Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 1
Miðvikudagur 10. júní 1987 122. tölublað 52. örgangur Um þrjú hundruð manns lögðu af stað frá hliðinu á Keflavíkur- flugvelli í bítið á laugar- dagsmorgni. Var hið besta göng- uveður alla leiðina til Reykjavík- ur. í Straumi höfðu um hundrað manns bæst í hópinn og í Kópa- vogi var fjöldi göngumanna orð- inn 700 manns. Fjöldinn á úti- fundinum á Lækjartorgi var svo um tvö þúsund manns. Mikillar óánægju hefur gætt með fréttaflutning ríkisfjölmiðla, en Bylgjan mun hafa verið éini ljósvakamiðillinn sem flutti óbrenglaðar fréttir frá göngunni. í fréttum sjónvarpsins á laugar- dagskvöld var sagt að fjöldinn í Kópavogi væri um 400 manns. Þá gátu herstöðvaandstæðingar í fyrsta skipti auglýst að eigin vild á öldum ljósvakans, því frjálsu út- varpsstöðvarnar setja ekki fyrir sig þó auglýst sé: ísland úr NATO-herinn burt, einsog ríkis- fjölmiðlarnir. Gangan þóttist heppnast hið besta þrátt fyrir að hernámsand- stæðingar hefðu kosið meiri þátt- töku. Höfuðskýringin er talin sú að gönguna bar upp á hvítasunnu og ríkti veðurblíða um allt land þannig að margir hafa notað tæk- ifærið og skroppið úr bænum um helgina. Sjá frásögn og myndir í opnu blaðsins. -Sáf NA T O-fundurinn Kjamoricuvopnum fjölgi ekksíhaf i Búist við að afstaða íslendinga verði svipuð og Norðmanna; fœkkun á landi þýði ekkifjölgun íhafi. Vígbúnaður íN-Atlantshafiaukistað undaförnu. Sameiginlega afstaða NATO-ríkja tilafvopnunar- tillagna Sovétmanna að almál utanríkisráðherrafundarins Búist er við að afstaða Matthí- asar Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, verði mjög á sömu nót- um og afstaða Norðmanna til þeirrar hugmyndar, að fækkun kjarnorkuvopna á landi verði til þess að kjarnorkuvopnum í höf- unum verði fjölgað. Er talið að Matthías muni kynna þá skoðun íslenskra stjórnvalda að fækkun- Kína Ósátt í átta ár Kínverska skrifræðið er óneitanlega nokkuð þungt í vöfum, ekki síst í þeim geira sem hefur viðskipti við útlönd á sinni könnu. Tollvörugeymslur vítt og breitt um Kína eru sneisafullar af ólík- legustu vörum sem brýn þörf er fýrir í landinu en komast aldrei á leiðarenda. r Ríkissjónvarpið kínverska gerði nýlega örlitlaaittekt á þessu máli og sótti vöruskemmur Peking-flugvallar heim. Þar kenndi margra grasa. Um 2.700 hlutir og vörur biður þar eigenda sinna, sumt af dótinu var á bóla- kafi í átta ára gömlum ryk- og óhreinindahaugum. Við nánari skoðun kom í ljós að margt af þessu voru hlutir sem kínversk fyrirtæki og almenning vanhagar mjög um. Þarna gaf að líta há- tæknibúnað, varahluti í flugvélar og lúxusvarnað af ýmsum teg- undum og gerðum. -ks. in verði heildarfækkun kjarnork- uvopna, þannig að fækkun á landi þýði ekki fjölgun í sjó. Það var Weinberger, varna- málaráðherra Bandaríkjanna, sem kynnti þá hugmynd á fundi varnarmálaráðherra NATO- ríkjanna í Stafangri um miðjan maí, að ef kjarnorkuvopnum á meginlandi Evrópu yrði fækkað þá kæmi sterklega til greina að auka mjög kjarnorkuvopnabúr NATO-ríkjanna í höfunum. Norðmenn mótmæltu þessu harðlega. Mál þetta snertir okkur íslend- inga mjög mikið því vígbúnaður í Norður-Atlantshafi hefur aukist mjög á undanförnum árum í sam- ræmi við Lehman-áætlun banda- ríska flotans; sóknaráætlun í Norðurhöfum. Utanríkisráðherrarnir hittast í Reykjavík til að móta sameigin- lega afstöðu ríkja Atlantshafs- bandalagsins til tillagna Sovét- manna í Genf um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu og fækkun eða útrým- ingu skammdrægra flauga. Tyrkneski utanríkisráðherr- ann kom í gær og er búist við að flestir hinir komi í dag. Fundur- inn hefst á fimmtudag og honum líkur á föstudag. -Sáf NA TO-fundurinn Bændahöllin í herkví Geypilegur viðbúnaður er af hálfu lögreglunnar vegna fundar utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins í Reykja- vík. Bændahöllin var rýmd í gær og nánasta umhverfi hennar sem í herkví, einsog einn lögreglumað- ur orðaði það. Að sögn Bjarka Elíassonar, yfirlögregluþjóns, verður á sjötta hundrað manns við gæslu á með- an á fundinum stendur og allt til- tækt lögreglulið til taks ef á þarf að halda. Þeir lögregluþjónar sem voru komnir í sumarleyfi en enn staddir á landinu voru kallað- ir aftur til skyldustarfa og auk þess nýtur lögreglan í Reykjavík fulltingis lögregluþjóna hvaðan- æva af landinu. Þá koma á þriðja hundrað hjálparsveitarmenn til aðstoðar lögreglunni. -RK Stjórnarmyndun Munnleg próf í dag Ágreiningsmál á dagskrána eftir viku viðrœður r Idag lýkur á Lindargötunni því sem umboðsmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson kallaði í gær yfirferð námsefnis og upp- lestrarfrí, og taka þá við raun- verulegar viðræður, eða „munnleg próf“ þarsem reynir á hvort forystumenn flokkanna þfiggja ætla sér saman í stjórn eða ekki. Undirnefndir um húsnæðismál og ríkisfjármál skiluðu af sér til viðræðunefndanna í gær, en munu ekki hafa lagt fram eigin- legar lausnir ágreiningsmála flokkanna á þessum sviðum. Undirnefnd um landbúnaðarmál hóf hinsvegar fyrst störf í fyrra- dag. Þá funduðu þingflokkar krata og Framsóknar í gær, en viðræðunefndirnar komu saman um morguninn og síðdegis. Viðræðumenn telja að „yfir- ferð“ um málaflokka ljúki um eða eftir hádegi í dag með menntamálum og kemur þá að lausn ágreiningsmála. Viðræðumenn Þjóðviljans í gær töldu að þótt vel hefði verið fundað um hvítasunnuhelgina hefði staðan í rauninni ekki breyst, og enn óljóst hvort Fram- sóknarflokkurinn tekur þátt í við- ræðunum með stjórnarsamstarf fyrir augum. Jón Baldvin sæki fast að stjórn verði mynduð, hafi gefið eftir í ýmsum málum, og í sumum svo að ýmsum þing- mönnum hans ógni, en Framsókn vilji bíða aukinna tilslakana áður en bónorði er tekið. Sjálfstæðis- menn munu nokkuð einhuga um samstarf, þótt þeim sé vandi á höndum um skiptingu ráðuneyta og ráðherrastóla. -m Hœkkanir Verðbólgan í 27% Hækkun framfærsluvísitöl- unnar í maimánuði um 2% svar- ar til að verðbólgan sé i dag á ársgrundveili tæp 27%. Þetta er mesta hækkun á framfærsluvísi- tölu um langt skeið, en í maímán- uði varð mikil hækkun bæði á op- inberri þjónustu, landbúnaðar- vörum og áfengi. „Þessar tölur eru alvarleg áminning og ég vænti þess að þeir menn sem nú standa í stjórnar- myndunarviðræðum taki þær til athugunar,” sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusamb- andsins í gær. Af hækkuninni í maí stafaði 0,7% af hækkun á vöru og þjón- ustu, 0,4% af matvöruhækkun, 0,3% af bensínhækkun og 0,5% af hækkun áfengis og tóbaks. ->g-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.