Þjóðviljinn - 25.06.1987, Qupperneq 7
Konungsheimsóknin
Rjúkandi
steinar í
farangurinn
Óttablandin virðing skein úr svip
þessa unga manns þegar kóngur
og drottning birtust í öllu sínu
veldi. Mynd Ari.
„liðið væri búið að vera ofboðs-
lega spennt“. Áður en haldið var
inní Herjólfsdal var stoppað við
Sprönguna þar sem krakkar sigu
og sprönguðu af mikilli djörfung
þannig að á köflum tóku gestir
andköf. Þeim var launað með
handabandi konungshjónanna
og forseta íslands. „Það var dáld-
ið skrýtið að spranga fyrir kon-
ungshjónin. Ég var soldið nerv-
us,“ sagði einn sprangarinn eftir
hetjudáðina.
Éftir stuttan ökutúr um dalinn
var komið við á barnaheimilinu
Kirkjugerði. Mikil spenna var í
loftinu, en spennufall hjá sumum
sem efuðust um að á ferðinni
væru kóngur og drottning. Sýnin
passaði einhvern veginn ekki við
myndirnar og sögurnar í bókun-
um.
Eftir skoðunarferðina settust
konungshjón að snæðingi í sam-
komuhúsi leynifélagsskaparins
Akóges, en því næst var haldið á
ný til Reykjavíkur. í gærkvöldi
voru Karl Gústaf og Silvía í boði
Reykjavíkurborgar í kvöldverði
á Kjarvalsstöðum.
í dag fara konungshjón að
Gullfossi og Geysi. Þau snæða á
Þingvöllum og koma við á Gljúfr-
asteini á leið til Reykjavíkur. f
kvöld eru konungshjónin með
boð á Loftleiðum.
-K.Ól.
Sœnsku konungshjónin í Vestmannaeyjum í
gœr
Vestmannaeyingar tóku vel á íshúsið var næsti áfangastaður.
móti sænsku konungshjónunum í Konungshjón og gestir gengu um
gær þótt veðrið hafi ekki fylgt vinnslusalina og skoðuðu hvernig
fordæmi þeirra, en það var frek- að verkuninni var staðið, en
ar svalt og þungbúið þegar kon- starfsfólk hélt áfram vinnu sinni
ungshjónin, forseti Islands og eins og ekkert hefði í skorist.
fylgdarlið stigu á land í „Bónusinn, skilurðu," sagði ein
Vestmannaeyjum í gærmorgun. starfstúlkan við blaðamann og
í móttökunefnd Eyjabúa voru glotti, en viðurkenndi um leið að
m.a. Arnaldur Bjarnason bæjar-
stjóri, Kristján Torfason bæjar-
fógeti, Ragnar Óskarsson forseti
bæjarstjórnar og Páll Zophónías-
son ræðismaður Svía í
Vestmannaeyjum. Páll Zophón-
íasson tók síðan að sér leiðsögn
um Heimaey fyrir konungshjón
og fylgdarlið á meðan Páll Helga-
son sá um leiðsögn fyrir frétta-
menn og ljósmyndara. Hann not-
aði óspart tækifærið til þess að
kynna fyrir Svíum íslenska fyndni
og hafði einstakt lag á því að
beina sjónum Svíanna frá því sem
hann vildi síður að menn sæju.
Þegar ekið var fram hjá ösku-
haugunum á hægri hönd, svo
eitthvert dæmi sé tekið, gerði Páll
einhverja ómerkilega
hraunstrýtu á vinstri hönd svo
merkilega að enginn leit til hægri.
Leiðangurinn um Heimaey
hófst með ökutúr um nýja
hraunið í kringum Eldfellið og
konungshjónunum gafst tækifæri
á að handfjatla rjúkandi steina
sem þau tóku síðan með sér í
minjagripasafnið. Hitaveitan í
Vestmannaeyjum vakti mikla at-
hygli þeirra, enda líklega sú eina
sinnar tegundar í heiminum.
Eftir að hitaveitan hafði verið
skoðuð var haldið á Nýja Stans,
en þar var útlistað fyrir gestum
hvernig hafnarmynnið breyttist
til hins betra eftir gosið. Laxeldis-
stöðin í hafnarmynninu vakti líka
athygli.
Silvía og „frændsystkinin" Karl Gústaf og Vigdís Finnbogadóttir á ystu nöf. Mynd Ari
Starfsfólkið í Ishúsinu hélt áfram vinnu sinni eins og ekkert hefði í skorist eins og sjá má á þessari mynd. „Bónusinn, þú
skilur," sagði ein starfstúlkan við blaðamann og glotti, en bætti því við að starfsfólkið væri mjög spennt vegna
heimsóknarinnar.
Konungshjónin snerta varfærnislega rjúkandi stein sem síðan var settur í farteskið. Mynd Ari
Flmmtudagur 25. júní 1987 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 7