Þjóðviljinn - 25.06.1987, Page 5
Umsjón:
Magnús H.
Gíslason
Mjólkursamlag K.S.
Aukin
sala á
neyslu-
mjólk
samlagi Kaupfélags Skagfirðinga
á sl. ári miðað við árið á undan
eða rúmlega 579 þús. ltr. og nem-
ur það 6,7%.
Sala á neyslumjólk - nýmjólk,
léttmjólk og súrmjólk - nam
890.327 ltr. og jókst um 14.032
ltr. frá 1985. Ber þar nýrra við og
er þakkað góðri sölu á nýjum
súrmjólkurtegundum sem byrjað
var að selja á sl. ári. Rjómasala
jókst nokkuð auk þess sem fluttir
voru til Akureyrar 117.508 ltr. af
rjóma til vinnslu á Smjörva. Sala
á pakkaðri undanrennu jókst
verulega eða úr rúmum 10 þús.
ltr. í rúma 15. þús. ltr. Sala á
skyrmysu jókst einnig talsvert en
verulega dró úr skyrframleiðslu
og varð hún tæp 34 tonn. Fram-
Nokkur minnkun varð á
innveginni mjólk hjá Mjólkur-
Hólaskóli
Tuttugu
og fimm
braut-
skráðir
leiðsla á smjöri minnkaði um 55
tonn, varð 76 tonn á móti 131
tonni árið áður. Allt um það
minnkuðu smjörbirgðir ekki
nema um 8 tonn. Framleiðsla á
ostum minnkaði einnig verulega
og um sl. áramót voru birgðir af
þeim 15o tonn á móti 177 tonnum
ári fyrr.
Fyrir innlagða mjólk voru
framleiðendum greiddar kr.
216.407.752 kr. eða 13% meira
en árið áður. Meðalgrundvallar-
verð Samlagsins var kr. 25.087
pr. ltr, en landsmeðaltal var kr.
24.0537. Hefur grundvallarverð
verið greitt að fullu og eftirstöðv-
ar því engar.
I heild var afkoma Samlagsins
góð á árinu. Rekstrarafgangur
var að mestu leyti lagður í Fram-
kvæmdasjóð þar sem ýmsar
endurbætur á húsum Samlagsins
og búnaði fara að verða aðkall-
andi.
Fyrir dyrum stendur nú gagn-
gerð endurskoðun á reglugerð
Samlagsins og er það afleiðing
hinna nýja búvörulaga.
Ákveðið var að nota verð-
skerðingarféð til þess að stuðla
að aukinni kynningu á mjólk og
mjólkurvörum og meiri mjólk-
urneyslu ungmenna.
-mhg
Athafnasamur félagsskapur
Frá Sambandi Skagfirskra kvenna
Á krossmessu á vori, eins og
undirritaður ólst upp við að
vinnuhjúaskildaginn 14. maí væri
nefndur, var Bændaskólanum á
Hólum slitið. Að venju fór sú at-
höfn fram í Dómkirkjunni.
í skólaslitaræðu sinni fór Jón
Bjarnason skólastjóri lofsam-
legum orðum um ástundun og ár-
angur nemenda sem hefðu lagt
sig mjög fram við námið, dyggi-
lega studdir af kennurum sínum.
Skólastjóri vék að ýmsum
breytingum sem orðið hafa á
starfsemi skólans undanfarin ár
og enn er ekki lokið. Frá árinu
1984 hafa tvær námsbrautir verið
við skólann; almenn búfræði-
braut og fiskeldisbraut.
Að þessu sinni útskrifaði
skólinn 25 nemendur. Eru þeir úr
öllum landshlutum, þar af 7
heimamenn, þ.e. Skagfirðingar.
Hæstu einkunn við búfræðiprófið
hlutu þau Sigríður Bjarnadóttir í
Eyhildarholti og Þórarinn Leifs-
son í Keldudal. Ýmsir nemendur
hlutu sérstök verðlaun fyrir góð-
an námsárangur í ýmsum náms-
greinum.
Viðstaddir skólaslitin voru
meðal margra annarra þeir Sig-
urður Guðmundsson Hólabiskup
og Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra. Fluttu þeir skóla og
nemendum þakkir og árnaðar-
óskir.
Skólinn er jafnan fullskipaður
og komast þar færri að en vilja.
Þrátt fyrir erfiðleika sem yfir
ganga nú um stundir ber hin
mikla aðsókn að bændaskólunum
óljúgfróðan vott um áhuga ungs
fólks á störfum við landbúnað og
er gott til þess að vita. -mhg
í Sambandi skagfirskra kvenna
eru nú 13 kvenfélög. Þótt sumir
telji töluna 13 ekki giftusamlega
verður ekki séð að hún hái starf-
semi Sambandsins. Það er ágæt-
lega athafnasamur félagsskapur
eins og glögglega kom fram í máli
fornianns Sambandsins, Sól-
veigar Arnórsdóttur i Útvík, á að-
alfundi þess, sem haldinn var í
Varmahlíð fyrir nokkru, í boði
Kvenfélags Seyluhrepps.
Meðal þess, sem Sambandið
hefur beitt sér fyrir er námskeiða-
hald, basarar, haustskemmtanir
kvenfélaganna, hópferð til Dan-
merkur og vinnuvaka á Löngu-
mýri. Ágóðinn af vinnuvökinni
rann til Dvalarheimilis aldraðra á
Sauðárkróki og voru því færðir
ýmsir munir, svo sem handofnir
borðdreglar úr íslensku bandi á
öll borð í borðstofu og dagstofu
og veggstykki. Áður hafði
Kvenfélag Sauðárkróks gefið öll
húsgögn í stofurnar.
Þá veitir Sambandið bókaverð-
laun þeim nemendum, í grunn-
skólanum í Hofsósi, Sauðárkróki
og Varmahlíð, sem fram úr skara
í handmennt og heimilisfræðum.
Enn má nefna, að Sambandið
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
hefur látið gera platta með mynd
eftir Friðrik Arnar Haraldsson,
14 ára Sauðkræking, en hann
hlaut 1. verðlaun í hugmynda-
samkeppni um minjagripagerð,
sem Sambandið efndi til. Verður
plattinn m.a. fáanlegur á helstu
ferðamannastöðum.
Væntanlegt er afmælisrit
Kvenfélags Sauðárkróks en það
varð nírætt á næstliðnu ári. Höf-
undur ritsins er Aðalheiður
Ormsdóttir og nefnist það „Við
Ósinn“.
Á fundinum komu skógrækt-
armálin til umræðu og var m.a.
rætt um framtíð skógræktar-
stöðvarinnar í Varmahlíð. Um
hana ríkir nú óvissa vegna fjár-
skorts og er illt til þess að vita því
hún hefur reynst mikil lyftistöng
skógræktar í Skagafirði.
Stjórn Sambands skagfirskra
kvenna er nú þannig skipuð að
formaður er Sólveig Arnórsdótt-
ir, varaformaður Ingibjörg Jó-
hannesdóttir, ritari Sigurbjörg
Bjarnadóttir og gjaldkeri Lovísa
Símonardóttir. Formaður orlofs-
nefndar er Áshildur Öfjörð, rit-
ari Elín Lúðvíksdóttir og gjald-
keri Kristbjörg Bjarnadóttir.
-mhg.
V.Hún.
Tekjuafgangur 642 þús. kr
hjá kaupfélaginu á Hvammstanga
Frá Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga á Hvammstanga
berast okkur þær fregnir að af-
koma þess hafi veriS allnokkru
betri á sl. ári en árið 1985.
Heildarvelta félagsins varð 527
millj. kr. og er það 15,7%
aukning. Vörusala varð 178 millj.
kr. og jókst um 8,9%. Tekjuaf-
gangur félagsins varð 642 þús. kr.
er aukaafskrift að upphæð 4,8
millj. og niðurfærsla viðskipta-
krafna að upphæð 2,5 millj.
höfðu verið færðar til gjalda.
Innistæður á viðskiptareikning-
um voru 54. millj. og er það
14,91% hækkun. Skuldir á við-
skiptareikningum hækkuðu um
13,04% og voru rúmar 31 millj.
kr. Innistæður í innlánsdeild
námu í árslok 54 millj. kr. og uxu
um 33,15% frá fyrra ári. Heildar-
afurðagreiðslur til framleiðenda
voru 225 millj. kr. eða 14,26%
hærri en árið áður. Heildarlauna-
greiðslu hjá félaginu voru 42
millj. kr. sem er 17,83% hækkun
frá fyrra ári.
Fram kom á aðalfundi
Kaupfélagsins og var samþykkt
tillaga þar sem skorað var á land-
búnaðarráðherra og stjórn Stétt-
arsambands bænda að gera ráð-
stafanir til þess að komið verði nú
þegar stjórn á alla kjötfram-
leiðslu í landinu. Taldi fundurinn
það óforsvaranlegt að takmarka
framleiðslu á kindakjöti einu sér
en láta aðra kjötframleiðslu velta
áfram að vild.
-mhg