Þjóðviljinn - 27.06.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 27.06.1987, Page 15
ÍÞRÓTTIR íþróttir Um helgina Það er mikið um að vera í íþróttum um helgina. Heil umferð verður leikin í 1. deild. ÍA og KR leika í dag á Akranesi og hefst leikurinn kl. 14.30. Á morgun eru svo þrir leikir. Þór og Víðir leika á Akur- eyri, ÍBK og KA í Keflavík og Völsungur og FH á Húsavík. Þessir leikir hefjast kl. 20. Síðasti leikurinn í 7. umferð er svo á þriðjudagskvöld, en þá leika Fram og Valur á Laugardalsvelli. í fyrstu deild kvenna eru fjórir leikir. í dag leika KR og Breiða- blik á KR-velli, ÍBK og Valur í Keflavík og KÁ og Þór á Akur- eyri. Þessir leikir hefjast kl. 14, nema leikur KR og Breiðabliks, sem hefst kl. 14.30. Á morgun leika svo ÍA og Stjarnan á Akranesi. Þá eru tveir síðustu leikir í 7. umferð. Selfoss og Einherji leika á Selfþssi í dag kl. 18 og Víkingur og ÍBÍ á Laugardalsvelli á mánu- dag kl. 20. Pollamótið í knattspymu stendur nú yfir í Vestmannaeyj- um, en því lýkur á sunnudag. Norrænt barna- og unglinga- mót fatlaðra hefst í dag. Mótið verður sett í Laugardalshöll kl. 10.30 og stendur fram á sunnu- dag. Vestmannaeyjar Tommamótið Tommamótið hélt áfram i gær og var að sjálfsögðu mikið fjör í Vestmannaeyjum. Það er Týr sem sér um mótið að þessu sinni og hefur það gengið nyög vel. Urslit í gær: A-flokkur: Fylkir-lK......................3-1 Týr-Völsungur..................2-0 lA-Fylkir......................3-1 Leiknir-ÍK.....................3-0 Reynir-ÍR......................1-2 Þróttur-UBK....................2-3 Valur-Reynir...................0-1 Þór-lR.........................1-4 Haukar-(Bk........................ Fram-Grótta....................3-0 KR-Haukar......................3-0 Afturelding-lBK................2-4 Víðir-Víkingur.................1-4 IBÍ-KA.........................0-3 FH-Víðir.......................3-0 Stjarnan-Víkingur.............1 -2. B-flokkur Týr-Völsungur..................1-1 ÍA-Fylkir......................3-1 Leiknir-(K................... 1-4 Reynir-ÍR......................0-3 Þróttur-UBK....................0-3 Valur-Reynir................. 3-0 Þór-(R.........................4-1 Haukar-(BK.....................6-5 Fram-Grótta....................3-0 KR-Haukar......................3-0 Afturelding-lBK................0-3 Víðir-Víkingur.................0-3 ÍBf-KA.........................3-0 FH-Víðir.......................3-0 2. deild Enn sigrar Leiftur Leiftur-KS 1-0 ★ ★ Leiftursmenn halda áfram að koma á óvart og í gær lögðu þeir Siglfirðinga. Leikurinn var jafn lengst af, en í fyrri hálfleik voru Leiftursmenn þó heldur sterkari. Þeim tókst þó ekki að skapa sér mjög hættuleg færi. Á 38. mínútu kom sigur- markið. Halldór Guðmundsson skoraði með glæsilegri hjólhest- aspyrnu eftir þvögu í vítateig. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af baráttu og lítið um góð færi. Leiftursmenn voru þó meira með boltann. Siglfirðingar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og sóttu stíft. En þeir voru óheppnir við markið. Leiftursmenn vörðust mjög vel og þess á milli áttu þeir skyndi- sóknir sem sköpuðu hættu við mark Siglfirðinga. Þrátt fyrir að hafa varist meiripart síðari hálfleiks má segja að sigur Leifturs hafi verið sanngjarn. Geir Hörður Ágústs- son og Halldór Guðmundsson áttu mjög góðan leik, auk Ró- berts Gunnarssonar. Hjá KS var Mark Duffield yfir- burðamaður. í Vestamnnaeyjum léku ÍBV og Þróttur og lauk leiknum með jafntefli 2-2. -jh Staðan í 2.deild: Víkingur.....6 5 0 1 13-7 15 Leiftur.......7 4 1 2 8-4 13 Þróttur.......7 3 1 3 12-12 10 Einherji......6 2 3 1 7-8 9 (R............7 2 2 3 10-11 8 KS............6 2 2 3 10-11 8 ÍBV...........7 2 3 2 9-10 9 UBK...........7 3 1 3 7-7 7 Selfoss.......6 1 3 2 10-12 6 iBl...........6 1 0 5 7-11 3 Blikar á lofti. Gunnar Gylfason og Magnús Magnússon hafa hér betur í baráttu við Heimi Karlsson. Mynd. Sig. Siguröur Pétursson lék vel í gær, Austurríkismönnum. en það nægði ekki til sigurs gec Golf Tap gegn Austuníki íslendingar töpuðu gegn heimamönnum á Evrópumótinu í golfi á Austurríki. í fjórleiknum sigruðu Úlfar Jónsson og Sveinn Sigurbergs- son, en Sigurður Pétursson og Sigurjón Arnarson töpuðu. Leikur Úlfars og Sveins var mjög jafn, en Sveinn náði mjög góðu upphafshöggi og Úlfar átti mjög gott annað högg, en þá hafnaði kúlan rúmum metra frá holunni. Staðan eftir fjórleikinn því 1-1. En ekki gekk jafn vel í einstak- lingsleiknum. Úlfar var sá eini sem sigraði í sínum leik, 3-2. Gylfi Kristinsson tapaði 1-2, Sig- urður Sigurðsson, 2-3, Sigurjón Arnarson 1-2 og Sigurður Péturs- son 1-2. ísland tapaði því leiknum 2-5. ísland mætir Noregi í dag. Sig- urvegararnir leika um 13. sæti, en þeir sem tapa hafna í 15. sæti. „Þetta var ágætt,“ sagði Frí- mann Guðlaugsson fararstjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. „Strákarnir léku mjög vel og Úlfar náði frábærum leikjum. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn fyrir leikinn gegn Norðmönnum á morgun og vona það besta“ Það sem kom mest á óvart var sigur Svía gegn fyrrverandi Evr- ópumeisturum Skotum, 4-3. Sví- ar mæta Englendingum sem sigr- uðu Spánverja. í hinum undanúr- slitaleiknum mæta írar, sem sig- ruðu Þjóðverja, Frökkum sem sigruðu Wales. í gær birtum við mynd sem við sögðum vera af Úlfari Jónssyni. Svo var ekki og biðjumst við vel- virðingar á því. -Ibe Laugardagur 27. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 FERDA TRAVEL AGENCY LINDARGATA 14 - SÍMAR: 14480 -12534 Örfá sæti laus 17 dagar eða 31 Verð með hálfu fæði 32.610 eða 42.1 50% afsláttur fyrir 12 ára og yngri. 2. deild Létt hjá Blikum UBK-ÍR 3-0 ★★ ★ Brciðablik átti ekki í miklum vandræðum með slaka IR-inga á Kópavogsvellinum í gær. Sigur- inn stór, en hefði getað verið stærri. Blikar byrjuðu leikinn mjög vel og fyrsta markið kom á 17. mínútu. Jón Þórir Jónsson átti gott skot að marki ÍR, Þorsteinn varði, en hélt ekki boltanum og Magnús Magnússon fylgdi vel á eftir og skoraði. Tveimur mínútum síðar kom annað markið. Ólafur Björnsson tók hornspyrnu, boltinn barst til Magnúsar sem skoraði með góð- um skalla, 2-0. Blikarnir voru mun sterkari í fyrri háfleik og áttu nokkur mjög góð færi. Jón Þórir Jónsson var iðinn við að opna vörnina og áttu varnarmenn ÍR í mesta basli með hann. Á 70. mínútu kom svo þriðja markið. Guðmundur Guð- mundsson tók þá aukaspyrnu við vítateig ÍR á Gunnar Gylfason. Hann gaf á Ingvald Gústafsson sem var í dauðafæri og skoraði af öryggi, 3-0. ÍR-ingar hresstust aðeins við í lokin og áttu þokkaleg færi, en Sveinn Skúlason varði vel í marki Breiðabliks. Það voru Blikar sem lengst af réðu ferðinni og hefðu átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Guðmundur Guðmundsson og Magnús Magnússon voru bestu menn liðsins og Sveinn Skúlason var öruggur í markinu. ÍR-ingar vour daprir og áttu í raun aldrei möguleika. -MHM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.