Þjóðviljinn - 11.06.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Qupperneq 4
LEfÐARI Gegn vígbúnaði í Norðurhöfum (dag hefst í Reykjavík svonefndur vorfundur utan- ríkisráðherra frá Nató-ríkjum, og ber borgarlífið þess ýmis merki, aðallega í gríðarlegri lögreglugæslu og leynivopnamanna kringum pótintátana sextán. Þótt ýmsir þeirra sem sækja fundinn á Hótel Sögu séu allajafna aufúsugestir á Islandi er því miður eng- in ástæða fyrir meirihluta þjóðarinnar til að bjóða þá velkomna nú. Fundurinn við Hagatorg er ein af serímóníum í hernaðarfélagi sem íslenska þjóðin hefuraldrei verið spurð um hvort hún vilji lúta, og aldrei haft af að segja nema illt eitt. Nauðungaraðild okkar að þessu bandalagi hefur verið notuð sem rökstuðningur fyrir bandarískri herstöð hérlendis, og ósjálfstæði ís- lenskra ríkisstjórna í utanríkismálum hefur verið af- sakað með nauðsynlegri Nató-hollustu. í nær fjóra áratugi hafa íslenskir andstæðingar hersetu og hernaðarbrölts lagt áherslu á að koma íslandi úr Nató-viðjunum jafnframt því að losa landið við herinn. Þessi mál tvö eru ekki formlega sam- tengd og flestir andstæðingar herstöðva og íslenskr- ar styrjaldarþátttöku gera sér grein fyrir því að sumum áföngum í margslunginni baráttu er hægara að ná en öðrum. En þótt meginþróttur baráttu her- stöðvaandstæðinga hljóti enn um sinn að beinast að því að gera bandaríska setuliðið afturrækt er full ástæða til að minna á að Nató-aðild hefur aldrei þjónað íslenskum hagsmunum þótt herstjórarnir í Brússel reyni enn að laða íslendinga til fylgilags með 'boðsferðum ýmsum og fjárgjöfum. Samkundan á Hótel Sögu vekur meiri athygli heimsfjölmiðla en þessi fundarhöld gera venjulega. Natóforystan er í vanda um að svara róttækum af- [vopnunartillögum Sovétríkjanna síðustu misseri og mánuði. Hvorttveggja er að missætti hefur komið upp á milli stjórnmálamanna og herforingja, og ríkis- stjórnirnar verið ósáttar innbyrðis, - sumstaðar hafa ríkisstjórnir einnig átt í megnum erfiðleikum við að koma sjálfum sér á eina skoðun um viðbrögðin. Fundurinn hér í Reykjavík kann því að skera úr um hvort Nató ætlar sér að koma til móts við Sovétmenn um afvopnun í Evrópu eða halda áfram að draga lappirnar og slá úr og í um þessi mál gegn meirihluta- vilja í aðildarríkjunum. Bandaríkjastjórn hefur af ýmsum ástæðum verið áfram um að ná við Sovétblokkina einhverjum arf- vopnunarsamningum, - meðal annars vegna þess að leiðtogi hennar vill síður hverfa inní sögubækur með þá einkunn eina saman í þessu fagi að hafa verið mesti vígbúnaðarforseti ríkisins á friðartímum. Ýmsar Evrópustjórnir hafa verið mjög tregar til af y öðrum ástæðum ýmislegum, meðal annars þeim að þar eru enn í forystu sömu menn og fyrir fáum árum lögðu pólitískt líf sitt að veði til þess að koma mætti upp bandarískum kjarnorkuflaugum á meginlandi Evrópu, og eru því illa rættir og undarlega settir ar þeim er nú þrýst til að fleygja þeim aftur á brott. fundi varnarmálaráðherra Nató í Stafangri fyrir skömmu reyndi einn helsti haukurinn í bandarískum herbúðum, Caspar Weinberger, að líkna hinum þjáðu starfsbræðrum sínum með því að ef meðal- drægum og skammdrægum kjarnaflaugum yrði fækkað eða útrýmt í Mið-Evrópu mætti sem hægast efla kjarnorkuheraflann annarstaðar, og benti sér- staklega á Norðurhöf í því skyni. Þessar hugdettur Weinbergers eru í fullu sam- ræmi við vígbúnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar á okkar slóðum, en þær hættur þarf ekki að rekja hér sem hlytust af enn frekari kjarnorkuvígbúnaði í haf- inu umhverfis ísland, bæði hernaðarhættur og vist- fræðilegar. Strax á fundinum í Stafangri lýstu Norð- menn því yfir að þeir stæðu af alefli gegn hugmynd- um Weinbergers. (slendingar eiga sér engan varnarmálaráðherra, og sendu ekki fulltrúa til Stavanger. En þótt enginn búist við stórafrekum af Matthíasi Á. Mathiesen á Hótel Sögu hlýtur hann á milli veisluhaldanna að mótmæla vangaveltum varnarmálaráðherrans í Washington um að flytja kjarnorkuvopnin í Mið- Evrópu útí sjóinn við ísland. Slík mótmæli eru lág- markskrafa íslendinga til Matthíasar utanríkisráð- herra á Nató-fundinum. -m KLIPPT OG SKORID Háls af Schramætt Ellert Schram var fyrirliði í KR þegar þeir unnu allt á meistara- heppninni og strákarnir í Hlíðun- um sem voru rauðir Valsarar niðrí tær urðu stundum grænir af öfund. En við fórum samt að horfa á KR, fullir aðdáunar á því hversu örugglega langintesinn af Schramættinni skoraði úr vítun- um, og hvað hann var pottþéttur á skallanum. Ellert laumaði mörgu gildu markinu með því að rétta fram sinn langa háls á réttu augnabliki. ■ í Hlíðunum urðu meira að segja til merkar tesur um nauðsyn þess að hafa háls af Schramættinni ef maður ætlaði að verða jafn ná- kvæmur og núverandi ritstjóri DV var þá á skallaboltana. Hálsinn er enn á sínum stað en gamla nákvæmnin er horfin. Ell- ert varð að einskonar pólitíkusi hálfkæringsins, sem viidi halda áfram að vera fyrirliði, - en hafði óljósar hugmyndir um hvar. Og nú er skyndilega komin einhver .roskin kergja í stílinn hjá gömlu stjörnunni úr KR, sem brýst ann- að veifið út í nöldurslegum leiðurum í DV. Og fátt mengar hinn tæra stíl meira en ólundin. Þetta eru eiginlega hálf sorgleg örlög manns, sem skrifar stund- um jafn notalega og Ellert gerir á laugardögum, og hefurí sjálfu sér ekki neina augljósa ástæðu til að vera í mikilli fýlu út í þá sem kunna að vera á annarri skoðun en gamall KR-ingur. Gangan skemmtilega En þessi tilhneiging til ótíma- bærrar fýlu komi til að mynda vel í ljós í skrifum kempunnar í fyrra- dag um okkur, sem fórum í Kefl- avíkurgöngu og skemmtum okk- ur kostulega. Ellert byrjar raunar á því að segja að „Keflavíkurgangan hef- ur á sér þann blæ að hún sé frekar skemmtiganga..." Vegna þess samherjum og á röltinu milli Keflavíkur og Reykjavíkur, sjaldan hefur maður jafn gott tóm til að spjalla. Blöðrur á tám og hælum margs góðs göngugarps hefðu þó sennilega getað sannfært þann tómas efasemd- anna sem í KR-ingnum gamla býr, að þó maður sé manns gam- an á göngunni löngu, þá er ekki lagt upp í það blíða erfiði 14 tíma samfelldrar göngu til þess eins að hafa ofan af fyrir sér. Sjálfhelda ritstjóra Þau systkin hugsjónaleysi og hálfkæringur eru orðin svo áber- andi þáttur í samtímanum, að það er einsog menn séu hættir að trúa að til sé fólk sem eigi sér «r væntanlega hafa þeir sem „á ann- að borð leggja gönguna á sig - ...ekki talið nokkrum manni trú um að sannfæring eða baráttu- hugur fylgdi máli“. Það er útaf fyrir sig satt og rétt, að Keflavíkurgangan er skemmtan góð. Sjaldan hittir maður jafri marga af pólitískum hugsjónir. Sé reiðubúið að leggja á sig erfiði og þrautir til að styðja málstað sem það vill fylgja. í sér- hyggju dagsins eru menn farnir að hugsa alla hluti út frá sjálfum sér: „Hvað græði ég?“ Undan slíku sjónarhorni sérgæskunnar hljóta þeir að líta hálf hjárænu- lega út sem eru tilbúnir að kosta einhverju til að hugsjónir þeirra þokist fram um hænufet án þess að böggull persónulegs ábata fylgi skammrifinu. En um leið og menn eru hættir að trúa því að aðrir geti haft hug- sjónir eru þeir lentir í eins konar sjálfheldu, - samtímis gefa þeir út opinbera yfirlýsingu um að sjálfir téu þeir án vonar um betra mannfélag. Án hugsjóna. í slíkri sjálfheldu er ritstjóri DV lentur. í hans augum er það „veikburða tilraun nokkurra þvermóðskufullra einstaklinga sem vilja ríghalda í steinrunna og máttlausa pólitík" að fara í þá Keflavíkurgöngu, sem hann sjálf- ur kveður þó hafa yfir sér blæ skemmtunar. Hinn umburðar- lyndi ritstjóri DV gefur líka ein- kunn fýrir þá hugsjón, sem fékk þúsundir manna til að tengjast Keflavíkurgöngunni síðasta laug- ardag með einum hætti eða öðr- um. Hún er á kurteisu máli hins gamalkunna knattspyrnugarps „aumkunarverður málstaður lít- ils minnihlutahóps sem ekki vill viðurkenna staðreyndir". Mikið feiknalega vorum við strákarnir í Val á móti KR þegar Ellert var fyrirliði, vítaskytta og markakóngur allt í senn. En ég man ekki til þess að við segðum að KR-ingar væru fífl og asnar. Hófstillt umburðarlyndi Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að væru engin lið nema Valur yrði fótboltinn nokkuð leiðinleg íþrótt til lengdar. Án andstæðinga væri líka nokkuð leiðinlegt að vera sjálfstæðismað- ur. En þetta skilur ritstjóri DV vafalaust ekki. Hann mun ugg- laust halda áfram því hófstillta umburðarlyndi, sem felst í að kalla þá aumkunarverðan minni- hlutahóp sem ekki eru á sömu skoðun og hann. Ég vona samt að guð forði honum frá því að verða sá miðaldra nöldurkall sem síð- ustu leiðararnir benda til. Hann á það ekki skilið - né heldur við sem lesum DV og oft með ánægju. Lífið er ekki ævinlega dans á rósum. Allir gera einhvem tíma mistök. Og ekki er það okkur kommunum að kenna þótt hann daglangt og náttlangt nagi sig beiskur í handarbökin yfir vítun- um sem hann brenndi af - fyrst innan Sjálfstæðisflokksins og síð- an þegar boðið barst frá Borgara- flokknum. Stundum skorum við ' einfaldlega ekki og þá er að bíða eftir næsta leik. Laxerolía hugans Þangað til mætti kannski í fylls- tu vinsemd benda ritstjóra DV á að finna sér eitthvert gott hobbí til að dreifa huganum, þannig að sú orka, sem ella fer í beiskjuk- ennd skrif þar sem aldrei sér til sólar, virkjaðist í skapandi gleði. Hversvegna ekki að reyna eitthvað jákvætt einsog fiskeldi í tjörninni í garðinum eða bara laxaskoðun í Elliðaánum um helgar. Það verkar hvorttveggja á hugann einsog laxerolía á mag- ann. Ritstjóra DV væri áreiðanlega hollt að hugsa rækilega um þessar vinsamlegu ráðleggingar áður en næsta nöldurkast gengur yfir. En kannski hann sé fyrir löngu búinn að gleyma að höfuð á löngum hálsi er hægt að nota til annars en bara skalla að marki - það má nefnilega líka nota til að hugsa með. Stundum að minnsta kosti.... -ÖS þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Utgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Utlltateiknarar: SævarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjórl: Jóhannes Harðarson. ‘ Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Baldur Jónasson, OlgaClausen, GuðmundaKristins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffia Björgúlfsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.