Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 15
Frjálsar íþróttir Góður tími Erlings Erlingur Jóhannsson náði nú fyrir skömmu mjög góðum tíma í 800 metra hlaupi á móti í Árós- um. Erlingur hljóp á 1.49.5 og er það næst besti tími frá upphafí. Islandsmetið í greininni er 1.49.2. Á þessu sama móti sigraði Sig- urður Einarsson í keppni í spjót- kasti. Hann kastaði 77.60. _ibe Spánn Menotti til Atletico Nú standa yfír miklar breyting- ar hjá Atletico Madrid. Fyrst keyptu þeir Paulo Futre og nú ætla þeir að fá engan annan en Cesar Menotti, sem gerði Arg- entínumenn að heimsmeisturum, til að þjálfa liðið. Jorge De Silva, sem hefur ver- ið einn aðalsóknarleikmaður Atl- etico, er nú á leið til Sviss. Þessar breytingar hafa kostað félagið 1200 milljónir kr., en Gil segir að þessum peningum hafi verið vel varið. -Jbe Kristján Arason ogSigurðurGunnarssonáttugóðanleikígær.enhéreigaþeir í baráttu við Austur-Þjóðverja í landsleik heima, sem við reyndar töpuðum. Handbolti ÍÞRÓTT1R í kvöld í kvöld eru tveir leikir í 1. deildinni í knattspyrnu. Víðir og ÍA leika í Garðinum og KA og Þór á Akureyrarvelli. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Þá er rétt að vekja athygli á leik í 4. deildinni þar sem eigast við nágrannarnir Grótta og Hvatber- ar á Seltjarnarnesinu. Þeir eru hvergi smeykir Sæmundur Oskarssón, fulltrúi KA og Benedikt Guðmundsson, fulltrúi Þórs. Báðír fengu sitt óskalið. Mynd:E.ÓI. a íslendingar settu punktinn aftan við frábæra frammistöðu sína í Júg- óslavíu með því að leggja Austur- Þjóðverja að velli, 27-24. Þessi sigur færði okkur þó ekki 2. sætið eins og vonir stóðu til, því að Spánverjar náðu jefntefli gegn Sovétmönnum, 23- 23 og ísland hafnaði því í 3. sæti. Leikurinn í gær var mjög hraður og nokkuð sveiflukenndur. íslendingar komust í 5-0, Austur-Þjóðverjar jöfnuðu, 6-6, Island komst yfir að nýju, 10-7, Þjóðverjar jöfnuðu aftur, en íslendingar höfðu forystuna í hálf- leik, 14-11. Síðari hálfleikurinn var svo jafn framan af, en þegar staðan var 21-18 náðu Islendingar að gera útum leikinn og mestur varð munur- inn sex mörk. En Þjóðverjar náðu þó aðeins að klóra í bakkann. „Þetta var dæmigerður lokaleikur, bæði liðin orðin þreytt eftir 5 leiki á 6 dögum,“ sagði Geir Sveinsson í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Þetta var bara spurning um áhuga. Við vildum ekki lenda í 4. sæti og gáfum okkur alla í leikinn og það tókst vel.“ „Þetta er búið að vera gott mót hjá okkur og það eina sem við erum ekki sáttir við er tapið gegn Spánverjum. Þá lékum við illa, en annars hefur liðíð náð mjög vel saman." Mörkin í gær dreifðust nokkuð jafnt á leikmenn eins og reyndar í flestum leikjum mótsins. Það að ná 3. sæti á svo sterku móti sem þessu er að sjálfsögðu frábær ár- angur. Það er ekki á hverjum degi sem við sigrum þjóðir eins og Júgó- slavíu og Austur-Þýskaland og það á útivelli. Það er því greinilegt að íslenska Iandsliðið hefur það sem þarf og nú er bara að bíða eftir stóra verkefninu sem allt snýst um; Seoul 1988. -Ibe SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Þroskaþjálfar Þroskaþjálfar óskast til starfa á sambýlinu Stekkj- artröð 1, Egilsstöðum frá og með 1. september n.k. Vaktavinna. Hér er um að ræða 100% starf eða minna eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Upplýsingar gefur Agnes Jensdóttir í síma 97- 1877 milli kl. 10 og 12 virka daga. Sigur gegn Austur-Þjóðverjum ísland hafnaði í 3. sœti Mjólkurbikar Akureyrarliðin lentu saman 'fjga] Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Grindavík fékk Valsmenn. Skagamennfengu ÍBK Skóladagheimili: I gær var dregið í I6-liða úr- slitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu, í beinni útsendingu á Rás tvö. Akureyrarliðin KA og Þór lentu saman, ÍA og ÍBK, FH og Völsungur, en þetta voru einu innbyrðisleikir 1. deildarliða. Fyrsta lið uppúr hattinum var FH og þeir leika því á heimavelli gegn Völsungum sem voru næstir til að gægjast uppúr hattinum. Grindvíkingar fengu óskaliðið, Val. Þeir segjast hvergi vera bangnir gegn Reykjavíkurrisun- um og eru jafnvel farnir að spá í andstæðinga í 8-liða úrslitum! Næst komu tveir stórleikir, í A- ÍBK og KA-Þór. ÍR-ingar voru næstir upppúr hattinum og dróg- ust gegn Fram. Síðan drógust 3. deildar liðin Þróttur Neskaupstað gegn Víði og Reynir Sandgerði gegn Leiftri. Loks voru það ÍB V og KR sem leika í Eyjum. Allir leikirnir varða leiknir á miðvikudag, nema leikir Grinda- víkur og Vals og ÍBV og KR sem verða á fimmtudag. Mjólkurbikarinn 16-liða úrslit: FH-Völsungur Grindavík-Valur ÍA-ÍBK KA-Þór ÍR-Fram Þróttur Nes.-Víðir Reynir Sandg.-Leiftur ÍBV-KR -4be Forstööumann vantar til afleysinga í 1 ár, frá 15. ágúst n.k. Barnaheimilið Stekkur: Viljum ráða 2 fóstrur í 100% starf og aöstoðarfólk á deild frá 1. ágúst. Einnig starfsmann í eldhús í 50% starf frá 15. ágúst. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Föstudagur 3. júl( 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.