Þjóðviljinn - 03.06.1987, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Qupperneq 14
ALÞÝÐ UBAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 5. júní kl. 20.30 í Röðli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Frá Skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími [ sumar er skrifstofa AB opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík er með opna skrifstofu á Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 alla virka daga. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 4. júní kl. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin G-Hstinn Reykjanesi Listaverkahappdrættið Vinningstölur í Listaverkahappdrætti G-listans á Reykjanesi. Upp komu eftirtaldar tölur í þessari röð: 1) 6074 2) 5134 3) 11849 4) 7215 5) 4804 6) 3452 7) 4425 8) 10745 9) 3051 10) 5111 11) 11386 12) 1061 13) 5076 14) 11360 15) 10011 16) 7169 17) 9021 18) 11575 19) 7727 20) 4691. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, sími 41746 sem fyrst. Alþýðubandalagið Reykjanesi Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 11. júní n.k. í Miðgarði, Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 3. deildar Áfram veginn. Umræðan er hafin. Við félagar í 3. deild (Vogar, Laugarnes, Kleppsholt og Laugarneshverfi) höldum aðalfund deildarinnar fimmtudaginn 4. júní kl. 20.30 í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Við kjósum okkur stjórn og kjósum í flokksráð. Síðan verða umræður um stöðu flokksins í nútíð og framtíð. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundi frestað Aðalfundi félagsins sem átti að vera á fimmtudag hefur verið frestað fram til þriðjudagsins 9. júní. Fundað í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. ABR Kosningahappdrættið Dregið var í gær, 1. júní, í kosningahappdrætti ABR. Vinningsnúmer hefur verið innsiglað og verður birt þegar fullnaðarskil hafa borist en þó ekki síðar en 15. júní n.k. Þeir sem eiga eftir að skila eru beðnir að gera það strax. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Þroskaþjálfi Óskast á sambýii frá næstkomandi hausti. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma: 96- 26960. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1987. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- ar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. 1. júní 1986 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Áttrœður Leifur Eiríksson kennari í dag er frændi minn, Leifur Eiríksson kennari, áttræður. í tilefni af því langar mig til að skrifa nokkrar línur á blað, enda þótt vera megi að það sé honum lítt að skapi. Veit ég þó að hann mun færa mér það til betri vegar svo sem önnur verk hingað til. Leifur Eiríksson er fæddur á Harðbak á Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu 3. júní 1907, sonur hjónanna Eiríks Stef- ánssonar vitavarðar og bónda á Rifi og konu hans Ingibjargar Jó- hannsdóttur. Þau hjón voru síð- ustu ábúendur á Rifi, sem er ein af þeim harðbýlu jörðum sem nú þykir lítt búandi á en framfleyttu áður stórum fjölskyldum með ágætum. Um Rif á Sléttu og ábúendur þar hefur Brynjólfur Sigurðsson á Kópaskeri skrifað fróðlegan sagnaþátt sem okkur yngri Slétt- ungum er þörf á að lesa. (Bóndi er bústólpi VI). Fyrir nokkrum vikum heim- sótti ég Leif og gaf hann mér að skilnaði þennan sagnaþátt ásamt öðrum fróðleik um Rif og ættir sínar og að hluta til okkar beggja. Þar er m.a. ættartala Leifs í móðurætt allt til Ingólfs Arnar- sonar okkar fyrsta landnáms- manns og ættartala í föðurætt (Skinnalónsætt) til Hálfdáns hvít- abeins Upplendingakonungs. Ættir hans eru því stórar og sterk- ar. Einnig fylgdi með vísa eftir Leif um Rifstanga á Sléttu sem ég læt hér fylgja: Klettar sterkir standu stormi og brimi móti. Undan aldrei láta, árásir þó hljóti. Eiga sína sögu, samt þeir flestu leyna. Nyrzt við íslands odda Ægir lemur steina. Leifur fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og útskrifaðist þaðan 1927. Kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskóla íslands 1944 en hafði áður kennt bæði við barna- skólann í Núpasveit og unglinga- skólann á Raufarhöfn í 10 vetur. 13. nóvember 1932 kvæntist Leifur föðursystur minni Lúð- víku Lund, dóttur hjónanna Jó- hanns Lund bónda og póstaf- greiðlsumanns á Raufarhöfn og konu hans Rannveigar Gríms- dóttur Laxdal. Lúðvíka eða Lúlla eins og hún var ávallt kölluð, lést fyrir aldur fram 15. ágúst 1977. J’au Leifur og Lúlla hófu sinn búskap á Raufarhöfn og byggðu sér þar hús sem bar heitið Harð- angur. Þau bjuggu þau til ársins 1958 er þau fluttu að Faxatúni 14 í Garðabæ. Á Raufarhöfn tók Leifur virk- an þátt í öllu félagsmálastarfi og var einn af þeim athafnamönnum sem mótuðu Raufarhöfn á upp- gangsárum þess staðar. M.a. var hann oddviti hreppsins í 8 ár eða frá 1950 til 1958. Þá var hann í stjórn hraðfrystihússins Frosta hf. frá stofnun. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Raufar- hafnar og sat í stjórn hans frá upphafi og þar af sem formaður frá 1950. Formaður skólanefndar 1936-1943 og sýslunefndarmaður Presthólahrepps og Raufarhafn- arhrepps í mörg ár. f þessum trúnaðarstörfum reyndi mikið á framsýni og fram- takssemi Leifs og á hann þakkir skildar fyrir sinn þátt í uppbygg- ingu Raufarhafnar. Leifur hefur ætíð haft mikinn áhuga fyrir málefnum ungs fólks. Hann var um tíma formaður U.m.f. Austra á Raufarhöfn og stofnaði unglingaskóla þar. Leifur gekkst fyrir byggingu sundlaugar á Raufarhöfn með skátadrengjum og kenndi þar sund í 14 ár. Sundlaugin var upp- hituð með gufu frá Síldarverk- smiðjunni enda laugin á lóð verk- smiðjunnar. Ein fyrsta minning mín af Leifi er einmitt frá þeim tíma. Ég man eftir honum þar sem hann stóð á laugarbakkanum með heljarinn- ar bambusstöng segjandi krökk- unum til. Það var annars ekki ætlun mín að rekja æviferil Leifs enda of- verk mitt á allan máta. Miklu fremur vildi ég minnast á nokkur önnur atriði og þakka Leifi fyrir skemmtilegar samverustundir á lífsleiðinni sem að sjálfsögðu hafa verið of fáar. Allt frá fyrstu tíð hefur Leifur vepð okkur Miðtúnsbræðrum mikill frændi. Á Raufarhöfn tók hann á móti okkur sem slikur og sömu sögu er að segja héðan að sunnan. Það er annars svo, eins og allir vita, að nú á dögum gefst of lítill tími til að heimsækja ættingjana og langt er á milli þeirra stunda sem ég hitti Leif. Samt sem áður eru þær stundir ánægjulegar og ætíð fylgja heitstrengingar af minni hálfu að gera betur. Leifur er ávallt hress á slíkum fundum og reynir jafnan kraftana hjá manni. Fyrst voru það glímu- tökin en nú er það handtakið sem hann prófar. Handtak Leifs er fast og eins gott að vera viðbúinn ef ekki á að kveinka sér undan því. Þá segir Leifur manni gjarnan sögur af Sléttunni og fólkinu þar fyrr á tímum. Ég man að eitt sinn er ég gisti hjá Lúllu og Leifi í Garðabænum spjallaði Leifur við mig fram eftir nóttu. Lúlla var löngu sofnuð en hann langt frá því að vera syfjulegur. Þannig gekk fram undir morgun. Varla var ég sofnaðu er Lúlla frænka mín kom, að mér fannst fyrir allar aldir, og bauð góðan dag og nýbakaðar kökur - og spjall um Sléttuna hófst að nýju. Leifur er ágætlega hagmæltur og oft leitar hann fanga til þeirra hluta norður á Sléttu. Fyrir nokkrum árum barst honum í hendur sæsorfinn steinn norðan af Rifstanga. Um þann stein orti Leifur: Eitt sinn sagði Leifur mér að hann færi aldrei að sofa fyrr en hann hefði heyrt veðurfregnirnar kl. 1:00 til þess að vita hvernig veður væri fyrir norðan. Já, Slétt- an er Leifi kær og frændur hans þar. Eftir að þau Lúlla og Leifur fluttu í Garðabæinn hélt Leifur áfram kennslu en hafði síðar um- sjón með bókasafni skólans. Þau ár annaðist Lúlla kaffið fyrir kennarana ásamt því að vera virk í mörgum félagasamtökum. Andlát Lúllu var mjög þungt áfall fyrir Leif enda var hún hans stoð og stytta gegnum árin. Hún var ekki síður gestrisin en hann og hvarvetna hrókur alls fagnað- ar. Börn þeirra Leifs og Lúllu eru 4, Eysteinn, Rannveig, Ingibjörg og Erlingur. Nú býr Leifur að Fannborg 1 í Kópavogi. Honum ásamt fjölskyldu hans færi ég mínar bestu kveðjur í til- efni dagsins og vona að ég megi enn um langa hríð finna sterkt handtak frænda míns. Að lokum vil ég birta eina vís- una enn eftir afmælisbarnið sem hann orti fyrir nokkrum mánuð- um: Aukið göfgar ættir við, örvið frœndrœknina. Allra heilla eg þeim bið, sem efla mannkostina. Lifðu heill kœri frœndi. Níels Árni Lund FRA MENNTAMÁLARAÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við eftirtalda framhalds- skóla framlengist til 15. júní: Við Fjölbrautaskólann við Ármúla kennarastöður í efnafræði og hagfræði og viðskiptagreinum. Fullar stöður í báðum greinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastöður í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og rafeindavirkjun. Ennfremur er laus kennarastaða í félagsfræði. Við Menntaskólann á Isafirði kennarastöður í islensku, stærð- fræði og þýsku, heilar stöður og hálfar stöður í efnafræði og frönsku. Við Menntaskólann í Kópavogl kennarastöður í stærðfræði og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni kennarastöður í stærðfræði og raungreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! gÉUMFERÐAR Vráð Upprunanum aldrei gleymi, er sem hlýir geislar streymi köldu, gráu grjóti frá. Oft um vor í unaðs heimi undradýrð þar mesta sá. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.