Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 11
ÖRFRÉTTIR ■■ Smokkar með mjólkurpóstinum Uppburðarlitlir Hamborgarbú- ar þurfa ekki lengur að fyrirverða sig fyrir að biðja um smokka í verslunum þar í borg. Framtaks- sömum aðilum hefur nefnilega hugkvæmst að setja á fót sólar- hrings heimsendingarþjónustu á smokkum. Nú geta menn hringt í símanúmer smokkapóstsins og fengið sendingu beint heim að dyrum, á sama hátt og mjólkur- pósturinn kemur með mjólkina á morgnana. Þjónustan kostar þó sitt og er stykkið af smokknum þrisvar sinnum dýrara með þessu móti, en séu þeir keyptir á gamla og pínlega háttinn. Steingerður Panda-björn Fréttastofan Nýja-Kína til- kynnti í gær um fund fjögurra milj- ón ára gamals steingervings af Panda-birni í suðvesturhluta landsins. Samkvæmt fréttastof- unni eykur þessi fundur mikið þekkingu manna á dýralífi fortíð- arinnar. Björninn fannst á sömu slóðum og elstu kínverskar mannvistarleifar hafa fundist til þessa. Uppstytta fyrir rokktónleika Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur, er einir mestu poppt- ónleikar sumarsins voru haldnir í Haag í Hollandi um helgina. Að sögn heimamanna var þetta fyrs- ti sólardagur sumarsins, en það sem af er sumri hefur rignt nær látlaust á Niðurlendinga. Á þriðja hundrað þúsund manns voru við- staddir tónleikana, sem tókust óhappalítið. Meðal flytjenda voru ýmis stórstirni, s.s. Los Lobos, Def Leppard, Curtis Mayfield og Katrina and the Waves, auk fjöl- margra smástirna. Hollendingar styrkja ANC Andstæðingar aðskilnaðar- stefnu hvítra í Suður-Afríku hafa safnað einni milljón hollenskra gyllina, sem munu að stærstum hluta renna til vopnaðrar baráttu hinna bönnuðu samtaka, Afríska þjóðarráðsins - ANC. Að sögn talsmanns hollensku andstöðu- hreyfingarinnar gegn aðskilnað- arstefnunni, er féð afhennt ANC án nokkurra skilyrða. Hollendingar gera það ekki endasleppt í stuðningi við blökkumenn í Suður-Afríku. „Borgarstjóri Amsterdam til- kynnti fyrir skömmu að ANC myndi opna skrifstofu í borginni, með fullu samþykki borgaryfir- valda. Tungumála- erjur í Belgíu Ef marka má skoðanakannanir í Belgíu er hinn frávikni borgar- stjóri, Jose Happart, meö vin- sælli stjórnmálamönnum í frön- skumælandi hluta Belgíu. Happ- art þessi komst heldur betur í sviðsljósið í fyrra, er hann stor- kaði flæmingjum í Belgíu fyrir að neita að tala hollensku og sem leiddi til þess að honum var vikið úr borgarstjórastöðunni. [ skoð- anakönnun, sem vallónska dag- blaðið La Libre Belgique, lét gera á dögunum meðal frönskumæl- andi Belga, um það hvaða ein- staklinga þeir vildu helst sjá áber- andi í stjórnmálum á næstunni, reyndist Happart með vinsælli mönnum. 35% spurðra vildu sjá veg Happarts vaxa á stjórnmálasviðinu. Kosningum flýtt Ástralskir frumbyggjar eyjar- innar Banthurst, sem er um 50 sjómílur norður af Darwin í Ástral- íu, fengu heimild til þess að neyta atkvæðisréttar í áströlsku þing- kosningunum 13 dögum fyrir kosningar. Þar sem kosningarn- ar ber upp á sama tíma og eyjar- skeggjar eru uppteknir við helgi- hald, afréðu stjórnvöld að gera þeim kleift að neyta atkvæðisrétt- arins fyrir tímann. ERLENDAR FRETTIR Suður-Kórea Arangursríkt andóf Chungforseti lét í minnipokann. Fallist á kröfur stjórnarandstöðunnar um umbœtur. Stjórnarandstaðan hrósarsigri Eftir miklar og almennar róstur í Suður-Kóreu undanfarnar vikur, hefur Chun Doo Hwan, forseti afráðið að iáta af oflæti sínu og boða breytingar í átt til frjálslyndis og lýðræðis. Chung hefur heitið landsmönnum því að kosningalögum verði breytt, þannig að forseti verði kjörinn beinni kosningu, jafnframt því sem heitið er auknum mannréttindum og pólitísku frelsi og „sakaruppgjöf“ mikils hluta pólitískra fanga. Arftaki forsetans, Roh Tae- Woo, tilkynnti í nótt að gengið hefði verið að öllum kröfum stjórnarandstöðunnar, nema þeirri, að forsetinn segði tafar- laust af sér. Formaðurinn sagði jafnframt að kæmu umbótaáætl- anir stjórnvalda ekki til fram- kvæmda, myndi hann tafarlaust segja af sér formennsku og hætta við fyrirhugað forsetaframboð. Að vonum kættust andstæð- ingar forsetans við þessi gleðitíð- indi, en stjórnarandstaðan hefur undanfarnar vikur látið mikinn og hvað eftir annað hafa orðið til róstur á götum úti, milli lögreglu og andófsmanna. „Þetta er fyrsti vísirinn að al- þýðuvöldum. Árangur af bar- áttu, sem kostaði blóð, svita og tár,“ sagði í yfirlýsingu Kim Young-Sam, eins af leiðtogum Sameinaða lýðveldisflokksins, eins helsta stjómarandstöðu- flokksins, eftir að Chung forseti hafði tilkynnt tilslakanir sínar. Eftir að ljóst varð að upp úr syði, ef ekki yrðu boðaðar um- Forsetinn og arftakinn. Chung, forseti Suður-Kóreu, og Roh, formaður stjórnarflokksins, kampakátir á góðri stundu. hæpið að þeir séu eins brosmildir í dag, eftir að hafa neyðst til að fallast á kröfur stjórnarandstöðunnar um tilslakanir í lýðræðisátt. bætur í lýðræðisátt, hefur Banda- rikjastjórn þrýst mjög á Chung forseta að slaka á og að hann leitaði eftir viðræðum við stjórn- arandstöðuna. Fram til þessa hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki haft miklar áhyggjur af stjórnarfari í Suður-Kóreu, en landið hefur, ásamt Filipps- eyjum, lengi verið einn helsti bandamaður Bandaríkjamanna í Suðaustur-Asíu. Að Chung forseta hafa reyndar beinst fleiri spjót en andóf stjórn- arandstöðunnar. Víða hafa verið uppi miklar efasemdir um það hvort Suður-Kórea væri þess verðug að halda ólympíuleikana 1988, eins og afráðið hefur verið, en leikarnir eru eitt helsta trom- pið af hálfu stjórnvalda þar í landi, til þess að gera sig gildandi í augum heimsbyggðarinnar. -RK Aðalheimild: REUTER Panama/Bandaríkin Vinskapur á bláþræði Öldungadeild Bandaríkjaþings krefstþess að Noriega hershöfðingi verði settur af Samskipti Panama og Banda- ríkjanna hafa ekki verið stirð- ari í annan tíma, og veldur því krafa öldungadeildar Banda- ríkjaþings þess efnis að yfirmanni hersins í Panama og stjórnanda landsins í raun, Manuel Antonio Noriega, verði vikið frá. Panama hefur brugðist hart við afskiptasemi Bandaríkjanna, og kröfum þeirra um endurreist lýð- ræðis í landinu. Pólitísk framtíð stjórnvalda í Panama er nú eitt stórt spurningarmerki, sem og hagsmunir Bandaríkjanna í landinu, en þar hafa þeir sína stærstu herstöð í gjörvallri Suður- Ameríku, og drottna þar með yfir hinum hernaðarlega mikilvæga Panamaskurði. Hafa samskipti ríkjanna ekki lent í erfiðari próf- raun síðan samningar um Pan- amaskurðinn voru undirritaðir fyrir tíu árum, eftir langt og erfitt þóf. Noriega ber af sér allar ásakan- ir og þykir halda vel á sínum spil- um. Hann hefur nokkur tengsl við ráðamenn á Kúbu, en auk þess á hann innangengt í hernaðar- og njósnaheim Banda- ríkjanna. í síðustu viku, þegar gagnrýnisraddirnar í Bandaríkj- unum náðu hámarki, bauð hann Daniel Ortega, forseta Nicarag- ua, velkominn til landsins í opin- bera heimsókn. Meðan á heimsókninni stóð hafði Ortega fögur orð um hin nánu tengsl Panama og Nicarag- ua, og er nærtækt að líta svo á að með heimboðinu hafi Panama- stjórn viljað leggja áherslu á sjálfstæða utanríkisstefnu sína, og andstöðu við harðlínustefnu Reaganstjórnarinnar í málefnum Mið-Ameríku. Panama er eitt Contadoraland- anna, en undanfarin ár hafa þau reynt að miðla málum í viðsjám þeim sem uppi eru milli stjórnar Nicaragua og nágrannaríkjanna sem njóta stuðnings Bandaríkj- anna. HS Líbýa Gaddafi ifllsír Gaddafi Líbýuleiðtogi er stadd- ur í Alsír þessa dagana, tii að ræða samskipti og hugsanlegt bandalag ríkjanna. Gaddafi hef- ur löngum verið umhugað um að mynda bandalag arabaríkja og hefur lengst af talið sjálfan sig sjálfkjörinn talsmann og foringja arabaríkjanna. „Bæjarferð“ Líbýuleiðtogans kom fréttaskýrendum og er- lendum sendimönnum i Alsír gersamlega í opna skjöldu. Als- írsk og líbýsk stjórnvöld Iétu ekk- ert frá sér fara fyrir heimsóknina, sem gæfi þennan atburð til kynna. í viðtali við blað frá Kuwait fyrir nokkru lét Gaddafi í það skína að ríkin myndu á næstunni stofna formlega bandalag araba- ríkja. Leiðtoginn tók það fram að Sýrlendingar væru velkomnir að slást í hópinn. Að sögn frétta- skýrenda, þykir ósennilegt að af slíku bandalagi verði, því alsírsk- um stjórnvöldum sé ekki síður umhugað um að ná forystu fyrir bandalagi arabaþjóða, en Líbýu- mönnum. Vík milli vina Spaghettístríð í algleymingi Bandaríkin og Evrópubandalagið deila hart um niðurgreiðslur á pöstu Pasta er uppistaðan í viðskipta- i stríði sem Evrópubandalagið og Bandarikin eiga nú í. Talsmaður Evrópubandalags- ins segir að sættir séu ekki í sjón- máli í deilunni, og óttast menn nú að þjark upphefjist um fleiri svið viðskiptalífsins ef ekki finnst lausn fljótlega. Bandaríkjamenn vitna í sam- þykktir Gatt - tollastofnunarinn- ar - þess efnis að ekki megi niður- greiða útflutningsvarning, og krefjast þess að Evrópubanda- lagið virði samþykktir þessar, en niðurgreiðslur á pöstu hafa gert ítölum kleift að sölsa undir sig stóran hluta Bandaríkjamarkað- ar. Deilan snýst um hve mjög skuli dregið úr niðurgreiðslum. Bandaríski verslunarfulltrúinn Jim Murphy er nú snúinn til síns heima eftir fimm daga samninga- umleitanir. í ágúst á síðasta ári urðu greinir með sömu aðilum, og þá vegna takmarkana á útflutningi á bandarískum sítrus-ávöxtum (appelsínur, sítrónur) til landa Evrópubandalagsins. Sú deila var til lykta leidd á sínum tíma með því fororði að „spaghettí- stríðinu“ skyldi lokið 1. júlí á þessu ári. Af hálfu Evrópubanda- lagsins taka menn nú ekki nema mátulega mikið mark á þessari dagsetningu, þar sem Banda- ríkjaþing hafi látið undir höfuð leggjast að binda lyktir sítrus- deilunnar í lög. HS ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.