Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. júní 1987 138. tölublað 52. árgangur Stjórnarmyndun Jón Baldvin sagði Steingrímur Hermannsson: Ósannindi hjá Jóni að samkomulag hafi legiðfyrir um skiptingu ráðherrastóla. EnginsáttatillagafráJónisamþykkt. Líka „alrangtað starfað málefnasamningisébúið“. Séekkimikilheilindi hjá Jóniíþessu. Albert: Borgaraflokkurinn til- en ég vil ráðherrastól. Lœt ekki Þorstein ráðskastmeð mig Það sem Jón Baldvin segir um ástæðuna fyrir því að viðræð- urnar hiupu í hnút, eru ósann- indi,“ sagði Steingrímur Her- mannsson við Þjóðviljann í gær- kvðldi. Fyrr um daginn hafði Jón Baldvin skilað stjórnarmyndun- arumboði sínu til forseta Isiands. Jón sagði að viðræðurnar hefðu strandað á stól í vanskilum og gaf í skyn að þar væri um að ræða kröfu Framsóknarflokks um að allir flokkarnir þrír hefðu jafnmarga ráðherra ellegar að Framsókn fengi fjóra ráðherra einsog Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengi þrjá. Jón Baldvin sagði í gær að sam-. komulag hefði náðst um að ríkis- stjórnin yrði undir forystu Þor- steins Pálssonar og að auk þess fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra ráðherra en kratar og Framsókn fengju þrjá. Þetta sagði Steingrímur ósannindi, slíkt sam- komulag hefði aldrei legið fyrir né verið afgreitt af þingflokkun- um. „Það var engin sáttatillaga frá Jóni Baldvin samþykkt.“ Þá sagði Steingrímur að ef til- Iaga hans um ráðherraskiptingu næði fram að ganga, þ.e. að allir hefðu jafnmarga ráðherra, sem Alþýðuflokkur féllst á 17. júní, eða að Framsókn hefði jafnmarga og íhald og einum fleira en kratar, þá gæti hann ekki hafnað þátttöku í slíkri stjórn. „Ég verð nú samt að segja að eftir yfirlýsingar Jóns Baldvins þá sýn- ist mér ekki vera mikil heilindi í þessu.“ Þá sagði Steingrímur að þótt samkomulag næðist um ráðherr- askiptinguna væri málefna- samningur kominn skammt á veg Alþýðubandalagið Gott veganesti Miklar umræður á miðstjórnarfundi Afundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík nú um helgina urðu miklar umræð- ur án þess reynt væri að móta for- mlega niðurstöðu, aðra en þá að til „Varmalandsnefndarinnar“ var beint ályktunartillögu þarsem hvatt er til þess að með þessum fundi sé settur punktur aftanvið fortíðarupprifjun og sjónir settar á framtíðina. Ákveðið var að þriðji mið- stjórnarfundur sumarsins yrði haldinn síðustu helgina í sept- ember, og má því reikna með að landfsfundur flokksins fari fram í nánd við „hefðbundinn" tíma í byrjun október. Gísli Gunnarsson einn félaga í Varmalandsnefndinni sagði að loknum fundi að ljóst væri að skýrslur sexmenninganna hefðu orðið til þess að menn hefðu vandað betur til málflutnings síns en ella, þótt í rauninni hefði verið æskilegt að menn hefðu enn frek- ar rætt um meginefni skýrsln- anna. Það hefði líka auðveldað umræðu á fundinum að skýrsl- umar vom gerðar opinberar. Gísli sagði að um gagnsemi fundarins heyrðist sér menn vera á ýmsu máli, sumir teldu hann ekki hafa skipt máli, aðrir litu svo á að hann hefði fleytt flokknum frammávið. Enginn héldi því þó fram að fundurinn hefði veikt flokkinn. Ég tel að nefndin hafi fengið gott veganesti frá fundinum, sagði Gísli að lokum.“ -m Sjá fréttaskýringu í opnu hjá þessum þrem flokkum. „Það er alrangt að allt starf að málefn- asamningi sé búið. Það eru komnar 13 síður af málefnasátt- mála en það er ekki nema helm- ingurinn af efnisyfirlitinu. Það er hægt að kasta í menn tugum blað- síðna og kalla það málefnasátt- mála. Það er ekkert byrjað að ræða um hann í þingflokkunum. Jón Baldvin heftir sagt í tæpar fjórar vikur að hann sé búinn að koma saman ríkisstjórn. Trúa menn þessu enn?“ Steingrímur ræddi við Svavar Gestsson, Albert Guðmundsson og Kvennalistakonumar Guð- rúnu Agnarsdóttur og Kristínu Einarsdóttur og kannaði mögu- leikann á fjögurra flokka stjórn. Hann mun ræða aftur við þessa aðila í dag. Albert Guðmundsson sagði við Þjóðviljann í gær að hann útilok- aði engan möguleika og væri til- búinn að ræða við alla. Hann ítr- ekaði jafnframt að hann teldi eðliiegast að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sæti áfram undir forsæti Steingríms og með stuðningi Borgaraflokksins. „Að sjálfsögðu myndi ég gera kröfu til ráðherrastóls í slíkri ríkisstjóm. Þótt Þorsteinn hafi flæmt mig úr fjármálaráðuneytinu, iðnaðar- ráðuneytinu og úr efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, læt ég hann ekki ráðskast með möguleika mína á ráðherraemb- ætti fyrir aðra flokka.“ Á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær var samstarfi við Borgaraflokkinnn hafnað eina ferðina enn. Svavar Gestsson sagði í gær að hann teldi rétt að kanna mögu- leika á fjögurra flokka stjórn fé- lagshyggjuflokkanna og áhugi á slíkri stjóm er einnig fyrir hendi hjá Kvennalistanum. Líklegast er talið að Forseti ís- lands feli Þorsteini Pálssyni um- boð til að reyna að ljúka því verki sem Jón Baldvin gafst upp á i gær. -Sáf „Ég svff á braut“. Jón Baldvin á leið frá Stjórnarráðinu í gær, eftir aö hafa mistekist stjórnarmyndun eftir nær fjögurra vikna þvæling. Steingrímur Her- mannsson sagði í gær við Þjóðviljann: „Jón hefur sagt í tæpar fjórar vikur að hann sé búinn að koma saman ríkisstjórn. Trúa menn þessu enn?" Mynd Sig. Mar. Rafmagnsframleiðsla Vindmylla mun hagkvæmari Stærsta vindmylla landsins sett upp við loðdýrabú suður af Hafnarfirði nœsta vor. Ódýrari en rafmagnfrá Rafveitu Hafnarfjarðar Handbolti ísland lagði heimsmeistara á heimavelli íslendingar unnu ótrúlegan sigur gegn heimsmeisturum Júgó- slava, 18-15, á heimavelli heims- meistaranna. Þessi sigur var mjög góður og með honum hefur Island tryggt sér sæti í efri riðli mótsins, en Júgóslavar verða að gera sér að góðu að leika um 4.-8. sæti. Sjá nánar bls. 9 að liggur fyrir að það er ódýr- ara fyrir loðdýrabóndann í þessu tilviki að setja upp vind- myllu til rafmagnsframleiðslu en að fá rafmagn frá Rafveitu Hafn- arfjarðar. Við gerum ráð fyrir að við getum hafið framkvæmdir við þessa stærstu vindmyllu á íslandi næsta vor, sagði Kári Einarsson framkvæmdastjóri Landsverks í samtali við ÞjóðvUjann f gær. Óskar Einarsson loðdýrabóndi hyggst kaupa 18-70 kw vindmyllu af fyrirtækinu og á hún að fram- leiða nægilegt rafmagn fyrir loð- dýrabú Oskars, sem er í byggingu suður af Hafnarfirði. Búið er á svæði Rafveitu Hafnarfjarðar en sökum þess hve búið er Iangt frá veituæðum rafveitunnar og hve erfitt yrði að leggja rafmagn að því, er mun hagkvæmara fyrir Óskar að framleiða eigið raf- magn. Áætlaður kostnaður við lögn- ina frá rafveitunni er um 6 milljónir, en reiknað er með að vindrafstöðin ásamt vara dísel- vél kosti alls 4,7 milljónir króna. Rafveitustjóri Rafveitu Hafn- arfjarðar hefur mælt með og hvatt til þess að vindmyllan verði sett upp á þessum stað, enda er hann talinn henta mjög vel fyrir vindrafstöð. Vindmyllan, sem eins og áður sagði verður sú stærsta sinnar teg- undar hérlendis, verður flutt inn frá Danmörku. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.