Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 14

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundi enn frestað Aðalfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri hefur enn verið frestað af óvið- ráðanlegum ástæðum. Aðalfundurinn er nú boðaður fimmtudaginn 25. júní í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 11. júní n.k. í Miðgarði, Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. ABR Kosningahappdrættið Dregið var 1. júní, í kosningahapþdrætti ABR. Vinningsnúmer hefur verið innsiglað og verður birt þegar fullnaðarskil hafa borist en þó ekki síðar en 15.júnínk. Þeir sem eiga eftir að skila eru beðnir að gera það strax. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins heldur fund 26.-28. júní n.k. í Miögarði, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: Flokkurinn og framtíðin. Föstudagur 26. júní Kl. 20.00 Framsöguræður Laugardagur 27. júní Kl. 10.00-15.00 Starfshópar Kl. 15.30 Skil starfshópa. Almennar umræður. Sunnudagur 28. júní Kl. 10.00 Almennar umræður. Niðurstöður. Önnur mál. Stefnt er að fundarslitum fyrir kl. 17.00 á sunnudag. Guðni Steinar Gísli Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudagskvöldið 11. júní kl. 20.30 að Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar: Guðni A. Jóhannesson formaður ABR. 2) Reikningar ársins 1986 og tillaga um árgjald: Steinar Harðarson gjaldkeri ABR. 3) Umræður og afgreiðsla. 3) Tillaga kjörnefndar um næstu stjórn og endurskoðendur ABR og kosning stjórnar. 5) Varmalandsnefndin - Hlut- verk og starfshættir: Gísli Gunnarsson annar fulltrúi ABR í nefndinni. Um- ræður. 6) Önnur mál. Tillaga uppstillingarnefndar og endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 6. deildar Aðalfundur 6. deildar (Árbær og Grafarvogur) verður haldinn i dag miðviku- daqinn 10. júní í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105 kl. 17.30 a Stjórnin ABR Borgarmálaráð Fundur verður í borgarmálaráði ABR í dag, miðvikudag að Hverfisgötu 105 kl. 18.00 Dagskrá: Umferðarmál. Fundurinn er opinn öllum félögum ABR. Staða forstöðumanns við sálfræðideild skóla er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sálfræðimenntun áskilin. Þjálfun og starfsreynsla við greiningu og meðferð og jafnframt þekking í skólastarfi æskileg. Einnig er laus staða sérfræðings (sálfræðings, félagsráðgjafa, eða sérkennara) frá 1. septemb- er næstkomandi. Umsóknir berist til Fræðsluskrifstofu Reykjavík- urumdæmis Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Upplýsingar í síma 621550. Fræðslustjóri FRÁ LESENPUM Gámaútflutningurinn Frystihúsin standa auð Hver verður framtíðin í sjávarútvegi og fiskvinnslu hérlendis ef gámaútflutning- ur á ferskfiski heldur áfram sem horfir? Ennþá heldur gámaútflutningur á fiski áfram til Bretlands, Þýska- lands og víðar eins og ekkert hafi í skorist. Menn láta sér ekki segj- ast, að flytja fiskinn óunninn úr landi, til að eyðileggja hina hefð- bundnu markaði okkar, sem með ærnum kostnaði hafa verið byggðir upp í gegnum tíðina og hafa haldið uppi tryggri vinnu í landinu. Með þessu athæfi hafa útgerð- armenn og sjómenn hagað sér eins og ránfuglar. Frystihúsin er vinna aflann á hina erlendu markaði hafa kvartað undan hrá- efnisleysi. Á þetta að halda svona áfram að ýmsum smákóngum í þjóðfélaginu haldist það uppi að leika þennan ljóta leik að rándýr frystihús víðs vegar um landið séu látin standa auð á sama tíma og þessir gráðugu fiskikóngar og hvítflibbaburgeisar eru eða flytja lífsbjörgina úr landi og flytja inn atvinnuleysi? Þessir gámasjeffar eru með athæfi sínu að afla keppi- nautum okkar í fiskvinnslu er- lendis hráefni til fullvinnslu, svona er málið hreint og klárt. í Þjóðviljanum nýlega birtist grein um þessi mál þar sem kom- ist var svo að orði að fiskvinnslan í landinu væri uggandi um sinn hag. Þar segir: 1985 voru flutt út 35 þúsund tonn af óunnum fiski, í fyrra 84 þúsund tonn, 140% aukning á milli ára. Forsvars- menn SH segja: Skefjalaus út- flutningur leiðir til lægra fisk- verðs. Ekki hlutverk íslenskra sjómanna að afla keppinautum okkar í fiskvinnslu erlendis hrá- efnis til fuilvinnslu. Þarna er komið að kjarnanum, það á sem sagt að gera þúsundir manna í Iandinu atvinnulausar með þessu háttalagi, ef þessi smákóngar fá að ráða, hvort sem þeir koma grátandi í sjónvarpið að skýra mál sín eða eru skellandi hurðum í kerfinu. (Meira seinna.). P. Hildiþórs Öryggi Sjúkrapúða í bílana Sjúkrapúði í hvern bfl - hljóm- ar kjörorð landsátaks Hjálpar- sveita skáta, sem stendur yfir um helgina. Jón Halldór Jónasson, hjá Landssambandi Hjálpar- sveita skáta, segir að á annað þús- und félaga í hjálparsveitunum verð á ferðinni alla helgina og bjóði mönnum til kaups sjúkra- púða, sem hefur að geyma öll nauðsynlegustu hjálpargögn við fyrstu aðstoð ef slys ber að hönd- um. Sjúkrapúðinn er hinn vandað- isti að allri gerð og er frá öllu gengið þannig að leikmaður á að geta á auðveldan og fljótlegan hátt gripið til hans þegar slys ber að höndum. Með pokanum fylgja íslenskar leiðbeiningar og skynd- ihjálparbók. „Tilgangurinn með þessu landsátaki er tvíþættur: annars vegar að bæta ástand sjúkra- gagna í bílum landsmanna og hins vegar til fjáröflunar fyrir hjálpar- sveitirnar," sagði Jón Halldór. -R tff Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í eftirfar- andi: 1) „Nesjavallaæð, vegagerð og undirstöður, 2. áfangi" yfir Mosfellsheiði. 2) „Nesjavallaæð, vegagerð og undirstöður, 3. áfangi“ yfir Dyrafjöll milli Sköflungs og Nesja- valla. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Hitaveita Reykjavíkur býður væntanlegum bjóðendum í skoðunarferð á vinnusvæðið föstudaginn 12. júní n.k. Lagt verður af stað frá bækistöð Hitaveitunn- ar, Grensásvegi 1, kl. 13.15. Þátttaka óskast tilkynnt Hitaveitunni í síma 82400 fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 11. júní n.k. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofn- unarinnar, miðvikudaginn 24. júní n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til aksturs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Landleiðir hf. Skógarhiíð 10 Reykjavík 18 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.