Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Blaðsíða 4
LEKDARI Jákvæð umræða - opin umræða Við viljum vinna saman - við eigum sameiginleg markmið. Þetta voru hinar eiginlegu niðurstöður fjölsótts og þýðingarmikils fundar í miðstjórn Alþýðubandalags- ins um helgina. Það hefur engum dulist, sem fylgist með íslensk- um stjórnmálum, að innan Alþýðubandalagsins hef- ur verið uppi ágreiningurum starfsstíl, menn og mál- efni. ( kjölfar kosningaósigurs er það því eðlilegasti hluturíheimi.að menn einsetji sér að ræða mis- klíðarefni niður í kjölinn. Þannig - og aðeins þannig - er von til þess að hann öðlist aftur fyrri sérstöðu á meðal íslenskra launamanna og verði enn á ný það vopn sem fólk getur reitt sig á í baráttu fyrir bættu þjóðfélagi. Fyrsta kafla hinnar nauðsynlegu umræðu Alþýðu- bandalagsmanna um stöðu flokksins lauk með miðstjórnarfundinum á Varmalandi í Borgarfirði í ma- ímánuði. Þá fengu félagar og forystumenn tækifæri til að „blása út“, til að viðra álit sitt á þeim atburðum sem urðu undanfari kosningaúrslitanna. Varma- landsfundinum lauk með því að fela kjördæmisráð- unum um allt land að skipa félaga í „Varmalands- nefndina" sem síðan hefur stýrt umræðu um stöðu flokksins. Þá var sex félögum úr forystu flokksins einnig falið að setja fram vandaðar greiningar á stöðu hans og orsökum ósigursins í aprílkosningunum. Varmal- andsnefndin, sem gegnir hlutverki verkstjóra um- ræðnanna í flokknum, tók þá viturlegu ákvörðun að bjóða fjölmiðlum að vera viðstöddum erindi skýrsl- i ugerðarmanna við upphaf fundarins um helgina, sem auk heldur var allur opinn flokksfélögum. Þjóð- viljinn birti jafnframt útdrátt úr greiningum forystu- mannanna í handhægum neytendaumbúðum fyrir lesendur blaðsins. Af hálfu nefndarinnar og Þjóðvilj- ans var því lagt allt kapp á að gera kjarna umræð- unnar sem aðgengilegastan fyrir félaga og stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins. öðru skeiði innanflokksumræðunnar, skeiði skil- greiningarinnar, lauk á fundinum um helgina. Með ítarlegum umræðum um greiningar forystumann- anna var settur punktur aftan við hið nauðsynlega fortíðaruppgjör. Atökum um fortíðina, og hvað gert var rangt og af hverjum, er einfaldlega lokið. Nú tekur við hið þriðja skeiðið, sem í hnotskurn felst í orðunum: horfum til framtíðar! Því lýkur með fundi miðstjórnar í september næstkomandi. Fram til þess tíma er það skylda fél- aganna að reyna í sameiningu að draga upp mynd af Alþýðubandalagi framtíðarinnar. Við þurfum að svara eftirfarandi spurningum: Hvers konar Alþýðubandalag viljum við flytja með okkur inn í framtíðina? Hver eru brýnustu verkefnin og hvernig viljum við vinna þau? Síðasta skeiði umræðunnar lýkur svo á landsfundi í haust, þegar flokkurinn kýs sér forystu á nýjan leik og sameinast um hnitmiðaða stefnu. Það er gleðilegt að umræðan innan Alþýðubanda- lagsins hefur ekki leyst upp í ófrjótt stagl og ásakanir. Hún hefur til þessa borið vott um vilja til samvinnu, og jafnframt getið af sér gnótt nýrra hugmynda sem flokkurinn á með nokkurri vinnu að geta nýtt sér sem innlegð til framtíðar. Á landsfundi verða endanlega útkljáð erfið mis- klíðarmál, eða skapaður farvegur til að samræma stefnu í ýmsum málum, sem ekki hefur verið full eining um til þessa. Nú þegar er Ijóst, að flokkurinn hefur náð samstöðu um ýms mikilvæg mál: Hann telur þörf á því að ræða tengsl flokks og verkalýðshreyfingar, - ekki til að rjúfa eða höggva heldur til að fá úr því skorið á flokkslegum vettvangi hver skal vera farvegur milli ættingjanna. Hann vill skipulegar sóknarlotur til að endurheimta sérstöðu sína á sviði jafnréttismála og umhverfi- sverndar. Hann vill skýra stefnumótun í atvinnu- og efna- hagsmálum. Sú stefnumótun á að fara fram á grund- velli þeirrar miklu vinnu, sem efnahags- og atvinnu- málanefnd flokksins hefur þegar lagt fram. Af umræðum um Þjóðviljann virðist líka Ijóst, að það er ekki vilji innan flokksins til að draga blaðið lengra inn undir flokkinn. Menn telja það hvorki hreyfingunni né blaðinu hollt. Jafnframt hljóta allir að sjá, að það er fráleitt í takt við þróun þjóðfélagsins að draga úr sjálfstæði Þjóðviljans. Það hefur vakið mikla eftirtekt hversu opin um- ræðan í Alþýðubandalaginu er - hversu óhræddur flokkurinn er að takast á við sinn innri vanda. í þess- um kjarki er fólginn lykillinn að framtíð flokksins. Umræðan er erfið - en brýn. -ÖS KUPPT OG SKOMÐ Farið hefur fé betra „Farið hefur fé betra. Aðrir kostir hljóta að vera til, kostir þar sem heilindi ráða ríkjum.“ Á þessum orðum endar leiðari D V í gær og tekur klippari heilshugar undir þau. Jón Baldvin hefur haft umboð- ið til stjórnarmyndunar í mánuð og er nú svo komið að almenning- ur veit ekki lengur hvort hann á að hlæja eða gráta yfir verkstjórn mannsins í brúnni. Mestum tíma hefur verið varið í það að reikna fram og aftur hvar hægt sé að klípa krónur af launafólki til að bjarga ríkissjóði. Að láta þá sem fleytt hafa rjómann af góðærinu skila til baka hluta af gróða unda- nfarinna ára virðist varla hafa komið til umræðu hjá reiknimei-. sturum þríhjólsins. Ástæðan er einfaldlega sú að Þorsteinn og restin af gamla íhaldinu snýst öndverð gegn öllum slíkum hug- myndum. Þetta eru engin ný sannindi og þessvegna hefur Jón Baldvin látið reiknimeistarana leita með logandi ljósi að öðrum leiðum til að ná krónum í kassann. Hug- rnynd um bifreiðaskatt fæddist. Upphaflega var talað um að menn borguðu skatt í samræmi við verðmæti bifreiðanna. En Þorsteinn, sem ekur um á nýjum Audi, gat ekki hugsað sér þáð. í stað þess kom fram hugmynd um að greiða skattinn eftir þyngd bíl- anna. Þannig þarf klippari senni- lega að borga hærri skatt af gamla Saabinunv, sem gróflega áætlað er minna en einskis virði þó hann hökti enn áfram milli heimilis og Þjóðvilja meira af rækt við mál- staðinn en getu, en þeir sem aka um á milljón króna lúxuskerrum gljáandi úr kassanum. Þá hefur verið reiknað út að Jón Baldvin greinir fréttamönnum frá árangurinn einsog sjá má. Mynd Sig. hægt sé að afnema söluskatts- undanþágur af allri matvöru sem ekki er inni í vísitölunni og leggja þannig aukaskatt á almenning án þess að það hafi áhrif á launin til hækkunar. Einnig er talað um kjarnfóðurskatt sem hækkar verð á kjúklingum og svínakjöti. Hver á hvað? Allar þessar tillögur sem kall- ast því hátíðlega nafni, fyrstu að- gerðir í efnahagsmálum, ganga út á það eitt að leggja aukna byrði á þá sem ekki hafa orðið varir við góðærið svokallaða. Enn einu- sinni eiga þeir sem fitnuðu í góð- ærinu að sleppa og næsta furðu- legt að hugsa til þess að sá maður sem stýrir þessum viðræðum skuli hafa flengst um landið þvert og endilangt með þá brennandi spurningu: Hverjir eiga ísland? Kratar munu hafa lagt fram fé- lagsmálapakka í upphafi við- ræðna formannanna en Þorsteinn drepið hvert málið á fætur öðru. Sem dæmi má nefna húsnæðis- málin. Þar átti að leiðrétta mis- gengið svokallaða, veita auknu fjármagni í nýja húsnæðiskerfið og koma á kaupleiguíbúðum. Nú er ekkert eftir þar nema örlítið brotabrot af kaupleiguhugmynd- inni, og það brotabrot á að fjár- magna með helmingnum af því brotabroti sem veitt er til verka- mannabústaða. Hversu oft skyldi spurninguna um hverjir eigi ísland, hafa borið á góma í viðræðum þeirra Jóns Baldvins, Steingríms og Þor- steins. Sennilega ekki nærri jafn oft og spurnineuna um hver eigi for sætisráðherrastólinn. Alitshnekkir stjórnmálamanna Þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru að sigla í strand hafa allan tímann snúist meira um skiptingu ráðuneyta en minna um málefnin. Venjan hefur verið að útkljá fyrst málefnin, og þá eink- um þau málefni sem ágreiningur er um, og ræða síðan stólaskipt- inguna. I Þjóðviljanum á föstudag sagði Svavar Gestsson að þessar viðræður væru um margt óvenju- legar. „í þeim stjórnarmyndun- arviðræðum sem ég hef tekið þátt í er byrjað á því að semja um málefni og síðan hefur það tekið um hálfan dag að útkljá stólana." Þessi vinnubrögð formann- anna þriggja undir verkstjórn Jóns Baldvins eru ekki til að auka álit almennings á stjórnmála- mönnum og mátti það álit síst af öllu við enn frekari skakkaföll- um, einsog úrslit kosninganna í vor sýndu berlega. Þótt þríhjólið virðist sterkur stjórnarkostur vegna mikils þing- meirihluta þá er það bara á yfir- borðinu því viðræður flokkanna hafa einkennst af tortryggni eins- og leiðarahöfundur DV bendir á: „Flokkarnir þrír eru að hamast við að hlaða sér virkisveggi gagnvart þeim sem ætlunin er að starfa með. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra enda verður ekki séð að framhaldið verði gæfulegt þegar lagt er af stað í sameigin- lega för í ótta um að samstarfs- mennirnir ráðist hver að öðrum. Þessi vantrú og vörn um að vígbú- ast sem best í eigin skotgröf vekur ekki bjartsýni um að flokkarnir þrír reynist farsælir í orrustu þar sem þeir eiga að vera sömu megin víglínunnar.“ Jafnaðarstjórn Kratar hafa ekki verið til við- ræðu um aðra möguleika en þrig- gja flokka stjórn með íhaldi og einhverjum þriðja flokki. Fyrir kosningar kom Alþýðu- bandalagið með hugmyndina um að stjómarandstaðan legði fyrir kjósendur skýran valkost um jafnaðarstjórn. Þeirri hugmynd var hafnað þá af krötum og Kvennalista. Þrátt fyrir það er enn hægt að stofna til slíks stjórn- arsamstarfs með þáttöku eða stuðningi fjórða flokksins, til dæmis Framsóknar. Þannig væri hægt að einangra íhaldið frá stól- unum og leita nýrra svara við því hverjir eigi ísland. Heilindi ættu að geta ríkt á milli þessara flokka við leit að svari við þeirri spurn- ingu sem er ekki síður brennandi í dag en þegar Jón Baldvin flengdist um landið fyrir tveim árum. _Sáf þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttastjórl: Lúövík Geirsson. Bla&amenn: Garöar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiösson (Íþróttir), Magnús H. Gíslason, MöröurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefónÁsgrímsson, Vil- borg Davíösdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamynderar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltatelknarar: Sœvar Guöbjörnsson, Garöar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofustjórl: Jóhannes Haröarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústdóttir, Olga Clausen, Guömunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgroiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 30. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.