Þjóðviljinn - 03.07.1987, Blaðsíða 5
Fjórhjól skemma
Eyjólfur, Jón, Einar
og Kristjánfjórhjól-
akappar: Hjólin eru
hœttuleg. Það á að
vera skylda að nota
hjálm. Henta bestá
veturna. Hœgtað
nota þau sem dráttar-
tœki. Þeirsemaka
hjólunum skemma.
Bann er ekki rétta að-
ferðin. Viðþurfum
jákvæðan áróður
„Það er engin lausn að banna
umferð fjórhjóla alfarið. Það eru
ekki þau sem skemma. Það eru
mennirnir sem stjórna þeim alveg
á sama hátt og þeir stjórna jepp-
um og öðrum farartækjum. Ef á
að fara banna umferð þeirra þá
mætti nú banna ýmislegt fleira
t.d. byssur, mótorhjól og snjó-
sleða svo eitthvað sé nefnt,“
sögðu þeir Eyjólfur Bragason,
Kristján Vídalín, Jón R. Sig-
mundsson og Einar Tryggvason
Qórhjólaeigendur í samtali við
Þjóðviljann.
Þjóðviljanum lék forvitni á að
vita hvaða augum hinn almenni
fjórhjólaeigandi liti þá umfjöllun
sem verið hefur að undanförnu
um þetta nýja farartæki. Eins og
flestum er kunnugt hafa menn
miklar áhyggjur af því hvernig
ökumenn fjórhjólanna hafa farið
með landið. Nokkur sveitarfélög
hafa bannað umferð þeirra alveg.
Við lögðum því nokkrar spurn-
ingar fyrir þá félaga.
Náttúruunnendur
Hvenœr fenguð þið ykkur fjór-
hjól og hvers vegna?
„Við keyptum allir hjól í des-
ember á síðasta ári og ástæður
fyrir kaupunum eru eflaust marg-
þættar. Við höfum allir áhuga á
farartækjum almennt og höfum
mikinn áhuga á útivist hvers kon-
ar“.
Hvað skipti mestu máli þegar
þið völduð ykkur hjól?
„Við völdum okkur allir hjól í
því skyni að geta ferðast á þeim
og jafnframt að geta notað þau til
dráttar og flutninga. Okkar hjól
eru með drif á öllum og hafa góð-
an togkraft í lágum snúningi og
þess vegna valda þau síður
skemmdum en tveggja hjóla
drifið. Vélaraflið er um 25 hestöfl
og þau komast upp í 80 km hraða
á klst“.
Allir í sportinu
Er þetta farartœki eins konar
framhald af einhverju öðru hjá
ykkur?
Eyjólfur: „Já, mér finnst þetta
vera framhald af skíðaiðkun
minni á veturna enda notum við
hjólin að mestu leyti þá. Ég sé
miklu meira, yfirferðin er meiri
og ég kynnist landinu betur.
Annars hef ég að mestu leyti
smitast af félögum mínum“.
Jón: „Ég hef alla tíð verið með
ólæknandi tækjadellu. Átti fjöl-
damörg vélhjól og jeppa og hellti
ekki
Eyjólfur Bragason leyfði dóttur sinni að setjast á fjórhjólið til myndatöku upp í Brekkuskógi í Biskupstungum en þangað fór hann með það í helgarfrí um
daginn. Mynd: GSv.
Einar sem vinnur líka við trjá-
rækt upp í MosfeIlsdaI:„Við not-
um fjórhjól til þess að flytia
plöntur og í ýmislegt snatt við
trjáræktina. Það er mjög hentugt
til snúninga hjá okkur“.
Strangari reglur
Hvað finnst ykkur um þá reglu-
gerð sem er ígildi um fjórhjólin?
„Við viljum að það komi skýrt
fram að þetta eru hættuleg tæki.
Það á að skylda alla til að nota
hjálm og bílpróf á hiklaust að
vera það skilyrði sem menn þurfa
til að fá að aka hjólunum. Gróf-
munstruðu dekkin sem flutt eru
inn með hjólunum valda auðvit-
að meiri skemmdum ef þau eru
notuð í spyrnu. Samkvæmt reglu-
gerðinni gilda sömu reglur um
umferð fjórhjóia og annarra far-
artækja utan vega. Jeppasportið
hefur mikið færst yfir á vetrartím-
,ann og fjórhjólasportið verður að
gera það líka. Öllum finnst slæmt
að vera alltaf í órétti og eðlilegast
væri að hjólunum mætti aka á al-
mennum og fáförnum vegaslóð-
um eins og öðrum tækjum."
Þarf jákvœðan
áróður
Hvernig á að taka á þeim vand-
amálum sem fylgja innflutningi á
fjórhjólum?
„í fyrsta lagi teljum við félag-
arnir að það sé skylda innflytj-
enda að upplýsa kaupendur um
þær hættur sem fylgja notkun
þeirra og tjónið sem þau geta
valdið á landinu. Okkur finnst
það eðlilegt að Landvernd eða
önnur samtök svipuð tækju að sér
að vinna upp slíkan fræðslubæk-
ling í samvinnu við innflytjendur.
I öðru lagi þarf að halda upp
jákvæðum áróðri fyrir meðferð
hjólanna. Umfjöllunin hefur ver-
ið núna nákvæmlega eins og hún
var um okkur jeppamennina á
sínum tíma og menn hættu að
haga sér illa á þeim þegar umræð-
urnar voru komnar á ákveðið
stig.
Notkun fjórhjólanna á fyrst og
fremst að vera bundin við vetrar-
tímann, þá henta þau best og
valda ekki skemmdum. Við höf-
um farið í margar fjallaferðir á
veturna og svo notar maður hjól-
ið náttúrlega á rjúpnaveiðum.
Maður kemst fyrr á staðinn og
ekki sakar þó auð svæði komi inn
á milli. Það atriði takmarkar
notkun snjósleðans. Þegar frost
fer úr jörðu þá er viðkvæmasti
tíminn og leggj a ber áherslu á það
í áróðrinum jafnvel setja tíma-
bundið bann á umferð þeirra.
Við erum helst á því að láta tækin
liggja að mestu yfir sumartí-
mann, þó kitlar það svolítið að
fara í eina hálendisferð“.
Þeir þurfa útrás
Hvar eiga spyrnustrákarnir að
vera?
„Hliðarklúbbar innan
B.I.K.R. sem er félag áhuga-
manna um bílaíþróttir hljóta að
geta tekið þessa spyrnustráka að
sér og skipulagt keppni fyrir þá.
Þeir þurfa að fá útrás fyrir hest-
öflin og það hlýtur að vera hægt
að beina þeim inná ákveðnar
brautir. Ef leyfi til þess að aka
þessum tækjum verður takmark-
að við bflpróf og spól- og spyrn-
ustrákum verður gefinn kostur á
því að keppa á lokuðum svæðum
þá losnum við við skemmdirnar
að mestu leyti,“ sögðu þeir fé-
lagar að lokum.
-GSv
Fjórhjólaáhugamennirnir Kristján Vídalín, framkvæmdastjóri, Eyjólfur Braga-
son, arkitekt, Jón R. Sigmundsson, byggingatæknifræðingur og Einar
Tryggvason, arkitekt upp á þaki vinnustaðar síns við Ármúla 1 í Reykjavík.
Mynd: E.ÓI.
mér síðan út í rallýakstur en er nú
hættur því að mestu leyti. Ég tel
þetta beint framhald af allri þess-
ari véladellu og svo auðvitað spil-
ar útivistin og fjallamennskan inn
f.
Kristján: „Ég hef ferðast mikið
á jeppum um landið. Ég fer alltaf
í lax- og silungsveiði og á rjúpn-
askytterí og fjórhjólið er beint
framhald af allri þessari útivist".
Einar: „Ég var lfka mikill
jeppamaður frá upphafi og ég
man eftir því að jepparnir voru
mjög umdeildir áður, ekki ósvip-
að því sem fjórhjólin eru nú. Eg
er eins og félagar mínir sportitjót
og maður kemur nálægt nánast
hverju sem er“.
Dregur eitt tonn
Nýtist fjórhjólið ykkur öðruvísi
en sem ferðatæki?
Kristján sem er framkvæmda-
stjóri trésmiðjunnar Mosfells:
„Við getum notað hjólið sem
dráttartæki enda dregur það um
eitt tonn. Við notum það til að
flytja timbur á milli bygginga hjá
okkur".
Föstudagur 3. júlí 1987 .ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5