Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Að féla hlut - Að þjálfa sig í hermennsku heila starfsævi án þess að eiga þess kost að lenda í styrjöld er eins og að æfa knattspyrnu árum saman og fá aldrei að koma inn á völlinn! Það er hætt við að ýmsum sjónvarpsáhorfend- um í fyrrakvöld hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir hlýddu á mál ungs og gervi- legs höfuðsmanns í landgönguliði bandaríska flot- ans; sá hét O’Connor og við sáum hann í kvik- myndinni „Miðnesheiði” eftir Sigurð Snæberg. Ekki var síður hrollvekjandi að hlýða á aldraðan hershöfðingja úr Bandaríkjaher útlista þá faglegu skoðun sína, að það sem úrslitum réði í kjarnorku- styrjöld væri einfaldlega að verða fyrri til að hefja árás. Hinn aldurhnigni generáll sagði af mikilli hrein- skilni að hann teldi kjarnorkuvopn vera þau einu vopn sem dygðu Bandaríkjamönnum og Nató gegn hernaðaryfirburðum Sovétríkjanna á öllum öðrum sviðum. Hins vegar sagðist hann ekki vita hvort kjarnorkuvopn væru á íslandi, og er undar- legt til þess að vita hversu óljóst það er, hvort á íslandi séu til þau voþn sem ein bíta, ef til þess ófriðar kemur sem hermennirnir hafa eytt ævinni í að undirbúa sig fyrir. Flotaforinginn á Keflavíkurflugvelli vildi hvorki játa né neita tilveru kjarnorkuvopna á íslandi, en brá síðan á glens og bauð íslendingum að koma inn á hernámssvæðið með geiger-teljara og leita þar dyrum og dyngjum að kjarnorkuvopnum. Slík- an leik kalla menn „að fela hlut“ og ræður þá úrslitum hvor er hugkvæmari, sá sem felur eða sá sem leitar. Höfundur myndarinnar, Sigurður Snæberg, sagði í viðræðuþætti að lokinni sýningu, að hann hefði ekki valið þann kostinn að gera áróðurs- mynd „með her eða móti her“, heldur kostað kapþs um að leggja fram upplýsingar þannig að áhorfendur hefðu um nóg að hugsa. Og víst ætti vera bandarísks herliðs á íslenskri grund að vera (slendingum ærið umhugsunarefni. En sú tilhneiging er rík í fari fólks að banda frá sér og reyna að forðast óþægilegar hugsanir sem á hugann leita. Þess vegna er gerð þessarar mynd- ar þarft verk. Hún minnir okkur á að þjóðin hefur skotið sér undan þeirri skyldu að bera sjálf ábyrgð á vörnum og öryggi landsins. Hún minnir okkur á að við höfum lagt fjöregg okkar í hreiður hins ameríska arnar. Hún minnir okkur á að hagsmunir og hugsunarháttur íslendinga og Bandaríkja- manna fara ekki saman í öllum greinum. Hún minnir okkur á að veru hersins fylgir margs konar áhætta sem íslendingar væru lausir við, ef banda- rískt herlið væri ekki í landinu. í fyrsta lagi fylgir því menningarleg áhætta að fela erlendum málaliðum varnir og öryggi þjóðar- innar: Við þurfum ekki lengur að vaka sjálf á verð- inum, það færist yfir okkur fölsk öryqgiskennd, værð, sljóleiki. í öðru lagi fylgir því efnahagsleg áhætta að venja sig á að eiga bandarískt herlið að tekjustofni sem gefur af sér um fjóra milljarða á ári á auðveld- an máta, en kemur um leið í veg fyrir eðlilega atvinnuuppbyggingu hjá fámennri þjóð sem svo sannarlega þarf sjálf á öllu sínu vinnuafli að halda. Hin efnahagslega áhætta felst einnig í því að það er ekki nema mannleg náttúra að vilja leggja sig í nokkra hættu fyrir fljóttekinn gróða, þannig að þeir sem teygja sig lengst eftir hernámsgróðanum eru ekki endilega að hugsa um þjóðarheill og varnir og öryggi landsins þá stundina. í þriðja lagi fylgir því hernaðarleg áhætta að hafa erlenda herstöð í landinu. Keflavík er skot- mark í kjarnorkustríði - ekki Reykjavík eða Akur- eyri. Eða með öðrum orðum: í kjarnorkustríði er ísland skotmark vegna þess að þar er herstöð, og þeim er best borgið sem fjærst henni búa! Allt þetta rifjaði Sigurður Snæberg upp fyrir áhorfendum með kvikmynd sinni „Miðnesheiði". Það er sannarlega tímabært að ýta við þjóðinni og rífa hana uþþ úr því værðarlega og falska ör- yggi sem hún hefur vanist á. - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Pukurflokkurinn Pukrið hefur alltaf verið aðals- merki forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Þar hefur lítil klíka ráðið lögum og lofum, einsog sést best þessar síðustu vikur, þar sem fylgi rúnum formanni er enn hampað goðumlíkum á stalli. Þó vita allir að Porsteinn Pálsson er álíka fastur í sessi sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Chun, forseti Suður Kóreu, er um þess- ar mundir. Þó er ekki við því að búast að stúdentaóeirðir brjótist út í Sjálf- stæðisflokknum einsog austur í barbaríinu. Stúdentar flokksins eru nefnilega flestir búnir að yfir- gefa íhaldið og komnir annað. Pukrið, leyndin og klíkuvinn- an hjá íhaldinu hefur raunar sjaldan birst jafn skýrt og í vinnu- brögðunum kringum svokallaða „úttekt'* flokksins á afhroðinu sem íhaldið galt verðskuldað við síðustu kosningar. Jósef Stalín hefði verið fullsæmdur af þeim. Fjölskyldunefndin Eftir að klaufaháttur Þorsteins Pálssonar varð til þess (góðu heilli) að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn hefur hann og fýlufélagið í Valhöll verið í eins konar pólit- ísku losti. Þegar venjulegir flokksmenn leituðu eftir skýring- um af hendi þeirra á óförunum fór allt kerfið af stað til að tryggja áframhaldandi þögn. Eftir á hafa þeir Þorsteinn og Friðrik Sophus- son látið í veðri vaka að þögnin hafi verið nauðsynleg vegna þátt- töku flokksins í viðræðum um myndun ríkisstjórnar! Vegna þessa furðulega þagnar- bindindis sem flokksforystan setti á menn spratt hins vegar mikil ólga, og um síðir komst fýlufélagið í Valhöll ekki hjá því að setja einhvers konar könnun af stað. En til að tryggja áfram- haldandi frið kringum hinn fallvalta formann tók fýlufélagið upp á því að skipa einskonar fjöl- skyldunefnd í málið. Allir nefndarmenn voru nefni- lega annaðhvort nánustu sam- starfsmenn Þorsteins Pálssonar, bestu vinir hans frá frjálshyggju- skeiði Eimreiðarhópsins, vensla- menn eða klíkubræður. Skýrslurnar faldar Fýlufélagið gekk meira að segja svo langt í að kæfa nefnd- ina, að það gerði að formanni hennar engan annan en varafor- mann Sjálfstæðisflokksins, Frið- rik Sophusson. En hann var vita- skuld einn af helstu arkítektum ósigurs flokksins. Sú ákvörðun var því álíka vitræn og að láta fingralangan heildsala dæma sjálfan um hvort hann hefði stolið nógu miklu til að verða settur inn. Þrátt fyrir að Valhallarklíkan hafi þannig beitt öllum brögðum til að kæfa umræðu um þátt henn- ar og forystunnar í tapi Sjálfstæð- isflokksins kom eigi að síður fram hörð gagnrýni á fýlufélagið frá að minnsta kosti tveimur aðilum fjölskyldunefndarinnar. En hvaða sjálfstæðismaður hefur lesið þessar skýrslur? Hvar eru þær núna? Hvar er úttekt Morgunblaðsins á þeim og öll viðtölin við nefndarmennina? Sannleikurinn er nefnilega sá, að skýrslurnar eru læstar inní skj alaskápum V alhallar. Það á að þegja þær í hel. Flokksmenn eiga ekki að fá að sjá þær. Þorsteinn er búinn að láta sína menn setjast á gagnrýnina á hann sjálfan. Hin íslenska Pravda, alias Morgun- blaðið, tekur auðvitað þátt í yfir- hylmingunni. Blaðið hefur ekki birt orð af viti um skýrslu fjöl- skyldunefndarinnar. Það er enn í sama flokkstjóðrinu og fyrir 30 árum. Guði sé lof að Matthías hefur þó skáldskapargyðjuna að leita huggunar hjá í raunum sínum... Pjóðviljinn og Varmaland Sennilega er ekki hægt að hugsa sér meiri andstæður í vinnubrögðunum en meðferð annars vegar Alþýðubandalags- ins og hins vegar Sjálfstæðis- flokksins á úttektum flokkanna á kosningaósigrum. Skýrslur Sjálfstæðisflokksins eru orðnar pukrinu að bráð, skápamatur í Valhöll, þar sem flokksmenn komast hvergi nærri. Vandaðar greiningar forystu- manna Alþýðubandalagsins á ó- förum flokksins eru hins vegar umræðuefni á tveimur mið- stjórnarfundum, sem eru að hluta til opnir fjölmiðlum, og þar sem hver einasti flokksmaður getur komið og hlustað að vild. ítarlega unnir útdrættir eru þess utan birtir alla þessa viku í Þjóðviljanum, þar sem hver og einn getur lesið þá. Við höfum ekkert að fela! Þjóðviljinn tók þá ákvörðun að vendilega íhuguðu máli að birta helstu þætti úr skýrslum flokks- forystunnar. Og það er skondið á þessum alvörufullu dögum enda- lausra stjórnarmyndana að sjá hvernig meðferð Þjóðviljans á Varmalandsskýrslunum hefur slegið hina fjölmiðlana út af laginu. Beðið pftir veislu Hinir pólitísku spámenn fjöl- miðlaheimsins höfðu nefnilega beðið með lófana sveitta og munnvatnsframleiðsluna í há- marki eftir skýrslum fallbyssanna úr forystu Alþýðubandalagsins. Gúrkutíðin enda yfir og allt um kring, og því heldur betur þörf á einhverju vel krassandi í upp- slætti á forsíðu. En, - því miður. Það var ekkert að fela. Þjóð- viljinn birti alla helstu þætti skýrslanna, - á undan hinum!! Meira að segja hinar vösku bordísir Morgunblaðsins (Black and Decker) urðu að láta sér nægja að skrifa léttfýldar fréttir uppúr Þjóðviljanum. Veislan sem íhaldspressan beið eftir með álíka eftirvæntingu og afdankaðir lordar eftir teboðum drottningar varð að engu. Sorrí Stína, einsog þar segir.... Sjónvarpið - það náttúrlega brást einsog fyrri daginn þegar vinstri vængurinn er annars veg- ar. Ekki hefur Ríkissjónvarpið enn birt orð um skýrslurnar. Raunar er athyglisvert að það hefur líka gersamlega látið hjá líða að kanna skýrslur fjölskyldu- nefndar fhaldsins. Kannski mönnum hjá RUV þyki þetta hlutleysi. Ekki orð um Alþýðubandalagið - ekki orð um íhaldið. Allir á sléttu og hlut- leysinu borgið! En þá halda menn vitaskuld áfram að halla sér í auknum mæli yfir á Stöð 2, sem lifir þó í nútím- anum. -ÖS þlOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gislason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitstelknarar: SœvarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvœmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. AuglýslngastjórLSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, OlgaClausen, GuðmundaKristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. ÚtbrelÖ8lu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausaaölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áekrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.