Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 13
■ ÖRFRÉTTIRi Rasistastjórnin í Suður-Afríku ber nú víurnar í for- ystumenn blökkumannaog hvet- ur þá til viðræðna. Hingað til hef- ur enginn þeirra þekkst gott boð og nú síðast kom afsvar frá Tutu erkibiskupi. Hann segist að vísu tilbúinn til skrafs og ráðagerða við erkifjandann Botha að viss- um, einföldum skilyrðum upp- fylltum, en þau eru: afnám neyðarástandslaganna, að öllum pólitískum föngum verði sleppt úr haldi og að þau samtök svartra sem nú eru bönnuð fái að starfa óáreitt. Gagntilboð við hæfi vill margur meina. ítalska stjórnin hefur sett bráðabirgðalög til að varna því að fjöldinn allur af mál- um fyrir dómstólunum yrði ónýtt- ur, þar á með fjöldaréttarhöld yfir mafíuforingjum á Sikiley. Dóm- ara í glæpa- og áfrýjunarmálum ber að útnefna árlega, en fjöldi slíkra mála hefur hrannast upp að undanförnu og því hafa sumir dómararnir þjófstartað og tekið til við málavafstur áður en útnefn- ing þeirra hefur tekið gildi form- lega og voru verjendur teknir að vefengja réttmæti slíks. Alþjóðleg danskeppni stendur nú fyrir dyr- um í Sovét segir í fréttum frá Tass, og verður hún haldin í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin í landinu og er búist við að dansar- ’ar frá Noregi, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi taki þátt í henni, auk dansara frá Austur- Evrópulöndunum. Sovéskir, evr- ópskir og suður-amerískir dansar verða á dagskrá; vals, cha-cha- cha og allt þar á milli. ERLENDAR FRETTIR Varsjárbandalagið Vilja viðræður um herfræði Leiðtogar ríkja Varsjárbandalagsins slitufundi sínum íAustur-Berlín ígær. Vilja ræða um herfræðikenningar viðNATOleiðtogatilað „eyðatortryggni milli austurs og vesturs.“ Drœmar undirtektir vestra Fátt nýmæla leit dagsins ljós á fundi æðstu manna Varsjár- bandalagsríkja sem sagt var slitið í Austur-Berlín í gær. Hið eina sem í frásögur er færandi er áskorun sem leiðtogarnir beindu til kollega sinna í NATO um að taka sem fyrst upp viðræður um herfræðileg grundvallaratriði í því augnamiði að „eyða tor- tryggni milli austurs og vesturs“ einsog það var orðað. Tilboðinu er næsta augljóslega ætlað að slá vopn úr höndum vesturþýskra hægrimanna sem hvað eftir annað hafa látið í ljós efasemdir um eyðingu meðal- og langdrægra kjarnaflauga úr Evr- ópu og borið því við að án flauganna sé Vestur-Þýskaland berskjaldað fyrir árás úr austri þar sem Varsjárbandalagið ráði yfir margfalt fleiri og öflugri hefðbundnum vígtólum. Sovétmenn bíða nú átekta og úrslita deilna í vesturþýsku stjórninni um hvernig skuli bregðast við tilboðinu um „núll- lausn“. Þeim finnst þeir hafa lagt nóg af mörkum í bili í afvopnun- arviðræðunum og telja röðina komna að Vesturveldunum að sanna samningsvilja sinn. Embættismenn vestan tjalds sögðu í gær að það myndi ein- vörðungu gera afvopnunarmálin enn flóknari en þegar verið er að taka upp sérstakar viðræður um herfræði herbandalaganna tveggja. Þegar væru í gangi við- ræður í Genf og Vín og það myndi æra óstöðugan að efna til einnar ráðstefnu í viðbót. -ks. Sovéskir skriðdrekar einhversstaðar í Austur-Þýskalandi. Valda úlfúð á stjórnarheimilinu í Bonn. Glœfraflug VORBODINN Óséður frá Helsinki til Moskvu Vesturþýskur unglingur flýgur smárellu hátt í 900 kílómetra leið innan Sovétríkjanna, hnit- ar hringi yfir Kreml og lendir á Rauða torginu án þess að yfirvöld hafi grœnan grun um til- tœkið. Var nýbúinnað vera í vikuheimsókn á etta var ósköp venjubundinn hvunndagur í Moskvu. A Rauða torginu var sem endranær múgur og margmenni, erlendir ferðalangar og innlendir pflag- rímar biðu eftir að röðin kæmi að sér frammi fyrir grafhýsi Leníns eða spókuðu sig í góða veðrinu og virtu fyrir sér hina öldnu virki- sveggi Kremlar. Skyndilega sást lítill depill á himni sem færðist nær og nær uns greina mátti útlínur lítillar flug- vélar. Hún sveif í tignarlegum boga yfir aðsetri æðstu manna ris- aveldisins, sleikti þak vöruhúss handan götunnar og renndi sér niður milli dómkirkju heilags Ba- sils og Moskvuárinnar. Út úr flugvélinni, sem er af gerðinni Cessna 172B, stígur rogginn yngissveinn. Hann gefur góðfúslega eiginhandaráritanir á báða bóga og brosir kankvíslega til einkennisklæddra lögreglu- þjóna sem gjalda líku líkt. Flestir álíta hann vera leikara í skemmti- legri mynd. Þangað til óeinkennisklæddir öryggislögreglumenn þyrpast á vettvang, herflutningabflar og límúsínur háttsettra kerfiskarla renna í hlað. Piltur er handtek- inn, svæðið kringum flugvélina girt af og umferð um Rauða torg- ið bönnuð. Mathias Rust er nítján ára gamall flugkappi frá Hamborg í Vestur-Þýskalandi. Hann hafði flogið vítt og breitt um Norður- Evrópu, m.a. hingað til lands þar sem hann hafði viku viðdvöl um miðjan maí og flaug m.a. til Hornafjarðar. Stuttu síðar kom hann við í höfuðborg Finnlands til að taka eldsneyti. í stað þess að fljúga þaðan í vestur flaug piltur í austur. Vest- rænir varnarspekúlantar eru agn- dofa af undrun yfir því að vélin skyldi hafa getað flogið 900 kfló- metra leið innan Sovétríkjanna og svifið yfir Kreml án þess að heryfirvöld eystra vöknuðu af værum blundi. Sovétmenn kváðu hafa yfir að ráða einhverju fullkomnasta loft- varnarkerfi á byggðu bóli, fjölda háþróaðra eldflauga til að granda hvers kyns óvinaflugvélum auk gagnflaugakerfis í Moskvu sem er hið eina sinna tegundar í heimin- um til varnar borg. Annað hvort er kerfið óvirkt ellegar þeir sem hafa umsjón með því - nema hvort tveggja sé. -ks. UUFISAA DREGB10. JÚM Upplag miða 100.000 Aðalheimild: Reuter Laugardagur 30. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.