Þjóðviljinn - 25.06.1987, Side 11
ERLENDAR FRETTIR
Breskir jafnaðarmenn
Suður-Kórea
Gegn sam-
einingu
Leiðtogar Frjáls-
lyndaflokksins hafa
gagnrýnt kollega sína
í Jafnaðarmanna-
flokknum harðlega
fyrir að beita sérgegn
sameininguflokk-
anna
Forystumenn flokkannna
tveggja sem buðu fram sem
„miðjubandalag“ í þingkjörinu
þann ellefta júní á Bretlandi,
Frjálslynda flokksins og Jafnað-
armannaflokksins,standa nú í há-
værum deilum um það hvort
æskilegt sé að leggja þá niður og
reisa á rústum þeirra einn, sterk-
an miðjuflokk.
Það eru frjálslyndir sem ólmir
og uppvægir vilja að þetta nái
fram að ganga enda varla vanþörf
á breytingum þar sem bandalagið
hreppti eingöngu 22 af 650 sætum
í neðri málstofu þingsins. Þar af
fengu frjálslyndir sautján en jafn-
aðarmenn aðeins fimm. Frjáls-
lyndir skella skuldinni vegna
hrakfaranna á tvíflokka-/tveggja
leiðtogakerfi bandalagsins,
breskir kjósendur hafi sýnt það
svart á hvítu að þeir uni einum
sterkum leiðtoga.
Jafnaðarmenn virðast hinsveg-
ar ekki vera jafn hrifnir af hug-
myndinni. Þeir telja flokk sinn
hafa hlutverki að gegna í breskri
pólitík enn um sinn.
ísrael
Viéræður til einskis
Viðræður Chun Doo Hwans forseta og Kims Young-Sams auka ekki bjartsýni
um lýðrœðisþróun í bráð. Kim Dae-Jung látinn laus úr stofufangelsi
Chun Doo Hwan forseti Suður-
Kóreu lét í gær Kim Dae-
Jung, annan af tveim leiðtogum
Sameinaða iýðræðisflokksins,
lausan úr stofufangclsi. Um
hundrað stuðningsmenn Kims
fögnuðu ákaflega þegar herbílar
óku á brott frá heimili hans eftir
að dátar höfðu staðið þar vörð í
tvo mánuði.
Félagi Kim Dae-Jungs, Kim
Young-Sam, hafði sett frelsun
hans sem skilyrði fyrir því að
hann ræddi við Chun forseta um
ástandið í landinu og leiðir til að
binda enda á látlausa götubar-
daga óeirðalögreglu og mótmæl-
enda.
Sá fundur fór fram í gær. Kim
Young-Sam sagði viðræður sínar
við Chun ekki hafa leitt til neins
og í yfirlýsingu Sameinaða lýð-
ræðisflokksins var sagt að fund-
urinn hefði engan árangur borið.
Kim sagði strax eftir fundinn að
hann gæti ekki með góðri sam-
visku hvatt menn til að fresta
mikilli mótmælagöngu sem fyrir-
huguð er á morgun. í flokksyfir-
lýsingunni var kveðið sterkar að
orði og fullyrt að flokkurinn
myndi „taka höndum saman við
öll lýðræðislega sinnuð öfl í
landinu og ekki linna látunum
fyrr en lýðræði væri komið á fót
og ráðgerðir stjórnarinnar um að
Táragas, táragas, táragas... Ekki verður lát á átökum slagsmálalögreglu og mótmælenda í Suður-Kóreu á næstunni.
sitja áfram við völd brotnar á bak
aftur“.
í gær efndu um 10 000 náms-
menn við 40 háskóla vítt og breitt
um Suður-Kóreu til mótmæla,
fimmtánda daginn í röð. Enn-
fremur bárust fréttir af því að um
700 félagar frjálsra verkalýðsfé-
laga og námsmenn hafi slegist við
óeirðalögreglu í suðurhverfum
Seoul. Þetta er í fyrsta sinn í þess-
ari lotu baráttunnar að verka-
menn láta hana til sín taka. Flest
verkalýðsfélög í landinu eru ákaf-
lega höll undir ríkisstjórnina en
andófsfélög hafa víða sprottið
upp á undanförnum árum.
-ks.
í gær sögðu fyrirmenn flokks-
ins að öllum félögum hans yrði á
næstunni sent bréf í pósti sem
innihéldi atkvæðaseðil. Flokks-
mönnum yrði gefinn kostur á að
greiða atkvæði á milli tveggja
kosta, nánari samvinnu flokk-
anna tveggja eða sameiningu
þeirra. Þeir drógu hinsvegar enga
dul á það að þeir myndu hvetja
menn til að hafna sameiningu.
Einn helsti leiðtogi Frjálslynda
flokksins, David Alton, varð ó-
kvæða við þessum fréttum og
sagði jafnaðarmenn auka mjög á
ringulreið í herbúðum bandalags-
ins með þessu hátterni. „Ef
flokkarnir bera ekki gæfu til sam-
einast að fullu þá stöndum við í
sömu sporum og fyrir kosning-
arnar. Félagar beggja flokka
verða að greiða sameiningu
braut.“
-ks.
Arabar lögou niður vinnu
Um 700 000 arabískir borgarar lögðu niður vinnu ígœr til að andœfa
mismunun og krefjast jafnréttis á við gyðinga
Mjög mikil þátttaka var í gær í
allsherjarverkfalli araba í ís-
racl sem kveðast orðnir lang-
þreyttir á að vera meðhöndlaðir
sem annars flokks borgarar í
landinu. Skóiar, verslanir og
wrksmiðjur stóðu auð og yfirgef-
in víða í norðurhéruðum Israels
þar sem þorri arabanna er búsett-
ur.
Talsmaður verkfallsnefndar-
innar, Nazir Mujali, sagði verk-
fallið aðeins vera fyrstu aðgerð í
herferð mótmæla gegn mismun-
un á fjölmörgum sviðum, svo sem
í menntamálum, opinberum út-
gjöldum og atvinnumálum.
„Arabískir bæir fá um 75 pró-
sent lægri framlög frá því opin-
bera en samsvarandi byggðarlög
gyðinga. Til að mynda er þörfin
orðin mjög brýn í menntamálum,
við þurfum um 1,500 nýjar skóla-
stofur strax til að geta haldið uppi
kennslu. Stjórnvöld hafa lofað
því að verða okkur úti um 40 á
þessu ári en til samanburðar má
geta þess að börnum gyðinga
munu þau útvega 460 nýjar skóla-
stofur.
Vfða á herteknum svæðum
héngu veggspjöld þar sem arab-
ískir íbúar, sem eru um 1,3 miljón
talsins, voru hvattir til að sýna
ísraelsku aröbunum samstöðu. í
bænum Nablus á vesturbakka ár-
innar Jórdan lá öll vinna niðri en
þar var arabísk kona myrt á dög-
unum.
Þau sömu heryfirvöld létu loka
Al-Najah háskólanum í Nablus
og Abu Dis menntaskólanum
skammt utan Jerúsalem af ótta
við að námsmenn efndu til mót-
mæla í samstöðuskyni með ara-
bísku ísraelsmönnunum.
Yfirvöld í ísrael höfðu ekki
hátt í gær en þó viðurkenndi einn
ráðherranna, Moshe Arens, í út-
varpsviðtali að arabískir borgarar
væru settir skör lægra en gyðingar
í landinu. Hann reyndi að gera
lítið úr verkföllunum og fullyrti
að kommúnistar hefðu afvega-
leitt fólk. Þessu vísaði Mujali á
bug. Hann sagði að vissulega
ættu félagar kommúnistaflokks-
ins sæti í verfallsnefndinni en þar
væru einnig félagar fjölmargra
annarra flokka, til dæmis Verka-
mannaflokksins sem sæti á í ríkis-
stjórn.
-ks.
Sambandsþingið í Bonn
Hart deilt um dauöafanga
Stjórnarflokkarnir vesturþýsku eru á öndverðum meiði um hvort veita
eigi chileönskum dauðaföngum hœli
Mjög snarpar umræður urðu á
Sambandsþinginu f Bonn í
gær um mál fjórtán Chilemanna
sem eiga dauðadóma yfir höfði
sér í heimalandinu en óska eftir
hæli sem pólitískir flóttamenn í
Vestur-Þýskalandi.
Samkvæmt stjórnarskrá Chile
eiga dauðafangar rétt á að dómi
þeirra verði breytt í ævilanga út-
legð fallist ríkisstjórn einhvers
lands á að veita þeim hæli. Því
fóru fjórtánmenningarnir þess á
leit f fyrra við ráðamenn í Vestur-
Þýskalandi að þeir tækju við sér.
Fjórir hafa þegar verið dæmdir
til dauða í undirrétti fyrir hinar
ýmsu sakir en þeir heyra allir til
Aæruliðahreyfingu sem berst
fyrir falli Pinochets einræðis-
herra. Um mál þeirra er nú fjall-
að í hæstarétti en ekki er búist við
því að hann hnekki dómi undir-
réttarins.
Hinir tíu gista dýflissur Santí-
ago og eru bornir sömu sökum og
eiga sama dóm í vændum. Fjöl-
mörg mannréttindasamtök halda
því fram að játningar mannanna
hafi verið knúnar fram að undan-
gengnum pyndingum.
Sambandsstjórnin vesturþýska
er klofin um þetta mál. Hans-
Dietrich Genscher utanríkisráð-
herra og foringi frjálsra demó-
krata er hlynntur því að mennirn-
ir fái vist en innanríkisráðherrann
og straussverjinn Friedrich Zim-
mermann er öldungis ósammála.
f gær kvaddi jafnaðarmaður-
inn Freimut Duve sér hljóðs með
eftirminnilegum hætti: „Ég á það
sammerkt með mörgum ykkar að
hafa slitið barnsskónum á tíma
þegar við lutum einhverri verstu
einræðisstjórn sem uppi hefur
verið. Þegar ég frétti að Hitler
hefði verið sýnt banatilræði var
ég fullviss um að tilræðismenn-
irnir væru ótfndir glæpamenn.
En ég var þá barn að aldri. Nú
veit ég að þeir voru hetjur. Það
væri skelfilegt glapræði að koma
þeirri flugu í kollinn á harðstjór-
unum í Chile-að lýðræðissinnar í
Bonn leggi trúnað á sannleiks-
gildi játninga sem öryggislögregl-
an í Chile knýr fram.“
En Zimmermann lét sér ekki
segjast. Hann sagði endanlegan
dóm ekki liggja fyrir og fram að
þessu hefði ekkert komið fram
sem mælti gegn því að umsókn
fjórtánmenninganna væri hafnað
vegna „þjóðaröryggis“ einsog
hann orðaði það.
Þá fékk einn þingmanna Græn-
ingja, Ellen Olms, ekki orða
Zimmermann: Hvort vegur
þyngra umhyggja fyrir öryggi
Vesturþjóðverja eða trúnaður við
skoðanabræður í Chile?
bundist: „Zimmermann tekur sér
stöðu við hlið Pinochets og virðist
reiðubúinn til að troða með hon-
um á líkum fólks.“
Aðalheimild: REUTER
Flmmtudagur 25. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11