eggertsdóttir, Bryndís Valgeirsdóttir, Elínborg K. Kristjánsdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kristlaug Sigurðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Snorri Konráðsson og Jóhann Ingi Árnason. „Það gerðist ýmislegt þegar fólkið fór fyrst út að taka viðtöl. Sumir viðmælenda vildu alls ekki tala við Þjóðviljann, aðrir yfir höfuð ekki tala við blaðamenn, enn aðrir alls ekki láta taka af sér mynd og viðmælandi eins var það hvumpinn að hann forðaði sér undir bát“, sagði Vilborg Harðardóttir sem kennir á fjöl- miðlanámskeiði Tómstunda- skólans sem nú stendur yfir. Tómstundaskólinn er í eigu Menningar og fræðslusamtaka al- þýðu og stendur hann fyrir fjöl- breyttri kennslu og náms- keiðum? „Nú á tímum ört vaxandi fjöl- miðlunar var ákveðið að halda þetta námskeið og í byrjun árs var auglýst eftir þátttakendum. Strax eftir að auglýsingin birtist bárust rúmlega 40 umsóknir sem var meira en búist hafði verið við. Var þá ákveðið að auglýsa ekki meir en tala persónulega við um- sækjendur og gera þeim glögga grein fyrir námsefni og tilhögun, svo ekki færi á milli mála hjá þeim, að hverju þeir gengju. Námskeiðið hófs síðan 21. feb- rúar. Því er þannig hagað í höfuð- atriðum, að allir nemendurnir læra ákveðin kjarna- eða grunnfög, en síðan skiptast þeir í þrjá sérgreinahópa, en þeir eru; blaðahópur, útvarpshópur og sjónvarpshópur. í kjamanum vom haldnir fyrir- lestrar, umræður fóm fram og unnin vom margbreytileg verk- efni. Fjallað var um blöð, útvarp og sjónvarp, tfmarit og fréttabréf og farið (heimsóknir til stofnana og fyrirtækja á þessum sviðum. Þá hefur verið leiðbeint með upplýsinga- og gagnaöflun, um fréttir og fréttavinnslu, dagskrár- gerð, viðtalstækni, um íslenskt mál og að síðustu kennd tölvurit- vinnsla í forritinu Orðsnilld (Word Perfect)", sagði Sigurjón Jóhannsson kennari á fjölmiðla- námskeiði tómstundaskólans. í blaðahópnum er auk kjarna- greinanna lögð sérstök áhersla á framsetningu efnis, útlit blaða og útlitshönnun, ljósmyndir og Ijós- myndun, frétta- og greinaskrif og tók hópurinn að sér að sjá um þetta páskablað Þjóðviljans að hluta. Námskeiðið hófst, eins og áður segir þann 21 febrúar sl. og kennt er á miðvikudagskvöldum og laugardögum. Námskeiðinu lýk- ur þann 16. maí. nsá. Spjallað í kaffipáisunni. Frá vinstri: Amý SvoinsdótUr, Kristlaug Siguröardóttir og Sigríður Magnúsdóttir. -SteA »7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.