Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 7
Karen Kunc: Við fossana, tréristina. Karen hlaut 1. verðlaun á sýningunni. Graphica Atlantica Alþjóðleg grafíksýning að Kjarvalsstöðum Því er gjarnan þannig varið með stóraryfirlitssýningar, að manni finnst sumu ofaukið og að annað mætti fá meira pláss. Ekki síst þegar til þeirra erstofnað ájafn breiðum grundvelli og hér er gert. En sýningunni Graphica Atlant- ica, sem nú stenduryfirá Kjarvalsstöðum er ætlað það hlutverk að gefa yfirlit yfir það sem er að gerast í grafíklist- inni beggja vegna Norður- Atlantshafsins, auk þess sem henni er ætlað að verða grundvöllur umræðna og skoðanaskipta, eins og segir í inngangi Leslie Luebbers að sýningarskránni. eintakafjöldinn hafi nokkur áhrif á listræn gæði myndarinnar þegar prenttækni er beitt. Grafíkin var upphaflega ný að- ferð til þess að koma myndlist á framfæri við fjöldann.Við skulum vona að hún verði það áfram en breytist ekki yfir í það að verða tilefni metings um það hvort nágranninn hafi möguleika eða efni á að hengja sams konar mynd upp á sinn stofuvegg. Það er á valdi listamannanna að sjá til þess að svo verði ekki. Að lokum er vert að þakka að- standendum fyrir þetta mikla framtak, sem ætti þrátt fyrir allt að geta orðið íslenskri grafík að lyftistöng. -ólg. Það er sjálfsagt umdeilanlegt hvort sýningin uppfylli þau mark- mið, sem henni hafa verið sett. Ekki hafa borist tíðindi af því al- þjóðlega listamannaþingi, sem hér var haldið í tengslum við sýn- inguna og þeim skoðanaskiptum sem þar fóru fram, og er það mið- ur, því slík skoðanaskipti um hlutverk og stöðu grafíklistarinn- ar í upplýsingaþjóðfélagi nútím- ans ættu vissulega erindi til al- mennings. Spurningin er hins vegar hvort sýning sem byggð er á jafn breiðum grundvelli og hér er gert gefi eins gott tilefni til umræðu og verið hefði ef markvissari aðferð- um hefði verið beitt við val verka með tilliti til stöðu hins grafíska myndmáls í tæknisamfélagi nú- tímans. Það er að sjálfsögðu auðveldur leikur að óska sér annarrar sýn- ingar en hér er upp sett, en engu að síður er rétt að benda á að skipulag og undirbúningur sýn- ingar á borð við þessa er vanda- verk, sem þarf að hafa skýr mark- mið frá upphafi. Annars er hætt við að útkoman verði eins konar alþjóðlegur markaður, þar sem umræðan getur hæglega dottið niður í einhvern þjóðlegan met- ing eða yfirborðskenndar vanga- veltur um „þjóðleg sérkenni". Gamli og nýi heimurinn Markmið þessarar sýningar er meðal annars að beina athyglinni að þeim gagnkvæmu áhrifum sem Karin Broker: South: A Visit, æting. átt hafa sér stað á milli gamla og nýja heimsins, á milli hinnar rót- grónu evrópsku hefðar annars vegar og þeirra fordómalausu viðhorfa og þeirrar fersku ný- sköpunar, sem menn hafa fundið vestan hafs hins vegar. Sýningin leiðir þetta að nokkru leyti í Ijós, hvort sem það er fyrir meðvitað val eða ekki. Tvímæla- laust hefði verið hægt að velja á þessa sýningu evrópska grafíklist sem einkenndist af ferskara myndmáli, er tæki meira mið af félagslegum og hugmyndalegum raunveruleika samtímans en væri um leið frjálsara undan hefð- bundnu fagurfræðilegu gildi- smati. Þetta sýnir einfaldlega hversu hæpið getur verið að draga almennar ályktanir af sam- sýningum sem þessum. Dæmi um þá fersku og for- dómalausu myndsköpun, sem finna má í bandarísku sýningunni er vissulega að finna í tréristum listakonunnar Karen Kunc, sem úthlutað var 1. verðlaunum á þessari sýningu. Þetta eru ljóð- rænar og kóloristískar tréristur í 4-5 litum, sem bera öll einkenni ferskrar og óbundinnar tjáning- ar. Hins vegar finnst mér sjálfum mun meira koma til ætinga Karin Outi Heiskanen: Hesthús, æting. Broker frá Texas, sem sýna okk- ur mannamyndir sem unnar eru á kraftmikinn og áhrifaríkan hátt og bera öll einkenni hins banda- ríska ferskleika. Annar verðlaunahafi á þessari sýningu er Norðmaðurinn Yngve Næsheim, sem sýnir okkur svarthvítar tréristur, sem einnig bera nokkurn keim af þeim for- dómalausu viðhorfum, sem eignuð eru bandaríska skólanum. Myndir hans eru bæði stærri í for- mati en algengt er um grafík- myndir, og svo hefur hann gert sér lítið fyrir og klippt út og límt yfir eins og andinn bauð honum, þannig að ein myndin er að minnsta kosti „collage“ að nokkru leyti. Næsheim er vel að verðlaununum kominn, því í myndum hans falla saman ford- ómalaus viðhorf og nýsköpun og hefðbundið gildismat sem rekja má beint aftur til evrópskra meistara á borð við Rembrandt og Munch. Annað dæmi um áhrif „nýja heimsins" á þann gamla eru ak- vatintur íslendingsins Jóns Ósk- ars, sem reyndar virðast rót- lausari í myndmáli sínu, en myndir hans eru engu að síður virðingarverðar tilraunir til ný- sköpunar. En hin gamla evrópska hefð á sér líka verðuga fulltrúa á þessari sýningu, og eru sumir þeirra reyndar gamalkunnir. Má þar til dæmis nefna Danana Palle Niel- sen og Ole Sporring, Outi Hei- skanen frá Finnlandi, Erik Heyninck frá Belgíu, sem sver sig í ætt við belgískan súrrealisma, Giuseppe Zigaina frá Ítalíu, Bor- is Jesih frá Júgóslavíu, Jacek Sroka frá Póllandi, Rolf Böttcher frá V-Þýskalandi og Pieter Hol- stein frá Hollandi. Fróðlegt er að sjá verðlagningu myndanna á þessari sýningu. Verðlagningin segir okkur nokk- uð um skilning listamannanna á hlutverki grafíklistarinnar. Við- urkenndir meistarar á borð við Palla Nielsen bjóða þarna dúkr- istur á 2000 krónur stykkið á meðan minni spámenn selja sig margfalt dýrara um leið og þeir tíunda nákvæmlega útgefinn ein- takafjölda. Há verðlagning á grafík er venjulega réttlætt með takmörkuðum eintakafjölda, en spurningin er hins vegar sú hvort Ástkæra, ylhýra... Fyrirlestrar um vanda tungunnar Fjórtán fyrirlestrar um vanda tungunnar sem haldnir voru á ráðstefnu Vísindafélags Islendinga komnir út á bók Nýlega kom út bók um ís- lenska tungu pg er hún gefin út af Vísindafélagi íslendinga í háskól- anum. Nefnist bókin: Móðurmál- ið. Fjórtán erindi um vanda ís- lenskrar tungu á vorum dögum. Ólafur Halldórsson sá um útgáf- una. í apríl á síðasta ári gekkst Vís- indafélagið fyrir ráðstefnu í Nor- ræna húsinu um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. Voru á ráðstefnuna fengnir fyrirlesarar úr röðum fólks sem hefur náin kynni af stöðu málsins og þróun. Móðurmálið. Fjórtán erindi... inniheldur fyrirlestra sem fluttir voru á ráðstefnunni, og eins og nafnið bendir til er þar fjallað um hinn ýmsa vanda sem að tung- unni steðjar og hvaða ráðstafanir hægt sé að gera til að vernda tungumálið. Bókin er 113 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. -ing Laugardagur 13. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.