Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 3
FRETT1R RUV Fimmtudags- sjónvarp í haust Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra heimilaði í gær verulega hækkun afnota- gjalda Ríkisútvarpsins eftir að hafa staðið gegn hækkun afnota- gjalda vegna ákvæða í desember- samningunum. Hækkunin kemur í tveimur áföngum á árinu og færir Ríkisút- varpinu verulega auknar tekjur, sem ætlað er að efla verulega inn- lenda dagskrárgerð. Jafnframt hefur verið ákveðið að hefja sjónvarpútsendingar á fimmtudögum frá 1. október í haust. Þar með eru fyrir bí þeir sjónvarpslausu dagar sem marg- an hafa glatt og margir hafa bölv- að. Ingvi S. Ingvason sendiherra í Washington afhenti í apríllok Jeanne Sauvé lands- höfðingja í Kanada trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í landinu. 7499 útlendingar og 8463 íslendingar komu til landsins í apríl, og hefur komum fjölgað verulega miðað við apríl í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins komu til landsins 26.250 íslend- ingar og 21.207 útlendingar, en voru á sama tíma í fyrra 20.689 landar, 21.207 útlendingar. Út- lendingarnir eru flestir bandarísk- ir (2.249), síðan danskir (1141) og sænskir (950). Hingað komu meðal annars tveir Bahama- menn, einn frá Bermuda, einn Egypti, einn frá Singapore, tveir frá Malasíu, þrír franar og fjórir ríkisfangslausir samkvæmt yfirliti frá Útlendingaeftirlitinu. Páll Lýðsson, nýkjörinn stjórnarfor- maður Sláturfélagsins, býr alls ekki á Litlu-Brekku einsog sagt var í blaðinu í fyrradag, heldur á Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi, og eru hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessum klaufalegu mistökum. 'ÖRFRÉTTIR1 Smábátar eiga að vera í höfn 13.-19. júní og 1 .-10. ágúst samkvæmt frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Veiði- bannið nær þó ekki til grásleppu- báta. Togveiðar á Breiðdalsgrunni hafa einnig verið bannaðar f rá 7. maí og gildir bannið um óákveðinn tíma. Bannsvæðið er á milli þessara punkta: 64°17‘21.6-12°46‘52.1 64°06‘59.7-13°03‘15.2 64°02‘53.5-13°13' 12.0 64°10‘13.8-13°20‘22.7 64°35‘17.7-12°55‘49.0. Kvennalistinn Skilyrðin ern Ijós Forystumennflokkannafámálir eftir forsetafundi. Kristín Halldórsdóttir: Leiðrétting lágmarkslauna graundvallarskilyrði. Jón Baldvin: Kýsþriggjaflokka stjórn. Verður ekki mynduð án Sjálfstœðisflokks. Albert Guðmundsson: Hefaldrei átt von á umboðinu. Stefán Valgeirsson: Bentiforseta áþá sem mér finnst að œttu ekki aðfá umboð eir forystumenn flokkanna sem funduðu með forseta ís- lands í gær vildu jafnlítið láta eftir sér hafa eftir fundinn og for- ystumenn þeir sem funduðu með forseta á fimmtudag. Kristín Halldórsdóttir sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að skilyrði Kvennalistans númer eitt, tvö og þrjú væri það að lág- markslaun yrðu leiðrétt þannig að þau dygðu til lágmarksfram- færslu og sú leiðrétting ætti að ná til öryrkja, aldraðra og náms- manna. Þá sé það skilyrði Kvennalistans að ísland verði með í kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum og loks að mál sem snerta umhverfisvemd verði sett undir einn hatt. Kristín sagði ennfremur að ýmis önnur mál, svo sem skólamál, yrðu sett á oddinn. Fulltrúar Kvennalistans sem funduðu með forseta í gær, þær Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Karlsdóttir, sögðu eftir fundinn að Kvennalistakonur væru til- búnar til þess að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum en fast yrði staðið á þeim skilyrðum sem Kvennalistinn hefði sett upp. Jón Baldvin Hannibalsson sem var fyrstur á fund forseta í gær sagði að hann setti í forgang þriggja flokka stjórn og það væri ljóst að það yrði engin slík stjórn mynduð án þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. Aðrir flokkar sem hann setti í forgang væru Kvennalisti og Alþýðubandalag. „Ég á alls ekki von á því að fá umboðið og hef aldrei átt von á því. Ég tel að forsetinn eigi að vera alveg óbundinn af niður- stöðum kosninganna. Hefðin verður að lúta fyrir skynse- minni,“ sagði Albert Guðmunds- son eftir fund sinn með forseta í gær, en þar greindi hann forseta m.a. frá því að Borgaraflokkur- inn stefndi að því að vera í stjórn- arandstöðu en myndi hins vegar ekki skorast undan ef til flokksins yrði leitað. Stefán Valgeirsson sagði eftir fundinn með forseta í gær í sam- tali við Þjóviljann að hann hefði ekki bent á neinn sem umboðsað- ila. „Ég benti frekar á þá aðila sem mér finnst að eigi ekki að fá umboð,“ sagði Stefán. Aðspurð- ur um hvernig honum litist á „Stefaníu", samstjórn Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og hans, sagði Stefán: „Það má ým- islegt gerast áður, en svo verð- ur.“ -K.ÓI. Vertíðin Minni afli en í Þrjár konur í þungamiðju stjórnmálanna í gær. Fulltrúar Kvennalistans þær Kristín Karlsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir ganga á fund Vigdísar forseta. (mynd: Sig.) Skólamálaráð 'orskafli bátafyrstufjóra mánuði ársins minni í ár en ífyrra. Mesturþorskur á land í Ólafsvík. Togaraafli heldur meiri en á sama tíma í fyrra Þorskafli vertíðarbáta var minni á fyrstu fjórum mánuðum í ár en á sama tíma í fyrra sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem Fiskifélagið gaf út í gær. Þorskafli togara er hins vegar heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Þorskafli báta var einnig minni í apríl í ár en í fyrra. Heildarþorskafli báta í apríl í ár var 32.076 tonn, en 36.158 tonn í fyrra. Heildarafli báta í apríl var hins vegar 51.297 tonn í ár, en 51.024 í fyrra. Það sem af er árinu hafa bátar landað 98.820 tonnum af þorski, en á fyrstu fjórum mánuðum í fyrra var aflinn 105.142 tonn. Sem kunnugt er var vertíðin mjög léleg hjá Suðurnesjabátum í ár, en heldur betri annars staðar. Þorskafli togara var orðinn 57.547 tonn um síðustu mánaða- mót, en nokkru minni á sama tíma í fyrra, eða 55.208 tonn. Heildarafli togara fyrstu fjóra mánuði þessa árs er 118.596 tonn, aðeins meira en í fyrra. Sé afli togara og báta lagður saman kemur í ljós að rúmlega 156 þúsund tonn af þorski höfðu borist á land um síðustu mánaða- mót. Á sama tíma í fyrra höfðu rúmlega 160 þúsund tonn borist á land. Mestum þorski hefur verið landaðí Ólafsvík, alls 11.597 lest- um. Séu aðrar fiskitegundir hins vegar reiknaðar með bera Vest- mannaeyjar höfuð og herðar yfir aðrar verstöðvar, með yfir 117 þúsund lestir. -gg Kristín beitt þrýstingi? Borgarfulltrúar minnihlutans gefa ískyn að Kristín Arnalds hafi verið beitt þrýstingi til þess að taka sœti í skólamálaráði Fulltrúar minnihlutans í borg- arstjórn gáfu sterklega i skyn á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn að Kristín Arn- alds, fulltrúi í skólamálaráði borgarinnar, hefði verið beitt þrýstingi af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að taka sæti í ráðinu. Kristín hafði áður þvertekið að taka sæti í skólamálaráði. Borgarfulltrúarnir bentu á að þegar Kristín tók sæti í skóla- málaráði á nýjan leik, var hún um leið ráðin skólameistari Fjöl- brautaskólansíBreiðholti. Hvort tveggja var bókfært á sama fund- inum. Ekki er útlit fyrir að deilum meirihluta og minnihluta um lög- mæti skólamálaráðs linni á næst- unni. Félagsmálaráðherra hefur úr- skurðað ráðið ólöglegt, en menntamálaráðuneytið er á önd- verðri skoðun. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna hafa farið þess á leit við menntamálaráðu- neytið að það svari ýmsum spurn- ingum, sem það lætur ósvarað í úrskurði sínum um lögmæti ráðs- ins. -gg . Stjórnarmyndun Þórarinn ekki í viðræðum Athugasemdfrá Þórarni V. Þórarinssyni: Hefvonandi rétt til að ræða um rigningu án þess að vera sakaður um óveður Þjóðviljanum barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Þórarni V. Þórarinssyni, framkvæmda- stjóra VSÍ: „Vegna fréttar á forsíðu blaðs- ins í dag um stjórnarmyndunartil- raunir, þar sem ég er m.a. borinn fyrir meintum tilraunum VSÍ til að koma á stjórn, vil ég að eftir- farandi komi fram: Blaðamaður Þjóðviljans hringdi um miðjan dag í gær og bar undir mig frétt Dagblaðsins um áhuga manna á svonefndri „nýsköpunarstjórn” og lét það fýlgja með, að hann vissi um slík- ar viðræður fulltrúa VSÍ og verkalýðshreyfingarinnar. Ég sagði þessum ágæta blaðamanni að innan Vinnuveitendasam- bandsins starfi margir sem hafi áhuga á pólitík og ræði hana sýknt og heilagt, jafnt sem aðrir einstaklingar í landinu. Það kom mér því mjög á óvart að sjá mig borinn fyrir því að „fulltrúar VSÍ” ræði stjórnarmyndun. Ég kann því illa að vera dreg- inn inn í umræðu um myndun ríkisstjórnar með þessum hætti - og það sérdeilis þar sem mér er ekki kunnugt um neinar „stjórn- armyndunartilraunir” af því tagi sem blaðið lýsir. Sjálfur hef ég ekki átt viðræður um stjórnar- myndun, hvorki við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar né aðra. Én vonandi hef ég rétt til að ræða við vini og samstarfsmenn um það, hvort líklegt sé að rigni á Laugardagur 9. morgun án þess að vera sakaður um að leggja drög að óveðri.” Þórarinn V. Þórarinsson Athugasemd. blaðamanns Það er rétt hjá Þórarni V. Þór- arinssyni að það er klaufalegt að kalla hann og félaga hans „full- trúa VSÍ” í þessu sambandi. Hins vegar vil ég taka fram að það kom skýrt í ljós í símtali mínu við Þór- arin að hann hafði rætt títtnefnd- an stjórnarmyndunarmöguleika við kunningja sína innan verka- lýðshreyfingarinnar. Meginefni umræddrar fréttar var því stað- fest af Þórarni, þótt viðræður að- ila hafi að sjálfsögðu ekki verið formlegar á neinn hátt. Kristín Ólafsdóttir, blm. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.