Þjóðviljinn - 03.06.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Síða 7
Egilsstaðir Aukidat- vinnulíf forsenda byggdar Sigurður Símonarson bæjarstjóri: Erum aðfara af stað með byggðaþróunarverkefni sem miðar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi Sigurður Símonarson bæjarstjóri á Egilsstöðum: Hér eru miklir möguleikar í atvinnulífi en það þarf fjármagn til að byggja það uþþ. Við bindum vonir við að byggðaþróunarverkefnið komi af stað aukinni fjölbreytni, sérstaklega í þjónustu og iðngreinum. Um síðustu helgi átti Egilsstaða- hreppur fjörutíu ára afmæli og öðlaðist jaf nf ramt kaupstaðarétt- indi. Þjóðviljinn gekk því á fund Sigurðar Símonarsonarfyrrver- andi sveitarstjóra og núverandi bæjarstjóraogspurðistlítillega fyrir um atvinnulíf á staðnum. „Það hefur verið og er enn til- tölulega einhæft atvinnulíf hér sem byggist að mestu upp á þjón- ustu og smáiðnaði,“ sagði Sigurð- ur. „Landbúnaður hefur minnkað og nú er fyrirsjáanlegur stórfelldur niðurskurður á fé vegna riðuveiki. Sveitarstjórnin hefur verið að reyna að finna leiðir til aukningar atvinnulífs og þá einna helst í greinum eins og þjónustu og iðnaði. Menn hafa lifið til ferðamannaþjónustu og fjölbreyttari iðngreina sem gætu skapað tiltölulega mörgum vinnu en krefjast ekki mikillar sérhæfð- rar þekkingar. Það er líka nauðsynlegt að finna leiðir til að auka atvinnu hjá fólki sem hefur ekki sérfræðimenntun. Ástandið er þannig í dag að ekki er nóg að skapa atvinnu fyrir einn í fjölskyldu, því að hver meðalfjölskylda þarf að minnsta kosti eina og hálfa fyrirvinnu til að sjá sér farborða. Þessu þarf að mæta með fjölbreyttara atvinnu- framboði og tækifærum." Sigurður sagði að í undirbún- ingi væri svokallað byggðaþróun- arverkefni milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og áætlað að það fari af stað með haustinu. „Megintil- gangur þessa verkefnis er að komast að með hvaða hætti tvö byggðarlög sem eru ólík atvinnu- lega séð en landfræðilega nálæg gætu stutt hvort annað í atvinnu- uppbyggingu. Ýmsar hugmyndir eru komnar um hvers konar fyrir- tæki hægt væri að setja á laggirnar og markmiðið með þessu verk- efni er að sjálfsögðu fyrst og fremst að halda landinu í byggð, skapa þannig aðstöðu að fólk vilji búa hér. Við lítum þannig á að hægt sé að setja ákveðinn ramma utan um verkefnið og síðan er það fólksins á stöðunum að fylla inn í rammann, finna með okkur verkefni sem æskilegt og nauðsynlegt er að fást við. Að öðru leyti er hér að glæðast atvinna í byggingum, nú stendur fyrir dyrum stækkun við mennta- skólann og flugvöllinn, sveitarfé- lagið er að stækka dagvistar- heinmilið og byggja áhaldahús, og undirbúningur er í gangi að byggingu sölu- og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Við reiknum með að ákvörðun um það verði tekin í sumar og framkvæmdir hefjist þá fljótlega upp úr því. Meö flugvallarstækkuninni opnast hér ýmsir möguleikar, bæði hvað varðar aukna fólks- flutninga og líka til að fara út í samkeppni til útflutnings. Þetta er gott landbúnaðarhérað og ætti að vera hægt að fara út í meiri matvælaframleiðsiu. Ég sé held- ur ekkert því til fyrirstöðu að hér geti risið matvælaframleiðsla í sambandi við sjávarútveg, en slíkt byggir fyrst og fremst á góð- um samgöngum, vegir þurfa að vera opnir allt árið til verstöðv- anna hér í kring. Sunnanlands er afurðum ekið ofan úr Borgar- firði, jafnvel af Snæfellsnesi og úr Þorlákshöfn til vinnslu í Reykja- vík. Hér fyrir austan er mjög stórt svæði, frá Breiðdalsvík að sunn- an allt norður á Borgarfjörð, þar sem hægt væri að aka afurðum hingað til Egilsstaða á klukku- tíma við góð skilyrði. Hér eru mjög miklir mögu- leikar fyrir hendi í atvinnulífi og atvinnuuppbyggingu,“ sagði Sig- urður að lokum, „en allt kostar þetta fjármagn í upphafi og er tengt pólitískum ákvörðunum stjórnvalda um hvernig byggja skal upp atvinnulíf á stöðum úti á landi. -ing Seyöisfjöröur Að gera framtíðarsýn að vemleika Axel Beck iðnráðgjafi: Markmið Iðnþróunarfélags Austurlands er að aðstoða við þróun og eflingu atvinnuuppbyggingar í landsfjórðungnum Árið 1981 var Iðnþróunarfélag Austurlands stofnað í því skyni að tengia austfirskt atvinnulíf inn- byrðis. I lögum félagsins stendur: Tilgangur félagsins er að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs á Austurlandi í því skyni að auka fjölbreytni og arðsemi iðnaðar. Félagið hefur aðsetur á Seyðis- firði og þar er að finna starfs- mann þess, Axel A. Beck iðnráð- gjafa. Hvert er starfssvið iðnráðgjaf- ans? „Starfssvið iðnráðgjafa er tví- þætt,“ segir Axel. „Annars vegar aðstoðar hann fyrirtæki sem eiga í rekstrarerfiðleikum og hins veg- ar er hann til aðstoðar og ráðgjaf- ar við að koma hugmyndum um stofnun fyrirtækja í framkvæmd og athuga markað og markaðs- öflun.“ Hvernig gengur þetta hér á Austurlandi, er sýnilegur árang- ur af þessu starfi? „Iðnþróunarfélag Austurlands er mjög ungt félag og starfsemi þess er margþætt, en annars veg- ar gerast þessir hlutir ekki bara einn tveir þrír, öll svona starfsemi þarf mikinn og nákvæman undir- búning og hins vegar er erfitt að stofna framleiðslufyrirtæki á svo fámennu og dreifbýlu svæði sem Austurland er. Markaðurinn hér* er svo lítill að fyrirtæki verða að byrja strax að framleiða fyrir út- flutning og það er mjög erfitt. En svo eru líka hvers konar * önnur fyrirtæki, sem ég er tilbú- inn til að aðstoða, svo sem í sam- bandi við ferðamál og ýmis þjón- ustufyrirtæki. Ef við viljum fjölga íbúum fjórðungsins, fá fólk til að setjast að úti á landi þá er nauðsynlegt að hafa góð þjónust- ufyrirtæki í fjórðungnum og þarf að auka og fjölga þeim. Sameiginlegt vandamál allrar landsbyggðarinnar er að unga fólkið fer suður og til útlanda í nám og kemur svo ekki aftur út á land vegna þess að atvinnumögu- leikar þess eru litlir sem engir utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins.“ Hvað er Iðnþróunarfélag Austurlands helst með á prjón- unum núna? „Við erum með margs konar fræðslustarfsemi í gangi, bjóðum upp á námskeið, t.d. verkstjórn- arfræðslu, vöruþróun og mark- aðssókn. Þessi námskeið höfum við verið með um allt Austurland og þau hafa mælst mjög vel fyrir og verið vel sótt. Einnig erum við með skólaverkefni fyrir 9. bekk í gangi. Markmiðið með því er að reyna að fá unglingana til að hugsa um atvinnulífið og framtíð- ina og hvernig er að búa og vinna á landsbyggðinni. Þetta eru mjög skemmtileg námsskeið sem byggjast á stofnun lítils fyrir- tækis. Inn í stofnun þessa fyrir- tækis koma þættir eins og skipu- lagning framleiðslunnar, gæði og magn, umhverfismál, þróunarm- ál, markaðsmál, byggðaþróun og fleira. Þetta eru mjög skemmtileg námskeið og krakkarnir áhuga- samir. Stærstu málin hjá Iðnþróun- arfélaginu núna eru annars vegar firmaskrá, svokallaður Lykill að Austurlandi, sem við erum með í vinnslu. Hins vegar erum við að vinna áætlun um Átaksverkefni í atvinnumálum. Markmið með slíku verkefni er að skapa meiri fjölbreytni í atvinnumálum og meiri samvinnu milli byggðar- laga. Norðmenn hafa verið með svona átaksverkefni í gangi sem hafa gefist vel og ég fór á vegum Iðntæknistofnunar þangað til að kynna mér hvernig þeir hafa stað- ið að þessu. Svona átaksverkefni byggist í stuttu máli á því að fá fólk til að gera sér skipulega grein fyrir hvernig það vill búa eftir 10 -20 ár og vinna síðan skipulega og saman að því að gera þá draum- sýn að veruleika.“ Axel Beck iðnráðgjafi: Meiri samvinna milli byggðarlaga er nauðsyn og mikil- vægur þáttur í auknum atvinnumöguleikum innan fjórðungsins. (Mynd jis) Mlðvikudagur 3. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.