Þjóðviljinn - 10.06.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Síða 9
Kargan strýki Kanaher Um Keflavíkurgöngu á Hvítasunnu Veðrið var gott, stemmningin skemmtileg, þátttakan ágæt. Allt þetta gerði það að verkum að Keflavíkurgangan um hvíta- sunnuhelgina heppnaðist vel og um það eru eflaust flestir þátttak- enda á einu máli. Um 300 manns voru mættir við hliðið að Keflavíkurflugvelli við upphaf göngunnar á laugardag- inn. Að sögn reyndra þykir það góð byrjun og betri en oft áður. Með hækkandi sól tíndust smám saman fleiri og fleiri í gönguna, en þó færri en menn eiga að venj- ast. Skýringuna má sjálfsagt að einhverju leyti rekja til þess að hvítasunnan er önnur mesta ferð- ahelgi sumarsins. Við Strauminn var fjöldi göngumanna orðinn um 400 og í Kópavoginum 700. Pegar gangan náði á Torgið hafði bæst hressilega í hópinn, en þá taldi fjöldinn um tvö þúsund manns. Þótt vissulega hefði verið ánægjulegt að sjá fleiri mæta í gönguna þegar þörfin á viðnámi gegn hernaðarframkvæmdum og vígbúnaði hefur sjaldan verið meiri, þá skiptir fjöldinn ekki megin máli. Éf stemmningin er fyrir hendi þá hefur aðgerðin heppnast. í göngunni á laugardag var stemnningin góð og sumir sögðu miklu betri en oft áður. Hún var skemmtileg og hún var létt og í loftinu lá sú sannfæring að stemmningin væri fyrirboði fjölmennari Keflavíkurgöngu í næsta skipti. Eins og venjulega var fólk á öllum aldri í göngunni, en það sem vakti athygli var óvenju góð þátttaka ungu kynslóðarinnar. Allir eru sammála um að það er góðs vísir. Fjölmiðlar og Keflavíkurgangan Óánægju gætti með fréttaflutn- ing ríkisfjölmiðla af göngunni meðal þeirra herstöðvaandstæð- inga sem fylgdust með fréttum af göngunni. Að sögn þeirra voru göngunni gert miklu betri skil í Bylgjunni og Stjörnunni. Þá þyk- ir það fremur slæm frétta- mennska í Sjónvarpinu á laugar- dagskvöldið að segja gönguna komna til Reykjavíkur þegar hún var á milli Hafnarfjarðar og Kóp- avogs og að segja göngumenn um 400 þegar þeir voru á umræddu svæði að nálgast 700. í fyrsta skipti í sögu Keflavík- urgöngunnar hafa herstöðva- andstæðingar haft frjálsar hendur með orðalag á auglýsingum á göngunni í útvarpi, og er þar átt við aðrar stöðvar en Ríkisútvarp- ið. Að sjálfsögðu var tækifærið notað og gangan auglýst undir einum af meginkröfum hennar ísland úr NATO - herinn burt, en við frelsið losnaði lika ímynd- unaraflið úr viðjum. Daginn sem gangan var heyrðust til dæmis eftirfarandi auglýsingar á Bylg- junni: Hermann á Miðnesheiði! Hermann á Miðnesheiði! Komdu heim strax, Sam frændi er veikur. Amma. Asamt þessari auglýs- ingu var þessi lesin: íslenska þjóð. Vertu með því vorið kallar á þig. Herstöðvaandstæðingar. Tilraun var gerð til þess að fá eftirfarandi auglýsingu birta í Ríkisútvarpinu: Veðurfréttir úr Keflavíkurgöngu: Nú andar suðr- ið sæla vindum þýðum. Bundið mál, sögðu þeir á Ríkisútvarpinu og auglýsingin fékkst ekki birt. Þessi regla útilokar víst mögu- leikann á því að eftirfarandi hringhenda verði lesin upp í auglýsingatíma Ríkisútvarpsins, en því er ekki að neita að betri auglýsing verður vart samin. Hringhendan varð til á skagfirsk- um munni í Keflavíkurgöngunni á laugardaginn og er hún til marks um þann baráttuanda sem einkenndi stemmninguna: Friður ríki um Frón og ver, frelsi um brík og dranga. Kargan strýki Kanaher Keflavíkurganga. -K.Ól. Ingibjörg Haraldsdóttir, hinn galvaski formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, reisir merkið... Þótt vestfirsk fjöll hæfi best gönguskóm Guðrúnar Guðvarðardóttur er Keflavíkurspottanum ekki sleppt. Við hlið Guðrúnar er Soffía Guðmundsdóttir og fjær Guðrún Þórðardóttir. Æi, skyldi hún springa áður en ég kemst heim?!Hin óhjákvæmilega fylgikona göngumannsins, blaðran á tánni, tekin til gaumgæfi- legrar íhugunar. Teygt úr göngulúnum lim- um í Hafnarfirði og fæturnir baðaðir í svalandi grasinu. ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 10. júní 1987 Mlðvikudagur 10. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.