Þjóðviljinn - 10.06.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Varaöld í Valhöll Einherjar Valhallar bárust á banaspjót dag hvern og vógu í bróðerni hver annan. Að bar- daga loknum risu þeir upp að morgni, og það var einsog ekkert hefði í skorist. Sárin gréru undraskjótt og áfram var barist. í Valhöll nútímans að Háaleitisbraut vakna menn að morgni mikils ósigurs og líkt og með Einherjum hins eineygða foringja er einsog ekk- ert hafi heldur í skorist. Áfram er barist á bak við tjöldin. En ólíkt Einherjum gróa sárin ekki. Bróðernið er flátt og ósigurinn gleymist ekki, þó forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið láti eins- og hann hafi aldrei orðið. Morgunblaðið, alvarlegasta fréttablað í heimi, er komið í gamalkunnan búning Pröv- duáranna. Það keppist við að telja sjálfu sér og flokksmönnum trú um að í rauninni hafi ekki orðið neinn ósigur. Hvar, að minnsta kosti, er hægt að sjá á síðum blaðsins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið afhroð? Hvar er þar að finna úttekt á orsökum hins mikla taps? Hvar eru hin snöfur- mannlegu viðtöl, þar sem Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson eru spurðir krefjandi spurn- inga af hinum pólitísku rannsóknarblaða- mönnum málgagnsins? Hvergi! - Morgunblaðið þegir. Tapið er tabú. Flokksforystan er í losti. Fyrir bragðið ráfar hún einmana einsog vönkuð sauðkind um hraunið. Blóðrisa og rugluð. Án jarðsambands, án tengsla við fólk og flokk. Hræðslan og kjarkleysið hjá forystu Sjálf- stæðisflokksins kom best fram, þegar ólgan meðal óbreyttra flokksmanna knúði hana að lokum til aðgerða. Þá ákvað hún að skipa nefnd til að meta stöðu flokksins og rannsaka orsakir ósigursins. Nefndarskipanin var hins vegar ekkert annað en hrein og klár sýndarmennska. Sjónarspil sviðsett til að friða sáróánægða flokksmenn. Aðferðin hefði getað verið fengin úr ádeiluverk- um andófsmanna austantjalds: í nefndina voru nefnilega aðeins skipaðir venslamenn Þor- steins Pálssonar, eða aðrir honum hand- gengnir. Það hefði þótt saga til næsta bæjar hefðu vinstri menn leyft sér önnur eins vinnu- brögð. Þannig tryggði forystan sér fyrirfram, að nið- urstöður „úttektarinnar" yrðu henni ekki óhag- stæðar. Er þessi ótti við raunveruleikann ekki næg sönnun fyrir þeim trúnaðarbresti sem hef- ur orðið á milli forystu Sjálfstæðisflokksins og almennra flokksmanna? Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að axla þá pólitísku ábyrgð sem fylgir ósigri af þeirri stærð, sem Sjálfstæðisflokkurinn galt. Hún ætl- ar að lafa áfram. Kaupa sér framhaldslíf með ráðherrastólum, hvað sem þeir kosta. En hvað segja almennir Sjálfstæðismenn? Gott dæmi um afstöðu þeirra til forystunnar gaf að líta í blaðinu Vogar, sem Sjálfstæðismenn í Kópavogi gáfu út og dreifðu í hvert hús fyrir skömmu. Þar ritar Jón Magnússon, lögmaður, áhrifa- mikla grein en hann er einn af yngri áhrifa- mönnum í Sjálfstæðisflokknum. Að hans dómi voru ástæðurnarfyrirslæmu gengi Sjálfstæðis- flokksins nokkuð augljósar. „Pólitísk skammsýni, klaufaskapur og mistök síðustu mánuði fyrir kosningarnar," segir Jón. Hann tínir til fjölmörg dæmi, og sparar ekki hin breiðu spjótin. Davíð Oddssyni eru látnar ríða gildar eyrnafíkjur og klúður hans í Borgarspítal- amálinu er sérstaklega tínt til. Jafnframt nefnir Jón kádiljákinn fræga, en í augum heillar borgar varð hann að spegilgljáandi tákni um fordild og duttlunga valdsins. Og engum blandast hugur um, að Jón á við Davíð sérstaklega, þegar hann segir ásakandi: „Nokkrirforystumenn flokksins leiddu kosningarnar hjá sér, þegar mest á reið að enginn lægi á liði sínu.“ Jón beinir geiri sínum að Sverri Hermanns- syni, og telur málefni Lánasjóðs námsmanna, og meðhöndlun Sverris á brottrekstri fræðslu- stjórans fyrir norðan meðal orsaka kosningaó- sigursins. Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins er svipaðs sinnis. Honum verð- ur tíðrætt um „djúpstæða óánægju með forystu flokksins meðal flokksmanna". Áð sögn hans stefna „hinn almenni flokksmaður og forysta flokksins... sitt í hvora áttina". í sama blaði er jafnframt birt lítt dulin gagnrýni Friðriks Sophussonar varaformanns og Matthí- asar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, á stefnu Þorsteins formanns gagnvart Borgaraflokkn- um. Þannig sætir formaðurinn ekki einungis gagnrýni almennra flokksmanna heldur einnig annarra forystumanna. í Valhöllu Einherja ríkti Óðinn og hafði ekki sjón nema á öðru. I Valhöllu Sjálfstæðisflokks- ins ríkja önnur goð. Miðað við þeirra sýn á heim- inn teldist Óðinn sennilega eygður vel... -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Óstjórnin staðfest Það er ekki oft sem klipparar munda skærin eftir að hafa rennt í gegnum Hagtölur mánaðarins, sem er mánaðarrit gefið út af Hagfræðideild Seðlabankans, en það var óneitanlega fróðleg lesn- ing að renna í gegnum leiðara ný- útkominna hagtalna fyrir sl. maí- mánuð. Yfirskrift leiðarans eða inngangsgreinarinnar er: Ríkis- fjármál 1986 og horfur 1987. Þar er ekki að finna þá glansmynd af stöðu ríkisfjármála sem Þor- steinn Pálsson og reyndar Steingrímur Hermannsson reyndu að mála upp um alla veggi í nýliðinni kosningabaráttu. Um- fjöllunin í Hagtölum mánaðarins staðfestir á allan máta það ó- fremdarástand sem ríkir í ríkis- fjármálum eftir fjögurra ára óstjórn þeirra Alberts og Þor- steins og hefur greinilega sigið enn frekar á verri veginn eftir að Þorsteinn tók við stjórn fjármála í landinu, eða svo vitnað sé beint í fræðirit Seðlabankans: „Verulegur halli varð á rekstri A-hluta ríkissjóðs á síðasta ári, annað uppgangsárið í röð. Inn- heimtar tekjur urðu 38.2 milljarðar króna samkvœmt bráðabirgðauppgjöri, en greidd útgjöld 40.1 milljarður. Hallinn varð því 1.9 milljarðar króna,sem er 1.3% af vergri þjóðarfram- leiðslu ársins. Árið á undan var hallinn 2.4. milljarðar króna, eða 2.3% af þjóðarframleiðslu. “ Útkoman enn verri En hér er ekki öll sagan sögð . Viðskilnaður þeirra fyrrum flokksbræðra, Alberts og Þorsteins í ríkisfjármálum er slíkur að hann verður eitt stærsta úrlausnarefni komandi stjórnar. því eins og Seðlabankamenn benda á þá bendir allt til þess að endanlegur ríkisreikningur sýni enn meiri halla en áðurnefndar bráðabirgðatölur. „Pessu veldur yfirtaka ríkisins á skuldum Kröfluvirkjunar vegna sölu hennar til Landsvirkjunar, og yfirtaka á ýmsum skuldum Rafmagnsveitna ríkisins og Orku- bús Vestfjarða, sem svipt voru tekjum af verðjöfnunargjaldi af raforku með efnahagsaðgerðun- um í mars 1986. Alls er líklegt að þessi yfirtaka nemi um 4.5. milljörðum króna. Þarsem engar greiðslur eiga sér stað við yfir- tökuna kemur hún ekki fram í þeim greiðslugrunnsyfirlitum sem hér eru sýnd, en veldur aukinni vaxta- og afborganabyrði á kom- andi árum. ” Breyttar yfirlýsingar Það er kannski ekki að undra þótt þeir stjórnarherrar, Þor- steinn og Steingrímur hafi báðir nokkrum dögum eftir kosningar, þegar stjórnarmyndunartilraunir hófust, byrjað að lýsa því yfir að staða ríkissjóðs væri slæm um þessar mundir og því ekki úr miklu að spila til að hækka lægstu launin, bæta aðstöðu aldraðra og fatlaðra, koma á auknum jöfnuði og yfir höfuð bæta kjör og rétt- indi alþýðu þessa lands. Nei, þá var í lagi að viðurkenna vandann sem allir vissu fyrir að væri stór en kannski hafði fæsta grunað eða viljað trúa því að hann væri jafn mikill og virðist vera að koma í ljós þessa dagana. Enn versnar staðan Vegna stjórnarmyndunarvið- ræðna var lögð fram fyrir skömmu endurskoðuð áætlun um fjármál ríkissjóðs á þessu ári. Þessi áætlun staðfestir eins og segir orðrétt í leiðara Hagtalna mánaðarins, „að líklega verður nokkru meiri halli á ríkissjóði í ár en í fyrra. Útgjöld eru nú áœtluð 48,9-49.1 milljarðar króna, en voru á fjárlögum talinn 45.9 milljarðar. Tekjuáœtlun er nú 45.2-45.6 milljarðar, miðað við 43 milljarða skv. fjárlögum. Áœtlaður halli er því 3.4-3.7 milljarðar króna, en var 2.8 milljarðar á fjárlögum. Ráðgerð- ar lánveitingar hafa verið hœkk- aðar um 0.5 milljarða króna vegna flugstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli, búháttabreytinga og útflutnings á osti. Þá er gert ráð fyrir að 0.8 milljarðar af hlutafjár- framlagi ríkissjóðs til Útvegs- bankans verði reitt út á þessu ári. Loks er gert ráð fyrir auknu út- streymi á skammtímaliðum sem nemur 0.4 milljörðum, m.a. vegna greiðslu á framlagi tii Bygg- ingarsjóðs ríkisins, sem frestað var á fyrra ári, hrein lánsfjárþörf ríkisins stefnir því í 4.9-5.2 milljarða króna, eða 2.7-2.9% af þjóðarframleiðslu í stað 1.6% skv. fjárlögum". Viðskiln- aðurinn erfiðastur Þetta eru ekki glæsilegar tölur og ekki að undra þó þær öllu öðru fremur standi í kokinu á þeim þremenningum sem nú reyna hvað mest að mynda nýja ríkis- stjórn. Það kemur líka vel á vondan að Þorsteinn fái sjálfur að kljást við eigin viðskilnað. Hitt er að vísu áhyggjuefni fyrir allt launafólk að forysta Alþýðu- flokksins skuli vera svo kappsöm að komast í bólið með íhaldi og framsókn, að sá raunverulegi uppskurður sem þarf að eiga sér stað í ríkisfjármálum og sú stefn- ubreyting sem verður að eiga sér stað í skattheimtu, sem tryggir að gróðaöflin og musteriskóngar og nýríkir Nonnar komist ekki lengur undan því að greiða skatt til samneyslunnar af sínum gróða, virðist ansi fjarlægur sam- kvæmt þeim málefnagrundvelli sem þríhjólasstjórn Jóns Bald- vins er að leggja drögin að þessa dagana. Launafólkið borgar Hættan er því sú að það verði launafólk sem rétt eina ferðina fær að borga brúsann fyrir ó- stjórnartímabil Sjálfstæðis- flokksins í ríkisfjármálum. Það verður glæsilegur málefn- asamningur eða hitt þó heldur, sem þremenningarnir koma hugsanlega til með að veifa á þj óðhátíðardaginn, þar sem aðal- inntakið verður að þjóðin „öll“ verði nú að standa saman í því minnsta kosti næstu þrjú árin að rétta við hallann á ríkissjóði og reyna að koma ríkisfjármálum í svipað fyrirmyndarform og var þegar Alþýðubandalagið skilaði af sér vel stöndugum ríkissjóði vorið 1983. - lg. þfÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, (JlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Utlltateiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurtjörnsdóttir. Auglýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, sími681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskriftarverö á mónuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 10. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.