Þjóðviljinn - 03.06.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Miðvikudaour 3. júní 1987 117. tölublað 52. örgangur J-listinn Jón hombrotinn Stefán vill ráðherrastól. Ekki verið boðið íþingflokk Framsóknar. Fundur stuðningsmanna á nœstu dögum. Allir rólegirframmyfir hvítasunnufyrst Jón hefur umboðið g amtök um jafnrétti og félags- þátttakendur að ríkisstjórn nema taka þar við ráðherradómi, sagði Stefán Valgeirsson við Þjóðvilj- ann í gær, - bætti að vísu við að hann sjálfur mundi ekki gera kröfu til slíks. Stefán sagði að ekkert hefði verið rætt um stuðning sinn sem þingmanns við hugsanlega ríkis- stjórn, enda „þarf ekkert að spyrja slíkra spurninga". Jón Baldvin Hannibalsson hefur látið að því liggja að stjórnar- stuðningur Stefáns „kosti ekki nema eitt bankaráð". Um nýhafinn stjórnarumboðs- tíma formanns Alþýðuflokksins sagði Stefán að Jón væri „búinn að hombrjóta sig, - ætli það sé ekki verið að leyfa honum að hlaupa af sér hornin“. Forysta Framsóknarflokksins hefur rætt við Stefán Valgeirsson um aðild að stjórnarmyndunar- viðræðum, en honum hefur ekki verið boðið í þingflokk Fram- sóknarflokksins. Stefán segir að þessi mál séu varla í deiglunni meðan Framsóknarforystan sé að íhuga stjórnarsamstarf við Al- þýðuflokkinn, en að öðru leyti fari þátttaka samtaka sinna í rík- isstjórn eftir málefnum. Einna helst hefur verið rætt um aðild Stefáns að stjórn skipaðri núverandi stjórnarflokkum, en aðspurður sagði Stefán að mál- efnagrundvöllur núverandi stjórnar dygði varla til. Hann væri hinsvegar ekki farinn að ræða við sitt fólk, en helstu oddvitar J-listans nyrðra ætluðu að hittast næstu daga og ræða málin. Stefáni sýndist lítið liggja á að gera upp sinn hug og Samtakanna til stjórnar þarsem Jón Baldvin væri búinn að fá umboðið, „nú geta allir verið rólegir frammyfir hvítasunnu“. -m Kvennalistinn Matarholumar margar Kvennalistinn telur bœtta innheimtu söluskatts og fœkkun undanþága fljótlegustu leiðina tilþess að fjármagna hœkkun lágmarkslauna Við höfum lagt dæmið upp við viðmælendur okkar eins ítar- lega og hægt er á þessu stigi máls- ins, sagði Guðrún Agnarsdóttir, þingkona Kvennalistans, um þá gagnrýni sem víða hefur heyrst á hugmyndir Kvennalistans um lágmarkslaun. I gagnrýninni felst m.a. að hugmyndinni fylgi ekki tillögur um það hvernig eigi að fjármagna hækkun lágmarks- launa né heldur hvernig að út- færslu hugmyndarinnar skuli staðið. Guðrún sagði að kvennalista- konur hefðu ýmsar hugmyndir um mögulegar aðgerðir til þess að ná þessu marki, þótt enn væru ekki þekktar nákvæmar tölur um mögulega stærð tekjustofna. Víst væru matarholurnar margar þar sem hægt væri að ná í fé. Mikil- vægast væri að byrja á því að bæta innheimtu á söluskatti og fækka undanþágum. Þá væru ýmsar skattlagningar nauðsynlegar sem langtímaleiðir í þessu markmiði, t.d skattlagning á fjármagnstekj- ur, stóreignaskattlagning og aukin skattlagning á vel stæð fyr- irtæki. Guðrún sagði að jafn- framt lægi ljóst fyrir að beita yrði einhverjum samdráttaraðgerð- um vegna þeirrar þenslu í efna- hagslífinu sem nú lægi í loftinu og myndi ljóslega hafa verðbólgu- hvetjandi áhrif. Þær aðgerðir, sem að ofan væru nefndar, gætu því verið einn liður í þeim að- gerðum að koma í veg fyrir þen- slu og launaskrið. „Það væri vel hægt að stilla þessar aðgerðir saman ef pólitískur vilji væri fyrir hendi,“ sagði Guðrún. Samfara hækkun lágmarkslauna yrði ríkis- valdið að halda uppi stífum áróðri um samábyrgð og sam- vinnu allra þjóðfélagsþegna og ganga sjálft á undan með góðu fordæmi. Þannig ættu allir að geta séð fyrir sér af dagvinnu- launum. Loks sagði Guðrún að hitt væri svo nauðsynlegt að stokka algjörlega uppí launafl- okkakerfinu. —K.ÓI. Þór (Örn Árnason) taugaveiklaður og ósjálfbjarga án hamarsins reynir að sannfæra frjósemisgyðjuna Freyju (Lilja Þórisdóttir) um að giftast jötninum Þrym en Þrymur, sem stal hamrinum, vill ekki afhenda hann nema í skiptum fyrir Freyju. Myndin er frá æfingu á leikriti eftir Njörð P. Njarðvík sem heitir Hvar er hamarinn? Leikritið, sem er gamanleikur byggður á Þrymskviðu, verður frumsýnt í Hnífsdal á morgun. Sjá síðu 6. Hernaðaruppbygging &2m SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Hitaveita Reykjavíkui Dýrara að kynda Sjálfstœðismenn og Bjarni P. samþykkir. Sigurjón Pétursson á móti: Stríðir gegn grundvelli kjarasamninganna Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins og Bjarni P. Magnússon Alþýðuflokki ákváðu á borgarráðsfundi í gær að hækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um nær 17% og fer þá rúmmetrinn af heitu vatni úr 21,40 krónum í 25 krónur. Sigur- jón Pétursson Alþýðubandalagi greiddi atkvæði gegn hækkun- inni. Á fundinum í gær var einnig samþykkt hækkun á mælaleigu. Sigurjón Pétursson greiddi sem fyrr segir atkvæði gegn hækkun gjaídskrárinnar, enda telur hann hana stríða gegn ákvæðum í kjarasamningunum sem gerðir voru í fyrra. Sigurjón lét bóka eftirfarandi og lýstu full- trúar Framsóknarflokks og Kvennalista yfir stuðningi við bókun Sigurjóns: „í kjarasamningum ASÍ og VSÍ á liðnum vetri var gengið út frá ákveðnum verð- lagsforsendum. Meðal þess voru hækkanir á opinberri þjónustu. í tengslum við samningsgerðina var því beint til Reykjavíkur- borgar að þjónustufyrirtæki hennar gættu hófs í verðhækkun- um ög var orðið við því meðal annars með því að verð á heitu vatni frá HR var ákveðið kr. 21,40 í stað 25, sem áður hafði verið samþykkt. Þessi kjarasamningur er enn í fullu gildi og hefur ekki verið breytt. Af þeirri ástæðu get ég ekki samþykkt hækkun á gjald- skrá hitaveitunnar, þar sem með því væri verið að bregðast fors- endunum sem samningarnir byggðust á.“ -gg Byrjað á stjómstöðinni Islenskir aðalverktakarsjá um framkvæmdir. Kostnaður360 milljónir. Sverrir Haukur Gunnlaugsson: Ekki kjarnorkuheld. MatthíasÁ. Mathiesen: Tengiliður ratsjárstöðvanna Framkvæmdir eru hafnar við stjórnstöð Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það eru ís- lenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdir en kostnaður er áætlaður um 360 milljónir króna. Er reiknað með.að framkvæmdir taki um eitt og hálft ár. Að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar, forstöðumanns Varnarmálaskrifstofunnar, er þegar búið að rífa gamlan bragga ?em var fyrir á svæðinu og leggja nýjan veg, en framkvæmdir við sjálfa stjórnstöðina hefjast á næstu dögum. Það var í október 1985 að ríkis- stjórnin samþykkti þessar fram- kvæmdir. Hér er um að ræða tveggja hæða gluggalausa bygg- ingu sem verður útbúin sérstök- um hreinsiútbúnaði til að geta staðið af sér árás með efnavopn- um og eiga starfsmenn að geta dvalið í byggingunni í viku eftir árás. Sverrir Haukur sagði að stöð- inni væri ætlað að standast hefð- bundna árás en neitað því að hún ætti að standast kjarnorkuárás einsog haldið hefur verið fram. Hann sagði að stjórnstöð þessi væri áþekk stjórnstöðvum í flest- um ríkjum Atlantshafsbandal- agsins. Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra sagði við Þjóðvilj- ann að stjórnstöð þessi væri tengiliður allra ratsjárstöðvanna. -Sáf Keflavíkurgangan 6. júní 1987 Skráið ykkur í síma 17966 og 623170

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.