Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 2
|—SPURNINGIN' FRÉTTIR Er líklegt aö það takist að mynda ríkisstjórn fyrir þjóðhátíð? Margrét Bóasdóttir, söngkona: Þaö væri allavega mikiö gam- an ef þeim tækist aö kgma sér saman fyrir þjóöhátíö. Ég vona bara að stjórnmálaflokkarnir kCiTi! sér Sáinán um stjórn sem fyrst. Böðvar Ásgeirsson, trésmiöur: Nei, ekki úr þessu. Þaö er of skammur tími til 17. júní. Ég hef enga trú á því aö þeim takist aö nýta þann stutta tíma sem eftir til þess aö mynda stjórn. Steingrímur Pétursson, húsvörður: Nei, þaö verður sko örugglega ekki búið aö mynda stjórn fyrir þann tíma. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stjórn verður ofan á aö lokum. Margrét Eiríksdóttir, húsmóöir: Nei, ég hef enga trú á því. Kjartan Jónsson, sjómaður: Jú, ég gæti vel trúaö því aö þeim tækist að mynda stjórn núna. Mér þætti ekki ósennilegt að Þorsteinn Pálsson yrði for- sætisráðherra. Síldarútflutningur Færeyingar áhugasamir Fœreyingurfékk íslenska síld í jólaboði og hyggur nú á innflutning. Fékk prufusendingu frá Síldarréttum hf. að hefur cin sending farið til Færeyja, en það verður að koma í ljós hvort þarna er að opn- ast markaður fyrir sfld. Það væri ánægjulægt ef við gætum selt þeim meira, sagði Egill Thorar- ensen framkvæmdastjóri SHdarr- étta hf. í samtali við Þjóðviljann ■ gær. Fullunnin íslensk sfld í neytendapakkningum hefur fram til þessa ekki verið útflutnings- vara ef frá er talinn útflutningur á gaffalbitum til Sovétríkjanna. Nú hefur opnast möguleiki á að flytj a út sfld í neytendapakkningum, því Færeyingar hafa sýnt síldinni frá Síldarréttum áhuga. Prufu- sending fór utan í síðasta mánuði og bíða menn nú spenntir eftir framhaldinu. Að sögn Egils var aðdragandi þessa útflutnings sá að Færeying- ur nokkur bragðaði á íslenskri sfld í jólaboði hjá kunningja sín- um, sem hafði fengið hana að gjöf frá íslandi. Honum smakk- aðist sfldin svo vel að hann hafði samband við Sfldarrétti og nú er ekki loku fyrir það skotið að út- flutningur geti hafist. Færeysk sfld og dönsk hefur fram til þessa verið alls ráðandi á færeyska markaðnum. -gg Dvalarheimili Hrafnista þrítug Fiölbraut Breiðholti Sárvantar sérmenntaðfólk í mötuneyti heilbrigðisstofnana Sölusýning á handavinnu vistfólks og kaffisala á sjómannadaginn Fyrstu matarfræðingarnir sem Ijúka námi hérlendis voru brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti á dögunum. Það eru fjórar stúlkur, allar bú- settar úti á landi. Matvælafræðinámið er hlið- stætt menntun „ökonoma" á Norðurlöndum nema að hér hef- ur það verið fellt inn í áfangakerfi fjölbrautaskóla og því hægt að Ijúka því með stúdentsprófi. Námið tekur tvö ár en inntökuskilyrði eru matar- tæknapróf sem er þriggja ára nám í fjölbrautaskóla, hússtjórnar- próf, sveinspróf í matreiðslu eða stúdentspróf. Mikil vöntun er á starfsfólki með matarfræðimenntun til stjórnunarstarfa í mötuneytum heilbrigðisstofnana. -Ig. Stúlkurnar sem luku námi í matarfræði: Frá v. Sesselja Hauksdóttir frá Röðli við Blönduós, Friðgerður Guðnadóttir frá Þverlæk í Holtahreppi, Guðrún Sigur- geirsdóttir frá Lundarbrekku í Bárðardal og Hugrún Högnadóttir frá Patreks- firði. Hrafnista í Reykjavík, eða Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, er 30 ára um þessar mundir. Heimilið var vígt á sjóm- annadaginn fyrir 30 árum og nú á sunnudaginn verður þessara tímamóta minnst. í tilefni afmælisins verður m.a. efnt til sölusýningar á handa- vinnu vistfólks á sunnudaginn og stendur hún yfir frá kl. 13-17. Margt eigulegra muna getur að líta á sýningunni. Á sama tíma verður kaffisala á Hrafnistu og rennur ágóðinn til velferðarmáia vistfólksins. -gg Friftarhlaupiö í kringum landiö hófst vlð hátíðlega athöfn við Höfða í gærmorgun þar sem Steingrímur Hermannsson forsaetisráðherra kveikti á friðarkyndlinum sem hlaupið verður með umhverfis landið í þessu heimshlaupi friðarsinna. Steingrfmur hljóp síðan fyrsta sprettinn uppá Borgartún en þar tók við kyndlinum Sveinn Björnsson forseti fsí og fylgdi honum vaskur hópur hlaupara sem fluttu logandi kyndilinn austur eftir hringveginum í gær. Mynd-Sig. Fyrstu matarfræðingamir 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.