Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 9
Popplag í G-dúr Engin leið að hætta Hvorki sættir né klofningur á miðstjórnarfundiAlþýðubandalagsins um helgina, heldur lokið öðrum áfanga í endurhæfingarverkinu, vandamálin römmuð inn og stefnan tekin útúrfortíðarsárindum inní framtíðina. Mildari samrœðutónn en búist var við, ágreiningur um tilvist ágreinings. Forustumál aðallega rœdd annarsstaðar en í rœðustól Textinn í sumarsmelli Stuð- manna - Popplag í G-dúr - á ekki illa við um miðstjómarfund Al- þýðubandalagsins í Reykjavík um helgina: Engin leið að hætta. Það kemur í ljós að það er eng- in leið að hætta þeirri hringferð sem flokkurinn ákvað að leggja í um sjálfan sig eftir kosningaó- sigurinn í vor; á þeirri leið táknar miðstjómarfundurinn annan áfanga af fjórum og ferðalagið virðist um það bil hálfnað. í ann- an stað komust menn almennt að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir erfíðleikana væri engin leið að hætta að vera til sem stjórnmála- flokkur. Menn virðast fúsir til að leggja saman í stefnumótunar- vinnu og ef aðstæður krefjast þess em menn fúsir til að axla ábyrgð og vinna að málefnum flokksins í ríkisstjóm. í þriðja lagi er ennþá engin leið að hætta - að rífast, þótt deilur á þessum fundi hafi verið málefnalegri og skipulegri en fyrr í sumar. Þeirri spurningu skal svo ósvarað hér hvort að lokum fínnst leið til að hætta átökum á grunni niðurfros- inna arma, og hvort forystumenn flokksins finna sér leið til að hætta í þeim valdastöðum sem flokksmenn kunna að finna út að þurfi að skipa uppá nýtt til að hefja sókn útúr pattstöðunni. Miðstjórnarfundurinn hófst á föstudagskvöldið með ræðum skýrsluhöfundanna sex, nema hvað Ólafur Ragnar talaði á laugardagsmorgun, nýkominn frá Þýskalandi. Eftir þá ræðu settust niður starfshópar og töl- uðu, um kjaramál, flokkinn og samtök launafólks, um flokkinn og fjölmiðla, aðallega Þjóðvilj- ann, um flokkinn og stöðu kvenna, um skipulagsmál flokks- ins og starfshætti, um stefnuna í atvinnu- og efnahagsmálum og í byggðamálum. Síðan var gerð grein fyrir umræðum í hópunum og sjónarmiðum frá hverjum starfshópi komið til „Varma- landsnefndarinnar" til frekari úr- vinnslu. Síðari hluta laugardags og sunnudeginum öllum var síð- an varið til almennra umræðna. Nokkuð móður, en ósár Miðstjórnarmenn sem Þjóð- viljinn hefur rætt við eru almennt nokkuð ánægðir með fundinn, þótt gleðin sé mismikil. Ánægðir vegna þess annarsvegar að nokk- uð hafi þokast í áttina, hinsvegar hreinlega vegna þess að flokkur- inn komst yfir þennan hjalla nokkurnveginn heill, ósár, en að vísu ákaflega móður. Fyrir fundinn vissu menn varla við hverju skyldi búast, sérstak- lega vegna þeirrar berorðu hrein- skilni sem finna má víðast í skýrslum þeirra Ásmundar, Guðrúnar, Kristínar, Ólafs, Ragnars og Svavars. Sem þau voru í sumum ræðum skömmuð fyrir, og nánast harmað að skýrsl- urnar skyldu skrifaðar, að minnsta kosti að þær skyldu gerð- ar opinberar. Þeir voru þó fleiri sem töldu skýrslurnar spor í átt- ina og fögnuðu því beinlínis að umræðan skyldi vera jafn opin og augljós og raun hefur orðið á, ekki síst vegna jákvæðs saman- burðar við Sjálfstæðisflokkinn sem læsir sínar vandamálaskýrsl- ur inni. Raunar er líklegt að tónninn í skýrslunum, hvort sem hann er kenndur við berorða hreinskilni eða stóryrtar skammir, hafi orðið til þess að miðstjómarfundurinn var yfirleitt á rólegri nótunum, þótt stundum hvessti - menn reyndu að halda sig sæmilega við málefni, síður einstaka sögulega atburði eða frammistöðu forustu- persóna. Annar áfanginn Það er snúið að draga eina heildarályktun af þriggja daga fundi sem ákvað fyrirfram að komast ekki að neinni formlegri niðurstöðu. En það má samt telja líklegt að miðstjórnarfundinum um helgina hafi tekist það ætlún- arverk sitt að verða annar áfangi á vegferðinni. Fyrsta dagleiðin er samkvæmt þessari mynd tíminn frá kosning- um og að Varmalandsfundinum. Þá var verkefnið nánast að blása út, létta á sér eftir vonbrigði og sárindi, og þetta náði bæði há- marki og endapunkti með mara- þonræðuhöldum á Varmalands- fundinum. Á annarri dagleið var verkefnið að skilgreina vanda flokksins, finna ástæður úrslit- anna og skýra ágreining innan flokksins. Þetta var gert með störfum níu manna „Varma- landsnefndar", sem skipuð er al- mennum flokksfélögum án þátt- töku flokksforystu, og með skýrslugerð sexmenninganna. Þetta starf hefur skilað því að nú á að vera sæmilega ljóst um hvað málin í raun og veru snúast, hvar ágreiningur liggur, og hvar menn telja að mistök hafi verið gerð á síðustu mánuðum og árum. Á fundinum um helgina var vísað til Varmalandsnefndar- innar ályktunartillögu frá Pétri Þorsteinssyni á Kópaskeri og Starra í Garði, þarsem almennir flokksmenn og forystumenn eru hvattir til að setja punkt aftanvið umfjöllun sína um fortíðina og beina sjónum fram á veg. Við könnumst við það, bæði úr félagsstarfi, fræðum og vísindum, og einkalífi, að oft er vandinn háifur leystur með því að komast að því hver hann er, með því að orða hann, festa hann niður á blað. Miðstjórnarfundurinn um helgina komst langleiðina að þessu marki, og fulltrúar þar voru sæmilega sammála um að næsta skref væri að takast á við málefn- in, þriðji áfanginn. Sá fjórði væri síðan að ná saman um stefnu- áherslur og forustu á landsfundi í haust eða vetur. Það er til dæmis nokkuð ljóst af skýrslunum og umræðunum að hin svokölluðu „tengsl við verka- lýðshreyfinguna“ er eitt þeirra mála sem flokkurinn þarf að ræða um áfram, og um að flokkurinn verði að svara ýmsum grundvall- arspurningum í kjaramálum. Er „verkalýðshreyfingin" fyrst og fremst ASÍ? Hvað er sérhyggja og hvað félagshyggja hjá sam- tökum launafólks? Á að styðja þriggjablokkasamstarf í kjara- málum (ASÍ-VSÍ-rikið) eða stuðla að dreifðum samningum? Kemur forystustarf í samtökum launafólks í veg fyrir að menn geti staðið í fremstu röð í flokkn- um? Og allir eru sammála um að halda áfram þeirri vinnu sem haf- in var á síðasta kjörtímabili í efnahags- og atvinnumálum, menn voru á einu máli um að leggja þrótt í jafnréttisstarf, og taka á byggðamálum með þeim hætti að Alþýðubandalagið byði þar skýran kost. Fyrir fundinn gerðu fjölmiðlar ýmsir því skóna, sérstaklega vegna hvassra kafla í skýrslu Svavars Gestssonar, að á fundin- um yrði tekist á um Þjóðviljann. Það varð ekki, og virtist sæmilega almenn samstaða um það að blaðið þyrfti að njóta sjálfstæðis og móta eigin afstöðu - enda liti það á sig sem hluta þeirrar hreyf- ingar sem á sér Alþýðubandalag- ið að meginkjarna. Ágreiningur um ágreining Það má líka segja að það hafi verið ágreiningur um ágreining- inn. Sumir, í verkalýðsforystu og kringum flokksformann, telja að stefnulegur ágreiningur sé í raun ekki eins mikill og aðrir, sérstak- lega í „lýðræðisfylkingunni“, vilji vera láta. Því er haldið fram, sagði einn ræðumanna, að flokk- urinn hafi enga stefnu, og um leið er því haldið fram að það sé á- greiningur um stefnuna. Hvernig getur verið ágreiningur um stefnu sem ekki er til? Þeir sem þannig tala segja einnig að átökin í flokknum snú- ist meira og minna um persónur, metnað þeirra og völd, af þessum rótum spretti síðan málefnaá- greiningur meira og minna tilbú- inn. Þessu er svo svarað með því að flokksfélagar séu persónur, einstaklingar, sem komist ekki hjá því að stilla sér í fylkingar- brjóst í málefnaátökum. Og hafa hvorirtveggju nokkuð til síns máls, enda er oftast vant að sjá í pólitískum átökum hvar persónunum sleppir og málefnin taka við, ekki síst í Alþýðubanda- laginu þegar jafnhliða málefnum verður oft vart ágreinings um vinnulag, starfshætti, stíl - sem allt eru all-persónubundin mál. Og margir spá því, á ýmsum stöð- um í flokknum, að ef Alþýðu- bandalaginu tekst að komast yfir erfiðleikatímann og ná saman í frjóu stefnustarfi muni núverandi skipting í „arma“ riðlast, þarsem „armarnir" hafi í rauninni enga eina innbyrðisskoðun um til dæmis áherslur í vaxtamálum, lausnir í landbúnaði, æskilegasta rekstrarform Byggðastofnunar. En það eru nokkrar vikur pólit- ísks sjávar í þetta. Ef það verður nokkurntíma. Þráttfyrir hóflega bjartsýni flestra miðstjórnarmanna og for- ustumanna eftir helgarfundinn á Hverfisgötu er aðeins hálf leiðin farin. Flokkurinn klofnaði ekki á fundinum - og eftir hann eru menn þokkalega sammála um að sú hætta sé minni en áður. En það tókust heldur engar sættir. Og Starfshópur um flokkinn, verkalýðshreyfinguna og kjaramálin að störfuin. (Myndir: Sig.) Mfl 44 MÉI LJt flokksmanna bíður nú erfiðasti áfanginn fram að næsta mið- stjómarfundi í lok september, að „vinna sig útúr vandanum", ná samstöðu um ákveðin deilumál, og búa sig undir að meirihlutavilji skeri úr í þeim deilum sem þessa stundina eru ekki leysanlegar öðmvísi. Formannsmál Á landsfundi, sem úr þessu verður varla fyrren á hefðbundn- um tíma í nóvember, bíður flokksins síðan síst auðveldara verk, að velja sér forystu. Þráttfyrir að allir séu á einu máli um að taka stefnumál frammyfir persónur, að svo miklu leyti sem það er gerlegt, er áhorfanda á miðstjómarfundi augljóst að undir niðri spyrja menn hver annan um forystuna, fleygja á milli sín nöfnum, meta skýrslur, ræður og aðra fram- göngu, meðal annars í Ijósi þess hvernig einstökum persónum mundi hæfa formannshlutverk eða aðrar forustustöður. Svavar Gestsson hefur enn ekkert látið uppi um sína afstöðu í þessum efnum, nema þá skoðun sína að þeir sem „merktir eru af innanflokksátökum" eigi að skipta um vettvang. Hann vill ekki skýra þessi orð sín nánar, en fagnar því að varaformaðurinn skuli hafa tekið undir með sér. Svavar hefur verið formaður þrjú kjörtímabil, og til að formaður sitji fjórða tímabilið þarf sérstaka samþykkt landsfundar á frávik- um frá flokkslögum. Á þessari stundu virðist mörgum athugend- um ólíklegt að Svavar muni láta undan þrýstingi um að bjóða sig fram aftur, þótt ljóst sé að ýmsir áhrifamenn eigi erfitt með að hugsa sér flokksframtíð án for- ustu Svavars. Þá sýnist Ólafur Ragnar Grímsson vera mörgum ofarlega í huga, og Ólafur sjálfur virðist ekki fráhverfur þessum starfa. Hinsvegar hefur alltaf verið and- staða við Ólaf í flokknum, og ým- isstaðar yrði lagst harkalega gegn kjöri hans ef það mætti túlka sem lokasigur „lýðræðis“-fólks gegn öðrum skoðanahópum. Staða Ólafs verður að teljast sterkari en áður að lokinni skýrslugerð og miðstjórnarfundi. Hann virðist vera orðinn „papa- bile“ einsog kaþólikkar segja á ítölsku um þá kardínála sem telj- ast verðugir til æðstu metorða í Vatíkaninu, og það eykur á möguleika Ólafs nú að þeir aðrir sem síðan í vor hafa verið nefndir í tengslum við formennskuna hafa þokast nokkuð úr þeirri um- ræðu, ef til vill að undanteknum Hjörleifi Guttormssyni, sem á vissan hátt hefur tekið sér stöðu milli fylkinga, eða fremst í flokks- miðjunni, - hvernig sem á að orða það. Hann gagnrýndi á miðstjórnarfundinum framgöngu Ólafs Ragnars, Guðrúnar Heiga- dóttur og sérstaklega Kristínar Ólafsdóttur, en tók hinsvegar í megindráttum undir afstöðu þeirra í verkalýðs- og kjaramál- um. Og svo má ekki gleyma því að á fundinum sagðist Guðrún Helgadóttir reiðubúin að taka að sér hvert það verk sem flokkur- inn feldi henni. Tittlingaskítur eða politík En þótt margt sé rætt manna á milli um næsta formann Alþýðu- bandalagsins og aðra forustu- skipan eru þau mál einfaldlega ekki komin á dagskrána, og verða varla í brennipunkti fyrren í haust. Eftir miðstjórnarfundinn á Hverfisgötunni virðast menn staðráðnir í að leggja upp í næsta áfanga, að ræða skipulega ágreining um stefnu, stfl og starfshætti, ekki síst á grunnplan- inu, meðal félaganna. „Við í miðstjóminni erum ekki flokkur- inn,“ sagði einn sexmenning- anna, og lagði áherslu á að flokksmenn og stuðningsmenn hefðu rétt á að vera með og fylgj- ast með. Og Bertold Brecht sagði á sín- um tíma að flokkurinn væri ekki hús með símum - ekki stofnun, heldur lifandi hreyfing. Það er einnig ein niðurstaða miðstjóm- arfundarins að þessi hreyfing er í fullu fjöri, og ætlar sér ekki að gera Alþýðubandalagið sjálf- dautt í stóryrðum fomstumanna. „Ég mæti ekki hér aftur til að deila um tittlingaskít,“ sagði Þor- grímur Starri, sem helst má flokka til „kommon-sens“- armsins í flokknum, þess lang- fjölmennasta: „ég vil að við tölum um pólitík!“ -m Þjóðviljinn eða Þjóðviljinn ekki. Ritstjórar og fleira fólk raaða um flokk og fjölmiðla. Guðrún Helgadóttir kímin undir almennum ræðuhöldum. Ihugul alvara, - byggðamálin knjfin. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 30. Júní 1987 Þrlðjudagur 30. Júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.