Þjóðviljinn - 25.06.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 25.06.1987, Side 1
Fimmtudagur 25. júní 1987 134. tölublað 52. órgangur Stjórnarmyndun Lopinn teygður Afgerandi svar um hvort afnýrri ríkisstjórn verðurfékkst ekki ígœr. Jón Baldvin: Saltvondur þegar verkstjórn mín er gagnrýnd. Skýristá föstudag hvortafnýrri stjórn verður. Stjórnkerfisbreytingar, landbúnaðarmál, kaupleiguíbúðir og stólaskipting enn óútkljáð Ekki fékkst úr því skorið eftir tæplcga tveggja stunda fund formanna Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, í þingflokksherbergi krata síðdegis í gær, hvort af nýrri rík- isstjórn yrði eða ekki. Áður hafði verið látið í það skína að á þessum fundi yrði endanlega úr því skorið. Engin niðurstaða fékkst hinsvegar og því er málið áfram í biðstöðu. Eftir fundinn ruku þeir Þor- steinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson á dyr og vildu ekk- ert við blaðamenn tala en vísuðu á Jón Baldvin sem sat þungur á brún við borðsendann í þing- Hvalveiðiráðið Norðuitiafa- samtök Talað er um stofnun samtaka þjóða í Norðurhöfum um sjávarspendýr. Fleiri þjóðir bœttust í hóp þeirra sem eru andvíg tillögu Bandaríkj- anna. Þó talið líklegt að tillagan verðisam- þykkt ídag I dag fæst úr því skorið hvort tillaga Bandaríkjamanna um, að vísindaráð Alþjóða hvalveiði- ráðsins fjalli um vísindahval- veiðar, verði samþykkt. Halldór Ásgrímsson ítrekaði enn í gær að fari svo muni íslendingar hugsan- lega segja sig úr ráðinu og jafn- framt gat hann þess að viðræður um stofnun sérstakra samtaka þjóða í Norðurhöfum um sjávar- spendýr væri farin af stað. Guðmundur Eiríksson, þjóð- réttarfræðingur, flutti í gær á fundinum í Bournemouth ítar- lega greinargerð um að tillaga Bandaríkjamanna bryti í bága við stofnsamning samtakanna. Sagði hann flutning tillögunnar brot á lögum Hvalveiðiráðsins. Mun málflutningur Guðmundar hafa orðið til þess að nokkur ríki bætt- ust við í hóp þeirra ríkja sem fylgja íslensku sendinefndinni að málum. Þrátt fyrir að þeim þjóðum hafi fjölgað eitthvað er þó talið mjög líklegt að tillaga Bandaríkja- manna verði samþykkt. -Sáf flokksherberginu. Fyrr um dag- inn hafði hann átt fund með Þor- steini Pálssyni. „Ég verð saltvondur þegar verkstjórn mín er gagnrýnd,“ sagði Jón Baldvin eftir að hafa í stuttu máli rakið gang viðræðn- anna. Það kom fram hjá honum að í dag klukkan þrjú munu for- mennirnir hittast aftur. Á föstu- dag er stefnt á að útkjá þau deilu- mál sem eftir eru og boða flokkss- tjórnir og miðstjórnir til fundar á laugardag og þingflokkana þá um kvöldið, ef af myndun ríkis- stjórnar verður. Jón Baldvin sagðist telja að komið væri samkomulag um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum, auk þess sem búið væri að vinna ýtarlegt prógramm um fram- haldsaðgerðir. Fyrstu aðgerðirn- ar fela í sér fækkun á undanþág- um frá söluskatti, bifreiðagjald, kjarnfóðurskatt, frystingu á endurgreiðslum söluskatts til sjávarútvegsins og gjöld af ríkisá- byrgðum og erlendum lántökum. „Enn er eftir að útkljá fjögur mál,“ sagði Jón Baldvin og í máli hans kom fram að það væru stjórnkerfisbreytingarnar, land- búnaðarmálin, kaupleiguíbúð- irnar og stólaskiptingin. „Ég vil ekki svara því hvort ég er vantrúaður á að viðræðurnar endi með ríkisstjórn. Það er hægt ef pólitískur vilji er fyrir hendi.“ Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er hinsvegar talið að sá vilji sé frekar lítill og eitthvert af þeim málum sem Jón Baldvin sagði enn óútkljáð verði notað sem átylla til slita. -Sáf Jón Baldvin var þungur á brún við borðsendann í þingflokksherbergi krata. Þorsteinn og Steingrímur ruku hinsvegar burt strax að afloknum fundi formannanna. Mynd Sig. Vogalax 400 þús. seiðum sleppt Stórfelld stœkkun á stöðinni stenduryfir. Verður hin stœrsta sinnar tegundar í heiminum Núna er í gangi hjá okkur stærsta slepping á landinu. Við erum þegar búin að sleppa 150.000 seiðum, og önnur 250.000 bætast við á næstu dögum, sagði Vilhjálmur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Vogalax, þegar Þjóðviljinn leitaði frétta af laxcldi í gær. Vilhjálmur sagði að seiða- slepping sú sem hér um ræðir væri hin þriðja stærsta af Atlantshafs- laxi við Norður-Atlantshafið, en Bandaríkjamenn og Kanada- menn hafa gert tilraunir með að sleppa Kyrrahafslaxi við austur- strönd Bandaríkjanna í meira mæli. Heimturnar hjá þeim hafa hins vegar verið slakar, eða um 3%, en aftur á móti hafa þeir Vogalaxmenn endurheimt 8- 12% af sínum seiðum. 12.6% þegar best hefur látið. „Við erum að stækka stöðina og því standa yfir miklar fram- kvæmdir hjá okkur,“ sagði Vil- hjálmur. Verið er að stækka stöð- ina úr hálfrar milljón seiða stöð uppí að geta ráðið við hálfa þriðju milljón, og þar með verður hún sú stærsta í heimi sem fæst við að sleppa seiðum af Norður- Atlantshafsstofni. Vilhjálmur sagði að á næsta ári verði um tveimur milljónum seiða sleppt. Fyrstu hafbeitarlaxarnir skil- uðu sér inn í stöðina í gær. HS Skýrslurnar Ásmundur og Ólafur Ragnar í dag birtist útdráttur úr síð- ustu tveim skýrslum forustu- manna Alþýðubandalagsins um stöðu flokksins eftir kosningarn- ar. Það eru skýrslur þeirra Ás- mundar Stefánssonar og Olafs Ragnars Grímssonar, sem enda þessa umfjöllun, en á morgun hefst miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins. Sjá útdrættina í opnu og viðtal við Kristínu Á. Ólafsdóttur, for- mann miðstjórnar, á blaðsíðu 3, um fundinn á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.