Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími1 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Föstudagur 3. júlí 1987 141. tölublað 52. örgangur 4 LEON AÐFARS€LLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKi ÍSLANDSHF Sjálfstœðisflokkurinn Forystan heillum horfin ^ Kópavogsuppreisnin heldur áfram. Bragi Mikaelsson bœjarfulltrúi: Völdum við ranga forystumenn? Dómur kjósenda er ótvíræður, þeir töldu að forysta okkar væri ekki traustsins verð, segir Bragi Mikaelsson bæjarfulltrúi Sjáifstæðisflokksins í Kópavogi í nýjasta tölublaði „Voga“, þarsem haldið er áfram að ræða vanda Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir umvandanir frá æðstu stöðum í flokknum. „Spurningin sem ofarlega er á' baugi í dag er þessi: Er forysta Borgarfjörður eystri Á áætlunar- kortið Fjörðurinn er að verða vinsœll ferðamannastaður Aþriðjudaginn hóf Austfjarða- leið hf. áætlunarferðir til Borgarfjarðar eystri en þangað hefur ekki verið haldið uppi áætl- un með bifreiðum um langt skeið. Meiningin er að Borgarfjarðar- ferðirnar verði einu sinni í viku í sumar, á þriðjudögum. Farið er frá Neskaupstað sem leið liggur um Eskifjörð og Reyðarfjörð til * Egilsstaða og þaðan til Borgar- fjarðar, þar sem gerður er þrig- gja tíma stans áður en haldið er til Egilsstaða aftur. í fyrstu ferð Austfjarðaleiðar ' hf. á þriðjudaginn var leiðsögu- maður með í för og er sá mögu- leiki alltaf fyrir hendi ef um góða aðsókn í ferðin’a er að ræða. Leiðin til Borgarfjarðar er mjög fögur og á köflum hrikaleg og á Sjálfstæðisflokksins heillum horfin eða hvað er að gerast?“ skrifar Bragi. „Síðastliðið vor héldum við Sjálfstæðismenn glæsilegan Iandsfund og kusum þar forystu sem allir virtust ánægðir með. Það var svo ekki fyrr en eftir þingkosningarnar sem menn vöknuðu og töldu þá margir að forystan væri heillum horfin, hefði brugðist hlutverki sínu og klúðrað málum. Kjósend- Borgarfirði er einnig margt sem gleður augu ferðamanna. Þar er vinsælt að skoða verksmiðju Álfasteins hf. sem framleiðir list- og skrautmuni úr íslensku grjóti ur eru sá hópur sem dómsvaldið hefur í málum þessum, og dómur þeirra var ótvíræður, þeir töldu að forysta okkar væri ekki traustsins verð.“ Forysta flokksins „má ekki loka sig af í neinskonar ffla- beinsturni í Valhöll og gleyma sínum raunverulegu umbjóðend- u,m“ segir Bragi og spyr hvort landsfundarfulltrúar hafi haft „á réttu að standa er þeir kusu þá og hafa vinsældir þeirrar fram- leiðslu vaxið jafnt og þétt á liðn- um árum. Hlífar Þorsteinsson hjá Austfjarðaleið sagðist vonast til Þorstein og Friðrik til forystu á vordögum“. í síðasta tölublaði Voga var fjallað í hreinskilnum dúr um kosningaúrslitin og segir í leiðara blaðsins nú að viðbrögð hafi ver- ið mikil. Flestir viðmælenda blaðsins hafi lýst sig fylgjandi þeim sjónarmiðum sem fram komu, en úr Valhöll hafi borist gagnrýnisraddir, svo og frá Morgunblaðinu. -m að þessi tilraun gæfi góða raun, enda væri Borgarfjörður orðinn mjög vinsæll viðkomustaður fýrir ferðamenn, jafnt innlenda sem - erlenda. hb. Skák Jóhann til Búdapest Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar til Filippseyja rír íslenskir skákmeistarar fara á sterk skákmót erlendis upp úr miðjum júlímánuði. Jó- hann Hjartarson stórmeistari fer til Ungverjalands á millisvæða- mót sem haldið er rétt utan við Búdapest. Mótsstaðurinn er hót- elkastali sem nefnist Zsirák. Tefl- dar verða 17 umferðir og lýkur mótinu ekki fyrr en 11. ágúst. „Árangur minn á síðasta svæðamóti tryggði mér þátttöku í þessu móti sem er liður í heimsmeistarakeppninni. Þetta er geysisterkt mót og meðal þátt- takenda eru Ljubojevic, Beljav- sky, Portisch, Nunn og Christi- ansen svo einhverjir séu nefnd- ir,“ sagði Jóhann Hjartarson. Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson fara á heimsmeistaramót yngri skák- meistara sem haldið verður á Fil- ippseyjum 18. júlí -3. ágúst. Þar verða tefldar 13 umferðir og margir bestu skákmenn yngri kynslóðarinnar munu leiða sam- an hesta sína. - gsv. Borgaraflokkurinn Lands- fundur Unnið að stofnun kjördœmisráða um allt land í sumar Úr verksmiðju Álfasteins hf. á Borgarfirði, þar sem framleiddir eru list- og skrautmunir úr íslensku grjóti. (mynd: hb.' Sláturhúsin Meirihluti á undanþágum Sláturhúsanefnd villfœkka sauðfjársláturhúsum Úr49íl8á næstufimm árum. Langmestfœkkun áAusturlandi Sauðfjársláturhús í landinu eru þrjátíuogeinu of mörg ef marka má niðurstöður nefndar sem falið var að kanna rekstrar- grundvöll sláturhúsanna og gera tillögur um hagræðingu í rekstri þeirra. Auk þess uppfyllir aðeins minnihluti sláturhúsa þau skil- yrði sem heilbrigðisreglur gera ráð fyrir. Nefndin var skipuð af landbún- aðarráðherra árið 1985 og skilaði niðurstöðum sínum í ítarlegri skýrslu til ráðherra fyrir skömmu. í frétt frá ráðuneytinu segir að sláturhús í landinu hafi verið 49 talsins í fyrra. Nefndin leggur hins vegar til að þeim verði fækk- að niður í 18 á næstu fimm árum og myndi nýting þeirra sem eftir stæðu þá aukast verulega. Slátr- un í húsunum 18 myndi þá aukast um 40% að mati nefndarinnar og \ meðalnýtingartími húsanna myndi lengjast úr 19 dögum í 26. Ef farið væri að tillögum nefndarinnar myndi sláturhúsum á Norðurlandi fækka úr 11 í 5, á Austurlandi úr 13 í 3, á Suður- landi úr 10 í 4, á Vesturlandi úr 6 í 2 og á Vestfjörðum úr 9 í 4. Lang- mest yrði fækkunin á Austur- landi. Meirihluti húsanna er sem fyrr segir rekinn á undanþágum frá heilbrigðisyfirvöldum og er talið að nauðsynlegar lagfæringar á þeim myndu kosta hundruð milljóna króna. Skýrsla nefndarinnar verður lögð fyrir alþingi í haust, þegar fjallað verður um lög um slátur- hús og sláturleyfi. -gg Akveðið hefur verið að halda 1. landsfund Borgaraflokksins á Hótel Sögu 25. og 26. september f haust. í næstu viku verður haldinn undirbúningsfundur fyrir stofnun kjördæmisráðs á Vesturlandi v Borgarnesi og stofnfundur kjör- dæmisráðs Borgaraflokksins á Norðurlandi vestra verður á Blönduósi 11. júlí. Kosning kjördæmaráða í öðr- um landshlutum er þegar í undir- búningi en þegar hefur verið gengið frá stofnun kjördæmis- ráðs á Reykjanesi og Norður- landi eystra og auk þess stofnað sérstakt flokksfélag í Reykjavík. -lg- Byggingarnefnd Dýr mistök við Seiðakvísl 850þúsund í bœturfrá borginni vegna stœrðar nágrannahússins. Varaformaður byggingarnefndar teiknaði Borgarráð hefur ákveðið að greiða eiganda hússins við Sciðakvísl númer 5 850 þúsund krónur í bætur vegna þeirrar á- kvörðunar byggingarnefndar að heimila nær helmingi stærri byggingu en upphaflega var áætl- uð á lóðinni við hliðina, Seiða- kvísl 7. Eigandi Seiðakvíslar 5 kvart- aði yfir stærð nágrannahússins í maí árið 1985 og fór þá fram á að borgin keypti hús hans, en greiddi honum ella 1,7 milljónir í bætur. í síðustu viku ákvað borg- arráð að greiða honum 850 þús- und krónur í bætur. Bóta- greiðslan var samþykkt sam- hljóða, en Sigurjón Pétursson taldi greiðsluna of háa og sat því hjá við atkvæðagreiðsluna. Athygli vekur að sjálfur vara- formaður byggingarnefndar, Gunnar Hansson, teiknaði húsið við Seiðakvísl 7 og fékk teikning- ar sínar samþykktar í byggingar- nefnd fyrirhafnarlaust. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.