Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1987, Blaðsíða 12
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Þroskaþjálfar - kennarar - fóstrur og uppeldis- fræðingar Staða forstöðumanns á sambýli, Stekkjartröð 1, Egilsstöðum, er laus til umsóknar frá 1. ágúst n.k. Æskilegast væri að viðkomandi væri með ofang- reinda menntun en önnur fagmenntun á þessu sviði kemurtil greina. Laun skv. kjarasamningum BSRB og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 97-1833 eða Agnes í síma 97-1877 Tónlistarskóli Ólafsvíkur Óskar að ráða frá og með 1. september n.k. tvo tónlistarkennara með eftirfarandi greinar í huga: Blásturshljóðfæri (og lúðrasveitarstjórn), forskóladeild (blokkflauta, tónmennt), barna- kór, gítar. Góð kennsluaðstaða í skólanum. Ólafsvík er blómlegur og vaxandi kaupstaður, sem heldur 300 ára afmæli sitt á þessu ári. Héð- an eru góðar, daglegar ferðir til Borgarness og Reykjavíkur. Ráðningarkjör: Laun samkv. samningum, flutn- ingskostnaður greiddur, frítt húsnæði ásamt raf- magni og hita í tvö ár. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-6222 og 93-6179, og formaður skólanefnd- ar í síma 93-6463. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Tilkynning til íbúa Háaleitis- og Laugarnes- hverfis Heilsuverndarstöð Reykjavíkur _ hefur falið Heimilislæknastöðinni h.f., Álftamýri 5, að annast alla heimahjúkrun, mæðra- og barna- vernd í Háaleitis- og Laugarneshverfi. Heimilislæknastöðin mun ennfremur veita þeim hverfisbúum sem þess óska almenna lækni- sþjónustu. Nánari upplýsingar, ásamt uppdrætti af mörkum hverfisins, verða sendir í dreifibréfi á næstu dögum. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heimilislæknastöðin h.f. Álftamýri 5. m LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Ár- borg, Hlaðbæ 17. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 24. maí 1987. Upplýs- ingar gefur framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á Dagvist barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahaids Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. ERLENDAR FRÉTTIR Maltversk atkvæði í friði og spekt. Ekki eru þó allir jafnstilltir vegna kosninganna í dag. (Mynd: EK) Malta Róstusöm kosningabarátta Þingkosningarfarafram á Möltu í dag. Mjótt er á mununum milli Verkamannaflokks og Þjóðarflokks. Mintoffforseti ingkosningar fara fram á möltu í dag eftir óvægilega kosningabaráttu og óttast margir að eftirleikur þeirra verði róstu- samur. Kosningabaráttunni lauk í fyrrakvöld og er vonast tii að öldur lægi nokkuð við þetta stopp. Það er þó vísbending um annað að margar verslanir munu verða lokaðar um kosningarnar. Búist er við að þær verði ekki opnaðar aftur fyrr en línur taka að skýrast að kosningum af- stöðnum og gæti það því dregist fram yfir helgi að verslunarstarf- semi og aðrir þættir hins daglega lífs fari fram á eðiilegum nótum. Tæplega kvartmilljón manna er á kjörskrá og stendur val þeirra milli Þjóðarflokksins og Verkamannaflokksins og hefur sá síðarnefndi verið við völd síð- ustu sextán árin. Skoðanakann- anir hafa ekki rutt sér til rúms á Möltu og því margt á huldu um úrslit, en þjóðin skiptist í stríð- andi fylkingar um flokkana tvo og hefur oft komið til átaka með þeim á undanförnum mánuðum. íbúafjöldi landsins er ekki giska mikið hærri en hér á landi, enda þingsætafjöldinn svipaður, og eru þingmenn Möltu 65 tals- ins. Verkamannaflokkurinn hef- ur núna 34 sæti, en Þjóðarflokk- urinn 31. Hins vegar hlaut Verka- mannaflokkurinn minnihluta at- kvæða þegar síðast var kosið eða 49%, en Þjóðarflokkurinn 51%. í kjölfar kosninganna hunsaði enda Þjóðarflokkurinn þingið í heilt ár og hélt því fram að hann ætti að mynda ríkisstjórn, þar sem hann hefði hreinan meiri- hluta atkvæða á bak við sig. Breytingar á kosningalöggjöf fylgdu í kjölfar þessara deilna og telst nú sá sigurvegari kosning- innan tíðar? anna sem hreinan meirihluta hlýtur. Erlendir diplómatar á Möltu vilja meina að miklir erfiðleikar bíði þess flokks sem sigrar í kosn- ingunum og megi þá einu gilda hvor þeirra það verður. Þannig yrði ríkisstjórn Þjóðarflokksins eins konar bandingi verkalýðsfé- laganna sem eru upp til hópa á bandi Verkamannaflokksins. Á hinn bóginn hefði stjórn Verka- mannaflokksins ekki efni á þvi að stíga ofan á skottið á áhrifamikl- um fylgismönnum Þjóðarflokks- ins í viðskiptalífinu. Einn fylgismanna Þjóðar- flokksins hefur látist og 50 manns særst í pólitískum átökum síðan í fyrrahaust. Hafa róstur þessar á köflum orðið mjög illskeyttar; skotvopnum hefur verið beitt svo og sprengjum af ýmsu tagi. Eng- an hefur lögreglan þó handtekið vegna þessa. Forsætisráðherrann, Carmelo Mifsud Bonnici, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur gert lítið úr átökunum og segir að róstur þessar séu ekki illskeyttari en óöld sú sem fylgi knattspyrnu- leikjum sums staðar í Evrópu, en leiðtogi Þjóðarflokksins, Fenech Adami, heldur því fram að lýð- ræðið sé í hættu í landinu af þess- um sökum. Segja Þjóðarflokks- menn að flokksskrifstofur þeirra hafi orðið fyrir hundrað árásum síðan 1971. Árið 1979 var brotist inn á heimili flokksformanns þeirra, Adami, og lúskrað á konu hans og börnum. Utanríkispólitík hefur ekki verið mál málanna í kosningabar- áttunni að þessu sinni. Þjóðar- flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu og vill liðka fyrir erlendum fjárfesting- um í eyríkinu. Verkamannafl- okkurinn hefur krafist þess að bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn verði á brott með herskip sín úr Miðjarðarhafinu. Þá leggur hann mikla áherslu á að eiga sem vinsamlegust samskipti við ríki araba, sérstaklega þau sem eru í grenndinni. Líbýa er 150 mílur undan Möltuströndum, og hefur verið náin samvinna með þarlands- mönnum og stjórn Verkamanna- flokksins. Bandaríkjamenn hafa froðufellt yfir þessari skipan mála og kemur svo sem ekki á óvart. Stjórnmálarýnar telja þó að hugsanlegri stjórn Þjóðarflokks- ins væri ekki stætt á öðru en vins- amlegum samskiptum við Líbýu- menn og vísa til nálægðar land- anna. í Valetta, höfuðborg Möltu, telja menn líklegt að sigurvegari kosninganna, hvor sem hann verður, muni þess fýsandi að styðja Don Mintoff til embættis forseta og auka við völd embætt- isins í leiðinni. Mintoff er fyrrver- andi forsætisráðherra landsins eins og kunnugt er og áhrifamest- ur maltverskra stjórnmálamanna um langan aldur. „Ef Þjóðarflokkurinn sigrar í dag gætu þeir þurft á Mintoff að halda til þess að fá starfsfrið fyrir ríkisstjórn sína,” sagði erlendur diplómat um þetta mál. „Mintoff er það heldur ekkert á móti skapi að festa sig í sessi á spjöldum sög- unnar.” Rómversk kaþólska kirkjan á mjög sterk ítök á Möltu. Hennar menn eru nú sem löngum fyrr á bandi Þjóðarflokksins, enda þótt þeir styðji hann ekki opinskátt í kosningabaráttunni. í gær hvöttu þeir landsmenn til að vera heima um kvöldið og biðja fyrir friðsamlegum kosningum. HS 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.