Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 20
Egill Gíslason Hef farið á flest öll leikrit síðustu árin Þetta sagði Egill Gíslason sem nú á heima á elliheimilinu Grund í stuttu viðtali um það hvernig hann hugðist eyða páskafríinu. Á þessum aldri gerir fólk nú flest lítið yfir páskana, ég held bara að ég verði heima á elliheim- ilinu Grund en ef ég færi eitthvað þá væri það bara í heimsókn til dætra minna. Er mikið gert fyrir gamla fólkið á Grund? „Það er allt gert fyrir fólkið þarna sem mögulega er hægt og held ég að þjónustan gæti vart verið betri. Yfir páskana er lítið breytt út frá venjulegu sniði, en samt eru fleiri guðsþjónustur.“ Sækirðu mikið guðsþjónustur? „Nei, satt að segja geri ég það ekki, augun í mér eru farin að gefa sig og ég er farinn að sjá mjög illa.“ Hvað gerirðu þér helst til gam- ans? „Ég sæki mikið leikhús og hef svotil farið á öll leikrit sem sýnd hafa verið síðastliðin ár. J.I.Á. Stefán Ásgrímsson Liggja í leti í Luxemburg „Ég ætla að fara með konu og börn til Luxemburgar um pásk- ana og liggja í leti,“ sagði Stefán Ásgrímsson blaðamaður. „Mágur minn býr í Luxemburg og er ætlunin að dvelja hjá hon- um.( Landslag er mjög fallegt •þarna og líklegt að við keyrum um Móseldalinn og skoðum okk- ur um. Ætlunin er að dvelja ytra í tæpan hálfan mánuð, þannig að ég kem til með að missa af kosn- ingabaráttunni hér heima.“ Út eftir inniveruna í vetur Eins og fleiri Keflvíkingar var Jóhanna Malena Karlsdóttir á þönum í hádeginu. „Ég og dóttir mín ætlum að fara með foreldrum mínum í sumarbústað í Skorradal. Það er venja okkar að byrja hvert sumar þar um páskana. Ég vinn á skrifstofu fimm daga í viku og hlakka mjög til frísins, við förum mikið út, í gönguferðir og sund. Það er frábært eftir alla inniveruna í vetur.“ SM Jóhanna Malena Karlsdóttir Vera heima og horfa á sjónvarpið Rúnar Þór Jónsson, 13 ára nemi í Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ, var að leika sér með bolta fyrir utan skólann. „Ég ætla að vera heima um páskana, kannski les ég eitthvað og horfi á sjónvarpið.“ Svo var hann hlaupinn á eftir boltanum. Á.S. Vinn trúlega eitthvað Inga Björnsdóttir vinnur á hót- eli frá ca. 12-4, stundum til 5 á daginn, „eftir því hve mikið er að gera”. Hún ætlar að vera heima um páskana og hafa það rólegt. „Eg fer kannski í heimsóknir til vina og kunningja. Svo getur verið áð ég hitti dóttur mína ef hún verður í bænum. Ætli ég hlusti svo ekki líka á útvarpið. Nú, og svo les ég líka töluvert af bókum og náttúr- lega alltaf blöðin, Mbl., DV og Þjóðviljann. Hvenær ferðu í fríið? „Hótelið verður lokað á páska- dag, en ég veit ekki með 2. í pásk- um, það verður trúlega eitthvað unnið. Með þessum orðum kvöddumst við og Inga gekk brosandi áfram í sólskininu. E.K. Ásthildur Kristjánsdóttir, nemi í 6. bekk MR. Kannski borða ég páskaegg Ásthildur Kristjánsdóttir, nemi í 6. bekk MR: „Ég legg áherslu á upplestur og ekkert annað. Við förum í próf miðvikudaginn eftir páska og erum í kennslu fram á skírdag þannig að það er lítið annað að gera en að lesa. Kannski borða ég páskaegg." Ásthildur var í útreiðatúr skammt frá Hafnarfirði á vökrum gæðingi sem faðir hennar á. „Ef veðrið verður yndislegt freistast maður samt til að fara á hestbak. Námið verður þó að ganga fyrir og verkfall kennar- anna bætti ekki úr. Kennslan stendur lengur dag hvern, skólinn lengist um viku og upp- lestrarfríið verður ekki sem skyldi. útiveran endurnærir mann og ekki veitir af hressingu í náminu og próflestrinum. Ef ég kæmi því við þá færi ég oftar á hestbak en ég geri nú. Ég er úti- vistarmanneskja. “ SSK Elín Sigurbergs Páskahelgin engin undan- tekning „Ég skelli mér upp í sumar- bústað um páskana, svaraði Elín Sigurbergs. Hún vinnur við að pakka ávöxtum á morgnana og er heimavinnandi eftir hádegi. „Ég er vön að fara upp í sumar- bústað um hverja einustu helgi og páskahelgin er þar engin undan- tekning. Við eigum sumarbústað í Grímsnesi og þangað fer ég til að slappa af og hreinsa til í kringum bústaðinn. Það er alveg nauðsyn- legt að komast í kyrrðina sem oft- ast. -fþ Þorsteinn Svavar Fransson og Þröstur Guðbjörn Fransson. Yfirleitt heima yfir páskana Þetta sögðu þeir Þorsteinn Svavar Fransson og Þröstur Guð- björn Fransson þegar ég spurði þá hvernig þeir ætluðu að eyða páskafríinu. „Við gerum nú ekkert sérstakt yfir páskana, erum yfirleitt heima og njótum þess að þurfa ekki að fara í skólann. Kennararnir okk- ar fóru í verkfall og þess vegna er þetta fyrsta fríið okkar síðan um jólin.“ Til hvers hlakkið þið í sam- bandið við páskana? „Að fá páskaeggin frá mömmu og pabba." Farið þið í guðsþjónustu yfir páskana? „Nei, ég held ekki, við förum bara ef mamma fer.“ Hvernig eyði þið frítímum ykk- ar? „Við förum mikið í sund og erum til dæmis að fara í sund núna, en svo förum við stundum í bíó en annars erum við bara að leika okkur heima.“ J.I.Á. í skólanum um páskana Inga María Magnásdóttir og Kristrún Zakaríasdóttir voru að vinna á skrifstofu í Keflavík. „Ég er líka í Fjölbraut, það verður kennt um páskana svo ég verð að lesa og læra í fríinu," sagði Inga María. „Ég ætla samt að reyna að komast með vinkonu minni á skíði í Bláfjöll, við förum eins oft og við getum.“ Kristrún sagðist ætla að taka það rólega í fríinu, „vera heima, borða góðan mat og horfa á sjón- varpið." Grunnskólinn á ísafirði vantar kennara í eftirtafdar stöður: Almenna bekkjarkennslu Smíðar Sérkennslu Tungumál íþróttir Heimilisfræði Tónmennt Þú getur komið til ísafjarðar þér að kostnaðar- lausu því flutningskostnaður er greiddur fyrir þig. Þú færð leigða íbúð langt undir markaðsverði. Eigirðu börn er aðstoðað við að fá gæslu fyrir þau. Kennarahópurinn er áhugasamur og já- kvæður og skólahúsnæðið er í uppbyggingu. Það bendir því margt til framfara í skólamálum á ísa- firði á næstu árum. Hvers vegna ekki að kanna möguleikana? Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Jón Baldvin Hannesson skólastjóri v.s. 94-3044, h.s. 94-4294 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN PÁSKAR 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.