Þjóðviljinn - 30.05.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Síða 2
FRETTIR Helga Taylor þjónn: Mér finnst borgin ágætlega hrein. Hún er með þeim snyrtilegri í heiminum sem ég hef séð. Fólk mætti samt bera meiri virðingu fyrir umhverfinu sínu og nota ruslatunnurtil að losa sig við rusl, en ekki henda því á götuna. Þrúður Vilhjálmsdóttir grunnskólanemi: Mér finnst hún vera góð. Hún mætti þó vera betri um kvöld og nætur. Þá mætti fólk nota rusla-» tunnurnar í meira mæli en gert er og þær mættu vera fleiri víðs veg- ar um borgina. —SPURNINGIN— Hvað sýnist þér um umgengnina í borg- inni? Ragnar Erlendsson, eftirlaunaþegi: Mér finnst umgengnin í borginni vera ágæt. Að vísu fer ég aðeins út á daginn svo ég sé ekki óþrifin sem eru á nóttinni. Að öðru leyti tel ég borgina, unga fólkið og allt til fyrirmyndar. Lára Hjartardóttir bankastarfsmaður: Mér finnst borgin vera sæt. Og hún er þokkalega hrein. Þó mætti fólk nota ruslatunnumar meira en það gerir. Gústaf Ágústsson rafvirki: Hún er góð. En hún er Ijót á nótt- unni. Unglingarnir mættu að ó- sekju ganga betur um á nóttunni og nota ruslatunnurnar meira. Þá vantar fleiri tunnur á staura til að losa rusl í. Suðureyri Kúfiskskipið lofar góðu Villi Magg ÍS 87 fyrsta sérsmíðaða kúfiskskip íslendinga. Tilraunaveiðar lofagóðu. Arðsemisútreikningargefa tilefni til bjartsýni. Unnið að lokafrágangi verksmiðjunnar. Nægur markaður Við erum nú lítið byrjaðir á sjálfum veiðunum en tilraun- aveiðarnar gáfust mjög vel og arðsemisútreikningar sem gerðir hafa verið fyrir reksturinn lofa góðu, þannig að framtíðin ieggst vel í mig, segir Erling Auðunsson skipstjóri á Suðureyri við Súg- andafjörð. Fyrsta sérsmíðaða kúfiskveiði- skip ísiendinga liggur um þessar mundir við Suðureyrarhöfn og bíður þess að komast á veiðar. Er verið að lagfæra ýmislegt í skipinu og gera það klárt í slaginn. Skipið, sem heitir Villi Magg ÍS 87 var smíðað í Damen Shipyard í Hollandi. Fimm manna áhöfn verður um borð. Skipið kostaði 52 miljónir. Að sögn Erlings vinnur kú- fiskplógurinn á því að 400 hes- tafla dæla sprautar sjó niður í botninn og rótar upp botn- leirnum. Síðan er kúfískurinn skafinn upp í kjölfarið. í fyrstu tilraunaveiðiferðinni fengust 2 tonn af kúfíski á 10 mínútum rétt úti fyrir mynni Súgandafjarðar. Þessa dagana er verið að vinna að lokauppsetningu verksmiðj- unnar, en það er fyrirTraust h.f. í Reykjavík sem sér um uppsetn- ingu búnaðarins og hannar tækin í verksmiðjuna. Þar munu vinna 10-12 manns og verður afkasta- geta verksmiðjunnar um 50 tonn á dag þegar hún verður komin á fulla ferð. Aðalmarkaðssvæðið fyrir kú- fiskinn er í Bandaríkjunum þar sem fæst gott verð fyrir hann. Þar er hann aðallega notaður í súpur. Fyrirspurnir um kúfiskinn hafa borist frá Evrópu og hafa menn þar sýnt áhuga á að fá hann fersk- an í gámum. Talið er að nægur markaður sé í Evrópu fyrir fersk - an kúfisk og er að sögn þeirra sem best þekkja til að jafnvel megi fá þrefalt hærra verð fyrir hann ferskan en fullunnin hér heima. grh Sagt hefur þaft veriö um Suðurnesjamenn, að fast þeir veríð í mokfiskiríi allan daginn og kváðust beita með nýjum karfa, það gæfist sóttu sjóinn og sækja hann enn, var eitt sinn ort og virðist ekki síður eiga við nú best. I Jngu mennimir sögðust heita Ólafur, Garðar, Elli, Þröstur og Árthúr. Texti en þá. Þessir yngissveinar létu það ekki á sig fá þótt hann andaði köldu í RK/Mynd E.ÓI. > norðanáttinni við Njarðvíkurhöfn á dögunum og voru stíft að. Þeir sögðust hafa Sumardvalarheimili Eldvömum víða ábótavant Guðjón Bjarnason, framkvstj. Barnaverndarráðs íslands: Víða pott- urbrotinn. Eldvarnirsumardvalarheimila barna ófullnœgjandi Flestar þeirra sumarbúða og' sumardvalarheimiia, sem sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir í sumar, fullnægja engan veginn reglugerðum um brunavarnir. Barnaverndarráð íslands, sem er umsagnaraðili, fyrir mennta- málaráðuneytið, um veitingu starfsleyfa til sumarbúða, telur sig aðeins geta mælt með veitingu starfsleyfís til eins umsækjanda af þeim rúmlega 20, sem nú þegar hafa sótt um. „Mjög víða er pottur brotinn í þessum efnum. Við fólum Bruna- varnaeftirliti ríkisins að gera út- tekt á eldvörnum þeirra heimila sem sótt hafa um starfsleyfi í sumar. Þær athuganir leiða ótví- rætt í ljós að víða vantar verulega mikið upp á að settum ákvæðum um eldvarnir sé fullnægt," sagði Guðjón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands. í fyrra tók gildi ný reglugerð um sumardvalarheimili og sumarbúðir, sem kveður á um að með öllum umsóknum verði að fylgja vottorð frá slökkviliðs- stjóra viðkomandi sveitarfélags um að brunavarnirnar fullnægi settum reglum. Þegar Barna- verndarráð fór ofan í saumana á umsóknum og meðfylgjandi vott- orðum, kom í ljós að í sumum tilvika höfðu slökkviliðsstjórar gefið út vottorð, sem reyndust ekki á rökum reist. „Vitanlega er það mjög alvar- legt, þegar embættismenn bregð- ast svona skyldu sinni. Menn verða að hafa það hugfast að það hvflir mikil ábyrgð á þeim, sem reka fjölmenn sumardvalarheim- ili. RK Stangveiði Víða mfcill verðmunur Verðkönnun Verðlagsstofnun- ar á stangveiðivörum í verslunum í Reykjavík og úti á landi sýnir að töluverður verðmunur er á mörg- um smáhlutum til stangveiði en minni verðmunur er á dýrari búnaði, eins og stöngum og hjól- um. Mestur er verðmunurinn á flot- holtum, allt að 107%, og eins er mikill verðmunur milli verslana á einstaka spúnum, eða allt að 90% munur. Að meðaltali er um 10 - 20% munur á hæsta og lægsta verði á stöngum og hjólum á milli verslana, en dæmi eru um allt að 40% verðmun á veiðihjólum. ->g- 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.