Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Blaðsíða 12
ERLENPAR FRETTIR Sri Lanka Hvað veldur blóðbaðinu? Tamílar hafa áratugum saman staðið í baráttu gegn mismunun í atvinnumálum, menntunarmálum og skiptingu lands Miklar blóðsútheliingar á Sri Lanka að undanförnu hafa vakið athygli umheimsins á eyjunni, en hún er undan suður- strönd Indiands. 17. apríl voru 127 manns drepnir í þorpinu Alut Oya sem er um 300 kílómetra undan höf- uðborginni Colombo. Byssu- menn stöðvuðu almennings- vagna og vörubíla, neyddu far- þegana sem voru af sinhaleskum uppruna út úr bílunum og brytj- uðu þá niður. Tæpri viku síðar sprakk öflug sprengja í strætisvagnamiðstöð- inni í Colombo og tætti hana í sundur. Fórnailömbin urðu að minnsta kosti 106 í það skiptið, en auk þess varð fjöldi fólks að gista sjúkrahús, margir alvarlega særðir. Ríkisstjórn Júníusar Jayewar- dene skellti skuldinni þegar á hinn tamílska minnihluta íbúa landsins. Útgöngubann var sett á, og var það í gildi í fimm daga. Helstu baráttusamtök Tamfla, 1 lúsnæöisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 28500 Útboó Ólafsvík Stjórn verkamannabústaða, Ólafsvík, óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða, í tveggja hæðasambýlishúsi, byggðu úrsteinsteypu. Verk nr. Z.04.01 úr teikningasafni tæknideildar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195 nT Brúttórúmmál húss 1249 m3 Húsið verður byggt við götuna Vallholt, Ólafsvík, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofum Ólafsvíkur, Ólafsbraut 34, Ólafsvík og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá föstudegin- um 5. júní 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 23. júní n.k. kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins VIIMIMUEFTIRLIT RÍKISIIMS Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík. Siml 672500. Tllkynning til atvinnurekenda um vinnu barna og ungmenna Um þessar mundir kemur margt ungt fólk til starfa sem það hefur litla eða enga reynslu af. Undanfarin ár hafa alvarleg vinnuslys verið mun tíðari hjá ungu fólki en þeim sem eldri eru. Vegna þessa vekur Vinnueftirlit ríkisins athygli atvinnurekenda á eftirtöldum ákvæðum laga nr. 46/1980 um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: • Atvinnurekandi skal gera starfsmönnum sínum Ijósa slysa- og sjúk- dómshættu sem kann að vera bundin við starf þeirra. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. (14. gr) • Börn má ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa, (59. og 60. gr. Barn merkir í lögunum einstakling innan 14 ára aldurs). Störf, sem ekki má ráða börn til, eru t.d. uppskipun, vinna við hættulegar kringumstæður eða vélar sem valdið geta slysi, meðferð hættulegra efna eða þau störf sem hafa í för með sér slíkt andlegt og/eða líkamlegt álag að hamlað geti vexti þeirra og þroska, sbr. ennfremur lög nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna. • Unglingar, 14 og 15 ára, mega ekki vinna lengur en 10 klst. á dag og skal vinnutíminn vera samfelldur. Þeir, sem eru 16 og 17 ára skulu hafa minnst 12 tíma hvíld á sólarhring og skal hvíldartíminn að jafnaði vera á tímabilinu milli kl. 19 og 7. Öryggistrúnaðarmenn starfsmanna eða félagslegir trúnaðarmenn skulu fylgjast með því að farið sé að ofangreindum ákvæðum. Reykjavík, 26.maf 1987 Geymið auglýsinguna og festið upp á vinnustöðum Sprengjuárás í Colombo: Borgar- styrjöld hefur geisað á Sri Lanka frá árinu 1983. Frelsistígrarnir og Eelam- byltingarhreyfingin, sóru af sér alla ábyrgð á manndrápunum. Talsmaður Frelsistígranna í Ma- dras á Indlandi sagði að ásakanir stjórnarinnar væru „tilhæfu- lausar og hefðu það a markmiði að sverta ímynd Tamíla." Forsagan Af nógu er að taka þegar of- beldisdæmin frá Sri Lanka að undanförnu eru annars vegar. Ríkisstjórnin í Colombo hefur nú hafíð sókn gegn Tamflum, og hef- ur Jayewardene, forseti landsins, lýst því yfir að átökunum muni ekki Ijúka fyrr en annaðhvort stjórnarherinn eða Frelsistígrar vinni fullnaðarsigur. Hina blóðugu atburði upp á síðkastið verður að skoða í ljósi þess að tamflski minnihlutinn hefur áratugum saman staðið í baráttu til að binda endi á mis- rétti og mismunun sem hann býr við í atvinnumálum, menntun, skiptingu lands og fleiri málum. Ibúarnir eru um 16 milljónir talsins, og var Sri Lanka bresk nýlenda til ársins 1948 og nefndist þá Ceylon. 75% íbúanna eru Sin- halesar og aðhyllist meirihluti þeirra búddatrú. Tamflar eru um 18% þjóðarinnar og eru þeir flestir fylgismenn hindúasiðar í trúmálum. Að auki eru 7% þjóð- arinnar mælandi á tungu Tamfla, en þeir eru múhameðstrúar, enda afkomendur arabískra kaup- manna frá fyrri öldum. Tamflarnir skiptast í innfædda - en meira en þúsund ár eru nú síðan þeir fluttust til eyjarinnar - og indverska mál Tamfla. Þeir síðasttöldu voru fluttir til lands- ins á nýlendutímunum til að vinna við teræktina. Innfædda Tamfla er helst að finna á Jaffna- skaga, austurhéruðunum og í höfuðborginni Colombo. Þeir eru um 12% þjóðarinnar. Frá því að landið hlaut sjálf- stæði hafa innfæddir Tamflar að- hyllst sjálfsstjórn í norðurhluta landsins. Seint á síðasta áratug öðlaðist krafan um „Eelam,“ sjálfstætt ríki, aukinn hljóm- grunn meðal þeirra, sérstaklega hinna yngri. Tamílar þeir sem eru af ind- verskum uppruna hafa á hinn bóginn krafist fullra þegnréttinda Sri Lanka. Á dökkum svæðum búa nánast eingöngu Tamalíren á Ijósum einvörðungu Sinhalesar. Á skrástrik- uðu svæðum austurstrandarinnar búa Tamílar og Singhalesar en á skástrikaða blettinum um miðbik landsins búa Tamílar af indversku bergi brotnir. Nyrst er Jaffnaskagi. innan Sri Lanka eins og það er í dag. Frá því skömmu eftir sjálf- stæði eyjarinnar hafa þeir verið afskiptir hvað varðar borgaraleg réttindi. Krafan um „Eelam“ höfðar til fæstra þeirra. Þjóðernisrembingur Ástæður borgarastyrjaldarinn- ar sem nú geisar í landinu má rekja til tímabilsins eftir 1948, eftir að sjálfstæðisbaráttunni var lokið. Sinhalesar og Tamflar börðust í sameiningu gegn ný- lenduyfirráðum Breta, og var ein meginkrafan í þeirri baráttu að enska yrði lögð af sem tungumál landsins, en þess í stað kæmu sín- halíska og tamflska. Fljótlega eftir að sigur var unn- inn í sjálfstæðisbaráttunni tókst helsta flokki kapítalista, Samein- aða þjóðarflokknum sem nú er við völd, að fá samþykkt þrjú lag- afrumvörp á þinginu sem öll mið- uðu að því að skerða réttindi Ta- mfla. Samkvæmt þeim voru Ta- mflar af indverskum uppruna sviptir atkvæðisrétti sínum sem þeir höfðu haft undir stjórn Breta. Ríkisborgararétturinn fór sömu leið, og var mörgum skipað að snúa aftur til fyrri heimkynna, Indlands. Árið 1956 setti þingið lög þess efnis að sínhalíska skyldi vera hið eina opinbera tungumál í ríkinu. Fáir Tamflar tala sínhalísku en enn færri Sínhalesar tala tam- flsku. Þessi þinglegi þjóðernis- rembingur leiddi til mótmæla og uppþota Tamfla, og jafnvel kap- ítalískir stjórnmálamenn þeirra slógust í þann hópinn sem krafð- ist sjálfstjórnar. Síðan þetta gerð- ist hafa stjórnmálaflokkar Ta- mfla krafist fulls jafnréttis. Borgarastríð Um skæruliðastríð er hinsveg- ar ekki að ræða fyrr en árið 1983. Það ár kom til hernaðarátaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamfla, og létu 13 hermenn af sínhalesum uppruna lífið í þeim átökum. Skipulagðar ofsóknir og fjöldamorð á Tamflum fylgdu í kjölfarið og er talið að um tvö þúsund manna hafi þá myrt. Ta- mflar flýðu land í tugþúsundavís upp úr þessu, og þúsundir ung- menna gengu til liðs við baráttu- samtökin. Síðan 1983 er talið að 5.500 manns hið fæsta hafi látið lífið. Flest af því fólki voru Ta- mflar sem stjórnarherinn og þjóðvarðliðið kom fyrir kattar- nef. Jaffnaskaginn er í flestum greinum frelsað svæði sem lýtur stjórn Frelsistígranna, en þeir hafa nýskeð komið þar stjórn á laggirnar. Fram undir það síðasta hafa herstöðvar stjórnarinnar á Jaffnaskaga verið umkringdar og einangraðar. Ríkisstjórn Sri Lanka hefur svarað með því að loka skagann af, en sú tiltekt er ekki talin hafa verið sérlega árangursrík. Frá árinu 1985 hefur her- mönnum stjórnarinnar verið fjölgað úr 11.500 í 24.000. Um það bil 15% fjárlaga fara til hers- ins, og er það fimmtánföld aukning á tíu árum. Stjórnin ný- tur hernaðaraðstoðar landa á borð við ísrael, Pakistan og Suður-Kóreu. Þrátt fyrir þennan herafla stjórnarinnar nýtur bar- áttuhreyfing Tamfla sífellt víð- tækari stuðnings, og endurspegl- ar það hinn mikla hljómgrunn sem hún á meðal Tamfla. Sívax- andi fjöldi Tamíla af indverskum uppruna styður orðið baráttu- hreyfínguna. Indverjar í hlutverki sáttasemjara Ríkisstjórn Jayewardene von- ast til að geta nýtt sér fordæmingu þá sem síðustu ofbeldisaðgerðir hafa vakið til að framkvæma hernaðarlausn á „þjóðernisvand- amálinu". Stjómin leggur einnig á það áherslu að fá stjórn Rajiv Gandhi á Indlandi til að jafna um þær sveitir Tamfla sem eiga bæki- stöðvar í fylkinu Tamfl Nadu á Suður-Indlandi, en fylkið er heimkynni um fimmtíu milljóna Tamfla. Indverska stjórnin hefur fordæmt nýlegar morðárásir, án þess þó að skella skuldinni á vopnaðar baráttusveitir Tamfla. Frá árinu 1983 hefur indverska stjórnin reynt að miðla málum í borgarastyrjöldinni á Sri Lanka. í grein sem birtist í apríllok í New York Times kemur fram að for- ystumenn herskárra Tamfla hafa átt leynilegar viðræður við ind- verska embættismenn í Nýju Del- hi um hvernig væri mögulegt að komast að samkomulagi við ríkis- stjórnina á Sri Lanka. Skilyrði samkomulags, að sögn eins tals- manns Tamfla sem vitnað er til í greininni, er að „Tamflar eru ekki til vðtals um friðarviðræður fyrr en ríkisstjórnin lætur af þeirri stefnu sinni að ástunda hernaðar- legan terrorisma gegn Tamflum." (Byggt á Militant) HS 12 StÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. maí 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.