Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 7
Það er dýrt að grafa upp vandræði! Það getur þú sann- reynt ef þú kynnir þér ekki legu jarðstrengja áður en þú hefur jarð- vegsframkvæmdir. Sá sem ber ábyrgð á greftrinum ber jafn- framt ábyrgð á því tjóni sem hann veldur. Þegar rafmagnskapall slitnar íylgir því ekki aðeins slysaliætta og óþaegindi. Raf- magnsleysi getur einnig haft alvarlegar afleiðingar víðs vegar í samfélaginu, t.d. á sjúkrahúsum, við tölvuvinnslu og í iðnfyr Dalvík Or uppbygaing hjá Sæplasti h/f Afhentnýtt verksmiðjuhús ísíðustu viku. Strax byrjað að byggja við það 768fermetra viðbótarhúsnœði. Framleitt allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Anna ekki eftirspurn. Þriðjungurframleiðslunnarfluttur út. Stefntað þvíaðfyrir- tœkið verði stœrst sinna tegundar í heiminum Mikil og ör uppbygging á sér stað hjá fyrirtækinu Sæplasti h/f á Dalvík sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á fískkörum úr plasti. A föstudaginn í síðustu viku af- henti Hýbýli fyrirtækinu nýtt verksmiðjuhús sem áætlað er að kosti 32 milljónir króna og var húsbyggingin fjármögnuð með eigin fé fyrirtækisins svo og með lánum úr Iðnþróunarsjóði og Iðnlánasjóði, en áður hafði öll framleiðsla Sæplasts farið fram í leiguhúsnæði. Á aðalfundi fyrirtækisins í maí síðastliðnum var ákveðið að ráð- ast í annan áfanga við það hús sem nýbúið var að byggja og stefnt að því að það verði fullbúið um næstu áramót og verður sá áfangi 768 fermetrar að stærð. Einnig var ákveðið á aðalfundin- um að fjárfesta í nýjum búnaði til að auka afköst og hagkvæmni verksmiðjunnar. Er reiknað með því að afköst verksmiðjunnar um næstu áramót verði tvöfalt meiri en nú er. Velta fyrirtækisins á síð- asta ári var 71 milljón króna en áætlað er að hún verði á þessu ári um 140 milljónir króna. Mikil og vaxandi eftirspurn hefur verið eftir fiskkörum verk- smiðjunnar og til að anna eftir- spurn hefur orðið að vinna að framleiðslu allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú áhersla sem lögð hefur verið á fiskgæði og betri fisk meðal sjómanna og framleiðenda í sjvarútvegi. Sífellt fleiri bátar og skip setja allan afla sinn í kör og einnig hafa verið gerðar tilraunir með fiskkör um borð í togurum. Auk þess hefur aukin saltfiskverkun, loðnu- stefna forráðamanna Sæplasts h/f hrognavinnsla og gámaútflutn- að fyrirtækið verði stærst sinnar ingur aukið eftirspurnina eftir tegundar í heiminum. Starfs- framleiðsluvöru fyrirtækisins. menn þess eru 23 og fram- Um það bil þriðjungur fram- kvæmdastjóri er Pétur Reimars- leiðslunnar er fluttur út og er það son. -grh Gamli og nýi tíminn. Plastkörin leysa stálkörin af hólmi. Spurðu áður en þú grefur! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 irtækjum. Og reikningurinn verður hár þegar starfsmenn Rafmagnsveitunnar þurfa að leggja nótt við dag til að gera við bilunina. Aflaðu þér graftrarleyfis og hafðu sam- band við teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur áður en þú hefur framkvæmdir og þú færð teikningar og upplýsingar um svæðið sem þú ert að vinna á. Spurðu fyrst — sparaðu pér ómceld fjárútlát! Sturlungasaga Styrkurtil ritgeröar Nýlega var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jó- hannessonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Guðrún Nor- da), B.C.A. Guðrún er nú að scmja ritgerð við Háskólann í Ox- ford. Ritgerðin heitir „Ethics and action in thirteenth century Ice- land. An examination of motivati- on and social obligation in Iceland c. 1180-1264, as represented in Sturlungasaga“. í ritgerðinni er m.a. fjallað um þjóðfélags- skyldur einstaklinga - t.d. við fjölskyldu, vini og samherja - dei- lumál á 13. öld og trúarlíf á öld- inni. Niðurstöður rannsóknar- innar verða bornar saman við ís- lendingasögur, hvar sem við á. Háskólaráð kýs stjórnarnefnd Minningarsjóðsins. I henni eru nú Jón Samsonarson handrita- fræðingur, Ólafur Oddsson menntaskólakennari og Þórhall- ur Vilmundarson prófessor. Sjóðurinn er eign Háskóla Is- lands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.