Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR ■■■■ ■? Verðlaunatillagan að ráðhúsi við Tjörnina. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer kampakát á innfelldu myndinni. Reykjavíkurborg Ráðhúsið á rekspöl Verðlaun veittísamkeppni um hugmyndir að borgarráðhúsi við norðurenda tjarnarinnar. Margrét Harðardóttir og Steve Christer hlutskörpust Tillaga Margrétar Harðardótt- ur og Steve Christer varð hlut- skörpust í samkeppni um hug- myndir að Ráðhúsi Reykjavíkur- borgar, sem ætlað er að reisa við norðurenda tjarnarinnar. I sam- keppnina bárust alls 38 tillögur. Dómnefnd sá ástæðu til að verð- launa fjórar tillögur og festa kaup á öðrum fjórum. í samkeppnisreglum var miðað við að tillögurnar gerðu ráð fyrir að væntanlegt ráðhús kæmi til með að hýsa alla starfsemi borg- arstjórnar og skrifstofur borgar- innar auk fundarsala, upplýsing- amiðstöðvar fyrir ferðalanga, skrifstofur, eldhús og veislusal. Undir byggingunni er gert ráð fyrir bflageymslu fyrir um 150 bfla. Hugmyndum um byggingu ráðhúss var fyrst hreyft 1919 og með reglulegu millibili hefur ráð- húsbyggingu verið hreyft, en aldrei áður komist á slíkan rek- spöl sem nú. Dómnefnd skipuðu þau Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Da- víð Oddsson borgarstjóri, Þor- valdur S. Þorvaldsson frá Borgar- skipulagi og arkitektarnir Guðni Pálsson og Þorsteinn Gunnars- son. -RK Natófundurinn Afangasigur fyrir friðariireyfingamar Hafrannsóknastofnun BBCá Bjama Hafrannsóknastofnun Islands, bandarísk hafrannsóknastofnun og breska sjónvarpið saman í rannsóknaleiðangur á Bjarna Sœmundssyni Bjarni Sæmundsson, rann- sóknaskip Hafrannsóknastofnun- ar, leggur upp í nokkuð nýstár- legan rannsóknaleiðangur í næstu viku. Ferðinni er heitið til Kolbeinseyjar, þar sem jarð- varmasvæði á hafsbotni verður kannað i samvinnu við banda- ríska hafrannsóknastofnun og sjónvarpsmenn frá BBC. Að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar verður lagt upp 18. júní og er búist við að leiðangurinn standi yfir í tæplega tvær vikur. Starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar hafa lengi haft áhuga fyrir þessu svæði, en ekki haft þá tækni sem til þarf til þess að rann- saka botninn á fullnægjandi hátt. Nú horfir hins vegar öðruvísi við, því hafrannsóknastofnun í Wo- ods Hole í Bandaríkjunum tekur þátt í rannsóknunum og leggur m.a. fjarstýrðan kafbát til rann- sóknanna. Bresku sjónvarpsmennirnir sem verða með í leiðangrinum hafa m.a. unnið sér það til frægð- ar að gera þættina um Lífið á jörðunni, sem sýndir voru í Sjón- varpinu á sínum tíma við miklar vinsældir. Þeir vinna nú að þátt- aröð um tilurð Atlantshafsins og hafa mikinn áhuga fyrir eldvirk- um svæðum í hafinu. Hl LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Staöa forstöðumanns viö leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu dagvistar barna sími 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Ólafur Ragnar: Nató-fundurinn samþykkir afvopnunarskref ífyrsta sinn. Astœðan ekki síst þrýstingur frá almenningsálitinu Friðarhreyfingarnar í Evrópu geta litið á það skref sem Nató-ráðherrarnir stigu hér í Reykjavík sem áfangasigur í bar- áttu sinni, sagði Óiafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann í gær um niðurstöður Natófundarins Sjómannadagurinn Myndarlegt blað frá Neskaupstað í tilefni sjómannadagsins á sunnudag er komið út Sjómanna- dagsblað Neskaupstaðar, og er þetta í tíunda skipti. Blaðið er stórt og efnismikið, um 130 síður. Þar eru greinar um sjóferðir og veiðiskap fyrr og nú, framtíð sjávarplássa, fiskeldi, hvali, fiskna skipstjóra og fleira og fleira. Ritstjórar blaðsins eru Albert Einarsson og Smári Geirsson, og í Reykjavík má kaupa það í Blaðasölunni hjá Eymundsson, Austurstræti 18. og stöðu afvopnunarmála að hon- um loknum. - Þrátt fyrir andstöðu margra Nató-stjórna á undanförnum mánuðum hefur þessi fundur samþykkt ráðagerðir um að fjar- lægja meðaldrægar og skamm- drægar kjarnorkuflaugar risa- veldanna úr Evrópu, sagði Ólafur. - f rúman hálfan áratug hafa forystumenn Natóríkjanna haldið því fram að þessi vopn væru nauðsynleg „til að tryggja friðinn“. Síðan árið 1980 hafa evrópskar friðarhreyfingar barist gegn bæði sovéskum og banda- rískum kjarnorkueldflaugum í Evrópu, og nú samþykkir Nató í- fyrsta sinn að ganga til samninga um að fækka kjarnorkuvopnum, - slíkur samningur hefur aldrei verið gerður áður. Hin hefð- bundna hernaðarkenning Nató hefur verið að nauðsynlegt væri að fjölga kjarnorkuvopnum og auka fjölbreytni þeirra „til að tryggja friðinn". - Það er hinsvegar ljóst að ýms- ir innan Nató halda áfram að draga lappirnar og ætla að setja það að skilyrði að eldflaugar undir stjórn Vestur-Þjóðverja verði undanþegnar í þessum samningum. Þá vaknar sú spurn- ing hvort verið sé að segja að Þjóðverjar séu kjarnorkuveldi, hvort verið er að gera hugsan- legan kjarnorkuherafla Þjóð- verja, ekki bara Breta og Frakka, að sérstökum lið í afvopnunar- málum. Þetta skilyrði Nató er fáránlegt og eingöngu sett fram til að þvæla málin og tefja fyrir. - Að loknum Reykjavíkur- fundi Reagans og Gorbatsjofs sögðu ýmsir forystumenn í Nató að ekki kæmi til greina að ganga útfrá þeim grunni sem þá var lagður. Það hefur tekið tæpt hálft ár að draga Nató að samninga- borðinu sem Reagan og Gorbat- sjof smfðuðu í Reykjavík, og framkvæmdastjóri Nató hefur viðurkennt að það sé fyrst og fremst vegna þrýstings frá al- menningsálitinu sem Nató er nú knúið til að samþykkja þessi samningsdrög, sagði Ólafur Ragnar. - Niðurstaðan sýnir að friðarbarátta almennings getur skipt sköpum í afvopnunarmál- um. -m |H LAUSAR STÖÐURHJÁ W REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumann við leikskólann Leikfell, Æsufelli 4. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Laugarvatnsstúdentar Aðalfundur og árshátíð Nemendasambands ML verður haldinn miðvikudaginn 16. júní í Lækjar- hvammi, Hótel Sögu, og hefst kl. 19.00. Matur verðurframreiddur kl. 20.00. Þátttöku í borðhaldi og dagskrá þarf að ákveða 14. júní. Miðapantanir á kvöldin í símum 23494 (Hjálmar), 75617 (Þorleifur), 43575 (Stefanía) og 29647 (Guðlaug). Miðar verða seldir eftir kl. 22.00 við innganginn. Laugardagur 13. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.