Þjóðviljinn - 30.05.1987, Side 8
MENNING
Ný plata
Ekki hulduher
heldur Huldumenn
Hljómsveitin Gildran gefur út sína fyrstu plötu
Huldumenn. Létt og ferskt rokk.
Komin er út platan Huldu-
menn með hljómsveitinni
Gildrunni, en hana skipa Birg-
ir Haraldsson. söngur og gít-
ar, Þórhallur Arnason, bassi
og Karl Tómasson, trommur,
bakraddirog munnharpa.
Hljómsveitin Gildran hét áður
Pass, og hafa þeirfélagar
starfað saman í átta ár. Á
Huldumönnum eru níu lög, öll
frumsamin af Gildrumönnum
og með íslenskum textum eftir
Þóri Kristinsson.
„Við ætlum ekkert að taka ís-
lenska poppheiminn með trompi,
heldur reyna að vera svolítið
mjúkhentir við hann,“ sögðu þeir
Gildrumenn aðspurðir um hina
nýju plötu sína. „Þetta er mjög
ferskt rokk á Huldumönnum sem
við erum sannfærðir um að verð-
ur geysivinsælt, enda er orðin
mikil breyting á tónlistinni síðan
við spiluðum í Pass. Þá vorum við
í þungarokkinu en erum núna
orðnir ferlega léttir og skemmti-
legir en samt rokkaðir ennþá.“
I haust er væntanleg í London
tveggja laga plata með Gildrunni
sem þar í landi heitir The Trap,
og heitir sú plata Good Balance
og er gefin út af Prism Records.
„Sú plata er svona létt poppuð,“
segja þeir Gildrumenn. „Utgáfa
þeirrar plötu kom þannig til að
við fórum til Bretlands til að taka
upp efni og kynntumst þá bresk-
um producer, Mark Estdale, og
hann vildi gefa út plötu með okk-
ur og hún átti að koma út á síðasta
ári, en frestast fram á næsta haust
svo að við drifum þá í að gefa út
Huldumennina núna. Við erum í
því að kynna plötuna þessa dag-
ana en stefnum á sumarspilið.
Það er nýtt og vaxandi fyrirtæki,
Groddi h.f. sem gefur Huldu-
menn út. Hún er tekin upp í Stu-
dio Stemmu og Grammið sér um
dreifingu.“ _ing
A rkn,
Skerpluhátíð
Páll Eyjólfsson gítarleikari spilar á þriðju tónleikum Skerpluhátíðar í Áskirkju á
sunnudagskvöld.
Skerpluhátíð
Gítartónleikar
í Áskirkju
Þriðju tónleikar á Skerpluhá-
tíð í Musica Nova verða í
Áskirkju á sunnudagskvöld
og mun Páll Eyjólfsson gítar-
leikari frumflytja þar þrjú stutt
verk eftir Eyþór Þorláksson og
nýtt verk eftir John Speight
sem nefnist Bergmál Orfeus-
ar.
Einnig flytur Páll Dans eftir
Misti Þorkelsdóttur sem hún
skrifaði 1985 sérstakiega fyrir
hann, svo og verk eftir Poulenc,
Obrovska og Fjórar bagatellur
eftir John Speight.
Páll Eyjólfsson útskrifaðist frá
Gítarskóla Eyþórs Þorlákssonar
árið 1982, en framhaldsnám
stundaði hann um þriggja ára
skeið hjá Jose Luis Gonzales á
Spáni.
Fjórðu tónleikum Skerpluhá-
tíðar sem verða 2. júní verður
frestað til haustsins vegna
veikinda, en síðustu tónleikar
hátíðarinnar verða á Hótel Borg
þann 3. júní og spilar þar hljóm-
sveitin Súld. _j„g
Það hefur ekki farið allt of
mikið fyrir Musica Nova í seinni
tíð. Satt að segja var maður far-
inn að halda að það væri dáið.
Sem betur fer reyndist það ekki
rétt og nú gengur félagið tvíeflt
fram á vígvöllinn og boðar fimm
tónleika í runu: Musica Nova á
Skerplu.
Fyrstu tónleikarnir voru í Bú-
staðakirkju s.l. miðvikudag. Þar
voru að vísu ekki frumflutt nein
meistaraverk, en þar var um að
ræða endurflutning á nokkrum
tiltölulega sjaldheyrðum íslensk-
um verkum: Klifi sem Atli
Heimir samdi fyrir flautu, klarin-
ett og sello 1967, Bagatellu fyrir
Klarinett solo frá því í fyrra eftir
Atla Ingólfsson, Lagaflokknum
„Sumir dagar” frá 1982 eftir
Karólínu Einksdóttur (við ljóð
Þorsteins frá Hamri), Tríói
(1975) fyrir flautu, selló og píanó
eftir undirritaðan og Sex söngv-
um við ljóð úr Svartálfadansi
Stefáns Harðar sem Hjálmar H.
Ragnarsson samdi 1978-79. Tvö
verkanna, Bagatello Atla Ingólfs
og Tríó L.Þ. höfðu ekki heyrst
áður á opinberum tónleikum hér
á landi.
Það var „Nýi Músíkhópurinn",
þ.e. Kolbeinn Bjarnason flautu-
leikari, Guðni Franzson klarin-
ettuleikari, Arnþór Jónsson
sellóleikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir ásamt söngvurunum
Signýju Sæmundsdóttur og
Kristni Sigmundssyni, sem sá um
þennan flutning og gerði það vel
og vandlega. Klif Atla Heimis
hljómaði glæsilega margslungið í
upphafi og Guðni lék Bagatellu
hins Atlans af mikilli rausn.
Söngur Signýjar í Sumum dögum
var þá ekkert slor, þar er kominn
rödd sem getur gætt nútímaverk
lífi og sál.
Og mikið var ég þakklátur fyrir
Smátríóið mitt sem var leikið af
næmni og undraverðum skiln-
ingi.
Lokaverkið, Sex söngvar eftir
Hjálmar og Stefán Hörð var
stærst í sniðum og hvað undirrit-
aðan snertir stórum skemmti-
legar sungið af karlmanni, þó það
sé víst upphaflega samið fyrir
mezzo og hafi aldrei heyrst öðru
vísi fyrr. Kristinn lék sér að þess-
um lögum á sínu stóra og breiða
tilfinningasviði og lagði hjartans
meiningu í hvern tón. Mikið vildi
ég gefa fyrir hann í Wozzeck.
Yndislegt.
LÞ
Pappírsfuglar
Skerpludagar Musica Nova
héldu áfram á fimmtudaginn og
þá í Norræna húsinu. Þarna voru
líka flutt eingöngu íslensk tón-
verk, þar af tvö frumflutt, Rapsó-
día fyrir píanó og Tríó fyrir fiðlu,
selló og píanó eftir Karólínu
Eiríksdóttur.
Guðríður St. Sigurðardóttir
lék Rapsódíuna af miklum
Grafíklist
Alþjóðleg ráðstefna og sýning
Alþjóðleg grafíksýning um 100 grafíklista-
manna opnuð á Kjarvalsstöðum um hvíta-
sunnuna og í tengslum við hana verður haldin
alþjóðleg ráðstefna um grafíklist um sömu
helgi
Dagana 6. og 7. júlí verður grafík sem að ráðstefnunni
haldin á Kjarvalsstöðum al- stendur en hún er haldin í
þjóðleg ráðstefna um grafík- tengslum við alþjóðlega sýn-
list. Er það félagið Islensk ingu á grafíklist, Graphica Atl-
antica, sem opnuð verður á
Kjarvalsstöðum um sömu
helgi. Munu þá um eitthundr-
að listamenn bæði íslenskir
og erlendir sýna grafíkmyndir
og meðal þeirra margir af
þekktustu grafíklistamönnum
heims.
Ráðstefnan á Kjarvalsstöðum
er sú fyrsta sinnar tegundar sem
haldin er hérlendis og munu um
70 manns koma hingað til lands í
tengslum við hana. Efni ráðstefn-
unnar er í meginatriðum umfjöll-
un um hvað er að gerast í grafík-
list beggja vegna Atlantshafsins
og koma margir fyrirlesarar frá
ýmsum löndum og halda fyrir-
lesta og sýna litskyggnur.
Ráðstefnan er öllum opin sem
áhuga hafa og fer að mestu leyti
fram á ensku. Ekkert gjald verð-
ur tekið af ráðstefnugestum.
- ing
kröftum og kunnáttu og er eng-
um blöðum um það að fletta að
þar er kominn píanisti sem lætur
sér fátt fyrir brjósti brenna. Held-
ur fannst mér samt verkið laust í
reipunum og átti ég erfitt með að
halda athyglinni glaðvakandi
með því. En það væri gaman og
gott að heyra það aftur. Og einn-
ig Tríóið sem verkaði einkenni-
lega tilfinningalega hamið, rétt
eins og söngur hjartans fengi ekki
borist fram. Ég held þó að hann
sé þarna einhvers staðar og kann-
ski eiga Guðný, Gunnar og Hall-
dór eftir að finna hann við leit.
Blásarakvintett Reykjavíkur
lék á milli verka Karólínu tvö
gamalkunnug „divertimenti”,
Burtflogna pappírsfugla eftir
Gunnar Reyni Sveinsson og
Kvintett frá í fyrra eftir Herbert
H. Ágústsson. Þessi verk eru
bæði í léttum og aðgengilegum
dúr og býsna vel samin fyrir
grúppuna. Og þau voru svo vel og
skemmtilega leikin, að andinn
flaug eins og pappírsfugl í sjö-
unda himin.
LÞ
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN