Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. maí 1987 103. tölublað 52. árgangur Söngvakeppnin Við erum dálítið öðruvísi Kísilmálmverksmiðjan Stóriðjumenn daufir Engin niðurstaða afviðrœðum viðfulltrúa Rio Tinto Zink. Búist við endanlegri ákvörðun íjúní. Allarytri aðstœður mœla gegn byggingu kísilmálmverksmiðju. Framkvœmdastjórinn flýrhið sökkvandi skip. Kostnaðurinn á annað hundrað milljónir króna að hefur verið í svo miklu að snúast að ég hef varla tíma til að sofa, eða matast. Fjölmiðlar hafa fengið nokkuð dálæti á okk- ur, sem stafar trúlega af því að við höfum ekki haft neitt frum- kvæði við að hafa okkur í frammi og hinu að við erum dálítið öðru- vísi en hinir sem eru veraldarvan- ari en við, sagði Halla Margrét Árnadóttir, sem syngur fyrir ís- lands hönd í Evrópukeppni sjón- varpsstöðva, sem haldin er í Briissel í kvöld. „Okkur er spáð fimmta sæti af breskum veðbanka. Sami banki spáði okkur sjötta sæti í fyrra og þá höfnuðum við í sextánda sæti. Miðað við það má búast við að við hreppum fimmtánda sætið í ár. Að öllu gamni slepptu, þá vil ég engu spá,“ sagði Sverrir Guð- jónsson, söngvari en hann syngur bakrödd við flutning íslenska lagsins í kvöld. í sunnudagsblaðinu er viðtal við Höllu Margréti Árnadóttur og umfjöllun um söngvakeppn- ina, ásamt stigatöflu, sem fjöl- skyldan getur skemmt sér við að fylla út um leið og hún fylgist með stigagjöf í beinni útsendingu söngvakeppninnar í kvöld. -rk Sjá sunnudagsblað Líkurnar á að fyrirhuguð kís- ilmálmverksmiðja á Reyðar- firði verði reist fara nú sífellt minnkandi. Allar ytri aðstæður mæla gegn því að verksmiðjan verði reist, verð á kísilmáimi er of lágt, stofnkostnaður er of hár og líkurnar á að aðstæður skáni eru ekki miklar að mati þeirra sem til þekkja. Fulltrúar Rio Tinto Zink fund- uðu með stjóriðjunefnd í fyrra- dag. Ekkert nýtt mun hafa komið fram á fundinum og hurfu Bret- arnir af landi brott að honum loknum og er ekki búist við frek- ari viðræðum fyrr en í næsta mán- uði. Þá er gert ráð fyrir að endan- leg ákvörðun verði tekin um framtíð verksmiðjunnar, sem þegar hefur kostað íslendinga hátt á annað hundrað milljónir króna. Sem kunnugt er hefur Geir A. Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar ráðist til starfa hjá Marel, og þykir það benda sterklega til þess að Geir sé vonlítill um að af verksmiðju- byggingunni verði í nánustu framtíð. Ytri aðstæður eru áformum um byggingu kísilmálmverksmiðju mjög óhagstæðar eins og áður sagði. Rio Tinto Zink gerir mun hærri arðsemiskröfur en verk- smiðjan gæti staðið undir eins og nú er í pottinn búið, auk þess sem stofnkostnaður er allt of hár. Kvennalistinn Laun, umhverfi, vopn Skilyrði Kvennalistans tilstjórnarþátttöku: leiðrétt lágmarkslaun númer eitt, tvö ogþrjú. Allir rœtt við forseta, ekkert Ijósara um stjórn Kristín Halldórsdóttir þing- en annar, og ekkert stjómarmynstur maður sagði við Þjóðviljann í sker sig sérstaklega úr. _ K.ÓIj'-m gær að leiðrétting lágmarkslauna ^íðu 3 væri stjórnarmyndunarskilyrði Kvennaiistans númer eitt, tvö og þrjú. Ekkert bendir til þess að horfur verði bjartari á næstu mánuðum. Fulltrúar Rio eru engu að síður sagðir mjög áhugasamir um að koma hér upp stóriðju þótt ekki verði af byggingu kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Raforku- verðið er það sem helst lokkar, en ýmislegt annað kemur þó til. Enn hefur ekkert verið gert opin- bert um hugsanlegt raforkuverð til Rio Tinto Zink. -gg Norðfirðingurinn Jón Einar Jónsson með brófdúfuna. Hann er sonur skipstjór ans á Bjarti sem tókdúfunaheimmeðsér. (mynd: hb) Flakk Brét- dúfaí togam Nokkuð óvenjulegur farþegi var um borð í togaranum Bjarti frá Neskaupstað þegar hann kom til heimahafnar á mánudag. Farþeginn var dúfa sem sest hafði á skipið þegar það var að veiðum um 80 sjómflur suðaustur af landinu um miðjan dag á laugar- dag. Dúfan var nokkuð illa á sig komin, blaut og hrakin, auk þess sem olía hafði komist í hana. Skipverjar hlynntu vel að þessum gesti sínum og þegar í land kom á mánudag hafði hún náð sér nokk- uð vel. Merki voru á fótum dúfunnar og þar var tilgreint símanúmer í Reykjavík og þegar haft var sam- band við eiganda hennar þar kom í ljós að hann hafði tapað henni í apríl 1984 er hann sleppti henni sem unga til flugs af suðurlands- undirlendinu og ekki séð hana síðan. Dúfan hefur því lifað flökkuh'fi í þrjú ár og líklega hefur hún hugsað til enn frekara flökkulífs í fjarlægum löndum þegar Bjartur varð á vegi hennar miðja vegu milli íslands og Færeyja. Lúðueldi Safna 6000 smálúðum Björn Björnsson: Söfnum5-6þúsundlúðum hjá dragnótabátum í sumar. Hyggjum á samstarf við Norðmenn um lúðueldi Launin yrðu að duga til lág- marksframfærslu og þessi leiðrétt- ing ætti að ná til öryrkja, náms- manna og aldraðra. Þá sagði Kristín að Kvennalistinn mundi gera að skilyrði að ísland gangi til samstarfs um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, og ennfremur gera Kvennalistakonur kröfu til þess að umhverfisvernd verði sett undir einn hatt, væntanlega í einu umhverfismálaráðuneyti. Kristín sagði einnig að lögð yrði áhersla á skólamál. Forystumenn þingflokkanna hafa nú allir gengið á fund Vigdís- ar Finnbogadóttur forseta og er nú komið að henni að veita fyrsta manni stjórnarmyndunarumboð. Að forystumönnum Alþýðu- bandalags og Borgaraflokks undanskildum er enginn líklegri Við gætum hugsanlega orðið fyrstir þjóða til þess að setja eldisiúðu á markað og það er mjög mikilvægt. Við vitum að t.d. Bandaríkjamenn eru geysi- lega áhugasamir fyrir lúðunni. Eldið hefur gengið vel fram tii þessa og við vonumst til þess að geta sett hátt í tíu tonn á markað jafnvel á næsta ári, sagði Björn Björnsson starfsmaður Haf- rannsóknastofnunar í samtali við Þjóðviljann í gær, en hann hefur umsjón með tilraunum með lúðu- eldi, sem stundaðar eru í ná- grenni Grindavíkur. íslandslax og rannsóknarráð ríkisins fjár- magna tilraunirnar. Hafrannsóknastofnun hóf til- raunir við eldi á lúðu árið 1985 og eru nú nokkur hundruð lúður í eldi þar syðra. í sumar er hins vegar fyrirhugað að margfalda stofninn og safna saman 5-6 þús- und smálúðum. Stofnunin hefur falað smálúðuna af dragnóta- bátum á Faxaflóa og sagði Björn að fyrirhugað væri að hefja söfn- unina í samvinnu við þá um miðj- an j úlí mánuð, en þá verða dragl - nótaveiðar í Faxaflóa leyfðar. Björn sagði ástæðuna fyrir þessari fjölgun vera þá, að hefja á rannsóknir á hvaða þéttleiki er heppilegastur í kerjunum. Það stendur mikið til í eldistil- raunum á vegum Hafr- annsóknastofnunar. Bygging til- raunaeldisstöðvar f nágrenni Grindavíkur er komin áleiðis og er gert ráð fyrir að 560 fermetra hús verði reist yfir þá starfsemi í þessum mánuði. Þar er fyrirhug- að að stunda rannsóknir varðandi fiskeldi og eldi annarra sjávar- dýra, en slík aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis áður. Gunnar Sigurþórsson fiskeldis- fræðingur hefur verið ráðinn stöðvarstjóri. Unnið er að því að koma á sam- starfi við Norðmenn um lúðueldi. Norðmenn hafa veitt stórum fúlgum í tilraunir með lúðuklak, en Islendingar beina öllum sínum kröftum að eldi á villtri lúðu, enda er hún tiltölulega auðfáan- leg hér við land. Hugmyndin er að þjóðirnar eigi samstarf sín á milli um þessar tilraunir. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.