Þjóðviljinn - 11.06.1987, Side 13
ERLENDAR FRETTIR
Reykjavíkurfundurinn
Fallast þeir á „tvöfalda
núlllausn“?
✓
A fundi utanríkisráðherra NATO ríkja, sem hefsthér íReykjavíká morgun, verða afvopnunarmálefstá baugiog er
gertráðfyrirþvíað tilboði Sovétmanna um eyðingu meðal- og skammdrœgra kjarnaflauga úr Evrópu verði tekið
þrátt fyrir fyrirvara Vesturþjóðverja
Eftir átta vikna umþóttunart-
íma er komið að því að NAT-
Ofélagar Bandarikjamanna opin-
beri sameiginlega viðhorf sín til
hugmynda risaveldanna um svo-
nefnda „tvöfalda nulllausn", það
er að segja um eyðingu allra
meðal- og skammdrægra kjarn-
aflauga úr Evrópu. Á ýmsu hefur
gengið á stjórnarheimilum
margra NATOríkja og um skeið
leit út fyrir að samsteypustjórnin
í Bonn myndi klofna um afstöðu-
na til málsins þótt afvopnunar-
andstæðingar hafi að síðustu fal-
list á að veita tillögunni brautar-
gengi með semingi og hálfum
huga. En settu jafnframt skilyrði
sem verið getur að hart verði deilt
um í Reykjavík í dag og á morg-
un.
Framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, Carrington lá-
varður, sagði í gær að ríkisstjórn-
ir aðildarlandanna „ættu ekki
langt í land“ með að koma sér
saman um stuðning við afvopn-
unartillögurnar. Og almennt er
búist við að utanríkisráðherrarnir
muni á lokadegi Reykjavíkurf-
undarins gefa út yfirlýsingu um
stuðning við afvopnunarviðleitni
Bandaríkj amanna.
Bandamenn Reagans í Evrópu
hafa fyrir allnokkru fallist á hug-
myndir um „einfalda núlllausn“,
niðurrif hverrar einustu meðaldr-
ægrar kjarnaflaugar sem staðsett
er í Evrópu. Hér er átt við
Pershing-2 og Cruise flaugar
Bandaríkjamanna og SS-20
skutlur Kremlverja. Þessar víti-
svélar geta flogið 1000-5000 kíló-
metra leið að skotmarki.
Þegar samningaviðræður voru
komnar nokkuð áleiðis um þéss-
konar flaugar virtust Bandaríkja-
menn allt í einu átta sig á því að
þeir ættu mun færri skammdræg-
ar kjarnaflaugar (sem flogið geta
500-1000 km.) en Sovétmenn í
sínum fórum og að ekki kæmi
annað til greina en að þeir fengju
að eiga jafnmargar. Gorbatsjof
Sovétleiðtogi lét krók koma á
móti bragði og stakk upp á því að
þeim yrði eytt um leið og meðal-
flaugunum.
Bandaríkjamönnum leist ekki
illa á þann málflutning en öðru
máli gegndi um ýmsa bandamenn
þeirra í NATO. Þeir báru því við
að ef skammflaugarnar yrðu látn-
ar róa þá væri frelsið í hættu því
Varsjárbandalagsríkin ættu
mikið meira af hefðbundnum
vígtólum.
Þrátt fyrir þessar mótbárur
féllst hver NATOstjórnin á fætur
annarri á að standa ekki í vegi
fyrir afvopnunarsamningum og
loks féll traustasta vígið þegar
stjórnin í Bonn ákvað að vera
ekki þrándur í götu þess að samn-
ingar gætu tekist um „tvöföldu
lausnina".
En kálið er ekki sopið þótt í
ausuna sé komið. Bonnstjórnin
setti tvö skilyrði fyrir samþykki
sínu. Hún krefst þess að í kjölfar
samnings um meðal- og skammd-
rægar flaugar sigli viðræður um
Carrington framkvæmdastjóri NATO og utanríkisráðherrarnir Genscher og Shultz. Þessir menn verða í eldlínunni hér í
Reykjavík í dag og á morgun.
eyðingu kjarnavopna til brúks í
orrustum. Það munu vera flaugar
og sprengjur sem hægt er að
varpa allt að 500 kílómetra leið.
Vesturþjóðverjar segja brýna
nauðsyn bera til þessa þar sem
slík tól muni verða meginógnun
við öryggi þeirra eftiv að
langdrægari flaugar verða úr sög-
unni. Um þetta mál kunna að
spinnast deilur á Reykjavíkurf-
undinum þar sem öðrum NATO-
liðum þykir nóg að gert með
„tvöföldu núlllausninni“.
Bonnstjórnin krefst þess einn-
ig að 72 Pershing 1-A flaugar í
sinni vörslu falli utan við samning
risaveldanna og að þeir fái yfirráð
yfir kjarnaoddum í flaugar þessar
en þeir eru nú í fórum Banda-
ríkjamanna. Haldi Kohlstjórnin
fast við þessa kröfu kann svo að
fara að ekkert verði úr samning-
um risaveldanna. Alkunna er að
Sovétmenn munu ekki undir
nokkrum kringumstæðum fallast
á að þeirra forni fjandi komist í
hóp kjarnvelda. -ks.
Bretland
Stefnir í Ihaldssigur
Verkamannaflokkurinn vinnur á íþeim kjördœmum þarsem mjótter
á mununum, og gæti það gjörbreytt líklegustu úrslitum
Idag er kosið á Bretlandseyjum
og benda niðurstöður skoðan-
akannana eindregið til þess að
íhaldsflokkurinn beri sigur úr
býtum. Ef það fer eftir verður
Margrét Thatcher þaulsætnust
Breta á forsætisráðherrastóli á
þessari öld.
Helstu keppinautarnir í kosn-
ingunum, Thatcher og Neil Kin-
nock, formaður Verkamanna-
flokksins, héldu í gær blaða-
mannafundi og ítrekuð helstu
baráttumál flokka sinna, jafn-
framt því sem þau baunuðu hvort
á annað. Thatcher segir að sigur
Verkamannaflokksins mundi
þýða varnarlaust Bretland, óða-
verðbólgu og óhefta uppvöðslu-
semi vinstri öfgamanna og verka-
lýðsfélaga, en íhaldsflokkurinn
hefur mjög beitt sér gegn þeim í
sínum kosningaáróðri.
Kinnock segir aftur á móti að
sú fullyrðing Thatchers að hún
hafi gert Bretland að stórveldi á
nýjan leik beri vott um veruleika-
firrta hégómadýrð keisaraynju
sem sé á útgönguversinu ásamt
hirðmönnum sínum.
Spánn
Sósíalistar misstu fylgi
Sósíalistaflokkur Felipe Gonz-
alezar forsætisráðherra hefur
tapað nokkru fylgi í þríkosning-
unum sem fram fóru á Spáni í
gær.
Flokkurinn missti hreinan
meirihluta í borgunum Madrid,
Sevillu og Valenciu en hélt velli í
Barcelónu.
Þeir hrepptu um 43 prósent at-
kvæða og 29 sæti í kosningunum
til Evrópuþingsins en þeir höfðu
sett sér að markmiði að halda 30
sætum. -ks.
Mýgrútur skoðanakannana
hefur verið framkvæmdur á Bret-
landi að undanförnu, og ber nið-
urstöður þeirra að sama brunni:
íhaldsflokkurinn hefur 7-8% um-
fram höfuðandstæðing sinn,
Verkamannaflokkinn, og þýðir
sá munur í þingsætum talinn
meirihluta upp á 35 til 50 þingsæti
í Neðri málstofunni, en alls eru
fiingmenn 650 talsins. Meirihluti
haldsmanna á þinginu núna er
hinsvegar 137 sæti.
Verkamannaflokkurinn hefur
þó unnið verulega á að undan-
förnu, og þá á kostnað Miðju-
bandalagsins sem aðeins er spáð
um 20% atkvæða. Að vonum
beinist athyglin nú mjög að kjör-
dæmum þeim þar sem mjótt er á
mununum milli flokkanna. Það
er helst þar sem fylgi íhalds-
flokksins virðist fara minnkandi,
og liggur von Verkamannaflok-
ksins um sigur í kosningunum í
því að sú þróun haldi áfram. Ef
þetta gengur eftir í nægilegum
mæli getur útkoman hæglega orð-
ið sú að enginn flokkur hljóti
hreinan meirihluta.
HS
Tilkynning til
lau naskattsg rei ðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
eindagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl
er 15. júní n.k. Sé launaskattur greiddur eftir ein-
daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem
vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
NESKAUPSTAÐ
Sjúkraþjálfarar
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað óskar eftir
að ráða sjúkraþjálfara í fast starf. Góð vinnuskil-
yrði.
Upplýsingar í síma 97-7402.
Framkvæmdastjóri
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóla:
Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar kennarastöður í
íslensku, dönsku og rafiðnagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir20. júní
næstkomandi.
Að Fósturskóla íslands vantar stundakennara í þróunarsálar-
fræði, heilsu- og sjúkdómafræði og vistfræði.
Umsóknir skal senda fyrir 20. júní til skólastjóra, sem veitir nánari
upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið
ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13
þlÓÐVILJINN
Höfuðmálgagn
stjórnarandstööunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33