Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
M5PURNINGINM
Hvað finnst þér um fyrstu að-
gerðir tilvonandi ríkisstjórnar í
efnahagsmálum?
Haukur Nikulásson
sölustjóri:
Engin ástaeöa til að mótmaala söluskatti á
tölvubúnað ef við eigum að notast við sölu-
skattskerfi á almennar vörur yfirleitt. En
það maetti líkagjarnan sparaáöðrum stöð-
um. Mér finnst óeðlilegt að gera mun á
endurskoðendaþjónustu og lögfraeðiþjón-
ustu.
Kristín Steingrímsdóttir
gjaldkeri:
Er þetta ekki nauðsynlegt? Einhvers stað-
ar verður að taka peninga í góðærinu. En
óg er alls ekki hrifin af þessu, því svona
aðgerðir bitna alltaf meir á þeim verr settu f
þjóðfólaginu.
Pétur Helgason
matvælafræðingur:
Þegar menn reka fyrirtæki verða þeir að
eiga fyrir reikningunum og þjóðarbúið hef-
urverið rekið með halla í góðæri. Það verð-
ur að ná inn peningum til að rétta við halla
rikissjóðs núna, því erfiðara verður það
þegar illa árar. Ég get í fljótu bragði ekki
séð að það sé verið að ráðast á þá verst
settu.
Magnús Pálmason teiknari:
Mér líst ekkert á þetta. Ég hef trú á þvl að
þessar aðgerðir hleypi verðbólgunni upp
um nokkur stig. Þetta er engin lausn.
Margrét Kjartansdóttir
jarðfræðingur:
Eitthvað þarf að gera í hallarekstri rfkis-
sjóðs. En ég skrifa nú ekki upp á það að
þessar ráðstafanir séu nákvæmlega þær
réttu.
Ferðaþjónusta bænda verður sífellt vinsælli valkostur ferðamannsins. Það er
alltaf nóg um að vera í sveitinni eins og á þessu myndarlega býli í Langadal í
Húnavatnssýslu sem Ijósmyndari blaðsins átti leið framhjá á dögunum. Mynd -
E.ÓI.
Ferðaþjónusta bœnda
Stærsta hótel landsins
88 sveitabœir viðurkenndir af samtökumferðaþjónustu bænda. 600 svefnpláss til afnota.
Pjónustan teygir sig smátt og smátt um allt landið. Hestaferðir sífellt vinsœlli. Fjölbreyttir
veiðimöguleikar. Einnig boðið uppájöklaferðir. Aferlendumferðamönnumermestum
Þjóðverja, Breta og Frakka. Islendingar mœttu vera fleiri
Það er feikilegur vöxtur í ferða-
þjónustu bænda og í ár getum
við boðið uppá 600 svefnpláss hjá
88 aðilum í sveitum landsins og
getum með sanni sagt að við séum
með stærsta hótel landsins, segir
Paul Richardson, formaður Fé-
lags ferðaþjónustubænda.
Að sögn Pauls er ferðaþjón-
usta bænda að teygja sig smátt og
smátt um allt landið og nýtur sí-
fellt meiri vinsælda meðal ferða-
manna, jafnt innlendra sem er-
lendra. Af erlendum ferða-
mönnum er mest um Þjóðverja,
Frakka og Breta en minna af
ferðamönnum frá Norðurlönd-
unum. Einnig er þó nokkur vöxt-
ur í fjölda innlendra ferðamanna
sem sækjast eftir að eyða fríinu
sínu í friðsæld sveitanna, þó svo
að hann mætti að ósekju vera
meiri.
Vinsælustu staðirnir eru í
Borgarfirði, við Mývatn og raun-
ar Suðurlandið allt austur að Hofi
í Öræfum. Sagði Paul að það væri
mjög mismunandi eftir
sveitabæjum hvaða þjónustu og
afþreyingarmöguleikar væru í
boði hverju sinni, en þeir staðir
sem byðu upp á hestaferðir, fjöl-
breytta veiðimöguleika og núna
síðast ferðir upp á jökul, nytu
mikilla vinsælda.
Á mörgum sveitabæjum er
hægt að fá gistingu allt árið um
kring, en af skiljanlegum ástæð-
um væri sumarið lang vinsælast.
Á meðan gist er á sveitabæ er
hægt að njóta friðar og hvfldar,
en einnig geta þeir, sem vilja
komast í kynni við störf bóndans,
tekið þátt í daglegri vinnu og
komist þannig í nánari snertingu
við daglegt líf í sveitum landsins.
grh
Smábátaeigendur
Fögnum nyju
mælingarreglunum
Landssamband smábátaeigenda: Nýju reglurnar hefðu að ósekju mátt vera
komnar löngufyrr. Tekurfyrir alltbraskmeð stærð skipa ogbáta. Stœrð
margra skipa í engu samrœmi við skráða stærð þeirra í brúttórúmlestum
Við smábátaeigendur fögnum
þessum nýju mælingarreglum
á skipum og bátum og höfum
raunar gert samþykktir þar að
lútandi í okkar samtökum, segir
Arthúr Bogason, formaður
Landssambands smábátaeig-
enda.
Sagði hann að það hefði verið
fyrir löngu kominn tími á
stjórnvöld að breyta mælingar-
reglunum til að koma í veg fyrir
það brask sem hefði viðgengist í
stærðarmælingum skipa og báta.
Nefndi hann sem dæmi strand-
ferðaskipið Esjuna sem liti út
eins og fljótandi hótei, en væri
aðeins 485 brúttórúmlestir að
stærð. Einnig mætti nefna til fjöl-
marga skuttogara sem væru
mældir niður, einungis til þess,
samkvæmt gömlu lögunum, að á
þeim giltu bátasamningar, sem
þýddi að á þeim væru aðeins 12
manns og skiptahluturinn því
hærri. Ef þessi skiphefðu verið
mæld samkvæmt þessum nýju
reglum þegar skuttogarabylting-
in stóð sem hæst hér á landi, væri
áhöfnin mun stærri á mörgum
þessum skuttogurum. Samkvæmt
gömlu lögunum um mælingar á
skuttogurum væri til dæmis ekki í
stærðardæminu allt milliþilfarið.
„En það má alls ekki sícilja mig
þannig að ég sé að væna einn eða
neinn um lögbrot í þessu sam-
bandi. Þetta er allt gert sam-
kvæmt þeim lögum sem hafa ver-
ið í gildi um stærðarmælingar á
skipum, þangað til í gær, þegar
nýju lögin tóku gildi. En það sér
hver maður með sæmilega sjón
að stærð margra báta er í engu
samræmi við skráða brúttótonna-
stærð þeirra,“ sagði Arthúr
Bogason að lokum.
grh
Lífeyrisþegar
Leyft að
diýgja
tekjumar
Frítekjuhámark elli- og örorku-
lífeyrisþega hefur verið hækkað
um 25% og geta lífeyrisþegar því
drýgt tekjur sínar, eigi þeir þess á
annað borð einhvern kost, án
þess að bætur þeirra verði
skertar.
Samkvæmt reglugerð heil-
brigðismálaráðherra frá 1. júlí
geta elli- og örorkulífeyrisþegar
nú haft 7900 kr. í tekjur á mán-
uði, án þess það komi til frádrátt-
ar á bótagreiðslum. Hjón geta
samkvæmt reglugerðinni, haft
11058 kr. á mánuði, án þess að
eiga á hættu skerðingu elli- og ör-
orkulífeyrisbóta.
-RK
Því miður. Nautasteikin er bara
búin, og smálúðan hefur verið
rifin út í allt kvöld. Væri hægt að
bjóða þér eitthvað annað?
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júií 1987