Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 3
^ÖRFRÉTTIR^ Fasteignarverð á Akureyri og Suðurnesjum hækkaði um 3-5% umfram al- mennar verðhækkanir á sl. ári. Útborgunarhlutfallið hækkaði lítillega á Akureyri og er nú tæp 69% en nokkru lægra á Suður- nesjum eða 66.7%. FRÉTTIR Brjánslœkur Bíðum eftir kallinu Konráð Eggertsson, framkvœmdastjóri Flóka hlfá Brjánslæk: Fáum að veiða 40 hrefnur í vísindaskyni, þegar Halldór sjávarútvegsráðherra gefur okkur grœnt Ijós. Mikil vinna í rækjunni. Mannlífið mjöggott Eg hef ekki trú á öðru en að Halldór sjávarútvegsráðherra standi við orð sín og gefl okkur grænt Ijós á hrefnuveiðar i sumar. Ef það verður, þá koma í hlut Flóka h/f 40 hrefnur, sem er helmingur þess sem veiða má í vfsindaskyni af hrefnum í sumar, sagði Konráð Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Flóka h/f á Brjáns- Iæk á Barðaströnd, við blaða- mann Þjóðvifjann. Sagði Konráð að þeir væru til- búnir að fara af stað um leið og kallið kæmi. Þeir þyrftu ekki nema viku fyrirvara til að gera allt klárt. Að öðru leyti hefur verið mikil vinna í rækjunni hjá Flóka h/f frá því í byrjun apríl. Unnið alla daga á vöktum og einnig á laugar- dögum og sunnudögum. Hjá fyrirtækinu vinna um 25 manns, 18 konur og 7 karlar. Kemur fólk- ið úr sveitinni í kring og munar ekki um að keyra 20 kílómetra í vinnuna þeir sem lengst eiga að fara. Þrír bátar hafa lagt upp rækju hjá fyrirtækinu og er sá fjórði væntanlegur þá og þegar. Aðallega hefur verið um að ræða innfjarðarrækju og hefur aflinn verið þetta tonn til tvö tonn á bát úr hverjum róðri. Þetta eru frek- ar litlir bátar eða 30, 40 og 60 tonna bátar. Einn túr hefur verið farinn á úthafsrækju og fengust þá 30 tonn, en síðan varð einn báturinn að fara í slipp. Að sögn Konráðs hefur mann- lífið á Brjánslæk verið með ein- dæmum gott í sumar. Fyrir skömmu kom þangað íeikflokkur úr Dölunum og hélt uppi stans- lausri skemmtun í fimm tíma frá kl. 20-03 um nóttina án þess að taka sér hvfld. í hópnum voru sex harmónikkuleikarar sem spiluðu fyrir dansi og hefur annar eins dansleikur ekki verið haldinn þar um slóðir í langan tíma. grh. Krakkarnir [ Vinnuskóla Kópavogs stóðu fyrir skemmtun í Hlíðargerðisgarðin um i gær. Allur ágóði af veitingasölunni rennur til sumarbúða fatlaðra í þetta skiptið. Þessi hátíð er nú orðin hefð í Kópavogskaupstað og íbúar kunna vel að meta framtak krakkanna. -gsv ísafjörður Mikil vinna í viðhaldi skipa Skipasmíðastöð Marselíusarhlf: Stefnuleysi stjórnvalda ínýsmíði stálskipa. Verkkunnátta og þekking ískipasmíðum að glutrast niður. Búið að gera samninga um nýsmíði30-40 skipa erlendis iðngrein er alls ekki gömul í árum meira en 20 ára gömul og með ast fastlega við því að hún nái talið hér á landi. Hún er ekki áframhaldandi stefnuleysi má bú- ekki þrítugsaldri," sagði Sævar. Útflutningur Islenskt til Kína Arnþór Helgason hefur gert athugun ásamt Emil Bóassyni um aukin viðskiptasatengsl við Kína. Arnþór Helgason: Kína æ mikilvægari markaður. Þráinn Þorvaldsson, Útjlutningsráði: Kína ekki á dagskrá í bili Símskeyti eru ekki lengur borin út til viðtak- anda heldur lesin fyrir hann í síma. Óski menn eftir afriti af skeytinu er hægt að sækja það á viðkomandi pósthús eða láta senda það til sín samdægurs og borga 90 kr. fyrir þá þjónustu. Sýslunefnd Rangárvallasýslu hefur lýst ó- ánægju sinni með þá seinkun sem orðið hefur á áætlunum um gerð nýrrar brúar yfir Markarfljót og fullnaðar uppbyggingar veg- arins að henni. Leggur nefndin áherslu á að framkvæmdum verði hraðað og brúin tekin í notk- un árið 1990. 5 ár eru liðin á morgun frá því að Arnarflug hóf áætlunarflug til Evrópu, en nú flýgur Arnarflug í áætlun til þriggja borga í Evrópu; Amster- dam, Zurich og Hamborgar. Ari Garðar Georgsson hefur verið ráðinn yfirmatreiðslu- meistari Sjallans og Hótel Akur- eyrar. Veigamiklar breytingar hafa verið gerðar í eldhúsi Sjal- lans og er veitingastaðurinn nú í stakk búinn til að afgreiða mat fyrir 500 manns á 25 mínútum. Náttúru- lækningafélagið verður fimmtugt á sunnudaginn. Félagið var stofnað á Sauðár- króki af Jónasi Kristjánssyni lækni og fleirum en hvatamaður að stofnun þess var Bjöm Krist- jánsson stórkaupmaður. Félagið rekur nú heilsuhæli í Hveragerði og pöntunarfélag og verslun í Reykjavík. Hafsbotnsréttindi (slendinga í hafinu norður og austur af landinu hafa verið í at- hugun hjá utanríkisráðuneytinu og utanríkismálanefnd Alþingis. Niðurstöður benda til að ásamt Norðmönnum og Dönum fyrir hönd Grænlendinga geti (slend- ingar gert tilkall til víðáttumikilla hafsvæða á þessum slóðum. Hefur ráðuneytið óskað eftir samráði við Norðmenn og Dani um réttargæslu á svæðinu. Stuðkompaníið akureyska hljómsveitin sem kom, sá og sigraði í Músíktil- raunum ‘87 með glæsibrag gefur í dag út sína fyrstu plötu sem inni- heldur fjögur ný lög. Stuð- kompaníið kemur til höfuðborg- arinnar í dag og heldur hljómleika á Lækjartorgi. Púltímar fyrir konur og karla er eitt af því sem boðið er uppá í nýju æfinga- stúdíói sem tekið hefur til starfa við Furugrund í Kópavogi. Það er Sigríður Guðjohnsen danskenn- ari sem rekur stúdíóið. Vinningsnúmer í stuðningshappdrætti Kvenna- listans sem dregið var í 30. júní sl. er 623 og er eigandinn beðinn að hafa samband viö skrifstofu Kvennalistans í síma 13725 á Hótel Vík. að er búið að vera ansi mikið að gera hjá okkur í Skipa- smíðastöð Marselíusar h/f undan- farið eitt og hálft ár í viðgerðum og viðhaldi skipa, en minna farið fyrir nýsmíðinni, sagði Sœvar Birgisson framkvæmdastjóri við Þjóðviljann. Þessa dagana er verið að vinna að nýsmíði 130 brúttólesta skips fyrir Rækjuverksmiðjuna h/f í Hnífsdal, sem verður afhent eigendum í haust. Einnig er að hefjast smíði á 9,9 tonna bát. Að sögn Sævars háir stál- skipasmíðinni mjög mikið það stefnuleysi sem virðist ríkja með- al stjórnvalda í garð skipasmíða- stöðva almennt. Á meðan ís- Ienskar skipasmíðastöðvar fái eitt og eitt verkefni til nýsmíða sé verið að smíða eða búið að gera samninga um nýsmíði skipa fyrir íslendinga erlendis uppá 30-40 ný skip. „Á meðan engin breyting virð- ist vera í augsýn á sinnuleysi stjórnvalda í garð þessa iðnaðar má búast við því að öll verkkunn- átta og þekking á smíði stálskipa hverfi með öllu hér á landi. Og er það mikill skaði þar sem þessi Hugur manna hefur oft hvar- flað til Kína, þegar rætt er um nýja og hugsanlega markaði fyrir íslenska framleiðslu. Við af- réðum því að gera athugun á því hvað það kostaði að brjóta sér leið inn á kínverskan markað. Þessi grein er ávöxtur af þeirri athugun, sagði Arnþór Hclgason, en nýlega birtist grein í tímaritinu Austrið er rautt, eftir Arnþór og Emil Bóasson, um möguleika ís- lendinga til að hasla sér völl á markaði austur í Kína. - Vestræn fyrirtæki hafa und- anfarið verið að átta sig á því að mikilvægi Kína, sem markaðar fyrir vestræna framleiðslu, er alltaf að aukast. En þetta er erfið- ur markaður. Menning Kínverja er gjörólík vestrænni menningu og þrátt fyrir markaðsstærðina, er verðlag í Kína mjög lágt. ís- lendingar ættu þó að geta gert sér vonir um að komast inn á þennan markað með lagni og þolinmæði. Þar má ekki flana að neinu. Ég reikna með því að tækniþekking og hvers kyns hugvit sé það sem við gætum helst boðið þeim til kaups, sagði Arnþór Helgason. - Kína er allavega ekki á dag- skrá hjá okkur í dag. Við eigum alveg fullt í fangi með að rækta okkar viðskiptamarkaði í nág- rannalöndunum. Ég held þó að við verðum að hafa vakandi auga fyrir auknu viðskiptasamstarfi við Kínverja. Þeir hafa sýnilega áhuga, sagði Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs. Þráinn, sagði að þegar hefðu íslendingar nokkur viðskiptas- amskipti við Kína. - Þar ber nátt- úrlega hæst jarðhitarannsóknir og virkjanir sem við höfum getað leiðbeint þeim við, sagði Þráinn Þorvaldsson. -RK ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.