Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 11
UM HELGINA Kristbergur Ó. Pétursson sýnir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. MYNDLISTIN Listasafn Háskóla Islands sýnir hluta verka sinna í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Listasafn háskólans var stof n- að 1979 með listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guð- mundsdótturog Sverris Sig- urðssonar, en meginuppistaða þeirrargjafar varverk Þorvald- ar Skúlasonar er spönnuðu all- an feril hans. Þau verk eru einn- ig meginuppistaðan í sýning- unni, auk þess sem sýnd eru sýnishorn þeirra 130 verka sem til safnsins hafa verið keypt síð- an það var stofnað. Sýningin er opindaglegakl. 13.30-17. Sumarsýning á verkum Kjar- vals opnar á Kjarvalsstöðum á laugardag. (Kjarvalssal eru olíumálverk en á göngum eru myndir sem aldrei hafa verið sýndar áður og eru hluti af gjöf Kjarvalstil Reykjavíkurborgar. Eru þettafullgerðar myndir, skissurogteikningarsem Kjar- val gerði fyrir sjálfan sig. Myndir þessar sýna áður lítið þekkta hlið á meistaranum og minna um margt á hið nýja málverk. Yfir eitt hundrað myndir eru á sýningunni sem stendurtil 30. ágúst. Opið alla daga kl. 14 - 22. Svarta skýið er sýning ungra myndlistarmanna sem opnuð verður á laugardag í vestursal Kjarvalsstaða. ívarValgarðs- son, Erla Þórarinsdóttir, Jón Óskar, HalldórÁsgeirsson, Kees Visser, SverrirÓlafsson, Hulda Hákon, Hannes Lárus- sonog Birgir Andrésson. Sýn- ingin stendurtil 19. júlíog er opinalladagakl. 14-22. KristbergurÓ. Pétursson opnar í dag sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b. Á sýningunni eru 12 grafíkverk sem unnin eru í Hol- landi fyrr á þessu ári og voru á einkasýningu sem hann hélt í Ríkisakademíunni í Amsterdam en þar er hann við nám. Þetta er 4. einkasýning Kristbergs en einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum heima og erlendis. Sýningin er opin kl. 16-22virkadagaogkl. 14-22 umhelgartil 12. júlí. Sól, hnífar, skip nefnistsýning Jóns Gunnars Árnasonar sem opnuð verður í Norræna húsinu á laugardag. Á sýningunni eru teikningar og skúlptúrar unnir á árunum 1971 -1987. Jón Gunn- ar hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýning- um víða, hann var einn af stofn- endum SÚM hópsins og tók þátt í uppbyggingu Nýlista- safnsins. Sýning Jóns Gunnars er bæði í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins og er opin daglega kl. 14 -19 til 2. ágúst. Hrafnkell Sigurðsson opnar sýningu ádúkþrykksmyndum í miðsal Nýlistasafnsins, Vatns- stíg 3b í kvöld. Hann hefurhald- ið einkasýningu í Slunkaríki á Isafirði og tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Ópið kl. 16-22 virkadagaogkl. 14- 22 um helgar. Þrír norskir myndlistarmenn, Guttorm Nordö, Anne Kraftog Knut Nerby, opna sýningu á dúkskurðarmyndum í Nýlista- safninu, Vatnsstíg3bídag. Sýningin er opin virka daga kl. 16- 22 og 14-22 umhelgarog stendurtil 12. júlí. í Ásgrímssafni stenduryfir sumarsýning á verkum Ás- gríms Jónssonar í húsakynnum safnsins að Bergstaðastræti 74. Á sýningunni eru um 40 verk, aðallega landslagsmynd- ir, bæði olíumálverk, vatnslita- myndirog teikningar. Sýningin er opin alla daga nema laugar- dagakl. 13.30-16 til ágústloka. Gallerí Svart á hvítu við Óðins- torg opnar samsýningu nokk- urra ungra myndlistarmanna. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru: Páll Guðmundsson, Jóhanna Yng- vadóttir, Magnús Kjartansson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, BrynhildurÞorgeirsdóttir, Ge- org Guðni, ValgarðurGunnars- son, GrétarReynisson, Kees Visser, GunnarÖrn, PieterHol- stein, SigurðurGuðmundsson, Jón Axel og Hulda Hákon. Meðan sumarsýningin stendur yfir verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýning og geta kaupendur tekið verkin með sér strax að kaupum lokn- um. Opið alla daga nema mánudagakl. 14-18. Áning 87 - Sumarsýning ASÍ áverkum 11 listamannasem sýnaglerlist, leirlist, textíl og málmsmíði stendur nú yfir í Listasafninu við Grensásveg. Opiðvirkadaga kl. 16-20en 14-22 um helgar til 19. júlí. Gallerí Gangskör Amtmannsstíg 1 stendurfyrir samsýningu á verkum gang- skörunga. Opið alla virka daga kl. 12-18. Málverkasýning Úlfs Ragn- arssonarstenduryfir í Eden í Hveragerði. Ásýningunni eru 75 verk unnin með olíu, rauðkrít og vatnslitum ásamt nokkrum smámyndum (miniatur). Sýn- ingin ersölusýning og stendur til 13. júlí Byggöa-, lista- og dýra- safn Árnesinga á Selfossi, T ryggvagötu 23 er opið kl. 14- 17virkadagaog kl. 14-18 um helgartil 13. september. Ásmundarsafn sýnirum þessarmundiryfirlitssýningu á abstraktmyndum Ásmundar Sveinssonar og spannar sýn- ingin 30 ára tímabil á ferli lista- mannsins. Einnig erástaðnum sýnt myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveins- sonar. Listasafn Einars Jóns- sonar er opið alla daga nema mánudagakl. 13-16. Högg- myndagaröurinn eropinn alla daga kl. 11-17. Þjóðminjasafn íslands er opiðalladagakl. 13.30-16. Árbæjarsafn eropið alla daga nema mánudaga kl. 10- 18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkvibílum, sýning áfornleifauppgreftri í Reykjavík og sýning á Reykja- víkurlíkönum. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði stendurfyrirsýningu sem nefn- istÁrabátaöldin, og erhún byggð á handritum Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Heimildarkvik- myndin „Silfurhafsins" ereinn- ig sýnd á safninu. Opið aila daganemamánudagakl. 14- 18. TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti. Um helgina hefjast hinirárlegu Sumartónleikar í Skálholts- kirkju. Á laugardag kl. 15 leikur Hedwig Bilgram einleik á orgel og sembal verk eftir J.S. Bach, D. Buxtehude, J.G. Walther og G.Böhm. Laugardag kl. 17 leika Hedwig Bilgram og Helga Ingólfsdóttir verk fyrir tvo sembala. Á ef nis- skrá eru verk eftir N. Carlton og Th. Tomkins; J. L. Krebs, J.S. Bach og átta pólska dansa eftir óþekktan höfund. Sunnudag kl. 15 verða seinni laugardagstónleikamirendur- teknir. Kl. 17 á sunnudag messar séra Guðmundur Óli Olafsson og sjá listamenn um tónlistarflutning. Mickey Dean og Þorleifur Guðjónsson spila klassískan blues, ballöður, nýbylgju, kántrí og frumsamið efni í Ábracada- bra á sunnudagskvöld. Bubbi Morthens heldurtón- leika ÍTjarnarborg Ólafsfiröi [ kvöld, í H-100 Akureyri laugar- dag, í grunnskólanum Kópa- skeri sunnudag, í Þórsveri á Þórshöfn mánudag, í Mikla- garði Vopnafirði þriðjudag og í Hnitbjörgum á Raufarhöfn á miðvikudag. LEIKLIST Strengjaleikhúsið frum- sýnir Sjö spegilmyndir eftir I MessíönuTómasdótturog Patrick Kosk í Hlaðvarpanum kl. 21 áþriðjudag. Verkiðer leik- og tónverk fyrir tvo leikara, flautuleikara og segulbönd. Leikarar eru Ása Hlín Svavars- dóttir, ÞórThuliniusog Kol- beinn Bjarnason flautuleikari. Verkið tekur eina klukkustund í flutningi og verður sýnt í Hlað- varpanum dagana 7.-12. júlí og 16.-19. júlíkl. 21. Alþýðuleikhúsið er í leikferð um landið með finnska verkið Eru Tígrisdýr í Kongó? eftir Bengt Ahlfors og Johan Barg- um. Leikritið hefur verið sýnt í vetur í veitingahúsinu í Kvos- inni í Reykjavík og fengið mjög góðarundirtektir. Verkið fjallar um tvo rithöfunda sem hafa fengið það sérkennilega hlut- verk að skrifa gamanleik um eyðni. Heilbrigðisráðuneytið styrkir leikférðina að hluta og henni fylgir kaffi og veitinga- húsastemmningin. Næstu sýningar eru í kvöld á Hólmavík, 5. júlí á Hvamms- tanga um eftirmiðdaginn og á Hótel Blönduósi um kvöldið. Síðan verður ekið á bílnum sem heitir Hómer en er kallaður Veiran til Sauðárkróks þann 6. júlí, Siglufjaröar 7. júlí og Ólafs- fjarðar 8. júlí. Alþýðuleikhúsið mun svo hitta hin Urtgmennafé- lögin á Landsmótinu á Húsavík 10.-12. júlí og sýna f Samkomu- húsinualladagana. Ferðaleikhúsið sýnir Light nights íTjarnarbíóiflórum sinn- um í viku: fimmtudags-, föstudags-, laugardags-og sunnudagskvöld kl. 21. Sýning- in erflutt á ensku enda ætluð ferðamönnum. í 25 atriðum eru leikin og sýnd atriði úr Egils- sögu, þjóðsögurafhuldufólki, tröllum og draugum og gamlar gamanfrásagnir. Erþetta 18. sumarið sem Ferðaleikhúsið sýnir Light nights í Reykjavík. HITT OG ÞETTA I Árnagarði stendur nú yfir sýning bóka, handrita og mynda f rá háskólabókasafninu í Uppsölum ítilefni Ijonungs- heimsóknarinnar. Ymsir helstu dýrgripir Uppsalasafnsins eru á sýningunni, þarámeðal Uppsala-Edda, elsta handrit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svonefndri Silfurbiblíu Wulfilas- ar erkibiskups Gota f rá 4. öld. Opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. t£-16 útjúlí. Grasnytjaferð. Hið íslenska . náttúrufræðifélag tergrasnytja- ferð sunnudaginn 5. júlí kl. 11 frá BSÍ aðsunnanverðu. Farið verðurfyrst í Grasagarðinn í Laugardal en síðan Bláfjalla- hringurinn og suður með sjó. Leiðbeinendur verða líffræð- ingarnir Eva Guðný Þorvalds- dóttirog Björn Gunnlaugsson. Vikuleg iaugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun laugardag 4. júlí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Kópavogsbúar eru hvattir til þátttöku í skemmtilegu og ein- földu tómstundagamni. Öll fjöl- skyldan með. Nýlagað molak- affi. Útivist. Helgarferðir3.-5.júlí. Þórsmörk - Goðaland /Dalir -Dagverðarnes, söguslóðirog eyjaferð. Sumarleyfisferðir í júlí. 8.-12. júlí Landmannalaugar- Þórs- mörk. 9.-17. júlí Hesteyri- Aðalvík-Hornvíkog Hornstrandir-Hornvík. 17,- 24.júlí Strandir-Reykjafjörður. 15.-24.júlíHornvík- Reykjafjörður. Upplýsingar og farmiðar í allar ferðirnar á skrifstofunni Gróf- inni 1. Símar 14606 og 23732. Ferðafélag íslands. Sumar- leyfisferðir. Landmannalaugar- Þórsmörk 3.-8. júlíog 10.-15. júlí. Sunnanverðir Austfirðir- Djúpivogur7.-12. júlí. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstof- unni,öldug.3. Vigdísarvallahátíð. Kiwan- ismenn á Ægissvæði í Garða- bæ efna til fjölskylduhátíðar helgina 3.-5. júlí. Varðeldar, kvöldvaka, keppnir, leikir, dans og grillveisla. Matarkvöld ítalfu, íslensk-ít- alska félagsins verður í Djúpinu á sunnudagskvöld kl. 19.30. Að minnsta kosti þríréttað, matreitt af Tino og Luciano. Matarkvöld- in eru haldin fyrsta sunnudags- kvöldímánuði. Veitingahúsið Sigtún eropið fyrir eldri borgara alla laugar- dagakl. 14-22.30. Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds eru í leikferð um landið með Eru tígrisdýr í Kongó? Móðir okkar, tengdamóðir og amma Halldóra Þórðardóttir sem lést að heimili sínu Höfðabraut 3, Hvammstanga, 30. júní, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 4. júlí kl. 11. Þórður Skúlason Elín Þormóðsdóttir Hólmfríður Skúladóttir Þorvaldur Böðvarsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.