Þjóðviljinn - 27.06.1987, Qupperneq 3
FRETTIR
Reiðhöllin í Víðidal
Stytlist f
vfgshina
Reiðhöllin vígð 10. júlí.
Hennarfyrsta verkefni
verður að hýsa
umfangsmestu sýningu
hérlendisfrá upphafi,
landbúnaðarsýninguna í
ágúst
Það er mikið eftir ógert hérna,
en við leggjum nótt við dag og
búumst við að allt verði klárt
fyrir vígsluna, sagði Vilhjálmur
Bjarnason verkstjóri í nýju
reiðhöllinni í Viðidal í samtali við
Þjóðviljann í gær, en ráðgert er
að vígja þetta mikla hús með við-
höfn 10. júlí næst komandi.
Reiðhöllin er talin vera stærsta
hús hér á landi að gólffleti og
hennar fyrsta hlutverk verður
einmitt að hýsa umfangsmestu
sýningu sem haldin hefur verið á
íslandi, landbúnaðarsýninguna í
ágúst.
Sýningin hefst 14. ágúst og er
haldin á vegum Búnaðarfélags ís-
lands og landbúnaðarráðuneytis-
ins í tilefni 150 ára afmælis Bún-
aðarfélagsins. Félagið sem stofn-
að var árið 1837 hét að vísu
Suðuramtsins hús- og bústjórn-
arfélag í upphafi, en 1899 var
nafninu breytt í Búnaðarfélag ís-
lands og náði þá til alls landsins.
Á sýningunni verður lögð sér-
stök áhersla á nýbúgreinar, en
þarna getur að h'ta hvaðeina sem
lýtur að landbúnaði, búfé, rekstr-
arvörur og afurðir. Á sýningunni
verður einnig rakin þróunarsaga
landbúnaðar á íslandi.
-gg
Heyskapur
Sláttur með
fyrra fallinu
Sláttur er nú hafinn víða um land
eða í þann mund að hefjast og er
hann víða fyrr á ferð nú en oft
áður sökum þess hve vel voraði í
ár. Þess eru jafnvel dæmi að
menn séu búnir að hirða af tún-
um.
Að sögn Jónasar Jónssonar
búnaðarmálastjóra hafa þurrkar
víða háð grassprettu, sérstaklega
á sunnan- og vestanverðu
landinu, og því eru áhöld um
hvort hey verða mikil. En menn
eiga þó von á að þau verði góð.
-gg
Húsateikningar
Kjartan Valgarðsson með sænsku frjópokana „Profil“, „Blommor och bin“ og „Okeido'1.
Gæðafrjópokar frá Svíþjóð
Selfyssingar hefja innflutning á smokkumfrá Sænsku upplýsingastofnuninni um
kynferðismál
tíma eru taldir með þeim örugg- Hægt erað fá allt að 30 stykki í
Fyrirtækið Fyrirtak sf. frá Sel-
fossi hefur hafið dreifingu og
sölu á smokkum sem standast
ströngustu gæðakröfur Sænsku
upplýsingastofnunarinnar um
kynferðismál (RFSU).
Smokkar þessir sem ekki hafa
fengist hér á landi til skamms
ustu, sem völ er á, þar sem þeir
hafa staðist gæðapróf RFSU og
er dreift af þeirri stofnun í Sví-
þjóð. Hér er um 3 tegundir að
ræða, sem allar eru framleiddar
úr náttúrulegu gúmmíi og
geymdar í loftþéttum umbúðum.
pakka.
Kjartan Valgarðsson innflytj-
andi smokkanna sagði í viðtali
við blaðið að ekkert gæðaeftirlit
væri með innfluttum smokkum
hér á landi, en ábyrgð RFSU væri
strangasti gæðastimpill, sem völ
væri á.
„Það er óþolandi að geta ekki
treyst vöru eins og þessari, þar
sem svikin vara gæti haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar fyrir not-
andann,“ sagði Kjartan að lok-
um. Smokkar frá RFSU eru með-
al annars seldir hjá kaupfélögum
um land allt.
—ólg
Fjórhjólaakstur
Vemlegt vandamál
Lögreglan í Keflavík: Ljótnáttúruspjöll afvöldumfjórhjóla í Trölladyngju, Hraunslandi,
Vigdísarvöllum og í Sandvík. Lögreglumenn sammála um að reglugerð
dómsmálaráðuneytisins sé mjög ábótavant og óskýr. Mosfellssveit og Seltjarnarnes
hafa bannað með öllu aksturfjórhjóla innan sinna umdœma
námunda við höfuðborgarsvæð-
ið.
Enda er svo komið að tvö
Okkur er alltaf að berast kvart-
anir undan akstri á fjórhjól-
um bæði í þéttbýli svo og á friðuð-
um náttúrusvæðum. Sérstaklega
hefur verið mikið um fjórhjóla-
akstur meðfram Grindavíkurveg-
inurn, i Trölladyngju, Hrauns-
landi, VigdísarvöUum og í Sand-
víkinni. A þessum stöðum hafa
víða verið unnin ljót náttúrus-
pjöll, sagði Karl Hermannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn í Kefla-
vík.
Sagði Karl að samkvæmt reglu-
gerð dómsmálaráðuneytisins frá
því 7. apríl síðastliðnum um fjór-
hjólin væru ákvæðin ekki nógu
skýr og mjög erfitt fyrir lögregl-
una að vinna eftir henni. Það væri
til dæmis bannað að aka fjórhjól-
um í þéttbýli og akstur utan vega
væri einnig bannaður samkvæmt
náttúruverndarlögum.
Sömu sögu höfðu lögreglu-
menn í Reykjavík, Hafnarfirði,
Selfossi, Hvolsvelli og á Seltjarn-
arnesi, að segja sem Þjóðviljinn
hafði samband við. Samkvæmt
reglugerðinni mega unglingar
sem hafa próf á skellinöðru og
eru 15 ára og eldri aka fjórhjóli,
en þeir mega ekki keyra það
hraðar en 40 kílómetra á klukku-
stund, þó svo að hægt sé að keyra
hjólin allt upp í 100 kflómetra
hraða. Sagði Steinþór Nygaard,
varðstjóri í umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík að það
væri nánast óvinnandi verk að
framfylgja reglugerð dómsmála-
ráðuneytisins og fjórhjólaakstur
væri fyrir löngu orðinn verulegt
vandamál, bæði á götum borgar-
innar og svo á náttúrusvæðum í
sveitarfélög hafa bannað allan
akstur á fjórhjólum innan marka
þeirra. Það er Mosfellssveit og á
Seltjarnarnesi. Þar samþykkti
bæjarstjórnin samhljóða á fundi
24. júní síðastliðinn bann við
öllum akstri á fjórhjólum innan
bæjarmarkanna, og meðal ann-
ars vegna þess að veruleg spjöll
hafa verið unnin á Valhúsahæð-
inni og á Suðurnesi.
grh
Undir fölsku flaggi
Egill Guðmundsson, ístjórn Arkitektafélagsins: Hvetjum fólk til að kynna sér
menntun þeirra sem hanna byggingar. Mikil brögð að því að teikningar séu
auglýstar á röngum forsendum. Arkitektar einir mega auglýsa
arkitektateikningar
k ví niiður eru mörg dæmi um
■ það að menn auglýsa arkit-
ektateikningar, án þess að arki-
tekt hafi komið þar nærri. Arki-
tekt er iögverndað starfsheiti og
því hafa engir aðrir en arkitektar
rétt á að auglýsa teikningar af
mannvirkjum undir þessu heiti,
sagði Egill Guðmundsson,
stjórnarmaður í Arkitektafélagi
íslands, um ástæður auglýsinga
félagsins að undnaförnu, þar sem
húsbyggjendur eru áminntir um
að ganga vel úr skugga um, eftir
hvern teikningarnar eru.
„Ástæður þess að við viljum
minna húsbyggjendur á að ganga
úr skugga um, hvaða menntun
þeir hafi, sem fólk fær til að
hanna fyrir sig, eru þær að undan-
farið hefur birst í DV auglýsing
um teikningar að húsum og
sumarbústöðum, sem sagðar eru
eftir arkitekta. Við vitum betur, -
þessar teikningar eru ekki eftir
arkitekta," sagði Egill Guð-
mundsson.
„Þær teikningar, sem nefnast
arkitektateikningar, eru
byggingarnefndarteikningar. Við
megum teikna byggingarnefn-
darteikningar. í reglugerð segir
þó að arkitektar, tæknifræðingar
og verkfræðingar, sjái um
teikningar hver á sínu sviði.
Menn greinir á um það hvað til-
heyri sviði hvers. Þannig geta
tæknifræðingar teiknað bygging-
arnefndarteikningar, en við
megum ekki teikna járnat-
eikningar. Við teljum að þar sé
farið inn á okkar svið. En það
breytir því ekki að aðeins
teikningar eftir arkitekta má
kalla arkitektateikningar," sagði
Egill Guðmundsson.
-RK
Laugardagur 27. júní 1987 PJÖÐVILJINN - SÍÐA 3