Þjóðviljinn - 05.07.1987, Síða 5
„Þetta er klassískur kvöldkjóir fullyrti Elísabet Jökulsdóttir sem seldi föt af
flóamarkaði. „En íslendingar hafa enga döngun í sér til að prútta, - það er
meinið. Ég verð alltaf svo glöð þegar einhver ber við að prútta við mig, að ég
lækka onúr öllu valdi. Fimmhundruð króna kjóll getur þá farið á tíkall!"
Fötin eru frá ýmsum tímum, en eru óslitin og tandurhrein. Verðið er ekki hátt:
Barnaföt á 50 krónur og kjólar og buxur á tvö til þrjúhundruð. „Þetta er visst
mótvægi við neysluþjóðfélagið," sagði Elísabet, „það er alveg ótrúlegt sem fólk
hendir af svoaðsegja nýjum fötum“.
„Nel, þaft er ekkl bara ungt og ástfanglð fólk sem kauplr blóm!“ Guðrún
Jóna Bragadóttir sat við að selja ilm og litfögur blóm í Austurstræti og var ekkert
sérlega vel við að fá Ijósmyndara yfir sig: „Það er komið hingað næstum á
hverjum degi frá einhverju blaði, með spurningu dagsins! Það er t.d. spurt um
urslit í einhverjum tilteknum fótboltaleik eða eitthvað álíka spenndandi “
Pönnukökur, föt, rabbarbarl og tllheyrandl sulta á borðum Oddnýjar Guð-
mundsdóttur. Hún býr í Hveragerði en lætur sig ekki muna um að keyra í bæinn
á morgnana á fimmtudögum og föstudögum. „Mig langaði að sjá mannlífið og
þetta er svo Ijómandi gaman," tjáði hún blm. Sunnudagsblaðsins. „Ég vaknaði
klukkan hálfátta í morgun og bakaði pönnukökurnar, fór siðan út í garð og tíndi
rabbarbara. Svo brunaði ég í bæinn!" Oddný sagðist verðleggja fötin eftir fólki:
„Ég var með frakka um daginn sem átti að kosta 450 kall. Það var gamall maður
sem kom nokkrum sinnum að skoða frakkann, greinilega frekar efnalitill. Gamli
maðurinn fékk hann á þrjúhundruð. En þú hefðir þurft að borga fimmhundruð!"
Sunnudagur 5. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Slórþjóðunum skellt
Það fer ekki á milli mála hverjir
voru stærstu íþróttaviðburðir
nýliðinnarviku. Sigrarís-
lenska landsliðsins í hand-
knattleik á heims- og ólympí-
umeisturum Júgóslava, og
bronsliðinu frá HM, Austur-
Þýskalandi.
Sigurinn á Júgóslavíu er eftir-
tektarverðari fyrir þá sök að lið
Júgóslava var sterkara en það
sem kom hingað til lands sl. vetur
og tapaði. Nú voru snillingarnir
Isaakovic, Rnic og Cvetkovic aft-
ur með, lausir úr meiðslum og
herþjónustu, en það dugði ekki
til. Og hvenær skyldu Júgóslavar
hafa skorað síðast aðeins 15 mörk
í landsleik - á heimavelli?! Hve-
nær áður hefur ísland sigrað
Austur-Þýskaland? Aldrei!
Tapleikurinn gegn Spáni á
miðvikudagskvöldið kostaði ís-
lenska liðið silfurverðlaunin en
að ná bronsverðlaunum á móti
þar sem Júgóslavía, Sovétríkin,
Austur-Þýskaland og Spánn eru
meðal mótherja er vissulega
glæsilegur árangur. Góður áfangi
og „móralskt“ veganesti fyrir Ól-
ympíuleikana þar sem Júgóslavía
og Sovétríkin eru meðal mót-
herja íslands.
En á meðan karlalandsliðið var
að ná þessum árangri bárust vá-
leg tíðindi úr kvennahandboltan-
um. Unglingalandsliðinu vísað úr
forkeppni heimsmeistarakeppn-
innar vegna þess að ísland og
Vestur-Þýskaland gátu ekki
komið sér saman um leikdaga, og
skeyti frá HSÍ til Vestur-
Þjóðverja barst 90 mínútum of
seint! Þetta er dularfullt og alvar-
legt mál sem áhugamenn um
handknattleik og fleiri krefjast að
farið verði rækilega ofaní
saumana á. Stúlkurnar eru búnar
að æfa markvisst fyrir þessa
keppni í marga mánuði, margar
fómað dýrmætum tíma í stúd-
entsprófum fyrir æfingar og það
er gífurlegt áfall fyrir þær ef ekk-
ert verður úr þátttöku. Það gæti
brotið niður allt það sem byggt
hefur verið upp og meira en það.
íslenskur kvennahandknatt-
leikur er á viðkvæmu stigi og má
alls ekki við svona skakkaföllum.
Landsliðið í frjálsum íþróttum
reið ekki feitum hesti frá C-riðli
Evrópukeppninnar í Portúgal.
Neðsta sætið, bæði í keppni karla
og kvenna, varð hlutskipti ís-
lands þrátt fyrir sigra Einars Vil-
hjálmssonar og Þórdísar Gísla-
dóttur í sínum greinum. Helga
Halldórsdóttir setti íslandsmet og
varð önnur í 400 m grindahlaupi,
en annars var árangurinn ekki til
að hrópa húrra fyrir. Breiddin
hjá okkur er lítil, og margar
ástæður fyrir því. Veigamest
sennilega þó lélegar aðstæður
fyrir æfingar og keppni hér á
landi. Enda hefur íslenskt frjálsí-
þróttafólk sjaldan náð árangri
síðustu árin nema með því að
dvelja langdvölum erlendis.
Golflandsliðið gerði það öllu
betra og varð í 14. sæti Evrópu-
keppninnar í Austurríki. Ágæt
frammistaða á Evrópumæli-
kvarða og árangur íslenskra golf-
manna nú og áður er betri en
margir gera sér grein fyrir.
í vikunni var dregið í forriðla
Evrópukeppninnar í körfuknatt-
leik. Óvæntur árangur íslands í
síðustu Evrópukeppni gerir það
að verkum að mótherjarnir nú
eru ekki eins sterkir og annars
hefði orðið. ísland leikur við
Frakkland, Danmörku og Sviss,
og fara allir leikirnir fram-í Luz-
ern í Sviss í september. Tvö lið
komast áfram í aðalkeppnina og
þar á ísland vissulega möguleika,
en landslið okkar, Dana og Sviss-
lendinga eru mjög áþekk að
styrkleika. Verst að fá aldrei að
njóta krafta Péturs Guðmunds-
sonar í svona mótum, með hann
innanborðs yrði íslenska liðinu
ekki skotaskuld úr því að komast
áfram.
Á dögunum fékkst staðfesting
á því að Eðvarð Þór Eðvarðsson,
íþróttamaður ársins 1986, er
áfram í hópi bestu baksunds-
manna í Evrópu. Hann er númer
átta á Evrópulistanum í 200 m
baksundi fyrstu sex mánuði árs-
ins og er líklegur til enn frekari
afreka. Víst er að fáir íslenskir
íþróttamenn hafa iagt meira á sig
eða æft markvissar en Eðvarð til
að ná langt í sinni grein.
Ekki stoppaði Steinar Birgis-
son handknattleiksmaður lengi
hérlendis. Kom heim í vor og
gekk til liðs við HK, en er farinn
til Noregs á ný án þess að leika
einn einasta leik. Þrátt fyrir góða
viðleitni íslensku félaganna geta
norskií greinilega boðið uppá
betri kjör.
Keppnin í 1. deildinni í knatt-
spyrnu tók nýja stefnu í vikunni.
Allt stefndi í einvígi Vals og KR
um meistaratitilinn en nú töpuðu
þau bæði sínum fyrstu leikjum,
KR gegn í A og Valur fyrir Fram.
Ragnar Margeirsson lék sinn
fyrsta leik með Fram og gerði það
sem þurfti, skoraði sigurmarkið
gegn Val, og það er einmitt svona
maður sem meistarana hefur
vantað til þessa í sumar. Þegar
Guðmundur Steinsson verður
kominn við hlið Ragnars seinna í
þessum mánuði eru allir mögu-
leikar opnir fyrir Framara. Pétur
Ormslev lék nú á ný í sinni uppá-
haldsstöðu, á miðjunni, og sýndi
með snilldarleik að þegar hann
nær sér á strik standa fáir íslensk-
ir knattspyrnumenn honum á
sporði.
Naumur sigur Víkinga á ísfirð-
ingum sýnir hvað 2. deildin er
gott um þdð að segja? Ekki alveg!
Krakkarnir í Víði voru nefnilega
beitt ströngum heraga á meðan á
mótinu stóð, fengu ekki að leika
sér úti í frítímum eins og hinir og
njóta þannig dvalarinnar til
fullnustu. Kona sem var í farar-
stjórn eins liðanna sagði mér að
það hefði verið hræðilegt að
horfa uppá þessa meðferð á ves-
alings börnunum. Hver er til-
gangurinn með þessu? Spyr sá
sem ekki veit, en svo mikið er víst
að krakkarnir úr Víði hafa örugg-
lega ekki haft sömu ánægju af
keppninni og aðrir þátttakendur,
jafnvel þótt uppskeran væri verð-
laun fyrir prúðmennsku.
Barnaskóli Selfoss
Okkur vantar kennara í íþróttum (2 stöður) og
handmennt (1 staða).
Upplýsingar í símum 99-1498 eða 99-1320.
Skólanefnd.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, númer
átta á Evrópulistanum í 200 m. bak-
sundi.
Guðmundur Stelnsson byrjar að
leika með Fram í fótboltanum innan
skamms. Þá eru Islandsmeistararnir
til alls líklegir!
jöfn. Víkingar orðnir langefstir,
ísfirðingar einir á botninum,
samt er munurinn ekki meiri.
Menn greinir á um styrkleikann í
deildinni en töp 2. deildarliða
gegn 3. deildarliðum í Mjólkur-
bikarnum í vikunni segja sína
sögu um hve lítill munur er í raun
orðinn á þessum deildum.
Eftir 17 sigurleiki í röð í 1. deild
kvenna, frá því í september 1985,
máttu Valsstúlkurnar gera sér að
góðu jafntefli við ÍBK. Þær eru
samt efstar sem fyrr og fá senni-
lega mesta keppni frá Skaga-
stúlkunum um meistaratitilinn.
Einhver viðamesti og glæsileg-
asti íþróttaviðburður hérlendist á
hverju ári er Tommamótið í
Vestmannaeyjum, knattspyrnu-
mót fyrir 10 ára og yngri, sem
lauk sl. sunnudag. Eyjamenn eru
orðnir sérfræðingar í þessu móts-
haldi og öllu sem því fylgir.
Undirbúningur þátttökuliða er
orðinn margþættur og viðamikill
og tilhlökkun barnanna gífurleg.
Fyrir mörg þeirra er þetta mót
stærsti viðburður ársins og sárasti
söknuðurinn hjá mörgum við það
að verða 11 ára er að komast ekki
lengur til Eyja!
Sama félagið, Víðir úr Garði,
fær sérstök prúðmennskuverð-
laun mótsins á hverju ári. Allt
ÍÞRÓTTASPEGILL
VÍÐIR \
sigurðsson;