Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN MINNING Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð til leigu. Skllvísum greiðslum og mjög góðri um- gengni heitið. Uppl. í síma 35236. Til sölu Eldhúsborð og 4 stólar úr beyki til sölu. Uppl. ísíma 16671 e. kl. 20. Óska eftir 3-4ra herb. íbúð eða gömlu húsi í miðbænum til leigu. Uppl. í síma 25825. Túnþökur Gróskumiklar túnþökur úr Land- sveit til sölu. Sími 99-5040. Reiðhjól 20“ Kalkoff kvenreiðhjól sæmi- lega með farið til sölu á kr. 1.500.- . Sími 75605. Gamalt virðulegt vel bólstrað sófasett, sófi og 2 stólar með gulbrúnu áklæði til sýnis og sölu á Öldugötu 42 efstu hæð sími 23236 i hádeginu og eftir kl. 19 á kvöldin. Bíll á kr. 5 þúsund Til sölu Trabant árg. ’80 í ökufæru ástandi. Uppl. í síma 21067 eftir kl. 18. Óska eftir 2ja herb. íbúð á leigu. Skilvísar greiðslur og góð umgengni. Uppl. í sima 40998. ísskápur Óska eftir ísskáp br. ca 60 cm eða minna. Mjög ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 671700 og biðja um Eydísi milli kl. 9 og 16 á daginn. Timbur til sölu Lítið magn. Sími 79753 eftir kl. 18. Borðstofuborð og stólar óskast ódýrt, má þarfnast lagfær- ingar. Sími 24521 á kvöldin. Ragnhildur. sos Ungan reglusaman mann bráð- vantar herbergi í Reykjavík. 2ja mán. fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 656332. ísskápur til sölu Einn af þessum góðu gömlu. Verðhugmynd 2 þús. kr. Sími 44425. Saab '96 árg.1973 til sölu. Góður bíll. Uppl. í síma 24119 eftir kl. 17. Til sölu videotæki JVC með upptöku. Uppl. í síma 15305 eftir kl. 19. Fæst gefins Brúnn sófi sem hægt er að taka í sundur og nota sem tvíbreiðan svefnsófa, fæst gefins ef hann er sóttur. Uppl. í síma 25398. Tækifærisverð! 2 stk. tækifæriskjólar og belti á tækifærisverði til sölu. Uppl. í síma 35494. Óska eftir að kaupa notað salerni fyrir lítið. Uppl. í síma 44624. íbúð óskast Reglusamt par vantar íbúð um áramót. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Meðmæli ef ósk- að er. Uppl. í síma 23975 og 33060. Bíll + hjól Wartburg til sölu árg. '80, skoð- aður '87. Verð kr. 15.000.-. Einn- ig til sölu drengjareiðhjól á kr. 2.000.-. Uppl. í síma 79286. Volkswagen bjalla árg. ’71 til sölu. Lítur vel út en þarfnast smáviðgerðar. Uppl. hjá Helgu í síma 51638 eftir hádegi. Nettur barnavagn óskast. T.d. Brio. Sími 19513. Barnapía óskast til að gæta tveggja barna í Hóla- hverfi. Aðallega á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 75875. Commodore PC 10 tölva með Epson LX-80 prentara til sölu. Uppl. í síma 91-686856 og 93-2567 á kvöldin. Innanhússfrágangur Óskaö er eftir tilboöum í innréttingar skrifstofu- húsnæðis fyrir Lyfjaeftirlit ríkisins að Eiöistorgi 15, Seltjarnarnesi. Húsnæðiðer3. hæðbygging- arinnar og er um 320 m2 og er nú tilbúið undir tréverk. Innifalið í verkinu er: Timburveggir, hurð- ir, loftafrágangur, málun, raflögn, dúkalögn, hreinlætistæki, eldhúsinnrétting o.fl. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 2.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudag 14. júlí 1987, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7, sími 26844 Bjamheiður Jómnn Þórðardóttir Fœdd 3. mars 1907 - Dáin 22. júní 1987 Aldrei hefur nokkur gata verið tengd eins sterkt einni persónu í huga mér og Sjafnargatan í Reykjavík henni Nóu frænku. Síðast kom ég við á Sjafnargöt- unni í byrjun mars þegar Nóa hélt af miklum myndarskap uppá átt- ræðisafmælið sitt, og þóttist þá viss um að ekki Iiði langur tími þar til ég heilsaði uppá hana aft- ur. Þó að sú heimsókn verði aldrei farin, þá er eitt víst, að ekki mun sú staðreynd á nokkurn hátt slíta tengsiin á milli Sjafnargöt- unnar og hennar Nóu frænku í mínum huga. Bjarnheiður Jórunn Þórðar- dóttir eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Sjólyst á Stokkseyri 3. mars 1907. Hún var dóttir hjón- anna Sesselju Steinþórsdóttur og Þórðar Björnssonar. Nóa, eins og hún var ávallt kölluð, var næstyngst fjögurra systkina, Lo- vísu, Sigursteins og Óskars, sem öll lifa systur sína. Árið 1928 fluttist Nóa suður til Reykjavíkur með foreldrum sín- um og giftist þar Hafliða M. Sæmundssyni kennara við Austurbæjarskólann en þau Nóa höfðu kynnst á Stokkseyri þar sem Hafliði kenndi um tíma. Nóa og Hafliði eignuðust þrjú börn, Dagbjörtu, Sjöfn og Þórð sem öll eru á lífi. Þau hjónin reistu í samvinnu við foreldra Nóu myndarlegt hús að Sjafnargötu 6 í Reykjavík. Haustið 1940 lést Hafliði og kom það þá í hlut Nóu að vera fyrir- vinna heimilisins. Hún giftist aft- ur árið 1946, Hálfdáni Ólafssyni frá Stóra Hrauni, en hann andað- ist skyndilega aðeins 6 árum síðar og enn á ný varð Nóa eina fyrir- vinna heimilisins. Hún vann hörðum höndum ýmist við saumaskap eða afgreiðslustörf og hélt uppi myndarlegu heimili ásamt móður sinni sem bjó alla tíð hjá Nóu á Sjafnargötunni þar til hún lést háöldruð árið 1968. Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á Nóu um ævina. Hún varð að ganga í gegnum þungar raunir og á fullorðinsaldri lenti hún í alvarlegu umferðarslysi og var vart hugað líf. En alltaf reis Nóa upp aftur, sterkari og ósér- hlífnari en fýrr. Ef orðin rausnarskapur og um- hyggja eiga við einhverja mann- eskju, þá áttu þau svo sannarlega við Nóu frænku. Þær eru minnis- stæðar heimsóknirnar á Sjafnar- götuna því þar kom enginn að tómum kofanum og ófáar ferð- irnar gerði Nóa sér suður í Fjörð til að heilsa upp á frændfólkið. Með þessum kveðjuorðum vil ég fyrir hönd okkar á Þúfubarð- inu þakka Nóu samfylgdina og öll elskulegheitin í gegnum árin. Ef allir bæru sömu umhyggju fyrir náunganum í brjósti sér og Nóa gerði, þá er víst að heimurinn væri fallegri og lífshlaupið mörg- um manninum léttara. Lúðvík Geirsson Gabnella Oddrún Eytjöið Þorsteinsdótb'r Fœdd 22. maí 1930 - Dáin 20. júní 1987 Hversu óvægin og miskunnar- laus geta örlögin orðið? Eftir mikil og margvísleg áföll í lífinu og alls kyns erfiðleika hefur hún systir mín kvatt okkur, svo alltof, alltof fljótt og horfið á vit fegurra lífs. Milli okkar hefur ætíð verið einstaklega náið samband, sá strengur okkar á milli, sem hefur gert okkur hvor annarri svo kæra. Mikill og sár er söknuðurinn eftir sanna systur og einlæga vin- konu um leið. Sjálf var hún systir mín boðin og búin til aðstoðar og hjálpar við öll tækifæri, hún var búin þeim kostum að vilja sífellt vera að veita öðrum af ástúð sinni og umhyggju, að miðla kærleik sínum til þeirra sem mest þurftu á að halda. Hennar starf og æðsti vett- vangur var á heimilinu, en þar vann hún líka ómældar vinnu- stundir, börnin hennar nutu sinn- ar ástríku móður, sem allt gott vildi gera fyrir þau og öllu fórna svo þau mættu eiga sem allra besta framtíð. Börnin mín fóru ekki varhluta af móðurkærleika hennar og þeirri mildi, sem hún var svo auðug að. Fyrir það hlýt ég að þakka heilum huga nú og það gera börnin mín í hljóðri þökk. Ævistarfið var erfitt, enda bömin mörg, en aldrei var æðrast og öllu komið heilu í höfn. Hún var ein þeirra sem kallast mega hetjur hversdagslífsins í þrotlausri fómfýsi sinni og ein- stakri elju í annarra þágu, því um sjálfa sig hugsaði hún ætíð síðast. En ég hlýt að minnast hennar sem ástríkrar systur alla tíð. Við hjónin sendum eiginmanni hennar, Ragnari Axelssyni, og börnum hennar öllum innilegar samúðarkveðj ur. Við þökkum af alhug allar góð- ar stundir og biðjum Guð að blessa minningu hennar, svo bjarta og heiðríka. Jenný S. Þorsteinsdóttir Bókmenntir Málþing um Halldór Laxness UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Félag áhugamanna um bókmenntirog Vaka-Helgafell standafyrir fjölbreytilegu málþingi í tilefni 85 ára afmœlis Halldórs Laxness. Rœtt um verk skáldsins og stöðu hans í íslenskum bókmenntum. Peter Á laugardaginn verður haldið í Reykjavík sérstakt málþing um verk og stöðu Halldórs Laxness í íslenskum bókmenntum en mál- þingið er haldið í tilefni 85 ára afmælis skáldsins fyrr á þessu ári. Það er Félag áhugamanna um bókmenntir og bókaforlagið Vaka-Helgafell sem standa fyrir málþinginu en heiðursgestur á þinginu vcrður sænski bók- menntafræðingurinn Peter Hall- Hallberg gestur þingsins berg. Fjöldi manns hefur þegar skráð sig til þátttöku í málþinginu sem haldið verður á Hótel Esju. Peter Hallberg mun opna um- ræðumar með erindi um höf- undinn Halldór Laxness og köllun hans. Aðrir fyrirlesarar á mál- þinginu verða þau: Svanhildur Óskarsdóttir, Árni Sigurjónsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Matthí- as Viðar Sæmundsson og Tómas R. Einarsson. Þá mun Halla Margrét Árna- dóttir syngja nokkur lög við Ijóð Halldórs Laxness en málþinginu lýkur með pallborðsumræðum fyrirlesara sem Halldór Guð- mundsson stýrir. Þeir sem hafa ekki enn skráð sig til þátttöku á þinginu geta gert það hjá Vöku- Helgafelli. -Jg- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.