Þjóðviljinn - 30.05.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Qupperneq 3
"■ ÖRFRÉTTIR "■ Þórður Einarsson sendiherra mun í haust taka viö embætti sendiherra íslands í Sví- þjóð. Þá hefur Sveinn Björnsson sendifulltrúi í London verðið skip- aður sendiherra í utanríkisþjón- ustunni frá 1. október n.k. og mun þá taka við starfi prótókollstjóra ráðuneytisins og fastafulltrúa ís- lands hjá Evrópuráðinu. Fjöldi kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins hefur lítið aukist samkvæmt nýrri könnun Jafnréttisráðs. Árið 1985 voru aðeins 11% kvenna í slíkum ábyrgðarembættum sem er 1% fleiri konur en árið 1983. í ná- grannalöndunum er hlutfallið mun hærra. 30% í Noregi og 23% í Svíþjóð. Akstur fjórhjóla utan vega brýtur í bága við gild- andi náttúruverndarlög að mati Landverndar sem hefur farið þess á leit við dómsmálaráðu- neytið að nýsettar reglur um akstur fjórhjóla verði teknar til endurskoðunar. Landvernd bendir á að fjórhjólin eru nær ein- göngu notuð sem leiktæki og hljóta því sem slík að falla undir ákvæði í náttúrverndarlögum um óþarfan akstur utan vega. Skólagarðar Reykjavíkur hefja starfsemi sína eftir helgina en garðarnir verða reknir á 6 stöðum í borginni í sumar: í Skerjafirði, við Asenda, í Laugar- dal, við Stekkjarbakka og Jað- arsel í Breiðholti og Ártúnsholti. Innritun hefst á mánudag kl. 8 og er þátttökugjald kr. 300. Aðalfundur Rauða krossins hófst í nýju félagsheimili samtak- anna Rauðarárstíg 18, áður Hót- el Hof, í gærkvöldi. Fundarstörf- um verður framhaldið í dag og þá m.a. kynnt ný reglugerð um sjúkraflutninga. FRETTIR Laxveiði Mokveiði í sumar Porkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði: Hefþað á tilfinningunni að góð veiði verði ísumar. Stór og fallegur lax íHvítá. 12-20punda laxarþaðsem afer. Ásókn útlendinga að minnka. Farnir austur íRússland að rennafyrir lax „Laxveiðin hjá okkur í net í Hvítá lofar góðu það sem af er. Síðasta þriðjudag fengum við 40- 50 laxa úr netunum og hefur hann verið þetta 12-20 pund sá stærsti. Eins og er kostar kílóið af laxin- um 480 krónur en það má búast við því að verðið lækki strax í næstu viku,” segir Porkell Fjeld- sted í Ferjukoti í Borgarfirði. Sagðist Þorkell hafa það á til- finningunni að mokveiði yrði í sumar af laxi. Það sem komið væri á land væri stór og fallegur fiskur. Þeir í Ferjukoti hafa alls 15 net í Hvítá og eru þeir með þau í ánni frá þriðjudegi til föstu- dagskvölds. Aðra daga er óheim- ilt að stunda netaveiðina. Sagði Þorkell þetta vera ágætisbúbót fyrir þá og væri þetta fullt starf fyrir tvo menn. Vitja þarf net- anna kvölds og morgna. Eftir 20. ágúst er öll netaveiði óheimil. 1. júní verður byrjað að veiða á stöng í Norðurá og litlu seinna í Þverá. Að sögn Þorkels hafa veiðileyfin lítið hækkað frá því í fyrrasumar. Yfirdrifið væri af viðskiptavinum sem vildu renna fyrir lax. Útlendingar væru búnir að fá nóg af íslenskum veiðiám í bili og væru þeir jafnvel famir að renna fyrir lax austur í Rússlandi. grh Hafnarfjörður markaður vígður Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði af- hentu í gær Fiskmarkaðnum hf. 4000 ferm. sérhannað húsnæði fyrir uppboðsmarkað á fiski við Oseyrarbryggju. Fyrstu uppboð- in munu hefjast á næstu dögum en beðið er eftir sérstakri tölvu- klukku þar sem öll boð í aflann munu fara í gegn. Aðeins 6 mánuðir eru síðan fyrsta skóflustungan var tekin að Fiskmarkaðshúsinu en hafnar- stjórn Hafnarfjarðar samþykkti í fyrrahaust að óska eftir heildar- tilboðum í byggingu hússins. Að sögn Hrafnkels Ásgeirssonar stjórnarformanns Háagranda hf. sem byggði húsið hafa fram- kvæmdir gengið ótrúlega vel. Kostnaður við byggingu Fisk- markaðshússins er rúmar 50 milj- ónir,' en Fiskveiðasjóður hefur lánað 15 miljónir tií byggingar- innar. Gerður hefur verið leigu- samningur við Fiskmarkaðinn hf. um afnot af húsinu til næstu Frá vígslu Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði í gær. Á innfelldu myndinni afhendir Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar Haraldi Jónassyni stjórnarformanni Fiskmarkaðarins lykla að húsinu sem er stærsta hús sem byggt hefur verið í Firðinum. Mynd: E.ÓI. þriggja ára. Um 10 starfsmenn munu vinna á markaðnum auk •ondunargengis. Yfir 90 einstak- lingar og fyrirtæki standa að markaðnum. Framkvæmdastjóri er Einar Sveinsson og verður hann jafnframt uppboðshaldari. -•g- Lágmarkslaun Launum ekki stjómað með tilskipunum Rœtt við Björn Björnsson, hagfrœðing ASÍ, um greinargerðþeirra Vilhjáms Egilssonar, hagfrœðings VSÍ, um lágmarkslaun, sem átti þátt í að slíta viðrœðum um kvennaviðreisn Vangaveltur þeirra Björns Björnssonar, hagfræðings ASÍ og Vilhjálms Egilssonar, hag- fræðings VSI, um lágmarkslaun, þar sem saga launaþróunar var rakin allt aftur til Mesópótamíu til forna og komist að þeirri niðurstöðu að launahlutföll þar hafi veríð svipuð og á íslandi nú- tímans, mun hafa átt talsverðan þátt í að slitnaði uppúr viðræðum um kvennaviðreisn. Ymsum þykja þetta óeðlileg afskipti af stjórnarmyndunarvið- ræðum en aðrir benda á að hér sé um eðlilegt framhald á þjóðar- sáttinni margumtöluðu að ræða, enda segir orðrétt í lokaorðum vangaveltnanna: „Hraði breytinga verður ekki ákveðinn með tilskipunum að ofan, þær verða að gerast með víðtæku samkomulagi, ekki aðeins f samningum milli atvinnurekenda og launafólks, heldur líka og ekki síður í innbyrðis sátt meðal þess- ara hópa. Á þetta var látið reyna í síðustu samningum og með betri árangri en nokkru sinni fyrr.“ Þjóðviljinn hafði samband við Björn Björnsson og sagði hann að þessi greinargerð hefði verið unnin að frumkvæði Þorsteins Pálssonar. -í inngangi að vangaveltunum takið þið fram að þið séuð ekki að túlka sjónarmið ASÍ og VSÍ. Ótt- ist þið ekki vegna ykkar stöðu hjá þessum samtökum, að þetta verði túlkað sem sjónarmið þess- ara sambanda? „Það má vel vera að einhverj- um detti það í hug. Hinsvegar liggur það í augum uppi að þetta er á okkar ábyrgð og þetta er ekk- ert borið undir neina aðila hjá ASÍ, þannig að Alþýðusamband- ið hefur ekki haft nein afskipti af þessu.“ -Þér finnst ekkert óeðlilegt við að þið komið inní stjórnarmynd- unarviðræður með þessum hætti? „Við komum ekkert inn í þess- ar viðræður. Við tókum saman greinargerð fyrir Þorstein Páls- son. Það er hans mál hvað hann gerir við hana.“ -í þriðja lið greinargerðarinn- ar segir: Ekkert fer á milli mála að nú ríkir mikil og almenn þensla á flestum sviðum og að vinnumarkaðurinn ber ýmis merki uppboðsmarkaðar, sem lítt stjórnast af öðru en lögmálum framboðs og eftirspurnar. Af- markaðar greinar og landsvæði fara á undan með launaskriði, sem fyrr en síðar segir til sín í öðrum greinum. Er ekki með þessu verið að dæma samtök einsog ASÍ úr leik? „Nei.“ -Ef framboð og eftirspurn ræður algjörlega launum, hvert er þá hlutverk ASÍ? „Það sem við erum að segja þarna er að það að ætla að stjórna þessum hluta vinnumarkaðarins með tilskipunum, gengur ekki. Annarsstaðar leggjum við áherslu á það, að til þess að hafa áhrif á breytingar á launahlutföll- um þá verði að ná um það víð- tækri samstöðu. Það þarf einnig vettvang til þess að skapa þá sam- stöðu og það er það sem að verkalýðshreyfingin snýst um. Hennar höfuðhiutverk á að vera og er það að verja rétt þeirra sem að minnst bera úr býtum og þar af leiðir, að hennar meginhlutverk hlýtur að vera að skapa þá sam- stöðu sem þarf til þess að rétta þeirra hlut.“ -Jafnframt skrifarðu upp á að sá launamismunur sem ríkir í landinu og er sá sami og var í Mesópótamíu á sínum tíma, að hann sé eðliiegur. „Nei. Þar ert þú að rangtúlka plaggið í heild sinni. Það sem að er verið að segja og þessi saga, sem er annars til að krydda ann- ars þurran pappír, hún er til þess að undirstrika það og vekja at- hygli á því, að það er ekki einfalt mál að bylta launahlutföllum." -Samkvæmt því, þá hefur okk- ur ekkert miðað á leið. „Það er ekki hægt að draga þá ályktun. Þetta hefur líka verið misjafnt hjá okkur. Kannski hef- ur okkur á síðustu árum miðað í öfuga átt. Launahlutföll hafa breyst á síðustu árum með þeim hætti, fram að síðustu samning- um, að þeir sem að meira báru úr býtum þeir uppskáru enn meira, og hinir sem minnst höfðu þeir sátu eftir. Þetta var verið að reyna að lagfæra í síðustu kjara- samningum." -Samkvæmt þessu og greinar- gerð ykkar Vilhjálms, virðist kjarabaráttan ganga út á það að launafólk bítist um ákveðna köku, hvernig eigi að deila henni niður sín á milli. Er ekki hlutverk verkalýðsfélaganna að ná meiru í hlut launafólks frá atvinnurek- endum? Að breyta því hlutfalli fyrst og fremst? „Jú. Það er hinsvegar annar handleggur. Ef menn hinsvegar ætla að rétta fyrst og fremst hlut þeirra sem að eru lægst launaðir þá eru menn að segja það að þeir sem eru lægst launaðir eigi að fá meiri launahækkanir en aðrir. Það liggur í hlutarins eðli. Þá eru menn að samþykkja það að breyta launahlutföllunum. Þess- vegna dugar ekki að byrja á því að rétta þeirra hlut fyrst og að síðan fylgi aðrir hópar á eftir og segist nú vilja fá sömu hlutföll og áður. Þá standa menn í stað ef ekki tekst að auka hlut launa- tekna í þjóðartekjum.“ -Hvernig hefur þá þróunin verið undanfarin ár í sambandi við hlutfall launatekna af þjóð- artekjum? „Það verður væntanlega svipað í ár og það hefur hæst verið áður. Hlutfallið hefur hækkað undan- farin ár.“ -Sáf Laugardagur 30. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.