Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 5
Laxar og litlir kallar Sjúkdómar í laxeldi Geysilega erfiður sjúkdómur herjar nú á laxeldi frænda vorra Norðmanna. Sjúkdómurinn dregur nafn sitt af eyjunni Hitra í norðurhluta Noregs, þar sem hann skaut fyrst upp kolli. Að sönnu hafa vísir menn fundið upp bóluefni við Hitra veikinni en því miður eru blikur á lofti sem benda til að árangur bóluefnisins sé ekki líkt því eins góður og von- ast var eftir. Hitra veikin virðist stinga sér niður á þriggja ára fresti, og er sýnu skæðust í miklum kuldum. Reynslan hefur sýnt, að hún berst hratt á milli eldisstöðva, en þó er hæpið að ætla að hún berist með straumum eða villtum fiski hing- að til lands. Hitt er svo annað mál, að vel kann að vera að sótt- kveikjan sem Hitra veikinni veld- ur, sé einnig til hér við land og kunni, skapist til þess aðstæður, að skjóta upp kolli einnig á ísa köldu landi. Það er hins vegar vert að benda á, að ef til vill er Hitra veikin eins konar sjálfskaparvíti hjá Norð- mönnum, sem íslendingar gætu forðast. Þar í landi hafa nefnilega gilt fáránlegar hömlur af hálfu hins opinbera á laxeldi. Menn hafa ekki fengið leyfi til að hefja eldi nema eftir dúk og disk, og þá loks leyfin eru veitt, eru þau ekki fyrir tilteknu magni af laxi heldur ákveðnum fjölda rúmmetra tank- rýmis. Norskir fiskeldismenn leggja því vitaskuld allt kapp á að fram- leiða sem mest magn í því tak- markaða eldisrými sem hin stjórnlynda hönd ríkisins hefur af miskunn sinni úhlutað þeim. Ásetning í tönkum er því miklu, miklu meiri en góðu hófi gegnir. Óhófleg ásetning hefur hins vegar hin verstu áhrif á laxinn. í samfélagi hinna ýmsu tegunda laxfiska er Atlantshafslaxinn nefnilega sannkallaður aristó- krat, fiskur af kyni konunga. Hann er streitugjarn, tauga- veiklaður frá náttúrunnar hendi einsog sannir aðalsmenn og þarf „lebensraum" - gnótt rýmis. Fái hann það ekki fyllist hann streitu og við það minnkar mjög við- námsþróttur hans gegn aðvífandi sóttkveikjum. Mikill kuldi minnkar jafnframt streituþol hans. Þegar saman fara kulda- köst og óhófleg ásetning er því líklegt að sóttkveikjur, sem kunna að liggja í láginni í innra eða ytra umhverfi laxanna nái að eflast og dafna. Þetta kann að vera skýringin á hinu skyndilega fári Hitra veikinnar í ofsetnum sjókvíum Norðmanna þegar kuldaskeið ganga yfir. Hér á landi er því brýnt, að menn fari ekki í fótspor Norð- manna, og taki upp þá firru að takmarka framleiðslu eldisstöðva samkvæmt boðorði að ofan. Það er einfaldlega fráleitt. Fremur mætti íhuga að setja reglur til að takmarka ásetningu í kvíunum. Þar með er ekki sagt, að ríkið þurfi endilega að láta það til sín taka. Það mætti alveg eins hugsa sér að tryggingafélög, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta með því að fyrirbyggja sjúkdóma, settu reglur um þéttleika í kvíum hér á landi. Við verðum að reyna að forðast miðstýringuna að ofan - sérstaklega í nýrri grein einsog fiskeldi, sem þarf andrými og svigrúm til að vaxa og þróast. Hitra veikin gerir hins vegar að verkum, að enn um sinn munu seiðamarkaðir fyrir íslensk seiði haldast opnir í Noregi. Það er bæði gott og vont. Óeðlilegt seiðaverð Vissulega er skjóttekinn arður fólginn í seiðasölunni til Noregs. En fyrir bragðið hafa ýmsir glæpst á að byggja hérlendis afar vandaðar - en allt of dýrar - seiðaframleiðslustöðvar sem miða rekstur sinn við óeðlilega hátt seiðaverð. Þrátt fyrir að Hitra veikin þrýsti seiðaverðinu enn um sinn óeðlilega hátt munu lögmál framboðs og eftirspurnar senn leiða það niður á við á ný. Þá er hætt við að ýmsar seiðastöðv- anna kunni að lenda í erfið- leikum. Seiðasalan til Noregs hefur líka á vissan hátt einhæft íslenskt lax- eldi. Vegna hennar hafa hrein- lega ekki verið eftir í landinu seiði til að setja niður í sjókvíar til að framleiða matfisk. Sala á slát- urfiski hefur því verið lítil, og þannig höfum við í rauninni fært Norðmönnum alla markaði fyrir matfiskinn á silfurfati. Um leið höfum við ekki getað sinnt því að þróa réttar aðferðir til sjóeldis, sem þó hlýtur að verða gullkista íslensks fiskeldis í framtíðinni. íslenska leiðin Sú leið, sem í framtíðinni hlýtur að verða hin eina rétta fyrir íslenskt fiskeldi byggist á því að nýta séríslenskar aðstæður. í grófum dráttum má segja að þessar séríslensku aðstæður séu af tvennum toga spunnar: í fyrsta lagi gnótt vatns við kjörhita laxins, 10-14 gráðu heitt. í öðru lagi sumarhiti sjávar við suður- og suðvesturlandið, þar sem hlýr Golfstraumurinn kemur sunnar úr höfum upp að landinu. Með því að nota staði, einsog til að mynda Litluá í Öxarfirði, þar sem ókjör af vatni um og yfir 10 gráður er að finna, er hægt að búa til á mjög ódýran hátt það sem fiskeldisdeild Þjóðviljans hefur kallað „stórseiði". Slík seiði eru 350 til 800 grömm að þyngd. Með stríðeldi væri kleift við kjörhita að ná seiðum í þessa stærð á 15 mánuðum. Stórseiðin á svo að flytja fyrir maflok í stórkvíar í hlýsjónum fyrir suðvesturlandi og fyrir jól væru eldismenn komnir með slát- urhæfan lax. Með þessari aðferð gætu ís- lendingar náð upp söluvöru á tveimur árum eða einu til tveimur árum skemmri tíma en Norð- menn. Þegar við þennan furðu skamma eldistíma bætist ódýr hiti við stórseiðaeldið og væntanlega ódýrt fóður vegna sérstöðu okkar í sjávarútvegi þá hljótum við að standa miklu betur að vígi á markaðnum en Norðmenn, þeg- ar tekur að harðna á samkeppnis- dalnum á árunum kringum 1990. Þá ættum við með hörku að geta náð honum alveg undir íslend- inga! Átökin í SUS Sjálfstæðisflokknum verður flest til ógæfu um þessar mundir. Flokkurinn er nýídofinn, tapaði miklu meiru í kosningunum í síð- asta mánuði en nokkurn óraði fyrir, og veik staða Þorsteins Pálssonar hefur leitt til þess að í flokknum er enginn afgerandi forystukjarni lengur. Þorsteinn hefur þar að auki veikst töluvert í þeim viðræðum um stjórnar- myndun, sem til þessa hafa farið fram, og skortur á dugandi verk- stjórn í nýslitnum viðræðum vik- unnar vöktu athygli. Takist hon- um ekki að styrkja sig á næstu mánuðum er útlit fyrir að barátta fyrir breytingum í æðstu forystu flokksins muni hefjast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því á öllu öðru að halda um þessar mundir en frekari átökum og klofningi. Allt bendir eigi að síður til þess að í röðum ungliða flokksins sé nú hafin hatrömm barátta um formennsku fyrir Sambandi Ungra Sjálfstæðis- manna sem getur tæpast annað en skilið samtökin eftir sundruð ofan í rót. Sjálf kosningin á ekki að fara fram fyrr en á þingi SUS í ágúst, en kosningabarátta tveggja kandídata er þegar hafin af miklum ofsa. Þeir sem fljúgast á eru Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna sem jafnframt er annar af tveimur núverandi va- raformönnum SUS, og Árni Sig- fússon, borgarfulltrúi. Ógeðfelld vinnubrögð Nú er það svo, að átök innan Sjálfstæðisflokksins eru ekki ný bóla. Þau hafa heldur ekki vakið mikla sorg í herbúðum andstæð- inga flokksins og Þjóðviljinn hef- ur að venju ekki fyllst sérstökum harmi yfir slagsmálum ungra Sjálfstæðismanna. Átökin innan SUS eru hins vegar með þeim hætti að það er sérstök ástæða til að vekja athygli á þeim vinnu- brögðum sem tilvonandi forystu- menn þessa fyrrum mikilhæfa flokks brúka, - og vara sérstak- lega við þeim. Barátta þessara heiðursmanna er nefnilega háð með aðferðum sem hingað til hafa verið útlæg úr íslenskum stjórnmálum og eru, vægast sagt, ógeðfelld. Framboð annars þeirra, Árna Sigfússonar, var fyrst tilkynnt í slúðurdálkum Sandkorns DV, og það er út af fyrir sig umhugsunar- efni á hvaða pólitískt stig tilvon- andi forysta Sjálfstæðisflokksins er komin, þegar hún kýs að nota slúðurdálka síðdegispressunnar til að tilkynna pólitískar ákvarð- anir sínar. í framhaldi birtu svo tveir fót- gönguliðar Þórs Sigfússonar, áróðursstjóra bróður síns Árna og formanns Heimdallar, grein til stuðnings Árna í Morgunblað- inu. En það er til marks um heil- indin á meðal ungliðanna, að í greininni vógu þessir stuðnings- menn Þórs og Árna að fráfarandi formanni SUS, Vilhjálmi Eg- ilssyni. Skýringin á því kom svo fram í vikunni sem nú er að líða, - Vilhjálmur mun hafa skrifað undir stuðning við Sigurbjörn. Sigurbjörn mun fyrir sitt leyti hafa svarað þessu með því að reyna að koma „plöntuðum" fréttum inn á önnur blöð. Svo er að minnsta kosti staðhæft í grein eftir félaga hans úr Heimdalli, Svein Andra Sveinsson, sem birt er í Morgunblaðinu á miðviku- dag. Hvflík vinnubrögð! Ástandið er með öðrum orðum þannig, að ásakanirnar ganga á báða bóga, ráðist er opinberlega með ósæmandi hætti að mönnum sem ekki hafa til saka unnið ann- að en taka afstöðu með einum kandídati, - en ekki hinum. Staðhæfingar um lognar upplýs- ingar ganga milli fylkinga og Morgunblaðið fær starfsmenn sína til að skrifa sérstakar greinar til stuðnings öðrum frambjóð- andanum - þar sem þjóðhöfð- ingjauppsetning er notuð til að veitast að fólki sem málinu er alls óskylt, og hefur ekki til saka unn- ið annað en eiga vini í vitlausum flokki. Á hvaða stig eru menn að kom- ast? Gróðursett hjá SUS Grein Sveins Andra Sveins- sonar, sem starfar sem blaða- maður á Morgunblaðinu, er ann- ars svo sérstök, að hana ætti að prenta óbreytta í kennslubækur fyrir blaðamenn auk þess sem það væri vel við hæfi að siðanefnd blaðamannafélagsins kynnti sér innihald hennar. Þar upplýsir nefnilega blaða- maður Morgunblaðsins að stuðn- ingsmenn annars frambjóðand- ans hafi „plantað" frétt í DV. Til skýringar ber þess að geta, að á máli blaðamanna er að „planta“ hið sama og „misnota." í framhaldi af því kveður þessi starfsmaður Morgunblaðsins, sem hefur bersýnilega upplýsing- ar sínar frá fyrstu hendi,að stuðn- ingsmenn hins kandídatsins hafi þá „hafist handa við að planta „fréttum" í virðuleg blöð“. Þar nefnir hann til bæði Tímann og Þjóðviljann, en lætur þess raunar síðar í greininni getið að „afskap- lega hæpið“ sé að umfjöllun Þjóðviljans hafi verið „planta". Bersýnilega er það því einungis Tíminn sem ungir Sjálfstæðis- menn telja sig geta misnotað að vild, sem út af fyrir sig er íhugun- arvert. Það stendur eftir að starfsmað- ur Morgunblaðsins skrifar opin- bera grein í sitt eigið blað, þar sem hann upplýsir að tveir kandí- datar um trúnaðarstarf á vegum Sjálfstæðisflokksins skirrist ekki við að beita óheiðarlegum, ósæmilegum og óviðunandi að- ferðum til að safna sér völdum. Umræddur starfsmaður Morgun- blaðsins sér bersýnilega heldur ekkert athugavert við þessi vinn- ubrögð. Honum finnst þau meira að segja svo sjálfsögð að hann skrifar heila grein um þau. Getur verið að í því vinnuum- hverfi þar sem hann hefur fengið sína einu reynslu af blaða- mennsku tíðkist aðferðir af þessu tagi? Getur verið að það þyki sjálfsagður hlutur á Morgunblað- inu að menn „planti" hinu og þessu sér og öðrum til framdrátt- ar? Gerist þetta á Morgunblað- inu? Hvað segja nú ritstjórar Morgunblaðsins um þessi vinnu- brögð starfsmanns síns? Hvað segja aðrir blaðamenn Mogga? Ringulreiö Það er greinilegt, að innan Sjálfstæðisflokksins ríkir upp- nám og ringulreið. Ógeðfelldar aðferðir kandídatanna tveggja um formennskuna í SUS endur- spegla ástandið, og lesendur Þjóðviljans skiptir vitaskuld litlu hvor verður formaður. Flokkur- inn á þá báða skilið. Það er hins vegar við hæfi að setja fram þá frómu ósk, að þeim óheiðarlegu vinnubrögðum sem nú hafa verið tekin upp innan Sjálfstæðisflokksins verði áfram haldið innan vébanda íhaldsins í landinu. Það væri harmsefni ef sjálfseyðingarhvöt Sjálfstæðis- flokksins tækist að útbreiða vinn- ubrögð, sem til þessa hafa verið útlæg í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmál eru, þrátt fyrir allt, ekki blóðsúthellingar þar sem öll meðul eru leyfileg. Það eru mál- efnin - ekki menn - sem ráða. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 30. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.