Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Yermu - Ljósm. Sig. Yerma - eða hrjóstrið og lifandi vatnið í næstu viku frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Yerma eftir Federico Garcia Lorca. Þetta leikrit, sem ber undir- skriftina „Harmljóð í þrem þáttum" er einn af þrem harm- leikjum sem Garcia Lorca skrifaði á árunum 1933-36, skömmu fyrir dauða sinn, en hann var sem kunnugt er myrturaffalangistum íupp- hafi spænsku borgarastyrj- aidarinnarárið 1936. Hinir harmleikirnir, Blóðbrullaup (frá 1933) og Hús Bernörðu Alba (frá 1936), hafa báðar veriðfluttarhérásviði.en - uppfærsla Þjóðleikhússins á Yermu er sú fyrsta hér á landi, og það er Karl Guðmundsson sem hefur tekist á hendur það vandasama verk að þýða leikritið yfirá íslensku. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdótt- ir, en tónlistin, sem gegnir mikilvægu hlutverki í þessari sýningu, er eftir Hjálmar H. Ragnars. Þátttakendur ísýn- ingunni eru á milli 40 og 50, en aðalhlutverkin eru í höndum þeirraTinnu Gunnlaugsdóttur, Arnars Jónssonar, PálmaGunnars- sonar og Guðnýar Ragnars- dóttur. Auk þess fer Signý Sæmundsdóttir söngkona með mikilvægt sönghlutverk í leiknum. Garcia Lorca hefur sagt um þetta verk, að hann hafi hugsað það í anda grísku harmleikjanna með fjórum persónum og kór, en þó hafi hann viljað gefa harm- leiknum nýtt inntak. „Við þurf- um að snúa okkur að harmleikj- unum,“ segir hann. „Leikhús- hefð okkar skyldar okkur til þess. Það er nægur tími til þess að gera gamanleiki og farsa. Ég vil hins vegar gefa leikhúsinu harm- leiki...“ Og Yerma er sannkallaður harmleikur, þar sem takast á grundvallarþættir í mannlegri til- veru, líf og dauði, óseðjandi ástr- íða og þær félagslegu hömlur sem kæfa ástina og skilja eftir sig skrælnað hrjóstrið, sem engan ávöxt getur borið. Barnlaust hús Efni leiksins er einfalt: Yerma er bóndakona sem í upphafi leiksins hefur verið gift manni sínum í rúm 2 ár og vonast heitt eftir því að verða þunguð. Juan maður hennar er vinnusamur smábóndi, sem lætur sig meira skipta umhirðu jarðar og búpen- ings en áhyggjur konu sinnar af barnleysinu. Yerma hafði gengið í þetta hjónaband með glöðu geði samkvæmt ráðum föður síns, en fyrir henni fólst hjónabandið fyrst og fremst í því að geta börn. Éftir því sem áhyggjur hennar út af barnleysinu vaxa magnast með henni innri spenna sem brýst út í átökum á milli hjónanna og síðan á milli Yermu og samfélagsins. Juan fær tvær ógiftar systur sínar til þess að flytja inn á heimilið og hafa gætur á Yermu, svo hún fari ekki á flandur í örvæntingu sinni og fyrirgeri heiðri heimilisins. En Yerma er afsprengi síns bænda- samfélags og upplifir heiður fjöl- skyldunnar sem sjálfgefinn hlut - það hvarflar ekki að henni að leita á náðir annarra karlmanna þrátt fyrir grunsemdir eigin- mannsins. Hún ber að vísu hlýjan hug til vinnumannsins Victors og hana grunar að barnleysið stafi af ástleysi eiginmannsins sem sér hlutverk sitt fyrst og fremst í að skaffa nauðþurftir til heimilisins og auka við bústofninn. í ör- væntingu sinni leitar hún hins vegar á náðir fjölkunnugrar gam- allrar konu, sem í yfirlýstu guð- leysi leggur stund á jurtalækning- ar og galdraseið gegn ófrjósemi. Örvæntingin leiðir Yermu líka í kristilega prósessíu, sem árlega er farin á vit dýrlings nokkurs, sem þekktur er um héraðið fyrir að veita frjósemi í bamlaus hús. í þessari litríku prósessíu, þar sem blandast saman heiðnar hefðir og kristnar, erótísk og trúarleg spenna, hittir Juan Yermu og segir henni að þeim sé fyrir bestu að viðurkenna ófrjósemi sína um leið og hann leitar eftir ástum hennar. í atlotum þeirra grípur Yerma um háls maka síns, kyrkir hann og segir síðan lokasetningu leiksins: „Eg hef drepið barnið mitt!“ Fyrir henni var samræði óhugsandi án tilhugsunarinnar um frjóvgun, og með morðinu á eiginmanninum hafði hún jafn- framt kæft von sína um að eignast barn og um leið sagt sig úr því samfélagi sem ekki gat unnt henni að lifa móðurhlutverkið eins og náttúran bauð henni. Ólgandi skáldskapur Þessi ytri umgjörð leiksins segir þó lítið um þau átök og þann ólgandi skáldskap og ástríður sem eiga sér stað á sviðinu. Texti leiksins, sem er að stórum hluta á upphöfnu bundnu máli, er fullur af skáldlegu tákmáli og hrynjandi sem undirstrikar þær ástríður sem undir krauma, sama gerir tónlistin, sem gegnir mikilvægu hlutverki í öllum leiknum, og ólg- andi vatnið sem Sigurjón Jó- hannsson hefur magnað fram með snilldarlegri lausn í leik- mynd sinni í senu þvottakvenn- anna undirstrikar líka þá frjó- semislind sem Yermu var meinað að bergja af í því lokaða og dauðamerkta húsi sem var heim- ili hennar. Rennandi vatnið Því hvað eftir annað kemur rennandi vatnið fram í texta leiksins sem tákn lífskraftsins, frjóseminnar og gleðinnar. Yerma óskar þess í upphafi leiksins að bóndi hennar fari að synda úti í ánni til að hressa sig. Gamla fjölkunnuga konan segir að bömin komi eins og vatnið, og í prósessíunni spyr hún konurnar með tvíræðum hætti hvort þær hafi smakkað á vígða vatninu. Brunnurinn er hins vegar tákn innilokunar og Yerma segir við Victor að hún hafi viðbjóð á vatn- inu úr brunni þessa húss. Og á einum stað fer Juan bóndi út að næturlagi til þess að vakta vatnið sem átti að fara á akrana fyrir þjófum, því það var af skornum skammti á hans landi! Og á sama hátt og hin karlmannlega frjó- semi felst í rennandi vatni er frjó- semi móðurinnar falin í táknmáli um mjólk og blóð. Þegar Yerma býður Juan mjólkurglas í upphafi leiksins svarar hann: „Hvers vegna?“ Og á sama hátt og brunnurinn gerir vatnið fúlt segir Yerma að barnleysið eitri blóðið. Þegar þessar lindir ná ekki að sameinast skapast hrjóstrið, en nafnið Yerma þýðir einmitt hrjóstur eða sviðin jörð. Það er ekki hjónabandið sem slíkt, sem Yerma sér ógæfu sína í. Það var jafn rótgróinn partur af henni sjálfri og sú líffræðilega þörf sem hún fann til þess að verða móðir. Það sem hún kenndi barnsleysið var viljaleysi Juans og ástleysi, viljaleysi til að geta barn og sáttfýsi hans við þær aðstæður sem þeim voru búnar. Juan er mótaður af ytri skilyrðum samfélagsins og náttúrunnar og fyrirfram tilbúinn að sætta sig við sitt hlutskipti. Yerma er hins veg- ar á valdi stjórnlausra ástríðna, hún er náttúrukrafturinn óbeislaður, og í húsi þessara andstæðna hlaut eitthvað að láta undan. Blaðamenn áttu þess kost að sjá æfingu á Yermu í vikunni. Þótt sýningin væri þá ekki full- mótuð í alla staði varð sú stund trúlega eftirminnilegasta leikhús- reynsla vetrarins, og hafa þó margar góðar sýningar verið í leikhúsunum í vetur. Þótt hér verði enginn dómur upp kveðinn þá er óhætt að lofa leikhúsgestum áhrifamikilli sýningu, sem felur í sér margræð og eftirminnileg skilaboð. Með þessari sýningu hefur Þjóðleikhúsið sýnt að það hefur á að skipa starfskrafti sem! getur skapað leiklist, sem að mín- um dómi er í heimsklassa. -ólg . Laugardagur 9. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.