Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 2
p.SPURNINGIN_ Hvað finnst þér um þann darraðardans sem nú er stiginn í stjórnarmyndun- arviðræðunum? Sæunn Eiríksdóttir sjúkra- liöi: Ég hef enga skoðun á honum. Ef þetta fer ekki að ganga, þá verð- ur að boða til kosninga aftur. Mér finnst að Kvennalistinn verði að fá að reyna líka. Sigrún Pálsdóttir húsmóðir: Má ekki vera að því að hugsa um þetta. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Mér fannst þetta ágætt eins og það var fyrir kosningar. Hannes Halldórsson sööla- smiður: Fráleitur í einu orði sagt. Finnst við ekki geta verið stjórnlaus mikið lengur. Kannski Steingrím- ur ætti að fá að reyna aftur? Þorbergur Halldórsson, hjá Landsvirkjun: Þetta er lítilsvirðing við kjósendur og fyrir neðan allar hellur. Við eigum rétt á því að þessir menn komi sér saman, ellegar verða þeir að gjöra svo vel að boða til kosninga að nýju. Ég hallast helst að því að við verðum að fá utanþingsstjórn núna, ástandið er þannig. Jón Björnsson fisksali: Þetta er ræfildómur í þeim, ekkert annað. Ég hefði viljað gefa Stein- grími annað tækifæri. FRETTIR Gatnaskemmdir Milljón gegn nöglum Borgarráð samþykkir20 millj. kr. aukafjárveitingu í viðgerðir á götum Reykjavíkur. Milljón í áróðursherferð gegn notkun nagladekkja íhaust Astæðurnar fyrir þessum óvenjumiklu skemmdum á götum borgarinnar eru auðvitað fyrst og fremst stóraukinn um- ferðarþungi og notkun nagla- dekkja á snjóléttum vetri. Ég á essa dagana er að hefjast sam- eiginlegt átak Áburðarverk- smiðju ríkisins og Landgræðsl- unnar til uppgræðslu landsins. Átak þetta felst í sölu Land- grœðslupokans sem inniheldur auk áburðar 250 grömm af upp- græðslufræi, sérstaklega ætlað til dreifíngar með áburði. Með sán- ingu úr honum má ná töluverðum árangri í að endurheimta þau Iandgæði, sem víða hafa tapast. Fólki skal þó bent á að Land- græðslupokinn inniheldur mel- gresisfræ og hentar því ekki til sáningar í heimagarða. Áburðarverksmiðja ríkisins og Landgræðslan vilja eindregið von á að við munum hefja áróð- ursherferð gegn notkun nagla- dekkja í haust, sagði Ólafur Guð- mundsson, aðstoðargatnamála- stjóri Reykjavíkur, í samtali við Þjóðviljann í gær, en nýlega sam- hvetja landsmenn til að taka þátt í þessu uppgræðsluátaki. Tilvalið er að taka pokann með í ferða- lagið og sá á gróðursnauða bletti. Landgræðslupokinn er 5 kíló að þyngd, kostar 200 hundruð krón- ur og er til sölu á bensínstöðvum um land allt. Að sögn Þorsteins Þórðar- sonar, sölustjóra hjá Áburðar- verksmiðju ríkisins, flytur Land- græðslan inn melgresisfræið en þeir sjá um að blanda því saman við áburðinn, sem þeir eiga nóg af. Einnig hafa þeir yfír að ráða öflugu dreifikerfi sem nýtist vel í dreifingu á Landgræðslupokan- um. Sagði Þorsteinn að nú þegar þykkti borgarráð 20 milljóna króna aukafjárveitingu til við- gerða á malbiki. Viðgerðir á malbiki á götum borgarinnar í sumar kosta því alls um 105 milljónir króna, því áður væri búið að dreifa á bensínstöðv- ar nokkrum þúsundum poka og væri ætlunin að reyna að selja 30- 50 þúsund poka í sumar. Ef það takmark næðist að selja 50 þús- und poka þá væru það hvorki meira né minna en 250 tonn sem fólkið í landinu sæi um að dreifa á gróðurvana land. Sem dæmi nefndi Þorsteinn að núna væri Páll Sveinsson, flugvél Land- græðslunnar, að dreifa sama magni um norðausturland. „En aðalmarkmiðið með þessu átaki er að fá fólkið í landinu til að taka þátt í uppgræðslu landsins,“ sagði Þorsteinn Þórðarson sölustjóri. hafði verið samþykkt að verja 85 milljónum til þeirra. Unnið hefur verið að þessum viðgerðum í borginni undanfar- inn mánuð og sagðist Ólafur bú- ast við að næstu tveir mánuðir yrðu einnig nýttir ef vel viðraði. Síðast liðinn vetur var fremur snjóléttur í Reykjavík og er áætl- að að kostnaður við snjómokstur hafi verið um 10 milljónum króna minni þá en veturinn 1985-1986, en aukakostnaður vegna við- gerða vegur það upp og gott bet- ur. Gatnamálastjóri hefur milljón til umráða til þess að fá menn til að láta af notkun nagladekkja í haust, og fara áróðursmeistarar trúlega af stað um leið og hausta tekur. - gg A Iþýðubándalagið Carrington svarar Carrington framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hef- ur sent þeim Ragnari Arnalds for- manni þingflokks Alþýðubanda- lagsins og Steingrími Sigfússyni alþingismanni stutt svar, við bréfi því sem þingflokkur Alþýðu- bandalagsins sendi framkvæmda- stjóranum og birt var í Þjóðvilj- anum meðan á fundi utanríkis- ráðherra NATO-ríkjanna stóð í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. I bréfi Carringtons þakkar hann þingflokknum fyrir tilskrif- ið og segist hafa kynnt sér afstöðu Alþýðubandalagsins til vígvæð- ingar og friðarmála eins og hún var kynnt í bréfi flokksins. Neytendasamtökin Gleraugna- verslun undir smásjá Neytendasamtökin hafa beint þeirri ósk til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra að skipuð verði nefnd.til að rannsaka gler- augnaverslun hérlendis, í því skyni að fínna leiðir fyrir almenn- ing til að fá ódýrari gleraugu. Samtökin benda á þann mögu- leika að öllum verslunum verði heimilt að selja venjuleg lestrar- gleraugu. “Sík verslun myndi auka verulega samkeppni á um- ræddu sviði, en nú virðast tiltekn- ir fagmenn hafa óeðlileg tök á sölu og verðmyndun gleraugna," segir í samþykkt Neytendasam- takanna. Það fer ekki mikið fyrir Landgræðslupokanum sem hún Drífa Harðardóttir heldur á í fanginu, en það fer örugglega meira fyrir innihaldi hans þegar því er dreift yfir gróðurvana land til uppgræðslu. Um þessar mundir fer fram sameiginlegt uppgræðsluátak Áburðarverksmiðju ríkisins og Landgræðslunnar með sölu á landgræðslupokanum á öllum bensín- stöðvum landsins. Pokinn inniheldur 250 grömm af melgresisfræjum og áburði, er 5 kíló að þyngd og kostar aðeins 200 krónur. Handhægur fyrir hvern og einn að hafa með sér í sumarfríið. Landgrœðslupokinn , Stöndum saman og græðum landið Sameiginlegt uppgræðsluátakÁburðarverksmiðjunnar og Landgrœðslunnar. Landgrœðslupokinn inniheldur250 grömm af melgresisfrœjum og áburði. Er5 kíló aðþyngd og kostar200 krónur. Tilsölu á bensínstöðvum um land allt. Tilvalinn að taka með sérí sumarfríið fl £ !!SC L. i fÞetta er ómöquleq frétt um \fFarftll on fxftll pifthvaA ] stjórnarmyndunarvesenið, alltþað Fa ð 09 aðu eitthvaö 1 reglulega ferskt, 1 eitthvað sem engum hefur dottið í hug áður. T 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Þriðjudagur 30. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.