Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR
Svipmyndir frá Englöndunum tveim. Áhyggjulaust yfirstéttarfólk ver tíma sínum í
tímann í vonlitla langsetu á opinberri vinnumiölun.
leiki á borð við veðreiðar. Atvinnulaus verkamaður í Newcasle notar hinsvegar
Bresku kosningarnar
England: tvær þjóðir
Kosningarnar staðfesta miklar andstœður ísuðri og norðri
aldrei sem nú. I suðri búa menn * ' ’ ’ ’
Fólk í stórborgum Norður-
Englands þar sem þorri
atvinnulausra landsmanna býr
drúpti höfði í gær og stökk ekki
bros þegar úrslit þingkosning-
anna bárust því til eyrna.
Hinsvegar var ákaflega glatt á
hjalla í kauphöllum höfuðborgar-
innar. Pundið óx að verðgildi,
hlutabréf hækkuðu í verði og alls-
kyns kaupahéðnar léku við hvern
sinn flngur.
Járnfrúin verður við völd í
fimm ár í viðbót. íhaldsflokkur-
inn hreppti 375 þingsæti í neðri
málstofu breska þingsins sem er
nákvæmlega hundrað sætum
meira en samaníögð stjórnarand-
staðan hefur til umráða. Flokkur-
inn tapaði að vísu 22 sætum, hafði
áður 397, en hafa ber í huga að
fylgi flokksins í kosningunum
árið 1983 var einsdæmi. Verka-
mannaflokknum féllu 229 sæti í
skaut, hafði fyrrum umráð yfir
209, miðflokkabandalag Frjáls-
lynda flokksins og Jafnaðar-
mannaflokksins fékk aðeins 22,
tapaði einu, og ýmsir smærri
flokkar, þar á meðal norðurírskir
sambandssinnar og skoskir þjóð-
ernissinnar, hrepptu 24 sæti.
Margréti Thatcher bárust í gær
heillaóskaskeyti frá vinum og vel-
unnendum utanlands sem xnnan.
Reagan forseti var í sjöunda
himni og ekki var kátínan minni
hjá utanríkisráðherrum NATO-
ríkja hér í Reykjavík. Þeim stóð
stuggur af hugmyndum Verka-
mannaflokksins um samdrátt í
vígbúnaði.
Það segir sína sögu um rétt-
mæti kosningafyrirkomulagsins á
Bretlandi að íhaldið skuli hafa
þennan mikla meirihluta á þingi
þótt 57 prósent kjósenda hafi
greitt öðrum flokkum atkvæði.
Shirley Williams, fyrrum
menntamálaráðherra, var í fram-
boði fyrir miðjubandalagið en
mátti bíta í það súra epli að falla
út af þingi. Henni fórust svo orð í
gær:
„Það er ekki svo að meirihluti
kjósenda hafi kosið stefnu Mar-
grétar Thatchers. Við búum við
kosningaskipan sem snuðar fólk
um að fá vilja sínum framgengt."
Úrslit kosninganna staðfesta
svo ekki verður um villst að járn-
frúin hefur gert þá ríku ríkari og
fátækari fátækari. í norðlægum
héruðum Englands er atvinnu-
leysi landlægt og þar býr alþýða
manna við mjög kröpp kjör. Þar
um slóðir hefur Verkamanna-
flokknum ávallt vegnað vel en
við velmegun og þar unnu fram-
bjóðendur íhaldsflokksins hvar-
vetna stóra sigra. Um miðbik
landsins eru menn á báðum átt-
um og ráða héruðin þar úrslitum
um niðurstöður kosninga.
Thatcher gerir sér fyllilega
grein fyrir þessu og því hefur hún
kappkostað að hygla íbúum mið-
héraðanna með ýmsu móti á
kostnað norðursins. Uppskeran
varð ríkuleg í fyrradag,
Talsmaður Verkamanna-
flokksins í iðnaðarmálum, John
Smith, komst svo að orði um
sigur Thatchers: „Vel stætt fólk í
þessu landi skeytir ekki hætishót
um örlög þeirra sem minna mega
sín.“
Hinar skörpu andstæður auð-
legðar og örbirgðar á Bretlandi
hafa fram til þessa ekki haldið
vöku fyrir Margréti Thatcher.
Engar líkur eru á að hún söðli um
nú og víki af braut frjálshyggj-
unnar.
Hún hefur þegar látið uppi um
næstu áform sín og koma þau
fáum á óvart. Það er eitur í henn-
ar beinum að fulltrúar Verka-
mannaflokksins skuli fara með
völd í ýmsum bæjum og borgum.
Mikið vill meira og því hyggst
hún skerða valdssvið bæjar-
stjórna með því að sölsa undir
ríkisstjórnina ákvörðunarrétt í
skatta-, mennta- og húsnæðis-
málum borga.
Thatcher hefur þegar selt um
fimmtung allra iðnfyrirtækja í
ríkiseigu í hendur auðmanna. Á
næstu mánuðum er áformað að
halda áfram á sömu braut.
Verkalýðsfélög eru andskotinn
uppmálaður samkvæmt kokka-
bókum járnfrúarinnar. Þegar
hefur hún skert rétt þeirra mjög
en henni finnst engan veginn nóg
að gert og því hefur hún látið það
boð út ganga að enn skuli að þeim
saumað.
Hvernig breskri alþýðu mun
vegna á næstu fimm árum virðist
augljóst. íhaldsflokkurinn hefur
ekki uppi nein áform um að bæta
kjör hennar né eru neinar áætlan-
ir á döfinni um að draga úr
atvinnuleysi en nú fá þrjár milj-
ónir manna ekki handtak að gera
á Bretlandi. -ks.
Argentína
stjomar-
skrárbrot
Argentínskur dómari kvað í
fyrradag upp þann úrskurð að
lög um náðun lægra settra herfor-
ingja sem myrtu og pyntuðu al-
menna borgara á tímum „skítuga
stríðsins" fengju ekki staðist þar
sem þau stönguðust á við skýr
ákvæði í stjórnskipunarlögum
landsins.
Lögin gengu formlega í gildi á
mánudag þegar Raoul Alfonsin
forseti undirritaði þau. Setning
þeirra á rót að rekja til páskaupp-
reisnar í þrem argentískum her-
búðum sem vakti ótta manna við
að borðalagðir glæpamenn
myndu að nýju taka völdin í sínar
hendur. Þau fengu mjög skjóta
afgreiðslu á þingi og samkvæmt
þeim sleppa allir liðsforingjar
undan ákæru sem sannanlega
unnu hryðjuverk sín að fyrirmæl-
um yfirmanna. Hinsvegar hlífa
þau hvorki háttsettum herfor-
ingjum né hægri öfgamönnum
utan hersins.
Dómarinn Juan Ramos Padilla
hefur til meðferðar mál fimm
böðla, fjögurra dáta og eins utan
hers, sem ákærðir eru fyrir að
hafa myrt sjúklinga á Posadas
sjúkrahúsinu. Borðalausi böðull-
inn gat ekki sætt sig við að þurfa
að verma bekk sakbornings einn
síns liðs ef kollegarnir fjórir
slyppu með skrekkinn. Hann
ákvað því að reyna að hnekkja
ákvæðum laganna á þeirri for-
sendu að þau brytu á bága við það
grundvallaratriði stjórnarskrár-
innar að allir argentískir borgarar
skuli njóta lagalegs jafnréttis og á
þau rök féllst dómarinn.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að á valdaskeiði herforingj-
anna árin 1976-1983 „hurfu“ að
minnsta kosti 9000 stjórnarand-
stæðingar og mörg þúsund manns
var varpað í dýflissur þar sem fólk
sætti pyntingum. -ks.
Vestur-Berlín
Rífðu þennan múr
Reagan íBerlínarheimsókn. Tugþúsundir mótmœltu komu hans, sem og stefnu
Bandaríkjanna í Mið-Ameríku
Til mikilla átaka kom í Vestur-
Berlín í gær og var heimsókn
Reagans Bandaríkjaforseta
kveikjan að þeim.
Mótmælaaðgerðirnar voru í
fyrstu friðsamleg aðgerð og mót-
mæltu þátttakendur stefnu
Bandaríkjastjórnar í Mið-
Ameríku, vígbúnaðarkapp-
hlaupinu og stuðningi banda-
rískra ráðamanna við stjórnvöld f
Suður-Afríku og Suður-Kóreu.
Leikurinn æstist þegar svartk-
læddir anarkistar vörpuðu
eld-sprengjum og grjóti að
bönkum og lúxusbúðum við Kur-
furstendammstræti.
Óeirðalögreglumenn í þúsund-
avís dreifðu mannfjöldanum, en
talið er að um tuttuguþúsund
manns hafi tekið þátt á mótmæl-
unum. Þykir sem sagan sé hér að
endurtaka sig frá síðustu heim-
sókn Reagans til borgarinnar.
Það var árið 1982 og í það skipti
kom til mikilla óeirða eftir að lög-
reglan dreif upp gadda-
vírsgirðingu umhverfis mótmæl-
endur.
Reagan hélt mikla tölu við
Berlínarmúrinn, skammt frá
Brandenburgarhliðinu, en það
hefur löngum verið tákn um sam-
einingu Þýskalands. Beindi Re-
agan orðum sínum mjög til Gor-
basjoffs, hæstráðanda í Kreml:
„Gorbasjoff aðalritari,” sagði
Reagan, „ef þú ert friðelskandi
maður, ef þú vilt að efna-
hagsmálin þrífist og dafni í So-
vétríkjunum og Austur-Evrópu,
ef þú vilt frelsi, komdu þá að
þessu hliði.”
Félagi Gorbasjoff var að von-
um víðs fjarri góðu gamni og því
héldu ræðuhöldin áfram: „Herra
Gorbasjoff, opnaðu þetta hlið.
Herra Gorbasjoff, rífðu þennan
múr,” sagði Reagan og uppskar
mikið lófaklapp frá þeim tuttugu
og fimm þúsundum sem hafði
verið boðið sérstaklega til að
hlýða á ræðuhöldin.
Berlínarheimsókn forsetans
bar að að loknum leiðtogafundin-
um í Feneyjum, en hann gerði
stuttan stans í borginni, eða að-
eins fjóra og hálfa klukkustund.
Miklar varúðarráðstafanir voru
gerðar vegna heimsóknar forset-
ans og stóðu að minnsta kosti tíu
þúsund lögreglumenn vaktina.
Meðan flogið var til Berlínar frá
Feneyjum spurðu fréttamenn
Reagan hvort hann hefði frétt af
óeirðunum í borginni. „Það er
ekkert nýtt,” sagði Reagan og
vísaði þar til síðustu heimsóknar
sinnar.
Reagan flutti ræðu sína við
múrinn af blöðum en vék frá hinu
skrifaða orði þegar hann beindi
máli sínu til mótmælenda og
varpaði fram þeirri spurningu
hvort atferli þeirra stuðlaði ekki
að því að greiða leiðina fyrir al-
ræðislega stjórnarhætti: „Ef þau
fá yfir sig þá stjórn sem þau virð-
ast vilja, þá kemst enginn upp
með að gera það sem þau eru að
gera núna, aldrei nokkurn tíma,”
Múrinn fékk það óþvegið hjá
forsetanum: „Hér í grenndinni er
búið að mála þessa setningu á
múrinn - kannski hefur einhver
ungur Berlínarbúi gert það -
Þessi múr mun hrynja. Það sem
fólk trúir á verður að veruleika.
Já, þessi múr mun hrynja, þvert
yfir Evrópu. Hann getur ekki
staðist trú, hann getur ekki stað-
ist sannleikann. Múrinn sá arna
getur ekki staðist frelsið.” HS
Lausar stöður hjá
Reykjavíkurborg
Fóstrustööur viö leikskólana:
Árborg Hlaðbæ 17, Fellaborg Völvufelli 9, og
Kvistaborg v/Kvistaland.
Fóstrustööur á dagheimilin:
Dyngjuborg Dyngjuvegi 18 og Hlíðarenda
Laugarásvegi 77.
Fóstrustööuráleiksk./dagh. Hálsaborg Hálsaseli
27, Hálsakot Hálsaseli 29, Rofaborg v/Skólabæ
og Ægisborg Ægisíöu 104.
Fóstrustöður á skóladagh. Hraunkot Hraunbergi
12, Langholt Dyngjuvegi 16 og Völvukot Völvu-
felli 7.
Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi hei-
mila og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar
barna í síma 27277.
Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Laugardagur 13. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Helgarvinnubann
Auglýsing um helgarvinnubann í fiskvinnslu
á félagssvæðum Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar.
Helgarvinnubann í fiskvinnslu tekur gildi frá og
með 13. júní til og með 1. september. Þó er
fiskvinnslustöðvum heimilt að láta vinna laugar-
dagana 13. og 20. júní með þeim starfsmönnum
sem vilja vinna.
Stjórn Dagsbrúnar
Stjórn Framsóknar