Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 8
Atburðarásin óljós íslenskar heimildir fátæklegar um hervorið 1951 Áöuren leyniskjölin bandarísku voru birt í vetur samkvæmt 35-ára leyndarreglunni var í raun fátt Ijóst opinberlega um aðdraganda her- samningsins. Sagnfræðingareða aðrir fræðimenn hafa ekki fjallað sér- staklega um þessa atburði, þótt margt hafi verið skrifað um hernámið á stríðsárunum, Keflavíkursamning- inn ‘46 og Nató-aðildina ‘49, og veld- ur heimildaskortur sjálfsagt mestu. Þeir íslenskir stjórnmálamenn sem helst komu við sögu hafa verið fá- málir, jafnvel í sérstökum æviminn- ingum sínum. Á þessum tíma voru dagblöð í Reykjavík þögul um gang mála, öll nema Þjóðviljinn, sem ekki hafði innsýn í launhelgarnar, þótt hann reyndi sem hægt var að fjalla um samningsgerðina. Atburðarásin vorið 1951 einsog hún kemur samtímaalmenningi fyrir sjónir er nokkurn veginn þessi, og er aðalheimild Þjóðviljinn: • Síðla árs 1950 fer Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra í þrjár ferðir utan, til London, Washington og Brússel, og er talið að hann sé þá að ræða um herlið við Keflavík og Hvalfjörð og um ratsjárstöðvar. • í desember 1950 segir Joseph Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í London (faðir Johns og þeirra bræðra) í ræðu að Bandaríkjunum sé nauðsyn að hafa herlið á Islandi. • í byrjun janúar kemur bandarísk- ur herflokkur til landsins til að setja upp ratsjá á Keflavíkurflugvelli, sem þá er mannaður starfsmönnum Lockheed-flugfélagsins bandaríska, og í Reykjavík eru í gangi sögusagnir um áætlanir um fjölmennan her til landsins á næstunni. • 25. janúar kemur Eisenhower yfir- hershöfðingi í stutta heimsókn til landsins, ræðir við helstu ráðamenn. • í lok febrúar eru eldhúsdagsum- ræður á þingi og er ræða Bjarna Ben- ediktssonar utanríkisráðherra túlk- uð þannig í Pjóðviljanum að Bjarni sé að boða herstöðvar á landinu. Bjarni sagði meðal annars í ræðu sinni að á íslandi störfuðu „hópur manna sem horfir vonaraugum til þess, og sumir jafnvel vinna að því, að herskarar hins alþjóðlega komm- únisma geri árás á landið við fyrsta tækifæri". • í Tímanum um miðjan mars segir Jónas frá Hriflu að menn búist við „að innan skamms komi nokkur liðs- afli hingað til varanlegrar dvalar“. • Grómíkó utanrfkisráðherra So- vétríkjanna segir að á væntanlegum fjórveldafundi (Bandaríkin, Sovét- ríkin, Bretland, Frakkland) verði meðal annars rætt um herstöðvar Nató og Bandaríkjanna í Bretlandi, í Noregi, á íslandi og víðar. ÞiÓÐVILJINN Londra&afurtéurmtn íakí&; ISLANIOFURSELT ARASARHER Vurttnrliitnli »«;; !»»•»< Wa *«>5 IM Itmn. fíthtf **« ek»i wm Fy|jÍríkÍ8 $*fw eV« '»>■>. '.vrt- tt. <«**»ii iéw«mhit iftir.mr'tiii’ lu't tíiitkt »j?ir Mícfirlhur •i W* ipv v-ttiar- «r« s& «*»« I«f3íí ífííifcíUeKi4ik45i*». i.' ' $ie4*tti«i>»:( vtiM i» r«t !»»’* a» *&*» »»»$ »*»& fcti*. »1 elieiien. x fcj $ i >M, tt '*nm Al««<m tesfi wi**i*f e> M * v*wv.'*s#b, títtt efi*a» : . ., ',. ««»«$ nt ijlearN i#«»* «m ettt 1*:«*»« ««*»* $*»*« *i ixttí&t- ; *#»$ 1« t feerfw »*»! ?**<»**$«•«» m '• (ttnt &&$«*> *$ jde&fitfti. ... ££?££■ > \,x r«.»k . TMíííí mji *«»»><$ .Mji*&*M*rt> !<«»«. A i£ l(»x» -toevit •.*—«*$* «♦*»,•» *<! I «*ít4«> »iM ♦«* »»»» ,, t> U ■. AtU , *»« xrtit.'.í **»:■ «is> *} *Í-S , ,, , ,, . , •> •••••ír<»*:f:«.**?«*»! *<■>■< ,«■)»•> «r«» m>' 1>am$ariK{á>t jé*m Ih'BWWI' * 4t **■.> »»«*a«>». ♦ *»: ■ , x San.tSSS.-'SSlSSX’ fc.f»#ri>ir á Vsm-jn™ >-) Ví: kríixj ><<íx< . < , , •^/Sustdur á iifvupc-: (iuíntú > P*rís % f* tt<H<.k*»Mur i {;t $!*tí!*vrrtt«$ ( «*:<(«• ÁI k U!Mfi Bandaríski herinn lagði undir sig Keflsvikuríiugvöl! i nótt með samþykki rikissíjórnarinnar RiKISSTJORNIN TILKYNNIR AÐ SAMNINGUR HAH VERIÐ GERÐUR VID 8ANDARÍKIN UM NYTT HERNÁM ISLANDS Ri.UtijJraÍB Mw 3» jilaS lœdrSi túi. I mwRiis kl. 6’.. tán ól ti&yará,# a> .iu táirr-i í>. n.JiLtirifi hili s.l. Lutfiniag. 5. m.ii. unHiffitaS ny>ia berEÍaiösiniiÍBj, »5 1' ‘ "•• ‘ ‘ ícómiil kír.iz&«■■!& « st ií.tiití i>íe»7-» ríUssijófitiirinnar r. Iá«6f<í3 Ht íirki «tisnr<;;t?nt.úá*étad tt<? A!|>ingi íUc.'dú;^ hJa verið Íiiílco míízz, hóli fj*.!U$ sé öfíi trr 'jí ír;;tRÍ!ó aleatku {i.N?*«rinr<i»r. Hir«s nszt var þ«n^«««tíiuuw alturhaiásibkkítr.Svt pnásþ'j i kpiii-t o* iítatbjkkíc þerv x!!ir a kyniiantíattt sein eia$bk!in<,a« InnurÁð misífjýraaíKiöaf, T':;>->fí« tikí''St'«írxt3«)««««<!« óí s.tœniíjjurín*! fwa hf r a ekit s!««.«!«! <>«< aít5c?4'E«rá.«. kj<>s>vtíi««n vtiij; gda Rcykvikia|tttn i>c« s <>» kvnnnrí k»ftáíáSu»u» taía;, en á m( « ;;:jn v< t<Vor y:;;r«ega hér ifclaiinu um fáistók atriði fatara öfíagAt iku <** ajkibz%.ir fehr* fvrtr ÍsLai\nga. swmm m ilii ÆfM.r HERNÁMIi ER MÍÖIN6SLED ABAS PANDARIXJANNÁ Á ÍSLENZKU Wiiffft a3 yikja .tó alt'emm rélfi vor Utwlinsi ciima til að ;gj<i j»3 «nit og frjfilsr! rá& I andi s ?■<: isimingí íá pih!j«>m ScsíiUsfafísíikstns ^,Wm,.í4<z - vL * Fyrsfi dagur hernémsins Þjóðviljinn var eina íslenska blaðið sem hélt uppi fréttum af leyniviðræðunum. Hér eru,forsíður hans 5. maí, daginn sem Bjarni skrifaði leynilega undir, og er þar fjallað um þingmannafundina, 7. maí, þar sem sagt er frá opinberri tilkynningu um samninginn, j og frá komu hersins, og 8. maí, þann dag er birt á forsíðu mótmælaályktun Sósíalista- flokksins,frásögnblaðamanns(sennilegaJónasarArnasonar)affyrstadegihernámsins, og mynd af þeim saman McGaw, fyrsta herstjóranum á Vellinum, Steingrími Steinþórssyni forsætisráðherra, Lawson sendiherra Bandaríkjanna og Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra. Með lauslegum samanburði við leyniskýrslurnar kemur í Ijós að fréttaflutningur Þjóðviljans er mjög nálægt sanni í meginatriðum, en blaðið virðist þó alltaf vera nokkuð á eftir með upplýsingar úr leyniviðræðunum. • 5. apríl heldur Bjarni Benedikts- son útvarpsræðu og segir að íslend- ingar geti ekki varið land sitt einir. Styrjaldarhætta sé nú mikil og standi ríkisstjórnin í viðræðum við Banda- ríkjamenn um viðeigandi ráðstafan- ir. Ræða Bjarna virðist í raun fyrsta opinbera tilkynningin um samnings- gerðina sem nú er á lokastigi. • 18. aprfl segja ellefu verkalýðsfé- lög upp samningum og boða verkföll eftir mánuð. Kröfur eru gerðar um dýrtíðaruppbætur, en ekkert getið í okkar heimildum um herstöðvar. • 26. aprfl segir Þjóðviljinn frá því að þingmenn stjórnarflokkanna (Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks) og Alþýðuflokksins hafi ver- ið kallaðir til Reykjavíkur, og séu sumir komnir en aðrir á leiðinni. • 29. apríl segir Þjóðviljinn frá „leynifundum“ þingmanna stjórnar- flokka og Alþýðuflokks, og að um- ræðuefnið sé „nýtt hernám Islands“, væntanlegur sé 3-4000 manna her um miðjan maí. Um sama leyti liggja í Reykjavíkurhöfn tveir bandarískir tundurspillar. • 5. maí segir frá því að leynifundun- um sé lokið og hafi þingmenn flokk- anna þriggja samþykkt samninginn óbreyttan frá stjórninni, enda ekki gefnir aðrir kostir en samþykkt eða höfnun. Þjóðviljinn segir að samn- ingurinn sé við Nató, og eigi aðal- stöðvar að vera Keflavíkurflugvöll- ur, Hvalfjörður og nágrenni Reykja- víkur auk ratsjárstöðva á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum. Herliðið, 3-4000 manns, sé væntan- legt um miðjan mánuð. • Mánudagsmorguninn 7. maí klukkan 6.30 gefur ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að utanríkisráðherra hafí hinn 5. maí undirritað „vamar- samning“ við Bandaríkin. Banda- ríski herinn kom til landsins aðfara- nótt 7. maí. í tilkynningu stjórnar- innar segir að hún hafi leitað sam- þykkis þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. „Hins vegar hefur ríkisstjórnin ekki talið rétt að hafa samráð við þing- menn Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins, um öryggismál íslands“. Samþykkis alþingis hefur ekki verið leitað og málið ekki lagt fyrir utanríkismálanefnd þingsins. • Víðtækt verkfall hefst 18. maí og lýkur 21. maí með því að samið er um verðlagsuppbætur, og eru úrslitin í Þjóðviljanum talin mikill sigur fyrir verkalýðsfélögin. Herstöðvamál virðist ekki bera á góma í verkfall- inu. • 24. maí eru gefin út bráðabirgða- lög um að samningurinn hafi laga- gildi. Samningurinn kemur inná þing í október, er samþykktur 11. des- ember gegn atkvæðum þingmanna Sósíalistaflokksins og Páls Zóphón- íassonar. 19. desember eru undirrit- uð lög nr. 110, „um lagagildi varnar- samnings milli íslands og Bandaríkj- anna og um réttarstöðu liðs Banda- rfkjanna og eignir þess“. Alþingi Á aö skrifa íslandssöguna í Washington? Hjörleifur Guttormsson á alþingi í vetur: Vilja forystumenn Sjálfstæðisflokksins að saga Bjarna Benediktssonar sé skrifuð af bandarísk- um sendiherra? Utanríkisráðherra: Hugað að birtingu þegar það er eðlilegt og skynsamlegt. Hjörleifur ítrekar birtingarósk í utanríkismála- nefnd í umræðum um skýrslu utanríkisráð- herra til alþingis f mars í vor vakti Hjörleifur Guttormsson sérstaka at- hygli á leyniskjölunum bandarísku frá 1951 og skoraði á utanríkisráð- herra að birta hliðstæð íslensk gögn. Matthías Á. Mathiesen sagðist ekki mundu leggja þau fyrir það þing, en efaðist ekki um að gögnin yrðu birt, - einhverntíma. „Það er raun til þess að vita,“ sagði Hjörleifur í ræðu sinni „að íslenskir stjórnmálamenn eins og Bjarni heitinn Benediktsson skuli þurfa að búa við það að sagan sé opinberuð vestur í Washington, en íslenskir að- ilar eigi þess engan kost enn sem komið er að sjá gjörðir hans og á- kvarðanir og undirbúning, aðdrag- anda þessa dæmalausa samnings sem skúmaskotaliðið á alþingi á þeim tíma treystist ekki til að kalla löggjaf- arsamkunduna saman til að leggja blessun yfir fyrr en eftir á.“ Hlið- stæð gögn hljóta að liggja hér uppí utanríkisráðuneyti, sagði Hjörleifur. „Ég skora á utanríkisráðherra að hafa frumkvæði að því fyrr en seinna að láta birta þessi gögn og leggja þau á borðið, og sinna þar með upplýs- ingaskyldu sinni og framfylgj a lögum um Þjóðskjalasafnið (...) því að ég trúi því ekki að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í dag, þar á meðal hæstvirtur utanríkisráðherra Matthí- as Á. Mathiesen, vilji láta skrifa sögu Bjarna heitins Benediktssonar í gegnum þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi með þeim gloppum og getsökum sem geta sprottið af slíku. “ Hj örleifur sagð- ist treysta Matthíasi til að koma ís- lenskum skjölum frá 1951 á borð Hjörleifur Guttormsson; krefst birtingar íslenskra gagna. þingmanna áður en þingi lyki, enda væru hér á ferð „atriði sem eru svo alvarleg og snerta stjórnarskrá lýð- veldisins, að það getur ekki verið stætt á því fyrir íslensk stjórnvöld og embættismenn að sitja með þau niðri í kössum.“ „Þegar fram líða stundir“ Utanríkisráðherra svaraði Hjör- leifi í ræðu sinni með því að „þegar sagan verður skrifuð" þurfi hin réttu gögn vissulega að koma fram, „og ég efast ekkert um að þegar að því verð- ur hugað í utanríkisráðuneytinu,.á þeim tíma sem það er talið eðlilegt og skynsamlegt, verði þau gögn birt. Það sem þingmaðurinn skoraði á mig að gera á þessum dögum á ég ekki Matthías A Mathiesen; sjálfsagt mál ein- hverntíma í óskilgreindri framtíð. von á að geti gerst, en ég trúi því, eins og ég sagði áðan, að þegar fram líða stundir liggi þau gögn ljós fyrir til að upplýsa hvað hefur þar gerst.“ Nú eftir að nýtt þing hefur verið kosið hefur Hjörleifur ítrekað ósk sína innan utanríkismálanefndar al- þingis, sem starfar í þinghléum, og beðið um að íslensk skjöl um her- málið frá 1951 verði lögð þar fram. Þegar Þjóðviljinn forvitnaðist um það við Matthías Á. Mathiesen fyrir skömmu hvað þessu liði svaraði utanríkisráðherra að það væri til at- hugunar hvernig fara ætti almennt með þessi skjöl. „Þessi mál eru að koma upp núna og það þarf að móta einhverja almenna reglu í þessum efnum“. Matthías sagði óvíst hvenær niðurstaða lægi fyrir úr þessari at- hugun í ráðuneytinu. -m Nýtt Ijós trá leyniskjölum Plöggin um samskipti bandaríska sendiherrans og utanríkisráðuneyt- isins gefa nokkuð nákvæma mynd af gangi mála í gegnum gleraugu bandarískra ráðamanna. Þegar þessi skeyti og bréf eru lesin ber auðvitað að hafa í huga að hér eru bandarískir viðsemjendur að tala saman, og þegar haft er eftir íslensk- um ráðamönnum er sjálfsagt að hafa í huga að bandarískir sendi- menn hér kunna að hafa séð sér hag í að láta frekar halla á þá en sig. Úr slíku verður ekki skorið án til- svarandi íslenskra gagna, en fyrir utan efnisatriði þessara texta kemur það ef til vill helst á óvart hve mikla áherslu Bjarni Benediktsson utan- ríkisráðherra leggur á að samninga- viðræðunum og öllu sem þær snertir sé haldið leynilegum, - og hve ber- orður Bjarni virðist þó vera um ís- lensk málefni og stöðu mála innan ríkisstjórnarinnar og þingsins í sam- ræðum við helsta viðsemjanda sinn, Lawson sendiherra. Hér á eftir segir í stórum dráttum frá efni bandarísku leyniskjalanna í nokkurnveginn réttri tímaröð. Þau eru prentuð í „Utanríkistengsl Bandaríkjanna 1951. 4. bindi. Evr- ópa: Pólitísk og efnahagsleg þróun“, og kollegar okkar á Helgarpóstinum eiga heiðurinn af því að hafa skýrt frá þeim fyrst hér á landi með vænum úrdrætti í febrúar á þessu ári. Banda- rísku lögin um birtingu leyniskjala gera ráð fyrir 35 ára leynd, en ekki er skylt að birta texta sem taldir eru geta ógnað öryggishagsmunum Bandaríkjanna eða komið vin- veittum ríkisstjómum illa. Sumstað- ar í þessum plöggum er vitnað neð- anmáls til skjala, sem ekki eru birt heldur aðeins teknar úr nokkrar setningar. Má heita víst að enn geyma bandarísk skjalasöfn mikil- vægar upplýsingar um hersöguna þrátt fyrir 35 ára regluna. Við hefjum úrdrátt í ársbyrjun 1951 og rekjum okkur frammað komu hersins í maí: • 17. janúar. Lawson sendiherra Bandaríkjanna sendir skeyti til yfir- manna sinna. Hann segir að and- staða við hersetu sé mikil á íslandi, en ríkisstjórnin sé hliðholl. Stjórnin haldi áformum um hersetu leyndri og bíði þess að málin skýrist. Meðal annars sé nokkurs vænst af heimsókn Eisenhowers sem gæti haft áróðurs- gildi. • 20. janúar. Fundur í Washington: Lawson sendiherra, fulltrúar úr hernum, utanríkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu. íslenska stjórnin hefur svarað beiðni um her- stöðvar með óskum um nákvæmari upplýsingar, og sett þau skilyrði meðal annars að samningurinn verði uppsegjanlegur af íslenskri hálfu, - og að íslenska stjórnin geti ráðið kynþætti hermanna (enga svert- ingja). íslenska stjórnin sýnir áhuga á að séð verði um herþjálfun ís- lenskra sveita, og telur eðlilegt að Bandaríkjamenn leggi vegi og flu- gveili. Rætt er á fundinum um þá ósk íslensku stjórnarinnar að fá að ráða staðsetningu herliðsins og ákveðið að halda slíku opnu í viðræðum, en minnst á þörf fyrir her í Hvalfirði og fyrir varaflugvelli. • 7. febrúar. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið sendir Lawson sendi- herra samningsdrög frá varnarmál- aráðuneytinu og biður hann að leggja þau fyrir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Drögin eru ekki birt í bandarísku skjölunum. • 12. febrúar. Lawson sendir heim bréf og skýrir frá fundi sínum með Bjama Benediktssyni sama dag. Lawson sýnir Bjama drögin, biður hann um að halda þeim leyndum. Bjarni jánkar því en segir öryggis- ráðstafanir ekki of góðar sín megin. Bjama líst þunglega á samnings- drögin frá varnarmálaráðuneytinu, og segir Lawson að að fundinum loknum telji hann að „hin beinskeyttu og víðtæku viðhorf hers- ins“ hafi greinilega orðið Bjarna áfall „í því hann íhugar hina erfiðu stöðu sína til að fá samráðherra sína, leiðtoga Alþýðuflokksins og alþingi til að fallast á þau eða viðhorf þeim lík“. Bjarni gerir einkum athuga- semdir við þær hugmyndir hersins að og f Hvalfírði. Einnig á herinn að verja aðsetur ríkisstjórnarinnar. Þá er minnst á þrjár lofteftirlitsstöðvar, það er ratsjárstöðvar, á norðvestur- hluta, austurhluta og suðurhluta landsins. • 21. febrúar. Lawson sendir yfir- mönnum sínum skeyti um viðræður við Bjama utanríkisráðherra daginn áður. Bjarni segir Lawson að sumir samráðherra sinna hefur furðað sig á sífellt hærri tölum frá Bandaríkjun- um um fjölda í herliðinu, en á plagg- inu frá 17. febrúar má skilja að her- Bandarísk skjöl frá 1951 sýna leyndarmakk íslensku stjórnarinnar í nýju ljósi, og vekja nýjar spurningar um þátt ráðamanna í Reykjavík gildistími samningsins sé sá sami og Nató-stofnsamningsins sem hefði þýtt að íslensk ríkisstjórn gæti ekki sagt samningnum upp. Lawson seg- ist hafa sagt Bjarna að Bandaríkja- menn sættu sig tæplega við ákvæði um einhliða uppsögn af íslands hálfu. • 17. febrúar. Bréf frá bandaríska sendiráðinu til Bjarna Benedikts- sonar utanríkisráðherra. Fram kem- ur annarsstaðar að Bjarni og Lawson hafa hist tveimur dögum áður, en í þessu skjali eru settar fram banda- rískar hugmyndir um tilgang hersetu hér. Herinn á að verja aðalflugvöll, hafnir, sjá um loftvarnir í Reykjavík og Keflavík og verja olíugeyma þar inn geti farið uppí 7800 manns. Law- son segir ljóst að Reykjavíkurstjórn muni ekki fallast á samninginn nema með íslenskri uppsagnarheimild, og leggur sendiherrann til að upp- sagnarfrestur verði tvöfaldur, fyrst ár til ráðgjafar, síðan hálfsárs upp- sögn, og urðu lokaákvæði samnings- ins í þessum dúr. Á fundi þeirra gaf Bjarni í skyn að ríkisstjórnin muni samþykkja hersveit í Reykjavík, og Bjarni ber fram þá ósk að fyrstu her- sveitirnar sem sendar eru til landsins verði mjög fjölmennar, til „að gera almenningi ljóst að viðeigandi varn- arskref hafi verið stigin“ („in order impress public adequate defense me- asures being taken“). • í skeytum 27. febrúar og 4. mars segir Lawsort að mikill árangur hafi orðið í viðræðum við íslenska utan- ríkisráðherrann. Nú eigi aðeins eftir að jafna ágreining um samningstíma og uppsagnarákvæði. íslenski utan- ríkisráðherrann leggi áherslu á að loforð Bandaríkjanna áður en ísland gekk í Nató um að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum valdi vanda um viðbrögð alþingis. Bjarni vill ákvæði um einhliða uppsögn, segir að slíkur réttur yrði aldrei notaður nema „kommúnistar“ ráði ríkis- stjórn, sem ekki sé í sjónmáli. Bjarni styður ákvæði um að hálfu ári fyrir uppsögn verði að ráðgast við Nató, og telur að ef Nató leggist eindregið gegn uppsögn muni íslendingum reynast afar torvelt að notfæra sér uppsagnarréttinn. Bjami leggst ein- dregið gegn samningi án uppsagn- arákvæðis, og segist ekki geta mælt með slíkum samningi. Hann vildi frekar eiga á hættu að ísland yrði varnarlaust en að samþykkja hersetu jafnlengi og Natósamningur er í gildi. Lawson segir að ekki verði komist langt áfram í þessum efnum, enda mundi utanríkisráðherrann eiga í erfiðleikum með sína menn ef hann reyndi. Lawson leggur áherslu á að útkoman verði ekki samningur til ákveðins tíma, þarsem þá yrði hætta á pólitískum þrýstingi á íslandi um að segja samningnum upp. • 8. mars er haldinn í Washington fundur með Lawson sendiherra, yfir- manni Norður-Evrópudeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, Thor Thors sendiherra í Washington og Pétri Eggerz úr sendiráðinu þar. Áþessum fundi kvartar Thor undan ósveigjanleika Bandaríkjamanna um uppsagnarákvæði, og biður um annan fund skömmu síðar, en af gögnum vestra er óljóst hvort hann hefur verið haldinn. • 17. mars sendir yfírmaður Marshall-áætlunarinnar skeyti til undirmanna sinna á íslandi. Hann segir frá því að Thor Thors sendi- herra hafi haft samband, sagt mikla hættu á kreppu í íslensku efnahagslífi og beðið um aukaaðstoð í tveimur hlutum, beina fjárhagsaðstoð að upphæð 2,2 til 3,8 milljónir dollara, og aukalega aðstoð uppá 3 milljónir dollara. í skeytinu er síðan rætt um greinargerð frá íslensku stjórninni um þessa fjárþörf, og virðist ekki beðið um ítarleg gögn. Umbeðin að- stoð var veitt fyrir komu hersins, - í skeyti 13. aprfl er tilkynnt um sam- þykkt aðstoðar uppá 2,2 milljónir dollara, 2. maí, þremur dögum áður' en herstöðvasamningurinn er undir- ritaður, kemur skeyti um samþykkt 3 milljóna dollara í viðbót. • 6. apríl sendir Lawson sendiherra skeyti til utanríkisráðuneytis síns í Washington. Hann segir að samn- ingurinn sé nær frágenginn og engin alvarleg deilumál óleyst. Bjarni Ben- ediktsson ætli að ræða samnings- drögin næstu daga við samráðherra og flokksleiðtoga annarra flokka en „kommúnista“. Bjarni hefur sagt Lawson að hann hyggist leggja grunnsamninginn fyrir alþingi, og gera viðbótarsamning númer 3 opin- beran (um réttarstöðu herliðsins og eignir þess) síðar, en leggur áherslu á að halda birtu efni í lágmarki. • 17. apríl sendir Lawson heim enn eitt skeyti, og virðist þá annað hljóð í strokki Bjarna, sem nú hefur sagt sendiherranum að hann íhugi helst að leggja samninginn ekki fyrir þing- ið, - lögfróðir menn segi að stjórnin geti skrifað undir án þingsamþykktar í krafti aðildar að Nató. • 18. apríl sendir Lawson sendiherra ráðuneyti sínu skeyti, og bregður nú svo við að textinn er ekki aðeins , merktur „ítrasta leynd“ einsog flestir ! þeir sem hér er stuðst við, heldur j einnig „forgangshraði“. Þar segir að I Bjarni Benediktsson hafi skýrt Law- son frá því að ríkisstjórnin hafi mikl- ar áhyggjur af verkfalli sem „komm- únistar“ hafi áætlað 18. maí, og gæti hæglega orðið úr allsherjarverkfall. Stjórninni og Alþýðuflokksmönnum hafi komið verkfallið í opna skjöldu. Bjami sé mjög áhyggjufullur um að það kynni að koma illa við íslensku og bandarísku stjórnirnar ef herlið komi til landsins um svipað leyti og verkfallið hefjist, slíkt gæti valdið vanda við komu hersins, til dæmis við uppskipun, og leggi Bjarni til að komu hersins sé flýtt, og að hann komi ekki síðar en 3. maí. Lawson mælir með að farið sé að beiðni Bjarna. • Svar berst tveimur dögum síðar, 20. aprfl, og er skeytið til Lawson undirritað af Acheson utanríkisráð- herra sjálfum í fyrsta sinn í þessum plöggum. Acheson líst heldur illa á, spyr um frekari verkfallshorfur, lík- ur á að verkfallinu yrði flýtt ef herinn kæmi fyrr, spyr einnig hvort ekki megi undirrita samninginn strax, halda honum leyndum og opinbera hann samtíða komu hersins síðar en áður var fyrirhugað, í júní. Acheson segist gera ráð fyrir að íslenski ut- anríkisráðherrann vilji að koma hersins og tilkynning um samninginn beri upp á sama tíma til að forðast almennar óeirðir eða óróa („public disturbances“), og spyr hvort aðrar ástæður liggi að baki. Acheson spyr einnig hvort Bjarni hafi hugað að áróðursgildi slíks fyrir Sovétmenn, þarsem herkoma samtíða opinberun samningsins gæfi þá mynd að ríkis- stjórnirnar tvær hafi hannað þá at- burðarás saman af ótta við viðbrögð almennings á íslandi („giving appe- Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra íslands 1951. Stjórnin óttaðist verkföli og bað um sérstaka Marshall-aðstoð. Dean Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna 1951. Þótti verkfallsóttinn undarlegur, skildi illa af hverju herinn þurfti að vera kominn áður en samningur var birtur. arance whole procedure rigged by two Govts fearing Ice public reacti- on“). • í svarskeyti Lawsons til banda- ríska utanríkisráðherrans 22. apríl eru rakin svör Bjarna Benedikts- sonar við spurningum Acheson um verkfallið. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir verkfallið, og að hún vonist til að geta klofið verkalýðshreyfing- una með því að bjóða þeim félögum sem Alþýðuflokksmenn hafi í for- ystu betri samninga en „komma“- félögunum. Þarna er einnig haft eftir Bjarna að koma hersins fyrir verkfall kynni að hafa góð áhrif á þá verka- menn sem ekki fylgi kommum, - þeir muni sjá að verkfallið dragi úr þeim ágóða sem yfirleitt fylgi hervinnu. Bjarni hefur ennfremur sagt að til- laga sín um að koma hersins falli saman við opinbera tilkynningu um samningsundirritun eigi sér fleiri ástæður en að forðast almennar óeirðir, þótt hugtakið „öryggislið“ sé meðal annars skilið sem lið til örygg- is gegn einhverjum almennum óeirðum („some possible public dist- urbance“), en fremur sé æskilegt að herinn komi strax til að auka stuðn- ing við ákvörðun stjórnarinnar og sýna alvöru málsins, til að hindra „komma“ í að geta skipulagt virka andstöðu við komu hersins, og til að draga mátt úr andstöðunni sem þá stæði frammi fyrir gerðum hlut („that a fait accompli wld discourage opposition“). Bjarni viðurkennir að áætlun sín kunni að hafa áróðursgildi fyrir Sovétmenn, en slíkt sé óhjá- kvæmilegt. „Kommarnir“ muni hvort eð er notfæra sér til hins ítrasta þá stefnu stjórnarinnar að hafa hald- ið samningunum leyndum og þaraf- leiðandi meintan ótta stjórnarinnar við almenningsálitið, „þótt ástæðan fyrir því hvernig stjórnin hefur hald- ið á málum sé að koma í veg fyrir virkt og skipulagt átak komma til að gera meira úr atburðum en efni standa til, hafa áhrif á almenningsálit á ósanngjarnan hátt og koma af stað ólöglegum almennum óróa“. Law- son segir að lokum að Bjarni hafi sagst ætla að leggja fyrir ríkisstjórn- arfund 23. aprfl hvort þingsamþykki þurfi fyrir samningnum, eða hvort hann þurfi að leggja samninginn fyrir utanríkismálanefnd þingsins (þar- sem sitji ,,kommi“) rétt fyrir undir- ritun, og hvenær herinn þurfi að koma í síðasta lagi í byrjun maí. • í skeyti frá Lawson heim 2. maí er allt ákveðið, undirritunin 5. og koma hersins 7. maí. • Sendiherra Bandaríkjanna sendir síðan heim nákvæmar fréttir af komu hersins og ekki síður af verkfallinu 18.-21. maí, og kemur meðal annars fram í skeyti frá Lawson 25. maí að hann hefur talað við einhvern þing- manna Alþýðuflokks um verkfallið, og taldi þingmaðurinn að stjómin hefði því aðeins samþykkt kauphækkunina að hún óttaðist víð- tæk verkföll rétt eftir komu hersins, annarsvegar vegna alþjóðlegs álits, hinsvegar vegna þess að iðjulausir menn gætu staðið að óþægilegum atvikum. mm ianaw'i' 8 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. júní 1987 Flmmtudagur 11. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.