Þjóðviljinn - 30.05.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Qupperneq 9
 UM HELGINA MYNDLISTIN Nlkulás Slgfússon opnarsýn- ingu á vatnslita- og akrylmyndum í Nýja Galleríinu á Laugavegi 12, 2. hæö. Á sýningunni eru 30 myndir málaðar á þessu og síð- astliðnu ári. Opið um helgar kl. 14-22og virkadagakl. 15-22. í Listasafni ASÍ stenuryfir nor- ræn heimilisiðnaðarsýning sem heitir Vöruþróun í heimilisiðnaði - frá hugmynd til fullmótaðs hlutar. Á sýningunni eru mjög fjölbreytt verk unnin í efni allt frá textíl yfir í málm- og beinsmíði. Opið virka dagakl. 14-20ogum helgarkl. 14-22. Síðasta sýningarhelgi. Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir í FÍM salnum. Opið alla dagakl. 14 -19 til 8. júní. Collage-sýning Önnu Fugaro í Menningarstofnun Bandaríkj- anna á Nesvegi hefur verið fram- lengd fram yfir þessa helgi. Opið kl. 14-22. Pólski myndlistarmaðurinn Jac- ek Sroka sýnir í Gallerí Hallgerði og stendur sýningin til 10. júní. Myndir Sroka bera með sér ótví- ræðan boðskap og magnað táknmál. Edda Jónsdóttir sýnir í Gallerí Borg, nýja sýningarsalnum í Austurstræti. Á sýningunni eru rúmlega 20 vatnslitaþrykk og æt- ingar unnar seinni hluta ársins 1986 og á þessu ári. Sýningin er opin um helgar kl. 14 -18 og virka daga kl. 10 -18 til 3. júní. Yfirlitssýning á verkum Vignis Jóhannssonar stendur nú yfir í Gallerí Borg, Pósthússtræti. Á sýningunni eru olíumyndirog krít- arteikningar unnar á þessu ári og í Nýju-Mexico þar sem Vignir er nú búsettur. Síðasta sýningar- helgi. Elfar Guðni Þórðarson opnar sýningu í Listasafni Árnessýslu á Selfossi í dag kl. 14. Á sýningunni verða 40 olíumálverk. Petta er 15. einkasýning Elfars en áður hefur hann sýnt á Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði, Reykjavíkog Kefla- vík. Opið virka daga kl. 20 - 22 og um helgarkl.14-22. Norski myndlistamaðurinn Yng- ve Zakarias sýnir málverk og grafík í Norræna húsinu. Hann er fæddur í Þrándheimi 1957 og hef- ur haldið sýningar víða í Evrópu. Sýningin eropin kl. 14 -19 til 14. júní. Gunnsteinn Gíslason sýnir veggmyndir á Kjarvalsstöðum. Veggmyndirnar eru múrristur. Síðasta sýningarhelgi. í Ásmundarsaf ni stendur nú yfir sýningin Abstraktlist Ásmund- ar Sveinssonar. Á sýningunni eru 26 höggmyndir og 10 vatnslita- myndirog teikningar. Spannar sýningin 30 ára tímabil af ferli Ás- mundar. Einnig er til sýnis video- mynd sem fjallar um KONUNA í LIST ÁSMUNDAR SVEINS- SONAR.Opiðalladagakl. 10- 16. Kristján Davíðsson sýnir í FÍM- salnum í Garðastræti 6. Þetta er fyrsta sýning Kristjáns í 20 ár. Snædís Þorleifsdóttir sýnir þurr- pastel og olíupastelmyndir í veitingahúsinu Krákunni við Laugaveg til 8. júní. Halldóra Gísladóttirsýnir grafík í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu í Mosfellssveit. Opið virka daga kl. 13-20. Síðasta sýningarhelgi Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir sýnir í austurforsal Kjar- valsstaða 10 vefnaðarverk sem unnin eru á sl. 2 árum. Uppistaö- an í verkunum er bómull en ívafið íslensk ull sem lituð er með kem- ískum litum. Síðastasýningar- helgi. Þorlákur Kristinsson - Tolli sýnir í AKOGES í Vestmannaeyjum. á sýningunni eru 30 olíumálverk máluð á síðustu 3 árum. Opið alla daga kl. 14 - 22. Síðasta sýning- arhelgi. Listasafn Einars Jónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13 -16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11 -17. Þjóðminjasafn íslandseropið laugardaga, sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30 - 16. Árbæjarsaf n opnar á sunnu- dag kl. 10 og verður opið alla daga kl. 10 -18 nema mánudaga. Á sunnudag verður jafnframt opn- uð sýning á gömlum slökkvibílum og stendur hún út sumarið. TÓNLIST Þriðju tónleikar Skerpluhátíðar Musica Nova verða í Áskirkju sunnudag kl 20.30. Páll Eyjólfs- son gítarleikari frumflytur verk eftir Eyþór Þorláksson og John Speight. Önnur verk á efnisskrá hans er eftir Poulenc, Obrovska og John Speight. Síðustu tón- leikar á Skerpluhátíð verða á Hót- el Borg 3. júní en þá mun hljóm- sveitin Súld leika „Advanced jass“. St. Louis Kings of Rythm, hin gamla hljómsveit Ike Turner, spil- ar á tónleikum Jassvakningar í Broadway á sunnudag kl. 21 og á Akureyri á mánudag. Hljóm- sveitin var á sínum tíma í upphafi sjötta áratugarins ein heitasta ryt- hmablússveit Bandaríkjanna. LEIKLIST Þjóðleikhúsið sýnirgaman- leikinn Hallæristenóreftir Ken Ludwig íallrasíðastasinn íkvöld kl.20. Öperugrín í leikstjórn Bene- dikts Árnasonar og með aðalhlut- verk fara Örn Árnason og Aðal- steinn Bergdal. Yermaeftir Fe- derico Garcia Lorca verður sýnd ásunnudagskvöld kl.20. í aðal- hlutverkierTinna Gunnlaugsdóttir en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Yerma hefur verið kallað harmljóð og er eitt af frægustu verkum höfundar- ins. Leikfélag Reykjavíkursýnir Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson á sunnudag kl. 20 í Iðnó en aðeins þrjár sýningar eru eftir á verkinu á þessu leikári. Djöflaeyjan verður einnig sýnd á sunnudag kl. 20 í leikskemmu LR við Meistaravelli. Aðeins ein sýning er eftir á Óá- nægjukórnum áföstudag 5. júní. Maria Lexa sýnir „Ódysseifur myndskreyttur" í Kramhúsinu laugardag og sunnudag kl. María Lexa leikur ein allar persónur verksins og notar brúður, grímur, látbragð, rödd og tjöld. Segirfrá för Ódysseifs frá T róju til iþöku þar sem Penelópa kona hans sit- ur og bíður eftir honum í heilan áratug. I dag verður frumsýndur söng- leikurinn Friðarpípufaktorían í Tónabæ. Erþað hópurinn Happý og harmónýhópurinn sem stend- ur að söngleiknum en leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Söng- leikurinn byggir á ævintýri um fé- lagana Crazy Horse og Zorro og baráttu þeirra við Hörð Böll Spill- ikött. Aðeins tvær sýningar verða á söngleiknum, laugardag kl. 17.03 og mánudag kl 21.02. HITT OG ÞETTA Prófessor Kurt Schier frá Munchen í Þýskalandi flytur fyrir- lestur á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í Odda á mánudag kl. 17.15. Nefn- ist fyrirlesturinnTextar, myndir, fornminjar. Hugleiðingarum mikilvægi mynda og fornleifa sem heimilda í fornnorrænum bók- menntum. Fjallar hann um mynd- ir tengdar Eddukvæðum sem varðveittar eru erlendis á mynd- steinum og rúnasteinum og sýnir litskyggnur. Kurt Schier er pró- fessor í norrænum fræðum og germanskri menningarsögu og flytur hann fyrirlestur sinn á ís- lensku. Aðalf undur [þróttafélags fatl- aðra í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í dag kl. 14 í Hátúni 12, l.hæð. Vikuleg laugardagsganga Frí- stundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður í dag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Laugardagur 30. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Flóamarkaður uppeldis- og meðferðarheimilisins að Sól- heimum 7 verður á sunnudag kl. 15 -19 í safnaðarheimili Lang- holtskirkju. Einnig verðurtomból- uborð og uppboð á gömlum mun- um. Aðalfundur Þjóðfræðafélags- ins verður haldinn á dag í stofu 201 í Odda kl. 17. Frosti Jóhann- esson flyutur erindi um nýjan bókaflokk, (slensk þjóðmenning - markmið og uppbygging. Hátíðafundur Bandalags kvenna í Reykjavík í tilefni 70 ára afmælis bandalagsins verður haldinn í Gamla bíói á dag kl. 14. Að hátíðafundinum loknum verð- uropnuð sögusýning aðildarfé- laga bandalagsins að Hallveigar- stöðum. CI/OI AX/FITA jlxLJLAV lLIm LEIÐIN Afl FARVFI11 8 t wM mttMMMMiflr Mnmmrmmí Bmmmmw Bhmmmi 8 m m SKOIAGONGU Þeirsem eru í námi þekkja fjárskort býsna vel, sumartekjurnar hrökkva skammt og biðin eftir námslánum getur orðið löng. Með Skólaveltu er Samvinnubankinn fyrstur banka með ágæta lausn á þessum vanda. Þú þarft einfaldlega að gera við okkur samn- ing um reglulegan sparnað á Skólabók í tiltek- inn tíma, þannig ávinnur þú þér lánsréttindi eftir ákveðnum reglum. Lánstíminn er mjög sveigjanlegur og þú átt lánsréttindin í allt að níu mánuði frá lokun sparnaðar, þótt þú hafir tekið út innstæðuna. Þér er einnig heimilt að safna saman láns- réttindunum í allt að þrjú sparnaðartímabil og ávinna þér þannig aukin réttindi. Það borgar sig að vera forsjáll, ávaxta sumar- launin og tryggja afkomuna næsta vetur. Hringdu eða líttu inn til okkar og kynntu þér kosti Skólaveltunnar nánar. wmi í ~«: M Wmmi SKOLA BÓK $ ÉÉl Skólabók styrkir þig í námi SAMVINNUBANKINN í JL‘, -r .J&j, ’ ''Il'v- ’.l ,L 4 &

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.